Morgunblaðið - 25.01.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 25.01.2020, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Álagningar- og breytingarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2020 verða birtir á vefsíðunni island.is og á Rafrænni Reykjavik á næstu dögum. Álagningar- og breytingarseðlar eru ekki sendir í pósti í samræmi við breytingu sem gerð var á lögum nr. 4/1995 sem tók gildi 1. janúar 2019, en þá er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu um álagningu fasteignaskatts rafrænt. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum netbanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heimsendum greiðsluseðlum á mínum síðum á www.reykjavik.is eða í gegnum þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Fasteignagjöld ársins 2020, yfir 25.000 kr., greiðast með níu jöfnum greiðslum á 1. febrúar, 2. mars, 4. apríl, 3. maí, 1. júní, 5. júlí, 2. ágúst, 1. september og 3. október. Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar. Tekjulágir elli- ogörorkulífeyrisþegar, sem fenguafslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi sem greitt er til Orkuveitu Reykjavíkur á síðastliðnu ári, fá einnig að óbreyttu afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir árið 2020 að teknu tilliti til tekjuviðmiða. Eftir yfirferð Ríkisskattstjóra á skattframtölum elli- og örorkulífeyrisþega, framkvæmir Fjármála- og áhættustýringarsvið breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi. Það þarf því ekki að sækja sérstaklega um afslátt þessara gjalda. Við álagningu fasteignagjalda í janúar verður afsláttur elli- og örorku- lífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2018. Þegar álagning vegna tekna ársins 2019 liggur fyrir í júní 2020, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega seinnipartinn í október. Skilyrði afsláttar eru að viðkomandi sé elli- eða örorkulífeyrisþegi, sé þinglýstur eigandi fasteignar, eigi þar lögheimili og geti átt rétt á vaxta- bótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veittur afsláttur vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli-og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2020 verði eftirfarandi: 100% afsláttur: Einstaklingur með tekjur allt að 4.240.000 kr. A100 Samskattaðir einstaklingar með tekjur allt að 5.920.000 kr. 80% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.240.000 til 4.860.000 kr. A80 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 5.920.000 til 6.570.000 kr. 50% afsláttur: Einstaklingur með tekjur á bilinu 4.860.000 til 5.650.000 kr. A50 Samskattaðir einstaklingar með tekjur á bilinu 6.570.000 til 7.850.000 kr. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á gjaldi fyrir meðhöndlun úrgangs í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar, Höfðatorgi, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is e Borgarstjórinn í Reykjavík, 25. janúar 2020. www.reykjavik.is Fyrsti klasinn sem Íslenski sjávar- klasinn stofnaði utan Íslands, The New England Ocean Cluster, opnar húsakynni fyrir frumkvöðla í sjávar- tengdum greinum í Portland-borg í Maine í Bandaríkjunum 18. mars nk. Hús sjávarklasans í Portland hefur fengið nafnið HUS. Húsið stendur við höfn borgarinnar og við eina af aðalgötum hennar. Í frétt frá Íslenska sjávarklasan- um kemur fram að með opnun þess- arar nýju aðstöðu sé stefnt að því að rösklega 20-30 fyrirtæki og frum- kvöðlar hafi aðstöðu. Markmiðið sé að efla frumkvöðlastarf bandaríska klasans og samstarf íslenskra og bandarískra frumkvöðla sem tengj- ast bláa hagkerfinu. Í nágrenni við HUS eru vöru- geymslur