Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 45
K ári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, talar gjarnan beint frá hjartanu, en hvað segja stjörnurnar um hann? Kári er Hrútur og stendur vel undir nafni. Hrúturinn er afar klár, mikill leiðtogi, skipulagður og metnað- arfullur. Hann er flókinn karakter sem er ekki alltaf auðvelt að skilja því Hrútar eiga ekkert sérlega auðvelt með að tjá sig á mannamáli. Þeir eru gjarnir á að vera harðir við sjálfa sig því kröfur þeirra á allt og alla spegla líka þá sjálfa. Það er svo mikill kostur að hafa vit á því að staldra við og hlaða batteríin sín af og til. Stress og kvíði er að drepa 21. öldina og við verðum að taka á því máli. Við erum besta útgáfan af okkur sjálfum þegar við hugum að bæði andlegri og líkamlegri heilsu okkar. Töframaðurinn Lykilorð: Birtingarmynd, útsjónarsemi, kraftur, inn- blástur í nýjum aðgerðum Hér birtast tveir hrafnar og eitt auga í spilinu. Þetta er kröftug galdraspil sem minnir þig á krafta alheims. Ef þú ert að leita að svörum þá er góður tími til þess að jarðtengja sig, hugleiða og spyrja upphátt út í vindinn og vittu til, svarið mun birtast þér í einu formi eða öðru, jafnvel í draumi. Æðsti presturinn Lykilorð: Viska, trúarskoðanir, samræmi, hefðir Það er mikil andleg orka sem streymir inn í kortin þín. Jafnvel skilaboð um að treysta innsæinu og gefa sér tíma til þess að vera aðeins leitandi í sjálfum sér. Í amstri dagsins týnum við oft okkur sjálfum og því sem skiptir okkur máli. Ýmsar rútínur og hefðir, til dæmis eins og hugleiðsla eða morgunrútína í einrúmi, getur hjálpað til við að ná áttum þegar lífið er yfirþyrmandi. Ef þú finnur að þráðurinn er stuttur þá er tímabært að draga sig í hlé. Þannig heldur þú líka þínum nánustu góðum, því þung orka smitar auðveldlega frá sér og fælir fólk einnig frá. Sverðriddari Lykilorð: Fæddur leiðtogi, framtíðarsýn, frumkvöðull, heiður, virðing Þú kemur sannarlega hlutum í verk, en ekki láta óþolinmæði eða pirring koma í veg fyrir það sem þú ætlar þér. Það er oft eins og hindranir séu lagðar í veg okkar til að kenna okkur eitthvað sem við sjáum ekki eða skiljum fyrr en síðar. Nú er góður tími fyrir þig sem leiðtoga til að ræða málin við aðra sem munu styðja þig með lausn í máli. Þú ert ekki einn. Skilaboð frá spákonunni Kæri Hrútur Kári. Gefðu þér tíma til að hlaða batt- eríin. Þreyta fæðir streitu og óþolinmæði. Þú ert umkringdur góðu fólki. Njóttu þess. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Kári Stefánsson Svona eiga þau saman Hrútur 21.03. – 19.04. Guð sé lof að það er sumar því það gerir óvissuna aðeins létt- bærari. Það er ýmislegt í lausu lofti en þú ert metnaðarfullt merki og ert með mörg spil að vinna úr. Njóttu þess að hafa minna fyrir stafni. Hlutirnir falla í réttan farveg innan skamms og þá munt þú hafa í nógu að snúast. Naut 20.04. – 20.05. Elsku sveimhuga Naut. Þú dvelur í þögninni þessa vikuna og ert mjög hugsi og gleymir þér gjörsamlega í dagdraumunum. Við hvetjum þig áfram í þessum draumaheimi því það er upphafið að mörgum stór- kostlegum ævintýrum. Tvíburar 21.05. – 21.06. Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura því hann hefur skyndilega efni á því að bjóða þér í drykk eða tvo. Hnútar leysast og óvæntir peningar streyma til þín og einnig verkefni sem munu gefa vel af sér. Nú er góður tími til þess að leggja inn á sparireikninginn. Krabbi 22.06. – 22.07. Ég er rangur maður á röngum tíma… Þessa dagana er Krabbinn að syngja í vitlausu brúðkaupi, það er einhver athyglisbrestur í gangi. Þú ert að gleyma þér og rugla dögum. Það er líklega tími á aðeins betra skipulag. Ljón 23.07. – 22.08. Ég myndi aldrei… eru orð sem munu