Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 20
10. JÚLÍ 2020 DV20 EYJAN ÝMIS NÝ ÞINGMANNSEFNI SJÁLF- STÆÐISFLOKKS VERIÐ NEFND Enginn núverandi þingmanna hefur gefið út að hann hyggist hætta. Á komandi vikum verður fjallað um framboðsmál, þingmannsefni og stöðu einstakra flokka. F réttablaðið sagði frá því fyrir viku að Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra hygðist boða for- menn flokkanna á fund til að ræða tímasetningu næstu al- þingiskosninga. Meðal stjórn- arandstöðuþingmanna er mun meiri vilji til vorkosninga en hjá stjórnarliðum. Kjörtíma- bilinu lýkur 28. október 2021 og heimildarmönnum innan ríkisstjórnar ber saman um að haustkosningar séu miklu líklegri kostur. Menn bera þá fyrir sig farsóttina og segja mörg mál hafa tafist vegna hennar sem þeir vilji fyrir alla muni klára. Flestir sækja stíft að fá að sitja eins lengi á ráðherrastóli og mögulegt er, fimm mánuðir frá vori til hausts eru langur tími í pól- itík. Vitaskuld er allt of snemmt að velta fyrir sér úrslitum al- þingiskosninga og líklegast að ekki verði byrjað að raða á framboðslista fyrr en í fyrsta lagi næsta vor. Hvað sem því líður er forvitnilegt að skoða hvernig landið liggur hjá ein- staka flokkum. Ég ætla því hér í þessum pistli og á næstu vikum að fjalla um framboðs- mál, þingmannsefni og stöðu einstakra flokka. Byrjum á Sjálfstæðisflokknum. Lítil hreyfing á fylginu Sjálfstæðisflokkurinn hlaut sína næstverstu útreið frá upphafi í síðustu alþingis- kosningum, eða 25,3% fylgi á landsvísu. Fylgi flokksins hefur mælst undir því í nærri öllum könnunum sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu. Þó er rétt að taka fram, svo allrar sanngirni sé gætt, að fylgistap hans samkvæmt könnunum er ekki nærri eins mikið og hinna stjórnarflokkanna, Framsókn- arflokks og Vinstri grænna. Ef við skoðum Reykjavík þá var ekki haldið prófkjör hjá flokknum í borginni fyrir al- þingiskosningarnar 2017 enda aðeins ár frá fyrra prófkjöri þar sem Ólöf Nordal hafði orðið hlutskörpust, Guðlaugur Þór Þórðarson annar, Brynjar Níelsson þriðji, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fjórða, Sig- ríður Á. Andersen fimmta, Birgir Ármannsson sjötti, Hildur Sverrisdóttir sjöunda og Albert Guðmundsson átt- undi. Ólöf andaðist í febrúar 2017. Heimildarmenn full- yrða að núverandi þingmenn, þau Guðlaugur Þór, Brynjar, Áslaug, Sigríður og Birgir, sækist öll eftir sæti á listum flokksins fyrir komandi al- þingiskosningar. Hildur féll út af þingi 2017 og undi því illa. Afar líklegt má telja að hún gefi kost á sér og sömu- leiðis Albert Guðmundsson sem þykir skörulegur ræðu- maður. Ekki spillir nafnið heldur fyrir. Síminnkandi þátttaka í prófkjörum Aðeins 3.430 tóku þátt í próf- kjörinu 2016. Guðmundur Magnússon blaðamaður rifjaði upp í kjölfar þess þegar hann tók þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins 1990 og hlaut sam- tals 3.100 atkvæði sem dugði honum í 13. sætið. Ólöf Nordal fékk samtals 2.944 sem nægði henni til að fá efsta sæti. Í prófkjörinu 1990 kusu alls 8.480 og raunar þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann til að finna mikla kjörsókn því í prófkjöri fyrir alþingiskosn- ingarnar 2007 greiddu 10.846 manns atkvæði. Þátttaka í prófkjörum var enn meiri á áttunda áratugnum. Í próf- kjöri reykvískra Sjálfstæðis- manna fyrir kosningarnar 1978 kusu 9.877 en ef tekið er mið af íbúafjölgun í borginni þá myndi það samsvara því að um 15.500 greiddu atkvæði nú. Einkum er það fólk sem komið er yfir miðjan aldur sem greiðir atkvæði í próf- kjörum og vitaskuld hefur það mikil áhrif á niðurstöðuna. Guðlaugur Þór er því talinn eiga mun meiri möguleika á fyrsta sæti en Áslaug Arna. Hinir þrír þingmenn flokksins í kjördæminu, Brynjar, Sig- ríður og Birgir, þykja öll hafa vaxið í áliti meðal flokksfólks en vekja að sama skapi ekki jafnmikla aðdáun út á við. Einn heimildarmanna sagði flokkinn vanta fleiri öfluga liðsmenn sem dragi fylgi að. Meðal nýrra þingmannsefna sem nefnd hafa verið eru Borgar Þór Einarsson, að- stoðarmaður Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra, og Vala Pálsdóttir, formaður Lands- sambands Sjálfstæðiskvenna. Eyþór Arnalds, oddviti flokksins í borgarstjórn, hefur verið nefndur sem þingmanns- efni. Sömuleiðis Hildur Björns- dóttir, annar maður á lista flokksins þar. Hún er þó talin ólíklegri til þess en Eyþór þar sem hún stefni ótrauð á borgar- stjórastólinn og hafi meðal annars viljað komast í betra samband við vinstriflokkana í borgarstjórn en meirihluti borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðismanna kæri sig um. Hún telji sig sjá fleiri sam- starfskosti Sjálfstæðismanna en menn komi auga á nú. Röðun á listum ekki fylgt „Til hvers er verið að halda prófkjör þegar formaður flokksins velur bara þá sem honum þóknast af listunum?“ spurði einn óánægður áhrifa- maður í Sjálfstæðisflokknum og vísaði til þess þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótt- ir, Sigríður Á. Andersen og Ás- laug Arna voru teknar fram- fyrir karlmenn sem voru ofar á listum, þegar kom að vali á ráðherrum. Sami viðmælandi rifjaði upp að Bryndís Har- aldsdóttir hefði verið hífð upp um sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viðmæl- endur hafa enn fremur nefnt að þessar tilfæringar hafi ekki orðið til að auka vinsældir flokksins, nema síður sé. Brynjar Níelsson var for- maður Lögmannafélagsins og er reyndur hæstaréttar- lögmaður. Mörgum flokks- mönnum finnst ítrekað hafa verið gengið freklega fram hjá honum við val á dómsmálaráð- herra. Þá nefna sumir að mun lýðræðislegra væri að taka upp fyrra fyrirkomulag og láta þingflokkinn kjósa hverju sinni milli ráðherraefna – allt of mikil völd séu færð í hend- ur formanns flokksins við til- nefningu ráðherra. Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is Heimildarmenn telja Guðlaug Þór sigurstranglegri en Áslaugu Örnu komi til einvígis milli þeirra um efsta sætið. MYND/VALLI Framhald á síðu 22 ➤

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.