Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR 10. JÚLÍ 2020 DV DÆMDUR FYRIR STÓR- FELLT DÓP SMYGL EN VINNUR FYRIR BORGINA Einstaklingar sem hafa verið sakfelldir fyrir stór- felld fíkniefnabrot eru ekki útilokaðir frá þátttöku í útboðum á vegum Reykjavíkurborgar. Einu gildir þó að viðkomandi einstaklingur bíði afplánunar. Í júlí á síðasta ári ákvað umhverfis- og skipulags-svið Reykjavíkurborgar að ganga að tilboði Þakafls ehf. í viðhald og endurbætur á þaki leikskólans Lyngheima. Þann 4. mars sl. var síðan samþykkt að ganga að tilboði HIH málunar ehf. í málun á sex fasteignum á vegum Reykjavíkurborgar. Tilboðið var upp á tæpar 6,5 millj- ónir króna. Þá var samþykkt annað tilboð frá HIG málun ehf, upp á tæpar 11 milljónir, fyrir málun á tólf öðrum fast- eignum í borginni. Mikið magn sterkra fíkniefna Skráður stjórnarmaður og helmingseigandi í bæði HIH málun ehf. og Þakafli ehf. er Tómas Arnarson. Í júní á sein- asta ári var Tómas dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hlutdeild í umfangsmiklu fíkniefnasmygli frá Hollandi til Íslands. Þá hefur hann frá árinu 2011 hlotið sex óskilorð- sbundna fangelsisdóma fyrir umferðarlagabrot. Forsaga málsins er sú að árið 2017 var Tómas, ásamt öðrum manni, ákærður fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmum þremur kílóum af MDMA. Efnunum var komið fyrir í sófa sem keyptur var í bænum Oosterhout í Holl andi í júní árið 2015 og síðan fluttur til landsins með flutningaskipi. Lögreglan fann efnin í sófan- um á vöruhóteli Eimskipa dag- inn eftir og lagði hald á þau. Maðurinn sem ákærður var ásamt Tómasi játaði fyrir héraðsdómi Reykjavíkur að hafa skipulagt innflutninginn og var því sakfelldur. Hlaut hann fimm ára fangelsisdóm. Héraðsdómur sýknaði hins vegar Tómas, en hann neitaði ávallt sök í málinu. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem síðan sneri við dómi Héraðsdóms, í júní á sein- asta ári. Í dómi Landsréttar kemur meðal annars fram að skýringar Tómasar á atriðum sem tengdu hann við kaupin á sófanum hafi verið „óná- kvæmar og um margt misvís- andi og ótrúverðugar.“ Þá hafi sú afstaða hans að nefna ekki nöfn annarra sem hann hitti og eyddi tíma með í þessum tveimur ferðum dregið úr trú- verðugleika framburðar hans. Hann var lokum dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sinn hlut í málinu. Við ákvörðun refsingar var tekið mið af því að hann var fund- inn sekur um að hafa staðið að innflutningi á miklu magni af sterkum fíkniefnum. Ákveðin brot undanskilin Eyþóra Kristín Geirsdóttir er lögmaður hjá embætti borgar- lögmanns. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV stendur: „Í innkaupareglum Reykja- víkurborgar er hvergi mælt fyrir um skyldu til að hafna tilboði sem stafar frá bjóð- anda, hvers stjórnarmenn eða eigendur hafa hlotið dóma fyrir fíkniefnainnflutning eða umferðarlagabrot. Það væri því ekki andstætt innkaupa- reglum að samþykkja tilboð frá fyrirtæki í eigu einstakl- ings sem hefði hlotið dóm fyrir fíkniefnainnflutning og/ eða umferðarlagabrot.“ n Í innkaupareglum Reykjavíkurborgar er ekkert sem mælir gegn því að bjóðendur og þátttakendur í útboðum séu með dóm á bakinu fyrir fíkniefnainnflutning eða umferðarlagabrot. MYND/STEFÁN DRÁTTARBEISLI Hágæða beisli, föst eða losanleg, fyrir flestar gerðir fólksbíla og jeppa. Upplýsingar um verð og afgreiðslutíma hjá Bílanaust. www.bilanaust.is STÓRVERSLUN DVERGSHÖFÐA 2 Dalshrauni 17 220 Hafnarfirði 110 Reykjavík S. 535 9000 S. 555 4800 Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Furuvöllum 15 600 Akureyri Hafnargötu 52 260 Reykjanesbæ Hrísmýri 7 800 Selfossi Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 421 7510 S. 482 4200 S. 535 9085 S. 471 1244 Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.