Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 6
10. JÚLÍ 2020 DV Framhald á síðu 8 ➤ Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Heimir Hannesson heimir@dv.is H ugtakið „gasljós“ kemur upphaflega frá breska leikritinu Gas Light (1938) en þekktari er þó kvikmyndin sem gerð var eftir leikritinu og skartar Ing- rid Bergman í aðalhlutverki. Kvikmyndin fjallar um eigin- mann sem beitir konu sína vís- vitandi blekkingum með því að dempa reglulega gasljós í húsi þeirra hjóna sem hann neitar svo að hafa gert. Mark- miðið er fá hana til að efast um skynjanir sínar, minni og geðheilsu. Gasljós er því skír- skotun í mjög alvarlegt tilfinn- ingalegt og andlegt ofbeldi og af því tagi sem einstaklingar sem gjarnan eru með narsís- íska persónuleikaröskun beita. Gasljóstrun hefur verið vin- sælt umfjöllunarefni í kvik- myndum og bókum á borð við Girl on the train. Ætla má að sálfræðifléttan sem er oft á köflum mjög ótrúleg, sem er einmitt inntak ofbeldisins, þyki svo ævintýraleg að það sé efni í skáldskap. Lýsa þol- endur atburðarásinni gjarnan sem „lygilegri“, svo úthugsað og galið sé hún. Flestir hafa einhvern tíma á lífsleiðinni mætt svo kröftug- um andmælum að þeir fara að efast um eigið ágæti og upp- lifun. Til að byrja með eru ásakanirnar ekki endilega djúpstæðar eða með neinn sjáanlegan tilgang. Jú ég setti bíllykilinn víst á borðið þegar ég fór. Eða hvað? Gerði ég það ekki? Það er kraftur andmælanna og lengd og viðvera ásakan- anna sem fá flesta til að efast. En hvað er til ráða og hvenær er ástandið orðið sjúklegt? „Stærsta og algengasta birting gasljóstrunar er að of- beldismenn kenna alltaf brota- þolanum um ofbeldið sem við- komandi verður fyrir,“ segir Jenný Kristín Valberg, ráð- gjafi hjá Kvennaathvarfinu. Jenný bjó sjálf við alvarlegt ofbeldi í 13 ár og hefur verið ötull talsmaður gegn ofbeldi. Hún skrifaði meistararitgerð í kynjafræði 2019 um upp- lifun kvenna af íslenskum og erlendum uppruna sem fara úr ofbeldissamböndum. Réttlæting ofbeldismannsins Orðræðan „ég þarf að gera þetta við þig vegna þess að þú gerðir þetta og hitt,“ fylgir gjarnan á eftir þar sem leitast er við að réttlæta gjörðir þess er beitir ofbeldinu. Í kjölfarið eru skapaðar að- stæður þar sem brotaþoli nær ekki að koma sínum sjónar- miðum á framfæri né ögra stöðu ofbeldismannsins, að sögn Jennýjar. „Ef þetta er alltaf þér að kenna er brotaþoli orðinn fullur af skömm og sektar- kennd og brotnar niður undan álaginu sem fylgir því að gera aldrei neitt rétt. Þá upplifir hann sig einskis virði. Við- komandi verður týndur og það verður lítið eftir af sjálfs- myndinni og brotaþoli fer jafnvel að raða markmiðum og vilja ofbeldismanns ofar sinni eigin velferð. Með mikilli gasljóstrun missir brotaþoli getuna með tímanum til að bregðast við og ná sjálfstæði sínu til baka. “ Allir á heimilinu undir Hún segir að gasljóstrun sé ekki kynbundin í sjálfu sér en slíkt andlegt ofbeldi sé al- gengur undanfari annars kon- ar ofbeldis. „Þetta er algengt form á ofbeldi í mjög nánum samböndum þar sem oft er um kynbundið ofbeldi að ræða. Það er búið að grafa undan því að þú getir tjáð þína upplifun á atburðum og innræta þér að það þurfi að öskra, berja í veggi eða þaðan af verra af því að brotaþoli bregst ekki rétt við óskum ofbeldismannsins.“ Ofbeldið nær almennt til allra á heimilinu. „Yfirleitt eru það allir á heimilinu sem eru undir. Ofbeldismaðurinn líður bara ákveðna hegðun og vill fá ákveðna svörun frá heimilisfólkinu.“ Kvikmyndir og bækur hjálpa Aðspurð um hvort vinsælar kvikmyndir og bækur þar sem ofbeldi er til umræðu skili einhverju til brotaþola segir hún svo vera. „Öll aukin um- ræða er upplýsandi. Fyrir ein- stakling sem hefur verið ein- angraður eins og gerist mjög oft í ofbeldissamböndum þá er oft aðgengi af afþreyingar- efni og fréttamiðlum. Það er kannski helsta tengingin við GASLJÓSTRUN SÁLARMORÐ MEÐ LITLUM LÍKUM Á SAKFELLINGU Gasljóstrun er mjög alvarlegt andlegt ofbeldi þar sem ráðskast er með skynjun þolandans á þann hátt að hinn síðarnefndi fer að efast um skynjun sína, minni og jafnvel geðheilsu. Stærsta og algengasta birting gasljóstrunar er að ofbeldismenn kenna alltaf brotaþolanum um ofbeldið sem viðkomandi verður fyrir. MYND/GETTY 6 FRÉTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.