Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Side 37
Una í eldhúsinu Súkkulaðibollakökur ca. 35 stk. 360 g hveiti 100 g kakó 2 1/2 tsk. matarsódi (natrón) 1/2 tsk. salt 440 g sykur 500 ml ab-mjólk 300 g olía 4 stór egg 2 tsk. vanilludropar Hitið ofninn í 180°C. Sigtið hveiti, kakó, salt og matar- sóda saman í skál. Setjið til hliðar. Setjið sykur, ab-mjólk, olíu, egg og vanilludropa í hrærivélarskálina og þeytið vel saman. Blandið svo hveitiblöndunni í smá- um skömmtum saman við. Skiptið deiginu í bollakökuformin (fyllið þau að 2/3) og bakið í 15-17 mínútur. Látið kökurnar kólna áður en kremið er sett á. Smjörkrem 500 g smjörlíki 500 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar Þeytið saman flórsykur og smjör- líki. Smjörlíkið á að vera við stofu- hita. Bætið vanilludropunum saman við og þeytið á miðlungshraða í um 3 mínútur, eða þar til allt er vel blandað og kremið orðið hvítt. Saltkaramella 100 g púðursykur 60 g smjör 1/2 dl rjómi 1 tsk. salt Bræðið púðursykur í potti við vægan hita og passið að hræra vel. Skerið smjörið í litla bita og bætið saman við, hrærið vel í blöndunni, lækkið hitann svo aðeins og setjið saltið saman við. Bætið rjómanum saman við í smá skömmtum og hrærið vel á milli. Leyfið karamellunni að kólna vel áður en hún er þeytt saman við smjörkremið. Geymið smá kara- mellu til þess að skreyta kökurnar. Dásamlegar kjúklingavefjur Fyrir 4 8 tortilla pönnukökur 1 heill kjúklingur 1 rauð paprika 1 gul paprika Spínat Hummus - t.d. með papriku 2-3 gulrætur Ferskt krydd ef vill - t.d. kóríander Byrjið á að elda kjúklinginn í eld- föstu móti, kryddið hann vel með góðu kryddi og mér finnst gott að setja smjörklípur yfir hann, hann helst mjúkur og safaríkur þannig. Ég elda hann við 180 gráður í um 55 mínútur. Látið kjúklinginn kólna og rífið niður. Smyrjið hummus á hverja tortillu. Skerið paprikurnar endilangar. Flysjið gulrætur og skerið í strimla Leggið spínatblöð á hverja tortillu, svo grænmetið og kjúklinginn. Rúllið upp, skerið niður í sneiðar og raðið á fat. Berið fram með salsasósu og / eða Roasted Garlic Aioli frá Stone Wall Kitchen, sem dressingu með. Ég ber þetta svo fram með fersku salati með ólífum og fetaosti með. Verði ykkur að góðu. Una Guðmundsdóttir matar- bloggari á Unabakstur.is deilir hér uppskrift að huggulegum vefjum sem virka vel sem nesti í úti- legu eða sem veitingar í næsta Pallapartí. Það þarf svo alltaf að vera sætur endir, svo allt sé í jafnvægi. Þar koma bollakökur með saltri karamellu sterkar inn. MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 37DV 10. JÚLÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.