Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 18
RÍSANDI STJÖRNUR Í STJÓRNMÁLUM DV tók saman nokkur nöfn sem vert er að fylgjast með í stjórnmálaumræðunni. Ung- mennin eru á aldrinum 23-33 ára og eiga það sameiginlegt að hafa látið til sín taka á hinu pólitíska sviði undanfarið og vakið eftirtekt fyrir vasklega framgöngu þar. M ikil endurnýjun hefur verið í Alþingiskosn-ingum undanfarin ár. Árið 2007 voru 38% þing- manna sem kosnir voru nýir á Alþingi. Svipaða sögu var að segja af kosningunum sem fylgdu og eru stjórnmálaskýr- endur á einu máli að þessi þróun virðist hafa fest sig í sessi. Í dag þykir auðveldara fyrir þingmenn að fá störf við hæfi að þingmennsku lokinni og ekki þykir jafn sjálfsagt að þingmenn „fái áskrift“ að embættum sínum. Enn fremur er ljóst að nokkrir þingmenn eru ýmist komnir á eða munu sigla inn í eftirlaunaaldur á næsta kjörtímabili. Enginn þeirra hefur lýst því yfir að hann eða hún muni ekki gefa kost á sér aftur, en ljóst að ný kynslóð mun á einhverjum tímapunkti þurfa að taka við keflinu. Það er því ekki úr vegi að kynna sér vonarstjörnur flokkanna og af hverjum mest er að vænta á komandi miss- erum í pólitíkinni. n Heimir Hannesson heimir@dv.is JÓNA ÞÓREY PÉTURSDÓTTIR Jóna Þórey var forseti Stúdenta- ráðs á síðasta kjörtímabili eða frá mars 2019 og þar til í mars á þessu ári. Þótti Jóna tækla starfið sitt með eindæmum vel í gegnum erfiða tíma og koma vel fram fyrir hönd stúdenta í upphafi Covid-19 faraldursins. Jóna Þórey útskrifað- ist úr Versló árið 2015 og hóf nám í lagadeild. Heimildarmenn DV kalla Jónu Þóreyju meðal annars „snjöll- ustu manneskju í heimi.“ Jóna hefur starfað sem laganemi á lög- mannsstofunni Fulltingi og sinnti aðstoðarkennslu við lagadeild Háskóla Íslands áður en hún varð stúdentaráðsfulltrúi fyrir Röskvu og forseti ráðsins. Eftir hana liggja fjölmargar hárbeittar greinar um Háskólann, menntastefnu ríkis- stjórnarinnar og stúdentalífið. Jóna hefur lítið gefið upp opinber- lega hvort leið hennar liggi í pólitík eða hvort hún horfi fremur til fram- tíðar í lögmennskunni, en ljóst er af störfum hennar fyrir stúdenta- ráð á krefjandi tímum, að bjartur pólitískur frami ætti að vera henni innan seilingar, kjósi hún þá leið. HREINDÍS YLVA GARÐARSDÓTTIR HOLM Hreindís er þúsundþjalasmiður. Hún tók við formennsku í Ungum vinstri grænum 2018 og situr þar enn. Þykir hún njóta mikils trausts þar og er beðið eftir næstu skrefum hennar í pólitík með eftirvæntingu. Hreindís segist á Twitter vera „allskonar,“ og eru það engin rangmæli. MH- ingurinn er með BA gráðu í leiklist frá Guildford leiklistarskólanum í Bretlandi. Hún er jafnframt söngkona, kennari og flugfreyja hjá Icelandair. DV spurðist fyrir meðal framamanna í Vinstri grænum um björtustu vonar- stjörnur flokksins, og beindust öll augu að Hreindísi. Hreindís skipaði fjórða sætið á lista Vinstri grænna fyrir borgar- stjórnarkosningarnar 2018 og vermdi 11. sæti framboðslista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2017. Af heimildum DV að dæma er ljóst að leið Hreindísar liggur aðeins upp á við og má fastlega gera ráð fyrir því að hún taki sæti ofar á fram- boðslistum framtíðarinnar. ALBERT GUÐMUNDSSON Albert er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins og laganemi. „Litli maðurinn með stóra nafnið,“ hefur Albert verið kallaður af vinum sínum. Albert flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í apríl 2017 og fjallaði hún um málefni eldri borgara. „Það er mér sérstaklega ánægjulegt að taka sæti á þingi sem fulltrúi yngri kynslóðarinnar og sem yngsti sitjandi fulltrúi hv. þings í dag er ég þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þótt ég tilheyri yngri kynslóðinni langar mig að tileinka mín fyrst orð í þessum ræðustól þeim sem eldri eru,“ sagði Albert í ræðustól Alþingis. Síðan þá hefur Albert komið sjö sinnum inn á Alþingi ýmist fyrir Guðlaug Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra, eða Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmála- ráðherra. Stóð Albert vel undir væntingum. Albert stundar nú laganám við Háskóla Íslands. Albert þykir hafa staðið sig með prýði í varaþing- mennskunni og fastlega má gera ráð fyrir því að Albert sæki í frek- ari trúnaðarstörf innan flokksins í komandi prófkjörum. MYND/AÐSEND MYND/VG.IS MYND/HAAKON BRODER LUND Af heimildum DV að dæma er ljóst að leið Hreindísar liggur aðeins uppá við. Fastlega má gera ráð fyrir því að Albert sæki í frek- ari trúnaðarstörf innan flokksins í komandi próf- kjörum. 18 EYJAN 10. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.