Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 40
40 FÓKUS 10. JÚLÍ 2020 DV Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf- sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði. Fjölskylduhornið Sérfræðingur svarar Kristín Tómasdóttir, hjónabandsráðgjafi svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar hún lesanda sem semur ekki við tengdamóður sína. ÉG ÞOLI EKKI TENGDAMÖMMU É g þoli ekki tengda-mömmu mína. Hún er neikvæðasta mann- eskja sem ég hef kynnst um ævina og skiptir sér af öllu. Maðurinn minn pirrar sig á henni en ver hana alltaf ef ég gagnrýni hana í hans eyru. Hvernig get ég lært að lifa með þessu? Sæl vinkona Það virðist svo oft vera annað hvort í ökkla eða eyra þegar kemur að tengdaforeldrum. Stundum eru þeir himna- sending, í öðrum tilfellum algjör byrði. Mögulega or- sakast það af því að þegar við veljum okkur maka nú til dags þá er lítið verið að kryfja ættartré viðkomandi og tengdaforeldrar eru ekki látnir taka nein próf. Þeir fylgja bara með, hvort sem þú kærir þig um það eða ekki. Skýr mörk mikilvæg Allar fjölskyldur eru sam- settar úr mörgum kerfum. Foreldrakerfi, systkinakerfi, tengdaforeldrakerfi, mæðg- inakerfi o.s.frv. Til þess að tengslin og samskiptin séu sterk og góð er mikilvægt að mörkin milli þessara kerfa séu skýr. Sem dæmi má nefna að mörkin verða að vera skýr milli barna og foreldra á heimili. Þá er átt við mörk um hver tekur ákvarðanir og ábyrgð eða hver er trúnaðar- vinur hvers. Foreldrar taka ábyrgð, þeir geta verið trún- aðarvinir barnanna sinna en börnin eiga ekki að taka ábyrgð á trúnaðarmálum for- eldra sinna. Það sama gildir um samskipti við tengdafor- eldra, þ.e. sumt kemur þeim við, annað ekki. Þið sem par þurfið að vera vel aðgreind, samstíga og setja skýran ramma varðandi það. Þegar mörkin eru ekki skýr þá getur sprottið fram markaleysi, eðli málsins sam- kvæmt. Markaleysi lýsir sér þannig að aðili fer yfir mörk annars aðila. Stundum er það markaleysi af hálfu þess sem brýtur mörkin, stundum af hálfu þess sem setur ekki mörkin. Maðurinn í lykilhlutverki Hér leikur maðurinn þinn lykilhlutverk en hann virð- ist eiga erfitt með að skýra mörkin milli mæðginakerf- Maður getur valið sér maka en velur sjaldnast tengdaforeldra. MYND/GETTY Hún er neikvæð- asta manneskja sem ég hef kynnst isins sem hann tilheyrir með móður sinni annars vegar og parakerfisins sem hann er hluti af með þér. Hvenær er viðeigandi að móðir hans fái að hafa skoðanir á ykkar lífi og hvenær ekki? Eins er mik- ilvægt að bera virðingu fyrir þeim sterku og viðkvæmu tengslum sem mæðginin hafa myndað og getur skýrt vörnina sem maðurinn þinn fer í gagnvart þér þegar þú gagnrýnir móður hans. Sumt má hann gagnrýna þó hann þoli ekki að aðrir geri það. Orðalagið skiptir máli Mig vantar forsendur til þess að átta mig betur á eðli máls- ins. Hverju er tengdamóðir þín að skipta sér af? Hvernig hefur þú reynt að setja henni mörk? Það er hægt að setja mörk með mjög fallegum hætti, þá gæti verið ráð að sýna jákvætt fordæmi gegn stanslausri neikvæðni. Einn- hvernig þú orðar spurningu þína varðandi „að læra að lifa með tengdamóður þinni,“ en það er ekkert sem segir að þú þurfir að lifa með henni. Þú ert fullorðin manneskja sem velur hverja og hvernig þú umgengst aðra. Ef umgengni við tengdafólk er svo íþyngj- andi að þú kærir þig ekki um það, nú þá getur þú komið því þannig í kring að þú um- gangist þau minna. Slíkt er þó alltaf erfiðara en að reyna að ræða og finna lausnir á vandamálunum. Ég vona svo bara að þú einbeitir þér að því að njóta lífsins og mögulega geturðu þannig haft smitandi áhrif á tengdó. n ig getur það dregið veru- lega úr varnarviðbrögðum að tjá þína eigin líðan í stað þess að gagnrýna hennar hegðun. Þá meina ég að þú segir t.d. „mér líður eins og þú sért að gera lítið úr mér þegar þú segir að ég eldi vondan mat” í staðinn fyrir “hættu að gagnrýna allt sem ég elda”. Í rauninni ertu að segja nákvæmlega það sama en orðalagið getur skilað þér jákvæðari árangri. Þú ert fullorðin Að lokum gæti verið hollt að skoða hvað er jákvætt sem tengdamóðir þín færir ykk- ur? Elskar hún ykkur? Sýnir hún börnunum umhyggju? Er henni annt um velferð ykkar? Það er viðhorf þitt sem stjórnar líðan þinni. Þú átt auðveldara með að breyta viðhorfi þínu en að breyta tengdamömmu þinni. Ef þú minnir þig reglulega á það sem kemur gott frá henni þá getur verið að líðan þín verði betri. Mér finnst mjög fyndið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.