Morgunblaðið - 25.01.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 25.01.2020, Síða 18
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Allt kapp er lagt á að bjóða breikk- un Vesturlandsvegar á Kjalarnesi út í sumar, eða um leið og hönn- unarvinna, samningar við landeig- endur, umhverfismat og fram- kvæmdaleyfi eru í höfn. Þetta kemur fram í tölvubréfi Önnu Elínar Jóhannsdóttur, verk- fræðings á framkvæmdadeild Vegagerðarinnar, í kjölfar fyrir- spurnar Sigrún- ar Jóhanns- dóttur, formanns íbúaráðs Kjal- arness, um fram- vindu verkefn- isins. „Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að árið 2019 færu 200 milljónir í verkefnið en engar sýnilegar framkvæmdir urðu á svæðinu á þeim tíma,“ segir Sig- rún í fyrirspurninni. Lengi hefur verið kallað eftir breikkun Vesturlandsvegar enda hafa orðið þarna mörg alvarleg slys. Nú síðast gerðist það fyrr í þessum mánuði þegar stór rusla- gámur losnaði aftan úr vöruflutn- ingabifreið og lenti á vörubíl og lít- illi fólksflutningabifreið. Tveir slösuðust alvarlega. Íbúar á Kjal- arnesi og sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi hafa margoft ályktað um nauðsyn tvöföldunar vegarins. Um er að ræða breikkun vegar- ins á um níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarð- arvegar. Verkfræðistofan Verkís vinnur ásamt Vegagerðinni að forhönnun vegarins. Þegar henni lýkur tekur við verkhönnun sem áætlað er að klárist í júní. Anna Elín segir í tölvubréfinu að í hönnunarferlinu hafi komið í ljós að hagkvæmara sé á jarðtæknilega erfiðum svæðum að aðskilja þver- snið vegarins í stað þess að breikka hann. Spurð nánar um þetta atriði seg- ir Anna Elín að Vegagerðin hafi í forhönnunarferlinu látið skoða fleiri valkosti en að breikka veginn. Þ.e.a.s. endurskoðuð voru þversnið vegarins frá því sem lýst er í deili- skipulagi. Helstu ástæður endur- skoðunar þversniða séu sigvanda- mál sem geti skaðað núverandi hringveg með tilheyrandi óhagræði á framkvæmdartíma sem og aukn- um kostnaði. Fyrirséð sé að jarðvegssig verði mikið og umfang ferginga í verkinu því töluvert. Þetta valdi því að ekki sé hægt að breikka núverandi hringveg án þess að valda skemmd- um á löngum köflum á veginum sem fyrir er. Áhrifum á núverandi hringveg verði haldið í lágmarki með því að leggja nýjan veg hæfilega langt frá núverandi vegi til að hann verði ekki fyrir skemmdum vegna sigs. Umferð á verktíma verði um núver- andi hringveg sem gefur mögu- leikann á að spara uppbyggingu hluta hliðarvega þar sem ekki er þörf á að nýta hliðarvegi sem hjá- leiðir á verktíma. Mikill kostnaður sparast með breyttri legu vegarins Aðrir kostir við að akrein verði aðskilin frá núverandi hringvegi eru helst þeir að ekki þarf að færa lagnir, strengi og dreifistöðvar í og við núverandi Esjuveg, minna rask verður fyrir bæina Ljárdal og Sjáv- arhóla, einfaldara verður síðar að klára fullan 2+2 veg og mun meira hagræði verður fyrir verktaka. Mikill samfélagslegur kostnaður sparast þar sem kostnaður Veitna lækkar mikið. