Morgunblaðið - 17.01.2020, Side 8

Morgunblaðið - 17.01.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020 Ólafur Bjarni Andrésson skrifareftirtektarverða grein, sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær. Þar rekur hann hvernig reynt hefur verið að persónugera drápið á síðasta geir- fuglinum og skella sökinni á Ketil Ket- ilsson forföður hans.    Ketill var einnþriggja manna í Eldey þegar síðasti Geirfuglinn var drepinn. Hann var þá kornungur. Honum var gefið að sök þegar fuglarnir tveir höfðu verið drepnir að hafa tekið upp „gráungað“ egg og brotið það. Gildir þar einu þótt í trúverðugustu frásögninni af þess- um atburði sé tekið fram að eggið hafi verið brotið þegar Ketill kom að því, eins og Ólafur Bjarni rekur.    Greinarhöfundur rifjar upp að í Al-þýðublaðinu í mars 1971 þegar Sighvatur Björgvinsson var þar rit- stjóri birtust á útsíðu skrif (hæpið er að tala um frétt) undir fyrirsögninni „Hann drap þann síðasta“ undir stórri mynd af Katli. Eru síðan talin upp lif- andi barnabörn hans.    Ástæðan fyrir skrifum Ólafs Bjarnaer hins vegar að Andri Snær Magnason rithöfundur tekur upp þráðinn í bók sinni Um tímann og vatnið og segir þar að á sínum tíma hafi hvílt „skömm yfir afkomendum Ketils og samferðamanna hans“ og bætir við að kannski verði dómur sög- unnar verði ekkert að gert í um- hverfismálum þannig að tilvist okkar verði sveipuð skömm og niðurstaðan: „Við vorum öll Ketill.“    Ólafur Bjarni færir rök fyrir því aðlangafi sinn hafi verið hafður fyrir rangri sök, hann hafi verið heið- virður athafnamaður og lagt sitt af mörkum til samfélagsins, enda er yfir- skrift greinarinnar „Ég vil vera Ket- ill“. Grein Ólafs Bjarna kallar á svör. Ólafur Bjarni Andrésson Hvenær útrýmir maður fugli? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, telur að kona og karl sem fundust látin á Sólheimasandi um og eftir hádegi í gær hafi orðið úti. Dánarorsök mun þó ekki liggja fyrir fyrr en að lokinni krufningu. Þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í gær. Vísbendingar benda til þess að um sé að ræða erlent par sem var að ferðast um landið. Lögreglu barst tilkynning um lík konunnar um hádegisbilið í gær, skammt frá göngustíg að flug- vélarflaki sem er afar vinsæll ferðamannastaður á Sólheimasandi. Fannst lík karlmanns um klukkan 14.00 skammt frá þeim stað sem konan hafði fund- ist að því er fram kemur á mbl.is. Bíll sem talið er að hafi verið í leigu parsins er á bílastæði við Sólheimasand. Vitað er að hann fór um Hvolsvöll á austurleið kl. 14.55 þann 13. jan- úar. Samkvæmt heimildum mbl.is í gær er lögreglan með upplýsingar um þjóðerni fólksins en ekki per- sónuupplýsingar. Sendiráð viðkomandi ríkis hefur verið upplýst um stöðuna. erla@mbl.is Parið talið hafa orðið úti  Lík ferðamanna fund- ust á Sólheimasandi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Flak Líkin fundust skammt frá flugvélarflaki sem hefur verið vinsæll ferðamannastaður. „Þetta er eins og að fara úr torfkofa í höll,“ segir Rúnar Traustason, varðstjóri hjá Slökkviliði Norður- þings. Slökkviliðið hefur nú flutt inn í nýja og sérhannaða slökkvi- stöð sem byggð var við Húsavíkur- höfn. Slökkvistöðin hefur ekki verið tekin formlega í notkun enda enn unnið að lokafrágangi. „Við höfum nýtt þessa viku og þá síðustu til að koma okkur fyrir,“ segir Rúnar. Húsið er rúmlega 1.000 fermetr- ar að stærð, með tækjageymslu og aðstöðu fyrir starfsmenn. Auk slökkviliðsmanna fá starfsmenn Húsavíkurhafnar aðstöðu í húsinu. „Með þessu fá tvær deildir sveitar- félagsins sem báðar hafa verið á vergangi varanlega aðstöðu,“ segir Rúnar. Fyrirhugað er að vera þar með stjórnstöð almannavarna í Þingeyjarsýslum. Þannig er gengið frá málum að hægt er að tengja raf- stöð við húsið ef rafmagn fer af bænum vegna jarðskjálfta eða óveð- urs. Því getur stjórnstöðin starfað í rafmagnsleysi. helgi@mbl.is Fluttir í nýja slökkvi- stöð við Húsavíkurhöfn Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Tækjageymsla Grímur Kárason slökkviliðsstjóri opnar inn í stöðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.