Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 34
MYND/SIGTRYGGUR ARI MYND/VALLI MYND/FLYOVERICELAND MYND/AÐSEND MYND/ERNIR 34 FÓKUS 10. JÚLÍ 2020 DV Öðruvísi og óvenjuleg stefnumót Fyrstu stefnumót og „deitkvöld“ þurfa ekki að einskorðast við það að fara út að borða og í bíó. Þ eir sem eru eða hafa verið á deitmarkaðn-um, vita hversu stress- andi það getur verið að fara á fyrsta stefnumót. Hvert á að fara? Hvað á að gera? Í hverju á ég að fara? Hvað eigum við tala um? Þegar fólk hefur svo loks náð saman eftir svitastorkna og tilfinningaþrungna byrjun, þá fyrst byrjar ballið. Hvernig heldur maður neistanum og ævintýrinu gangandi? Hér koma nokkrar uppástungur fyrir þá sem eru til í að prófa eitthvað nýtt og spennandi. n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is FLYOVER ICELAND Upplifunarsýningin Flyover Iceland hefur slegið ræki- lega í gegn og því er óhætt að mæla með henni fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað nýtt og ógleymanlegt sem virkjar öll skilningarvitin. Gestir fara í sýndarflugferð yfir stórbrotna náttúru Íslands og sérsmíðuð sæti lyftast og hreyfast með myndinni, sem gefur áhorf- andanum þá tilfinningu að hann svífi eins og fugl yfir landið. Tilvalið er að kíkja í mat eftir ferðina, en fjöldi góðra veitingastaða er úti á Granda. KOKTEILANÁMSKEIÐ Það er tilvalið að nýta stefnumótið í að læra eitthvað nýtt, og enn betra að geta svo notið afrakstursins strax á eftir. Kokteilaskóli Rvk Cocktails heldur reglu- lega námskeið sem eru tilvalin fyrir pör og vinahópa, en þátttakendur læra helstu grunnatriðin í kokteila- gerð og læra síðan að blanda þrjá ólíka kokteila, sem eru hver öðrum betri. Námskeiðin eru haldin í kjallar- anum á veitingahúsinu Snaps, alla miðvikudaga kl. 18 og standa yfir í rúmlega tvær klukkustundir. FJALLGANGA Fyrir útivistargarpana og heilsuræktarfólkið er létt fjallganga á til dæmis Esjuna, Úlfarsfell eða Helgafell tilvalin. Það að vinna að sameiginlegu verk- efni er kjörin leið til að kynnast hinum aðilanum betur. Ef stemningin er góð má síðan enda kvöldið með því að fara út að borða, skreppa í ísbíltúr eða jafnvel rómantíska lautarferð. Sé stemningin vond er allavega hægt að vinna að líkamlegri hreysti og bara skokka á undan. FRISBÍGOLF Vinsældir frisbígolfs hafa líklega aldrei verið meiri en nú og frisbígolfvöllur er tilvalinn hlutlaus, fjölfarinn staður fyrir fyrsta stefnumót. Frisbígolfið er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf, en í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn frisbídiska þar sem markmiðið er að klára hverja braut á sem fæstum köstum. Á vell- inum er að finna teiga, brautir og flatir, þar sem mark- miðið er að koma diskunum í þar til gerðar körfur sem gegna hlutverki hola. Frisbígolfvelli er að finna víða á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. SALSADANS Þetta er fyrir þá sem virkilega vilja stíga út fyrir þæginda rammann. Salsa er kynþokkafullt og seiðandi og hreyfingarnar kalla á nána snertingu og augnsamband. Ef báðir aðilar eru taktlausir þá geta þeir að minnsta kosti alltaf hlegið saman að klunnaskap hvors ann- ars. Salsa Iceland stendur fyrir salsadanskvöldum með ókeypis prufutíma fyrir byrjendur, alla miðvikudaga allan ársins hring, auk bachata- eða kizomba-kvölda nokkrum sinnum í mánuði. RAFHJÓLATÚR Það hefur varla farið fram hjá neinum að rafhlaupahjól, eða rafskútur, eru mál málanna í dag og vart hægt að fara út úr húsi án þess að sjá fólk á skútum þeysast um göturnar. Hvernig væri að fara saman í rómantískan hjólatúr, til dæmis á Ægissíðu, í Laugardal eða út á Granda? Fyrir þá sem eru staddir á höfuðborgarsvæðinu býður Rafskútuleigan Hopp upp á leigu á rafhjólum til skamms tíma með Hopp appinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.