Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2020, Síða 30
30 FÓKUS 10. JÚLÍ 2020 DV Háglansandi glimmerbrjóst, grænir líkamar og slefrákir Íslenskar konur fara ekki í felur með kómísk vandræði sín með brúnkukrem og voru ófáir húmor- istar til í að deila sprenghlægi- legum sögum af vandræðum sín- um. Sjáðu brúnkuslys Hollywood stjarnanna á síðu 44 í DV. MISLITAR Á ÝMSUM STÖÐUM, GRÆNLEITAR OG FLEKKÓTTAR Mosagræn meyja „Kast! Erum að flytja um mánaða- mótin og nú er bara að borða út úr skápum og nota það sem til er. Ákvað að fríska upp á mig með brúnkuspreyi sem ég hef átt mjög lengi. Ég gáði ekki að mér og þegar ég opnaði augun var ég mosagræn á lit. Spreyjaði þá í vaskinn og jú, jú, löngu útrunnið kremið og sjó- veikigrænt á lit,“ Rifjar Friðrika Kr. Stefánsdóttir upp, og það er stutt í hláturinn. Háglans glimmerbrjóst „Ég greip einu sinni Dove Body lo- tion út í búð án þess að lesa mikið utan á túpuna. Var að fara út um kvöldið og makaði hressilega á mig og extra vel á barminn, þar sem ég ætlaði að vera í flegnum kjól. Um kvöldið fór svo vinkona mín að benda mér á að það væri eitthvað skrýtið í gangi hjá mér og af hverju ég væri með glimmer á brjóstunum. Ég hafði þá óvart keypt eitthvað krem með brúnkuefni OG glimmeri. Þannig að ég var með mjög mislit, háglansandi glimmer brjóst þetta kvöld,“ segir Úlfhildur Örnólfsdóttir, aðspurð um hennar helsta brúnku- kremsslys. Týndi tvíburi Trumps „Fyrsta brúnkukremið sem ég próf- aði var frá Herbalife fyrir 22 árum síðan. Hefði ég vitað hver Donald Trump var á þeim tíma, þá hefði ég farið fram á DNA-próf. Vægast sagt hræðilegt,“ segir Jónína Guðrún Thorarensen. Óvænt sjón „Ætli mit t slys hafi ekki verið í kringum árið 2005. Ég var að fara í mitt fyrsta brúðkaup og mig langaði til að vera skvísa (15 ára gömul). Ég hafði heyrt um svokallaða brúnku- klúta og keypti nokkra pakka. Brúð- kaupið var á laugardagskvöldi og ég ákvað að bera á mig eftir hádegi á laugardegi. Ég hélt að brúnkan ætti að koma á innan við klukkutíma en ekkert gerðist og ég prófaði annan klút. Enn var ekkert að gerast og ég þurfti að fara hafa mig til og hugsaði að þetta væri nú bara peningasóun. Ákvað þá að setja á mig gott meik og skvísa mig upp. Þegar veislan var í fullum gír þá skellti ég mér á kló- settið og guð minn almáttugur það sem blasti við mér í spegl inum,“ segir Margrét Smáradóttir. Snarflekkótt en hösslaði tilvonandi eiginmann Dagný Hulda Valbergsdót tir á skrautlega sögu af brúnkukremi. „Fyrir 10 árum var ég að jafna mig eftir að hafa verið veik með streptó- kokka. Ég hafði ekki haft orku í að gera neitt í marga daga og orðin vel leið á rólegheitunum. Síðasta daginn í veikindafríi fann ég nokkra brúnkuklúta sem ég hafði keypt mér í tilraunaskyni en hafði aldrei þorað að prófa. Ég sló til. Seinna um kvöldið hringdi vinkona mín og sagði að það væri neyðarástand. Það var karlakvöld í framhaldsskól- anum okkar og hún í miðasölunni og vantaði hjálp. Ég, orðin þreytt á inniverunni, sagðist koma. Þegar ég sat þarna í afgreiðslunni, berleggj- uð í pilsi og hlýrabol, sá ég húðina og höndum og fótum mér dökkna hægt og rólega. Svona á nokkrum stöðum allavega. Ekki skánaði það þegar einn kom til mín og sagði að stelpurnar sem áttu að mæta hefðu flestar beilað og nú vantaði stelpu til að bera pizzu fram til strákanna. Ég fór því fram, flekkótt eins og gíraffi, og eyddi þarna heilu kvöldi frammi með strákunum. Ég endaði svo á því að dansa uppi á sviði og einhver strákur var að reyna við mig en var þó nógu kurteis til að minnast ekki á brúnkuflekkina. Við erum svo gift í dag. Svo ég vil meina að þetta gíraffa-lúkk hafi verið mitt helsta gæfuspor í lífinu.“ HAFMEYJA Linda Steinarsdóttir átti ekki sitt besta augnablik í lífinu á þessari mynd. Að nota gamalt brúnkukrem er ekki gott plan - ekki nema að grænt sé á uppleið. SLEFRÁKIN Sandra Björk Steinarsdóttir bar á sig brúnkukrem og fór svo að sofa. Hún á það til að slefa í svefni og endaði með þennan líka settlega slefblett í andlitinu. ANDLITSGRÍMA „Mér fannst bara allt eðlilegt við að hafa BARA andlitið á mér svona. Sjáið litamuninn á mér og bróður mínum. Þarna er ég svona 18/19 ára,“ segir Hrafn- hildur Blómkvist. SJÁLFBRÚN RÚMFÖT Emelía Sif Sævarsdóttir smellti á sig brúnku og lagðist svo til svefns, í engum náttfötum. ÞURFTI AÐ LÚKKA FYRIR LÆKNANA Helga Brynja Árnadóttir ætlaði ekki kríthvít í hálskirtlatöku. Vandinn var bara sá að hún náði ekki alveg að halda slefinu uppi í sér. Ég gáði ekki að mér og þegar ég opnaði augun var ég mosagræn á lit. Spreyjaði þá í vaskinn og jú, jú, löngu útrunnið kremið og sjóveikigrænt á lit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.