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur og auka um- ferðaröryggi vegfarenda. Á stærstum hluta verður veginum breytt í 2+1 veg. Jafnframt verða gerð þrjú hringtorg, vegteng- ingum fækkað og lagðir hliðar- vegir. Vesturlandsvegur brátt í útboð  Verkís vinnur ásamt Vegagerðinni að forhönnun vegarins  Komið hefur í ljós að hagkvæmara er á jarðtæknilega erfiðum svæðum að aðskilja þversnið vegarins í stað þess að breikka hann Morgunblaðið/Eggert Kollafjörður Lögreglan lokaði Vesturlandsvegi 10. janúar sl. þegar enn eitt alvarlega umferðarslysið varð þar. Anna Elín Jóhannsdóttir 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 ÚTSALA % RELAXSHOEGÖTUSKÓRM.HÆL 9597KR. . VERÐ ÁÐUR 15.995 RELAXSHOESCARPADONNA 7.797 KR. VERÐ ÁÐUR 12.995 40 ARA ÖKKLASKÓR 14.997KR. VERÐ ÁÐUR 24.995 Verkfræðistofan Efla hefur unnið frummatsskýrslu um umhverfisáhrif fyrir Vegagerðina og var henni skilað inn til Skipulagsstofnunar sl. þriðjudag, 21. janúar. Álitsgerð Skipulagsstofnunar og lok mats á umhverf- isáhrifum ætti samkvæmt áætlun að klárast í maí 2020 og framkvæmdaleyfið að fást í júní/júlí ef allt gengur að óskum, segir Anna Elín í svarinu til íbúa Kjalarness. Ferlið vegna framkvæmdarinnar er nokkuð um- fangsmikið og því lýsir Anna Elín þannig: „Þegar skýrslunni hefur verið skilað inn til Skipu- lagsstofnunar hefur stofnunin tvær vikur til að taka hana til athugunar. Í kjölfarið fá umsagnaraðilar þrjár vikur og almenningur sex vikur til að skila inn umsögn- um og athugasemdum. Þegar athugasemdir og um- sagnir hafa borist við frummatsskýrslu er þeim svar- að. Svörin eru skrifuð inn í lokaskýrslu, svokallaða matsskýrslu, sem svo er send til Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun veitir svo álit sitt á mati á umhverf- isáhrifum byggt á matsskýrslu. Sveitarstjórnum ber að taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar við útgáfu framkvæmdaleyfa. Að því loknu er fram- kvæmdaleyfið auglýst og er þá í einn mánuð hægt að kæra framkvæmdaleyfið.“ Frummatsskýrsla send Skipulagsstofnun FRAMKVÆMDALEYFI ÆTTI AÐ FÁST Í JÚNÍ/JÚLÍ EF ALLT GENGUR AÐ ÓSKUM Veðurstofa Íslands tók í vikunni við flugveðurþjónustu á flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Fram að þessu hefur Veðurstofan séð um að vara við ókyrrð og ísingu yfir Færeyjum, en danska veðurstofan, DMI, séð um spár fyrir flugvöllinn sjálfan. Veð- urþjónustan fyrir flugvöllinn í Vogum er því nú á einni hendi, en það er danska veðurstofan sem greiðir fyrir þessa þjónustu sem Veðurstofa Ís- lands mun veita. Á sama tíma hefur veðurfræð- ingum á vakt á morgnana verið fjölg- að úr tveimur í þrjá, sem er mikill áfangi fyrir Veðurstofuna, segir í frétt á heimasíðu hennar. Aldrei áður hafa verið þrír veðurfræðingar á vakt ef frá eru talin eldgos síðustu ára. Með því að taka við flugveðurþjón- ustu á flugvellinum í Vogum fær Veð- urstofan aðgang að háupplausnalí- könum af Færeyjum og hafinu þar í kring. Það mun gera Veðurstofunni kleift að bæta sjóveðurspár á því spá- svæði þegar fram í sækir. Spásvæði flugveðursþjónustu Veðurstofunnar er gríðarstórt og nær upp að pólnum og er stærsta spásvæði fyrir flugveð- urþjónustu í heiminum. sisi@mbl.is Ljósmynd/Veðurstofan Spásalur Þrír veðurfræðingar eru nú á vakt á morgnana á Veðurstofunni. Veðurstofan þjónar flugvelli Færeyinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.