Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 36
36 MATUR 10. JÚLÍ 2020 DV Hentu upp partíi á mettíma – ekkert vesen! Það sem stendur helst í vegi fyrir að fólk bjóði oftar heim, er undir- búningurinn og auðvitað fjand- ans frágangurinn. Boðið þarf ekki að vera svo flókið eða dýrt því það má vel svindla á flestum vígstöðum. UNDIRBÚNINGURINN TÓK 2 KLST. MEÐ BÚÐAFERÐUM 1 Innkaupalisti Gerðu lista yfir það sem á að bjóða upp á og veldu að versla þar sem allar verslanirnar eru nálægt hver annarri. T.d. í Skeifunni. 2 Tilbúnar veitingar Veitingarnar skulu vera keyptar tilbúnar og hæfa tilefninu. Hér er verið að vinna með fögnuð og því eru freyðivín, ostar og súkkulaði í fyrsta sæti. 3 Skreytingar Skreytingar gera kraftaverk og þér fyrirgefst ryk ef það eru blöðrur! Blöðrur og blóm eru möst. Eitt búnt úr Bónus eða klippt úr garðinum og stofan tekur á sig nýja mynd. Ef tími er til stefnu og veskið leyfir er auðvitað skemmtilegast að fara í blómabúð og systragrenið (Sø- strene Grene) og kaupa fínerí. 4 Kattaþrif Þrif taka töluverðan tíma. Tíndu upp lausa hluti og dót, búðu um og þrífðu klósettið. Annað fær að bíða betri tíma, enda á að snyrta til fyrir veislur en alls ekki þrífa hátt og lágt og þá sérstaklega ekki gólfin sem verða strax sóðaleg. Það er nefni- lega hundleiðinlegt að láta skipa sé úr skónum þegar þurrt er úti. Margar góðar konur missa alveg andann þegar hælunum er kippt undan þeim. Aðkeyptar amerískar ostatertur úr Hagkaup. Guðdómlegt svindl sem enginn kvartar undan. MYNDIR/TM Flatbrauðið klikkar aldrei. Hvort sem er með hummus og ferskri basilíku, eða hangikjöti, þá er það fljót- leg og holl negla. Fínt að skreyta með graslauks- blómum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.