Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 10
LEITAÐU ÞÉR HJÁLPAR Jenný biðlar til þeirra kvenna sem telja minnsta vafa á að þær séu beittar ofbeldi að hringja í Kvennaathvarfið í síma 561 1205. Kvennaathvarfið tekur einnig á móti símtölum frá karlmönnum og hefur veitt viðtöl í Bjarkarhlíð en Bjarkarhlíð tekur á móti fólki af öllum kynjum 18 ára og eldri. á. Engin hinna kvennanna kom vel út fjárhagslega. Mjög margar treystu sér ekki í að fara í hart með fjárskipti og margar þeirra reyna að gefa eftir í eignaskiptum í von um betra gengi í umgengnis- og forræðismálum.“ Þegar farið er fyrir dóm þarf að vera hægt að sýna að báðir aðilar geti boðið upp á sambærilegar aðstæður sem er erfitt ef annar aðilinn situr á eignunum og neitar að ganga frá fjárskiptum. „Það er ekkert í lögunum okkar sem segir að báðir aðilar eigi að víkja og eignin sé fryst þangað til að fjárskiptum er lokið. Þetta tekur svo langan tíma að margar konur gefast bara upp og gefa allt frá sér.“ Brjóta ítrekað á nýjum konum Jenný segir dæmi þess að til þeirra leiti konur sem hafi lent í sama ofbeldismanninum og erfitt sé fyrir þær að vara við slíkum aðilum sé engin kæra eða dómur í kerfinu. „Tölur um komur kvenna í athvarfið segja okkur að hér á landi séu margir ofbeldis- menn en það eru alveg dæmi um að það er að koma kona eftir konu, að flýja sama of- beldismanninn. Þeim er ekki lagalega stætt á að nafngreina opinberlega menn ef þeir hafa ekki verið ákærðir.“ Jenný segir það einnig oft vera valdatæki ofbeldismanna að kæra til baka. Við heimildaöflun um gas- ljóstrun koma orðin siðblinda og narsissismi oft upp. Jenný segir að engin markviss grein- ing sé í gangi á þessum mönn- um og því sé erfitt að flokka þá en það sé rauði þráðurinn að sá sem beitir ofbeldi virðist skorta samkennd og getu til að setja sig í spor annarra. Brotaþolinn tók eigið líf DV hefur undir höndum átakanlega upptöku samtals tveggja kvenna þar sem ein konan sannfærir hina um að falla frá ákæru á hendur sam- býlismanns síns. Þar eru því „vinkona“ konunnar og konan að tala saman og ljóst að „vinkonan“ rekur þar erindi mannsins sem beitt hafði kon- una grófu ofbeldi. Á upptök- unni beitir „vinkonan“ öllum þeim aðferðum til gasljóstr- unar sem lýst er hér að ofan. Á upptökunni segist konan ekki ráða við þetta lengur og muni fremja sjálfsmorð. „Vin- konan“ gerði lítið úr þessum orðum konunnar og skipti snarlega um umræðuefni. Spjalla þær svo áfram og er ljóst á samtalinu að bæði er mikill aðstöðumunur og allt sem „vinkonan“ segi miði markvisst að því að brjóta konuna niður og fá hana um að efast um réttmæti þess sem hún er að gera, þ.e. að kæra eiginmann sinn. Konan batt skömmu síðar endi á líf sitt. Lagalegur vítahringur Af samtölum við lögfróða karla og konur er ljóst að málaflokkur andlegs ofbeldis á sér hvergi samastað í ís- lenskum lögum. Aðspurðir sögðu allir viðmælendur DV að erfitt væri að heimfæra andlegt ofbeldi á refsiákvæði í almennum hegningarlögum. Ljóst sé að saksókn vegna málaflokksins er erfið og sak- sóknarar bundnir þeirri reglu að hefja ekki saksókn nema hún sé líkleg til þess að leiða til sakfellingar. Málin þykja ólíkleg til sakfellingar þar sem fá dómafordæmi eru til um heimfæringu andlegs of- beldis á ákvæði hegningarlaga sem fjalla um ofbeldi, hótun þar um, beitingu nauðungar eða brot í nánu sambandi. Þar sem dómafordæmi skortir verða saksóknir fátíðari, sem eykur enn fæð dómafordæm- anna. Þannig verður til viss vítahringur aðgerðaleysis í dómskerfinu. Þennan vítahring má hugs- anlega líkja við þann sem var uppi í tengslum við lagalega stöðu brota í nánu sambandi. Þau skilaboð sem send voru árum saman út til brotaþola af réttarkerfinu voru þau að ógjörningur væri að sakfella fyrir slík brot, enda brotin þess eðlis að sjaldgæft var að vitni væru að verknað- inum og sönnunarfærsla fyrir dómi því bara orð á móti orði. Þessi lagalegi víta- hringur var ekki rofinn fyrr en með breytingum á lögum árið 2016 þegar sérstök grein í hegningarlögum tók gildi um brot í nánu sambandi. Langt er þó til lands segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaat- hvarfsins. „Afar sjaldgæft er að dómur falli í málum sem þessum. Hafi brotaþolar kært á annað borð er undantekning að dómur falli í málinu.“ Undantekning ef andlegt ofbeldi fer fyrir dóm Enn fremur segir Sigþrúður að staða þolenda andlegs of- beldis sé enn viðkvæmari í réttarkerfinu og dæmi um að þolendur þess upplifi ofbeld- ið sem þær voru beittar sem léttvægara en líkamlega of- beldið. Þó er það þannig, segir Sigþrúður, að algengt sé að afleiðingar andlegs ofbeldis vari lengur en hins líkamlega. „Líkaminn grær og marblettir hverfa, en hið andlega situr eftir á sálinni, sjálfsmyndinni og hangir hjá konunni lengur,“ segir Sigþrúður. Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við Háskóla Íslands segir að dómstólar hafi vissulega ekki tekið til umfjöllunar mörg tilvik af andlegu ofbeldi. Þó séu þeir farnir að taka mun meiri tillit til andlegrar líðanar fórnar- lamba ofbeldisbrota og and- legt tjón þeirra metið til refsi- þyngingar og bóta af meiri þunga. Þannig hafi andleg líðan brotaþola hlotið aukna refsivernd en áður. Enn frem- ur hafa dómstólar tekið víðari heimfærslur saksókna á refsi- ákvæði til greina. Þannig hafa brotum sem eru heimfæranleg á tiltekin ákvæði hegningar- laga fjölgað. „Dómarar eru að ganga lengra til að vernda persónuhelgi, friðhelgi einka- lífsins og kynfrelsi,“ segir Jón Þór. Bendir hann enn fremur á að engum kafla hafi verið breytt jafn oft á undanförnum árum í hegningarlögum en kaflanum um kynferðisbrot. Jón Þór segir að heilt yfir sé sönnun erfið í málum tengdum andlegu ofbeldi. Samt sem áður hafa verið stigin stór skref í rétta átt á undanförn- um árum með stofnun neyðar- móttöku kvenna og barnahúss og óskandi að sú góða vinna haldi áfram. „Vissulega þarf meira til í þessum málum.“ n Einangrun er ein afleiðing andlegs ofbeldis. MYND/GETTY Tölur um komur kvenna í athvarfið segja okkur að hér á landi séu margir ofbeldis- menn en það eru alveg dæmi um að það er að koma kona eftir konu, að flýja sama of- beldismanninn. 00000 www.veidikortid.is Hvar ætlar þú að veiða í sumar? Útsölustaðir: N1, OLÍS, veiðivöruverslanir 10. JÚLÍ 2020 DV10 FRÉTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.