Eimskips og þá eru einnig á svæðinu bandarískir og íslenskir aðilar sem hafa reynslu af vörudreif- ingu innan Bandaríkjanna. Sjávarklasi opnaður í Bandaríkjunum Útrás Sjávarklasinn í Portland í Maine. Helstu verk- efnum hjá rík- issaksóknara hefur fjölgað mikið á undan- förnum þremur árum, samkvæmt frétt á heimasíðu embættisins. Ríkissaksókn- ari fékk 173 kærumál 2017, 193 árið 2018 og 261 í fyrra. Fjöldi áfrýjaðra mála fór úr 100 árið 2017 í 105 árið eftir og svo í 147 á ný- liðnu ári. Fimm framsalsbeiðnir bárust embættinu 2017, níu 2018 og 14 í fyrra. Árið 2017 fékk ríkis- saksóknari 71 réttarbeiðni, 58 árið eftir og 76 í fyrra. Fjöldi innkominna héraðsdóma og viðurlagaákvarðana var 1.507 árið 2017, 1.359 árið 2018 og 1.864 árið 2019. Fjölgun helstu verk- efna ríkissaksóknara Sigríður J. Friðjónsdóttir Höskuldur Daði Magnússon Guðni Einarsson „Þetta er stór hópur fólks sem vinn- ur mjög hörðum höndum að því að finna lausn,“ segir Elísabet S. Ólafs- dóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkis- sáttasemjara. Stíf fundahöld hafa verið síðustu tvo daga í svokölluðum vaktavinnu- hópi hjá Ríkissáttasemjara. Undan- farið hefur verið leitað leiða til að ná samkomulagi um fyrirkomulag og starfskjör vaktavinnufólks í starfs- hópi fulltrúa BSRB, BHM, Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og Efl- ingar með viðsemjendum hjá ríki, borg og Sambandi íslenskra sveitar- félaga. Sem kunnugt er hefur stytting vinnuvikunnar verið skýr krafa hjá BHM og BSRB auk fleiri félaga en erfitt hefur reynst að finna úrlausn hjá vaktavinnufólki. Fundað verður alla helgina að sögn Elísabetar. „Það standa öll spjót á þessum hópi svo hægt sé að ljúka öllum mál- um, bæði þeim sem eru á okkar borði og ekki á okkar borði,“ segir hún. Þremur nýjum málum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara það sem af er janúar. Kjaradeila Félags fréttamanna og Samtaka atvinnulífs- ins (SA) vegna Ríkisútvarpsins var fyrsta málið sem vísað var til emb- ættisins á árinu. Kjarasamningur deiluaðila rann út 1. janúar 2019. Þá hefur Kennarasamband Íslands, fyr- ir hönd Félags framhaldsskólakenn- ara, vísað deilu sinni við ríkið til rík- issáttasemjara. Kjarasamningur aðila rann út 31. mars 2019. Einnig var máli Starfsgreinasambands Ís- lands (SGS) við ríkið vísað til rík- issáttasemjara. Kjarasamningur þeirra rann út 31. mars 2019. Boðað verður til funda í öllum þessum deil- um á næstu dögum. 34 mál í vinnslu um áramót Kjarasamningur 17 aðildarfélaga SGS og Sambands íslenskra sveitar- félaga var undirritaður 16. janúar. Hann nær til um 4.000 félaga í aðild- arfélögum SGS. Atkvæðagreiðslu lýkur 10. febrúar. Daginn eftir und- irrituðu samninganefndir Félags ís- lenskra flugumferðastjóra og SA vegna Isavia kjarasamning sem gild- ir til 31. desember 2020. Í ársbyrjun voru 34 mál enn í vinnslu af þeim 42 sem vísað var til ríkissáttasemjara í fyrra. Að sögn embættisins var aðallega um að ræða mál aðildarfélaga BSRB við ríki og sveitarfélög. Einnig nokkur mál flugstétta og viðsemjenda á almennum vinnu- markaði, mál Blaðamannfélags Ís- lands og SA og mál Hlífar, VR, Raf- iðnaðarsambandsins, VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna og FIT og SA vegna Ísal. Öll spjót standa á vaktavinnuhópi  Fundað verður í Karphúsinu um vinnutíma og starfskjör vaktavinnufólks alla helgina  Þremur nýjum málum verið vísað til ríkissáttasemjara það sem er ári  Allra leiða leitað til að ná samningum Morgunblaðið/Eggert Karphúsið Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, hefur í nógu að snúast þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.