Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Blaðsíða 44
KLIKKAR EKKI Á TANINU Tískumógúllinn Valentino gjörsamlega ljómar af sól- brúnku við hlið náfölrar leikkonunnar Anne Hathaway, sem brosir bara blítt í ofbirtunni . 44 STJÖRNUFRÉTTIR 10. JÚLÍ 2020 DV Brjáluð brúnkuslys APPELSÍNUGUL STJÖRNUVIÐVÖRUN Reglulega eru stjörnurnar gómaðar á mynd eftir að hafa farið óvarlega með brúnku- krem. En eins og sagt er – brúnkuslysin fara ekki í manngreinarálit. Við sjáum myndir. KONUNGUR BRÚNKUSLYSANNA Það eru fáir jafn djarfir í litavali á gervibrúnku og sá umdeildi maður Donald Trump. Það skiptir engu hversu brjálæðislegt grín er gert að honum og hversu margar agalegar myndir eru birtar af honum útmökuðum í framan eins og klístrað Doritos; alltaf skal hann halda áfram að nota sama appelsínugula gumsið. Maður dáist næstum því að staðfestunni. GRILLAÐ GERVI Þegar Óskarsverðlaunaleikkonan Meryl Streep brá sér í gervi Trumps árið 2017, klikkaði hún ekki á andlitsfarðanum. STÍFT BROS Hunger Games leikkonan Jennifer Lawrence á tískuviku árið 2014. Eitthvað hefur liturinn skolast til. KAMPAKÁT Jennifer Lopes. Þessi var tekin fyrir allmörgum árum, en passar í partíið. ÆSKUBREK Ungstirnið Zac Efron – greinilega ómeðvitaður um litaslysið sem hefur orðið á andlitinu á honum. ÚBBS OG ÆÆ Ryan Reynolds fór fullgeyst í tanið í þetta skiptið, en honum er fyrir- gefið því hann er svo fyndinn. GOMEZ GÓMUÐ Söngkonan Selena Gomez gómuð með slæmt tan – það kemur fyrir besta fólk. ER ÞETTA ÉG? Bresku raunveruleikastjörnunni Katie Price virðist bregða í brún við eigin spegilmynd. CHRISTINA AGUILERA Í GÓÐUM GÍR Já, þú last rétt. Þessi dökkapp- elsínugula vera lengst til hægri er söngkonan snjalla, sem hefur óvart farið í áttfalt brúnkusprei. Passar augun! Trump makar mismiklu á sig en hann passar sig á að vera alltaf hvítur um augun. DROTTNINGIN Ef Donald Trump er kóngurinn er Lindsey Lohan drottningin í brúnkuslysum. Hún er óhrædd við krembrúsann og lætur bara vaða, ítrekað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.