Morgunblaðið - 17.01.2020, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 2020
✝ Kristín G. Lár-usdóttir, hús-
móðir og versl-
unarkona, fæddist í
Reykjavík 19. sept-
ember 1943. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 8. janúar
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Hjördís
Pálsdóttir, húsmóð-
ir og fiskverka-
kona, f. 13.1. 1918 í Reykjavík,
d. 8.2. 1984, og Lárus Guð-
mundur Magnússon, sjómaður,
f. 12.6. 1916 í Bolungarvík, d.
12.2. 1947.
Hún á eina systur sammæðra
Ragnheiði (Eddu) Kristjáns-
dóttur, f. 2.11. 1937, maki Bóas
Kristjánsson, f. 10.4. 1937, og
eiga þau þrjú börn.
Kristín var fædd og uppalin á
Brekkustíg 17 í Reykjavík, í
húsi sem hét Sólheimar sem
langafi hennar Ásmundur
byggði. Hún var 4. ættliður á
Brekkustíg og hennar börn því
sá 5. sem í húsinu bjó. Hún gekk
í Melaskóla og síðar í Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar eða
Gaggó Vest eins og skólinn var
kallaður. Hún lauk skólagöngu
snemma til að annast móður
sína sem þá var orðin sjúkling-
ur. Hún snéri aldrei aftur til
náms en átti alltaf þá ósk að
mennta sig meira.
Hún starfaði lengst af við
verslunarstörf en einnig ung að
vörubifreiðastjóri og verktaki,
f. 29.1. 1941, d. 11.10. 2018. Þau
skildu. Saman eignuðust þau
þrjú börn: Ragnheiður Edda, f.
22.12. 1970. Barn: Júlíana Lind,
f. 1997.
Hafsteinn Þór, f. 25.8. 1974,
maki Maria Chernyshova, f.
1984. Börn: Mykhaiil, f. 2008, og
Evgenía Kristín, f. 2014. Arnar
Þór, f. 2.3. 1982, maki Elisabeth
Granneman, f. 1981. Börn:
Mathias, f. 2009, Alfreð, f. 2011,
og Ísabel Katla, f. 2013.
Börn Hafsteins frá fyrra
hjónabandi og fósturbörn Krist-
ínar eru: Hulda, f. 23.12. 1960,
maki Daníel Gunnarsson, f.
1952. Börn: Hjördís Eva, f. 1980,
á tvö börn, Stefán Þór, f. 1981, á
tvö börn, Árni Björn, f. 1983, og
Hjörtur, f. 1991. Alfreð, f. 6.1.
1963, maki Guðrún Hallgríms-
dóttir, f. 1962. Börn: Guðrún
Theodóra, f. 1986, Haukur Við-
ar, f. 1989, á eitt barn, Hildur
Ágústa, f. 1991.
Kristín bjó lengst af í Reykja-
vík. Fyrri búskap sinn hóf hún á
æskuheimili sínu á Brekkustíg
17 ásamt fyrri eiginmanni sin-
um. Með seinni eiginmanni sín-
um bjó hún stutt í Reykjavík og
flutti fjölskyldan síðar í Garða-
bæ þar sem hún bjó uns þau
hjón skildu.
Kaflaskil urðu í lífi Kristínar
og um leið fjölskyldunnar allrar
eftir erfiða skurðaðgerð árið
1983. Þau andlegu veikindi, sem
fylgdu í kjölfar aðgerðarinnar,
voru bæði henni og fjölskyld-
unni allri mjög erfið. Hún
glímdi við veikindi fram til síð-
asta dags.
Útför Kristínar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 17. janúar
2020, klukkan 13.
árum við fiskverk-
un ásamt móður
sinni, í bakaríi, á
pylsubar og í
blómaverslunum.
Hún sinnti bókhaldi
og innheimtu um
árabil fyrir verk-
takafyrirtæki sem
hún rak með seinni
eiginmanni sínum
Hafsteini og einnig
ráku þau um tíma
söluturn og skyndibitastaðinn
Candís. Eftir skilnað við Haf-
stein keypti hún og rak blóma-
og gjafavöruverslunina Róm í
Keflavik.
