Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 4
1 Konan sem leitað var að fannst látin Kona sem lýst var eftir fyrir
rúmlega viku fannst látin.
2 „Haldið þið að ríkisstjórnin ætli að láta tvo lækna og einn
löggukarl ákveða framtíð landsins?“
Landlæknir bendir á að almanna-
varnateymi ríkislögreglustjóra er ekki
það sama og stjórnvöld. Enn sé ríkis-
stjórn í landinu sem hafi verið kjörin
til að ákvarða framtíð landsins.
3 Valdamiklir menn óttast að hún leysi frá skjóðunni Talið er að
Ghislaine Maxwell, fyrrum sam-
starfskona auðkýfingsins Jeffrey
Epstein, búi yfir miklu af upplýsingum
sem gætu orðið nokkrum af valda-
mestu mönnum heims að falli.
4 Drap kanínu sex ára drengs fyrir framan hann í Kópavogi Ófor-
skammaður köttur í Kópavogi herjar á
gælukanínur nágranna síns og hefur
þegar drepið eina, sex ára eigand-
anum til lítillar gleði.
5 Brúnkuslys íslenskra kvenna – „Var eins og Hulk í nokkra
daga“ Íslenskar konur deildu með
DV slæmri reynslu sinni af brúnku-
kremum.
6 Manúela krækti í kvikmynda-framleiðanda Manúela Ósk
Harðardóttir áhrifavaldur er komin á
fast með kvikmyndaframleiðandanum
Eiði Birgissyni.
7 Vikan á Instagram: „Hvað er skemmtilegra en að djamma
með öllum sem þú dýrkar?“ Vikan á
Instagram er fastur liður á mánudags-
morgnum og nýtur mikilla vinsælda.
8 Hinar raunverulegu húsfreyjur Íslands Hvaða íslensku konur
gætu verið í þáttum um hinar raun-
verulegu húsfreyjur Íslands. DV kom
með nokkrar góðar tillögur.
9 Slysið í endurvinnslunni – Líf konunnar í rúst og málinu verður
áfrýjað 77 ára gömul kona tapaði
skaðabótamáli gegn Endurvinnslunni
en hún lenti í hræðilegu slysi í Endur-
vinnslunni á Dalvegi er sjálfvirk hurð
lokaðist á hana.
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Gat ekki notað símann
Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir
miklu áreiti eftir að knattspyrnulýsingar hans urðu áberandi
á Internetinu. Varð ástandið svo slæmt að hann gat ekki notað
símann sinn sökum ágangs. Þetta kom fram í hlaðvarpi Sölva
Tryggvasonar.
Stórt nei frá flugfreyjum
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands felldu nýundirritaðan
kjarasamning við Icelandair. Rúmlega 70% félagsmanna
greiddu atkvæði gegn samningnum og þarf félagið nú aftur
að setjast við borð ríkissáttasemjara og hefja viðræður við
Icelandair að nýju. Icelandair hefur gefið út að umræddur
samningur hafi verið þeirra besta boð og í því hafi falist kjör
sem væru miklu betri en þau sem standi flugfreyjum til boða
hjá öðrum vinnuveitendum.
Sakfellt í Hvalfjarðargangamáli
Sex voru sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot í svonefndu
Hvalfjarðargangamáli. Meðal sakfelldu er Jaroslava Davids-
son, gjarnan kennd við skemmtistaðinn Goldfinger, sem var í
eigu eiginmanns hennar heitins. Málið varðaði framleiðslu á
amfetamíni sem átti sér stað í sumarbústað í vetur.
Stjörnumeðhöndlarinn ákærður
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem rekur meðhöndlunar-
stofuna Postura, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn
fjórum konum. Meint brot áttu sér stað við meðhöndlun, en þar
beitti hann aðferðum sem engin fagstétt á Íslandi viðurkennir.
Tugir kvenna hafa ásakað hann um brot og hefur DV ítrekað
fjallað um málið.
Kári hættur að skima
Kári Stefánsson tilkynnti að fyrirtæki hans, íslensk erfða-
greining, muni hætta aðkomu að skimunum fyrir COVID-19
á landamærum landsins. Þessi tilkynning kom mörgum í opna
skjöldu og hafa sóttvarnayfirvöld unnið að því að finna leiðir
til að halda fyrirkomulaginu áfram án Kára.
Fangelsi skellir í lás
Ákvörðun hefur verið tekin um að loka fangelsinu á Akureyri
í hagræðingarskyni. Bæjarstjórn Akureyrar hefur harðlega
mótmælt þessu og segir ákvörðunina hafa verið tekna án alls
samráðs við Akureyrarbæ. Með ákvörðuninni sé í reynd verið
að leggja niður fimm stöðugildi hjá bænum og skikka lögreglu-
menn á vakt til að sinna fangavörslu.
Lektor á ákærusviði
Lögregla hefur lokið rannsókn í máli Kristjáns Gunnars Valdi-
marssonar, lektors í skattarétti, sem grunaður er um frelsis-
sviptingu, nauðgun og fleiri brot. Málið er nú komið inn á
ákærusvið sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin
út á hendur Kristjáni.
CMYK
SV/HV
Vertu viss um að velja
besta kjötið á grillið!
Meira á
www.fjallalamb.is
4 FRÉTTIR 10. JÚLÍ 2020 DV