bara hefta þig. Ekki loka dyrunum áður en þær opnast. Þú þarft að vera með opnari hug þessa dagana og brjóta þessar reglur sem þú hefur sett sjálfum þér. Vertu í flæðinu og taktu hlut- unum eins og þeir koma. Meyja 23.08. – 22.09. Elsku skrítna Meyjan okkar. Þú brýst út úr skelinni þessa dagana og nýtur þín í góðum félagsskap. Ný vinátta eða vinabönd, sem eru nú þegar til staðar, verða sterkari. Matarboð heima hjá þér í góðra vina hópi er uppskrift að góðu kvöldi. Vog 23.09. – 22.10. Þú ert kannski eitt af fáum merkjum sem fagnar því smá að sólin hvíli sig í 1-2 daga svo að pressan um að gera allt og vera alls staðar slakni aðeins. Sólar- kvíðinn tekur þig alveg á taugum. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Þú gerir tilraun þess að vera extra heiðarleg/ur og segja það sem þér liggur á hjarta en það fer ekki alveg að óskum. Í kjölfarið kemur upp smá pirringur sem þú skilur ekkert í, en þú ert í miklum and- legum breytingum og stundum er þetta ferlið sem kemur á undan þegar losnar um gamla orku. Bogmaður 22.11. – 21.12. Þú ert undir álagi þessa dagana og lífið virkar stundum yfirþyrmandi. Stjörnurnar segja þér að reyna að að greina milli vinnu og heimilis- lífs. Lítil skref munu hjálpa hjarta þínu að halda ró sinni og þá mun allt ganga upp. Klukkutíma síma- pása á dag kemur skapinu í lag. Steingeit 22.12. – 19.01. Ástarmálin eru þér ofarlega í huga í vikunni og þú ert óviss um í hvaða átt þú átt að stíga með ákveðið samband. Tími fyrir sjálfa/n þig hjálpar þér að sjá hlutina í nýju ljósi og maki þinn þarf að gefa þér svigrúm. Ef hann getur það ekki er svarið kannski augljóst. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Þú ert agaður þessa dagana og ert í einhverju lífsgæðakapphlaupi við sjálfa/n þig. Þú ætlar að vera komin/n með sterkari maga- vöða, nýjan rekstur og flottari Insta gram-myndir og það allt í fyrradag… Mögulega myndir þú finna meiri ró með því að gefa þér smá pásu í þessari keppni og njóta sumarsins. Fiskur 19.02. – 20.03. Fiskurinn okkar á það til að vera mikill intróvert. Um þessar mundir viltu halda þig til baka og vinir og vandamenn eru farnir að undrast um þig. Ekki láta það á þig fá. Þú þarft þinn tíma og við sjáumst þá bara í næstu viku. Vikan 10.07. – 16.07. Hrúturinn Kári þarf að hlaða Tilfinningaríkt par MYND/VALLI stjörnurnarSPÁÐ Í Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hélt upp á fertugsafmælið á dögunum með heljarinnar veislu í Hörpu. Auðunn er í sambúð með fyrirsætunni Rakel Þormars- dóttur og í lok síðasta árs eignuðust þau soninn Theódór Sverri Blöndal. Við ákváðum að skoða hvernig parið á saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Auðunn er Krabbi en Rakel er Vog. Krabb- inn og Vogin eru bæði miklar tilfinningaverur og ná að tengjast vel á því sviði. Einna helst þurfa þau á betri jarðtengingu að halda. Vogin er djörf og rómantísk, nýtur þess að fara á listsýningar og vera meðal fólks. Krabbinn er hins vegar heimakær, leggur áherslu á fjöl- skyldulífið og almennan stöðugleika heima við. Krabbinn á það til að verða tortrygginn að óþörfu og þannig er hann líka auðsærður. Galsafull Vogin gæti því auðveldlega sært Krabbann með útstáelsi sínu ef ekki er var- lega farið. Mikilvægt er að Krabbi og Vog tali vel saman til að fyrirbyggja misskilning. Vogin er vís til að halda ástarlífinu alltaf spennandi. n Auðunn Blöndal 8. júlí 1980 Krabbi n Tilfinningavera n Auðsærður n Tortrygginn n Verndari n Heimakær n Áhyggjufullur Rakel Þormarsdóttir 1. október 1983 Vog n Rómantísk n Sáttasemjari n Listræn n Félagsvera n Óákveðin n Djörf MYND/SKJÁSKOT INSTAGRAM STJÖRNUFRÉTTIR 45DV 10. JÚLÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.