Fyrri eiginmaður hennar var
Vilhjálmur Vilhjálmsson vöru-
bifreiðastjóri, f. í Reykjavík
29.11. 1940. Þau skildu. Saman
eignuðust þau þrjú börn: Lára
G., f. 29.1. 1961, maki Pálmi
Aðalbjörnsson, f. 1960. Börn:
Linda Kristín, f. 1977, á tvö
börn, Hildur, f. 1983, á eitt
barn, Agnar, f. 1984, d. 2018,
Ester Rut, f. 1991, á eitt barn,
Eva María, f. 1998, á eitt barn.
Vilhjálmur Þór, f. 24.7. 1963,
maki Elsa Kristín Helgadóttir, f.
1964. Börn: Vilhjálmur Þorri, f.
1986, Kristófer, f. 1991, Sindri
Snær, f. 1996.
Hjördís, f. 17.10. 1965, maki
Anton Sigurðsson, f. 1955. Börn:
Fannar, f. 1986, á tvö börn,
Viktor, f. 1986, á tvö börn.
Seinni eiginmaður Kristínar
var Hafsteinn Pétur Alfreðsson
Hvíldin er fengin himins öldur rugga
hjartkærri móður inn í djúpan frið.
Nú ber ei lengur yfirskin né skugga
skínandi ljómi Drottins blasir við.
Líður hún nú um áður ókunn svið.
Englanna bros mun þreytta sálu
hugga.
Hvíldin er fengin himins öldur rugga
hjartkærri móður inn í djúpan frið.
Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína
allt sem þú gafst af þinni heitu sál.
Lengi skal kær þín milda minning
skína
merlar hún geislum dauðans varpa á.
Fagurt um eilífð blossar andans bál.
Burt er nú kvöl og þreyta sorg og pína.
Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína
allt sem þú gafst af þinni heitu sál.
(Matthías Jochumsson)
Elsku mamma og tengdó. Nú
kveðjum við þig í hinsta sinn með
orðunum sem við þrjú kvöddumst
ávallt með:
Ég elska þig. Minning þín lifir.
Þinn
Þór og Elsa.
Nú kveð ég þig, elsku
mamma mín, með sorg í hjarta
og trega þrátt fyrir ákveðinn
létti. Því þinn tími var loksins
kominn.
Ég sá þig síðast annan jóla-
dag þegar við Evgenía og Siggi
kíktum í stutta heimsókn til þín
áður en við brunuðum í bíó. Við
kvöddumst með kossi og brost-
um hvort til annars því við vor-
um á leið til Noregs daginn eft-
ir.
Edda systir var að dekra við
þig, lakka táneglur og sitthvað
fleira notalegt. Okkar síðasta
símtal var á nýársdag, er við
óskuðum hvort öðru gleðilegs
árs og þökkuðum fyrir það liðna.
Í þessu samtali sagðir þú mér
að loksins liði þér vel andlega.
Þunglyndið var loksins ekki svo
mikið, það kannski féll orðið al-
veg í skuggann af líkamlegri
vanlíðan? Mér létti að sjálfsögðu
við þessi tíðindi en reiknaði
greinilega ekki dæmið til enda.
Eftir á er mér ljóst að þinn tími
var þarna kominn.
Mamma! Mamma … ætlarðu
ekki að fara að koma fram?
Ógleymanlegt þegar ég sem lítill
drengur kom ófáar ferðir inn í
herbergi til þín til að ná þér
fram úr rúminu á morgnana. Í
minningunni var ég þó alveg
sjálfum mér nægur, það var
bara svo notalegt að hafa
mömmu þarna frammi þó svo að
ég sjálfur væri bara inni í her-
bergi að leika.
Lífið felur okkur ýmis verk-
efni stór og smá. Þín voru í
stærri kantinum, en þú leystir
þau flest með glans og glæsi-
brag. En þunglyndi setti alltof
stóran svip á þitt líf og þar með
okkar barnanna líka. En við er-
um víst ekki sjúkdómurinn
okkar.
Við áttum alltaf gott samband
og vorum mjög náin. Þú skynj-
aðir mig betur en ég sjálfur og
vissir á einhvern óskiljanlegan
hátt hvað ég var að vandræðast
með hverju sinni og oft áður en
ég sjálfur áttaði mig á því að
eitthvað væri að plaga mig. Þú
talaðir um ósýnilegan óslitinn
naflastreng á milli okkar. Móð-
urhlutverkinu sinntir þú af mik-
illi kostgæfni og ástúð og ert
mín fyrirmynd. Mamma er alltaf
best.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/Gísli á Upp-
sölum)
Ó, elsku hjartans móðir mín,
svo mild og ljúf og blíð!
Þú bjarti engill blíðu’ og ljóss
á bernsku minnar tíð.
(Jón Trausti)
Ég mun sakna þess að heyra
ekki rödd þína eða ráð, sjá þig
og knúsa, hlæja með þér og
heyra sögur frá bernsku minni
eða jafnvel þinni. Ég er um-
vafinn góðu fólki svo ég spjara
mig. Við hittumst um síðir í
himnaríki. Guð veri með þér,
elsku mamma mín.
Hafsteinn Þór Hafsteinsson.
Elsku tengdamamma eða
„amma Kidda“ eins og við köll-
uðum þig, þá ert þú farin í
hvíldina kærkomnu. Ég þakka
þér fyrir mjög dýrmætar en
alltof fáar samverustundir. Sím-
tölin sem við áttum voru uppfull
af ást, kærleika og virðingu.
Okkar samband var einstakt og
byggði ekki á mörgum orðum
því skynjun okkar og skilningur
var algjör. Ég kveð þig með
þessu fallega ljóði. Takk fyrir
allt og góða ferð.
Ó, minn Guð, mig auman styð,
ögn í lífsins straumi.
Kenndu mér að finna frið
fjarri heimsins glaumi.
Margur einn með sjálfum sér,
sálar fleinn því veldur,
eins og steinn sitt ólán ber,
ekki neinn þess geldur.
Nístir kvöl í næmri sál.
Nætur dvöl er hjartabál.
Leikinn grátt sinn harmleik heyr.
Hlær ei dátt með neinum.
Særður þrátt um síðir deyr.
Segir fátt af einum.
Með þakklæti og ást,
Maria Chernyshova.
Fallega amma mín. Nú ertu
laus frá veikindunum, farin í
frelsið og komin til Agga bróður
og bið ég þig að umvefja hann
þeirri ást og hlýju sem þú ávallt
gafst mér þegar ég kom til þín.
Þú varst grallari, ég gæti
næstum skrifað bók um uppá-
tæki þín og ég tala nú ekki um
húmorinn ... sem var ja dökk-
grár skulum við segja. Þið Aggi
eigið góða samleið núna að
bralla og plotta á nýjum stað.
Mér hlýnar um hjartað við að
hafa ykkur tvö, mín uppáhalds,
sem englana mína.
Þú varst mér afar kær og
alltaf með opinn faðm í æsku
minni sem og framan af og er ég
þér ævinlega þakklát fyrir það.
Ég elska þig, þín
Linda.
Þá ertu farin í ferðalagið þitt,
upp til himna þar sem afi er og
litli fuglinn sem við jörðuðum í
leikskólanum mínum. Góða og
fallega minningu um þig mun ég
ávallt varðveita í hjarta mínu.
Minningu um hlýju þína og ást,
samtölin okkar hvort sem var
hjá þér eða í símanum, þú sagð-
ir margt en ég hlustaði þeim
mun meira. Við hittumst síðast
um jólin, er ég gaf þér hjarta-
myndina sem ég bjó til í leik-
skólanum mínum.
Ljósmyndin af okkur með
hjartamyndina saman þar sem
þú ljómar af gleði, ást og þakk-
læti til mín. Og ég ljóma af gleði
og ást til þín og ekki síst af
stolti yfir fallegri gjöf sem sýnir
svo vel hve heitt ég elska þig.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Evgenía Kristín
Hafsteinsdóttir.
Að skrifa örfá orð um stjúp-
móður mína er mér ákaflega
ljúft.
Kidda reyndist mér afar vel á
mínum unglingsárum er ég flutti
inn á heimili hennar og pabba
þegar ég var 14 ára. Það er ekki
sjálfsagt mál að taka ungling
inn á heimili þegar fimm börn
eru fyrir, en það gerði Kidda.
Það er ekki það að ég hafi haft
það slæmt, sem var alls ekki,
það var meira að einhver gelgja
væri komin í kollinn. En með
Kiddu, sem var svo gott að tala
við, öðlaðist ég smám saman það
sjálfstraust og hvatningu sem ég
þurfti.
Hún hafði þann einstaka
hæfileika að laða fram það besta
og láta mann hafa ofurtrú á öllu
sem manni datt í hug.
Elskulega Kidda mín missti
heilsuna, enn ung kona, innan
við fimmtugt. Var það sorglegt,
bæði fyrir fjölskyldu og vini.
Það komu góðir dagar og slæm-
ir. Ég var svo heppin að þegar
ég hitti á hana fyrir um ári var
hún tiltölulega hress og það var
eins og við hefðum hist í gær,
svo sterk var tengingin á milli
okkar. Við gátum talað um allt
milli himins og jarðar.
Ég verð Kiddu minni ævar-
andi þakklát, hún mun alltaf
eiga sinn stað í hjarta mínu.
Öllum systkinum mínum og
fjölskyldum þeirra samhryggist
ég, en eitt af því sem Kidda
lagði upp með var að við værum
öll systkini, hvort sem við vær-
um al-, hálf- eða stjúpsystkini.
Blessuð sé minning Kristínar.
Hulda Hafsteinsdóttir.
Kristín G.
Lárusdóttir
Þegar móðir
mín hringir í mig
og segir mér að
Jakob bróðir sinn,
sem jafnframt er guðfaðir
minn, sé dáinn hrannast upp
minningar. Þær eru allar
skemmtilegar og lýsa náunga-
kærleik, ást, og hans sérstak-
lega skemmtilega húmor. Eitt
lag kom þó fyrst upp í hugann
og það var þetta hér að ofan.
Hann var uppalandinn minn í
tónlist og satt best að segja
held ég að ekkert af barna-
börnum ömmu og afa hafi
sloppið. Við hlustuðum á plötur
á grammafóninum því hann
átti flottustu græjur sem ég
hafði séð. Þetta var fjölbreytt
tónlist og þó mest rokk. Naz-
areth, Led Zeppelin, Uriah
Heep, Pink Floyd, Bítlarnir og
David Bowie svo eitthvað sé
nefnt. Svo var það eitt klass-
Jakob Unnar
Bjarnason
✝ Jakob UnnarBjarnason
fæddist 5. desem-
ber 1952. Hann lést
5. janúar 2020.
Útför Jakobs
Unnars fór fram
15. janúar 2020.
ískt lag sem hann
spilaði sem ég man
vel eftir og sem
heitir Bolero. Það
er kannski ekki
viðeigandi í minn-
ingargrein að
segja frá því hvað
þessi uppáhalds-
frændi minn sagði
mér að best væri
að gera á meðan
maður hlustaði á
það lag en ég ætla samt að
gefa vísbendingu, maður er
ekki í sérstökum fötum. Á upp-
vaxtarárum mínum var ég mik-
ið hjá ömmu og afa á Digra-
nesveginum. Þar bjó Jakob
lengi vel og hreinlega er magn-
að í minningunni hversu mikla
þolinmæði hann sýndi mér og
ótrúlegt að hann skyldi hafa
leyft mér að hlusta á tónlist
inni í herberginu sínu, jafnvel
þó að hann væri ekki heima.
Önnur minning sem kemur
upp í hugann er að eitt sinn
kom hann að mér þar sem ég
sat einn niðri í herberginu
hans afa og var að skoða dönsk
„menningarblöð“ og íslenskar
sögur sem ekki áttu að vera
aðgengilegar unglingnum. Þá
sýndi hann mér sögu sem talið
var að afi hefði skrifað og átti
að vera opinbert leyndarmál í
fjölskyldunni. En ég mátti ekki
láta mömmu vita að ég hefði
séð þetta blað.
Jakob átti góða vini og hann
tók mig stundum með á leiki í
fótbolta hjá Breiðabliki, en
hann var alltaf mikill stuðn-
ingsmaður, gallharður Bliki.
Það var alltaf mikið fjör á
þessum árum í kringum hann.
Ég er innilega þakklátur Jak-
obi fyrir að leyfa mér að vera
svona nærri sér og taka þátt í
stórum hluta lífs hans, hann
var svo einstaklega góður við
mig, systurson sinn. Umburð-
arlyndi og þolinmæði var mjög
sterkur þáttur í persónuleika
hans, húmor hans og gleði mun
lifa. Minningin lifir.
Ómar Stefánsson.
Við Jakob vorum miklir vin-
ir. Gulli og hann þekktust frá
því í bernsku en Jón Hrólfur
kynnist Kobba á unglingsár-
um. Meðan við vorum lausir og
liðugir, ekki tvítugir, voru
skemmtanir og stelpur inntak
tilverunnar, sérstaklega eftir
að hinn mikli stuðmaður Krist-
inn Guðmundsson bættist í
hópinn. Tónlistin var sameig-
inlegt áhugamál og margar
minningar frá tónleikum sem
við sóttum saman. Svo voru
kvöldstundir og partí þar sem
hlustað var á nýjar eða merki-
legar plötur. Aldrei vorum við
allir í útlöndum en nokkrum
sinnum tveir saman. Píla-
grímsferð á bítlaslóðir í Liver-
pool var á hugmyndastigi þeg-
ar vinur okkar féll í valinn.
Er á leið ævina lágu leiðir
eðlilega minna saman þó að
vináttan héldist alltaf sterk og
fundað væri af og til. Jakob
var vinamargur og við aðeins
meðvitaðir um hlut af hans lífi
í seinni tíð. Síðustu árin viss-
um við þó af harðnandi glímu
Jakobs og Bakkusar. Nú þegar
sú glíma er töpuð fylgir sorg
og biturleiki yfir vanmætti til
hjálpar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Nú syrgjum við góðan
dreng.
Guðlaugur og Jón Hrólfur.
Elsku afi Raggi.
Það fyrsta sem
kemur upp í hug-
ann þegar ég
hugsa til þín er dugnaður. Allt-
af þegar ég kom til þín í sveit-
ina eða þegar þú komst til okk-
ar suður fylgdi þér mikill
drifkraftur.
Það var alltaf nóg af verk-
efnum. Fyrstu minningar mín-
ar um þig eru þegar ég var
með þér við bústörfin og í
seinni tíð voru það síðan ófáir
göngutúrar sem við fórum sam-
an í og bíltúrar þar sem mark-
miðið var að skoða eða kaupa
gamla bíla.
Ég er þér ævinlega þakk-
látur, elsku afi, fyrir tímann
sem ég fékk að vera með þér í
fjósinu að mjólka og hugsa um
dýrin.
Þar lærði ég að vakna á
morgnana og ganga til vinnu
með þér með bros á vör. Einnig
er ég þakklátur fyrir traustið
sem þú gafst mér þegar ég
fékk að vinna með þér á drátt-
arvélum barnungur.
Ragnar
Gunnlaugsson
✝ Ragnar Gunn-laugsson fædd-
ist 26. febrúar
1949. Hann lést 30.
desember 2019.
Útför Ragnars
fór fram 10. janúar
2020.
Þetta var það
sem ég beið eftir
allan veturinn og
það skemmtileg-
asta sem ég gerði á
þessum árum.
Ég veit að þetta
á stóran þátt í því
að gera mig að
þeim manni sem ég
er í dag.
Bíltúrarnir sem
við fórum saman á
Gul sitja fast í minni því þar
var frelsið mikið og alltaf gam-
an. Í seinni tíð er ég þakklátur
fyrir öll skemmtilegu ferðalög-
in sem við fórum í saman.
Þú kenndir mér að ferðast í
rólegheitum og stoppa oft og
skoða í kringum mig. Það voru
skemmtilegustu ferðalögin þar
sem þú varst með í för, ann-
aðhvort á Gul eða Econoline,
alveg sultuslakur.
Það var alltaf gaman að vera
í návist þinni og ég hlakkaði
alltaf til að koma til þín í sveit-
ina. Það voru miklar gleði-
stundir.
Í minningu minni ertu hlæj-
andi með þitt sérstaka glott og
falleg hallærisleg kvenmanns-
gleraugu á nefinu.
Takk fyrir allan tímann sem
ég fékk að vera með þér og allt
sem þú hefur kennt mér elsku
afi.
Einar Smári.