Morgunblaðið - 25.01.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.01.2020, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 ekki hafa farið í hámæli og erfitt er að skýra. Magnús er sagnamaður af guðs náð og heldur áhorfendum föngnum frá upphafi til enda. Síðasta sýningin verður 1. febrúar. Þá tekur við sýningin „Varla sjálfrátt“ þar sem Auður Jónsdóttir rithöfundur segir söguna af skáldskapnum í lífi sínu. Auður hefur vakið verðskuldaða athygli og fjölda viðurkenninga fyrir skáldskap sinn og þykir bæði einlæg og heiðarleg en ekki síst fyndin enda hefur hún nýverið reynt fyrir sér sem uppistandari.    Borgarnes er og verður vonandi alltaf körfuboltabær. Á þessu tíma- bili eru konurnar í efstu deild en karlaliðið í næstefstu deild. Það er aldrei sátt um annað en að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild í körfuboltanum í Borgarnesi og þannig er það reyndar líka í Hólm- inum. Nágrannaliðin úr Borgarnesi og Stykkishólmi hafa marga rimm- una háð og leikirnir eru yfirleitt jafn- ir, en síðasta leik sem var á fimmtu- dagskvöldið unnu Snæfellingar en þar á undan höfðu Skallagrímskonur unnið síðustu tvo leiki. Skallagríms- konur eru í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig og eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni um Ís- landsmeistaratitilinn í vor.    Sveitarstjóraembættið í Borgarbyggð er vandasamt starf eins og í öllum öðrum sveitar- félögum. Flestir þekkja atburða- rásina hér undanfarið, en hún hefur verið nokkuð hröð. Tilkynnt var upp- sögn Gunnlaugs Júlíussonar, fráfar- andi sveitarstjóra, 13. nóvember sl. og steig Lilja Björg Ágústsdóttir inn sem sveitarstjóri 1. desember. Viku af janúar var tilkynnt um 15 umsókn- ir stöðu sveitarstjóra undir leiðsögn og stjórn Intellecta ráðningarstofu. Hinn 23. janúar var Gunnlaugur frá- farandi sveitarstjóri búinn að höfða dómsmál á hendur sveitarfélaginu vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamn- ingi. Auk þess krefst hann bóta vegna uppsagnarinnar, sem hann tel- ur að ekki hafi verið staðið að með löglegum hætti. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig málin fara og hver verður nýr sveitarstjóri Borgar- byggðar.    Eitt af því sem rætt er á kaffi- stofum vinnustaða og fjallað um í facebookhópum er hámarkshraði niður Borgarbrautina, sem er aðal- æð bæjarins. Á síðasta ári var há- markshraði lækkaður niður í 30 km. Sitt sýnist hverjum, en þarna er öryggi gangandi vegfarenda aðal- atriðið og vissulega eru mörg börn og ungmenni á ferðinni því bæði grunnskólinn og íþróttahúsið eru á þessari leið. Hins vegar finnst mörgum það að aka á 30 km hraða vera eins og í líkfylgd. Flestir hafa þó tekið þessu vel og aka hægt og varlega upp og niður Borgarbrautina. Það er líka eins gott því oft á tíðum er lítill hvít- ur sendibíll að mæla hraðann og hafa margir Borgnesingar fengið hraðasektir á leið til og frá vinnu á morgnana eða í hádeginu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Borgarnes Listaverk á sýningunni „Ég get skapað“ sem er uppi á veggjum í Hyrnutorgi þessa dagana. Litháísk list í Hyrnutorgi ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Nú stendur yfir sýningin ,,Ég get skapað“ í Hyrnutorgi á listaverkum litháískra leikskólabarna, en frétta- ritari var á ferð í Litháen fyrir ára- mót og var beðinn um að koma verk- unum á framfæri. Um er að ræða 26 myndir, gerðar af börnum í leikskól- anum Kastytis Ramanauskas Lopše- lis-Darželis í Panevežys í Litháen, sem eru innblásnar af vetrinum og jólahaldi. Leikskólinn vinnur eftir kristi- legum gildum og hefur að markmiði að börnin kynnist lífi krists og kær- leika samkvæmt kaþólskri trú. Markmiðið með sýningunni er að hvetja börnin áfram til sköpunar en þau vita að verkin þeirra hafa ferðast um langan veg og náð til Íslands, og eru mjög spennt og ánægð. Hug- myndin um að sýna verkin í öðrum löndum er mikil hvatning og gaman að geta deilt listrænum hæfileikum þeirra sem víðast.    Í Landnámssetrinu er margt að gerast en þar er verið að sýna verkið „Öxin – Agnes og Friðrik“. Magnús Ólafsson sagnamaður segir þar frá einum dramatískasta atburði Ís- landssögunnar, síðustu aftökunni á Íslandi, sem fram fór 12. janúar árið 1830 klukkan 14. Þessir atburðir tengdust fjölskyldu Magnúsar og segir hann frá ótrúlegum atvikum í því samhengi. Þetta eru atvik sem Nýlega uppgötvuðu starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar, ásamt vís- indamönnum við Náttúrugripasafnið í Lundúnum, áður óþekkta tegund rauðþörunga hér við land. Tegundin hefur hlotið nafnið Schizymenia jons- sonii á latínu til minningar um Sigurð Jónsson þörungafræðing (1926-2007) og á íslensku er hún nefnd klóblaðka. Ættingjar í Kyrrahafi Í frétt á heimasíðu Hafrannsókna- stofnunar segir að þörungurinn hafi fyrst fundist við Öndverðarnes, yst á Snæfellsnesi, um aldamótin 1900. Þörungurinn hafi þá verið talinn til- heyra áður þekktri tegund. Það reyndist síðar rangt. Í ljós kom að hér var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi. Þörungurinn er blaðlaga, getur orðið 30 til 40 cm langur og 10 til 25 cm breiður. Hann er áberandi í fjörum, sérstak- lega við Suðvest- urland en finnst einnig víða við vesturströndina, við Vestfirði og hefur fundist á einum stað við Norðurland. Á vef Hafró segir að það hafi komið verulega á óvart að svo stór og áberandi tegund sem klóblaðkan er, skyldi hafa farið fram hjá rannsakendum og ekki upp- götvast um hvaða tegund var að ræða, fyrr en nú. Klóblaðka er sögð góður matþör- ungur og í tilraunaeldisstöð Haf- rannsóknastofnunar við Grindavík eru um þessar mundir í gangi til- raunir með ræktun klóblöðku til mat- ar, í samvinnu við Hyndlu ehf. aij@mbl.is Nýr rauðþörungur uppgötvaður við Ísland  Klóblaðka eða Schizymenia jonssonii  Nafnið til heiðurs Sigurði Jónssyni Ljósmynd/Karl Gunnarsson Ný tegund Flekkir af rauðleitri klóblöðku í fjöru á utanverðum Reykjanesskaga. Sigurður Jónsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nokkrir aðilar hafa lýst yfir áhuga á fasteigninni Garðastræti 37, en fjár- málafyrirtækið Gamma var þar með höfuðstöðvar. Húseignin er skráð í eigu Gamma Capital Management. Að sögn Ásgeirs Baldurs, fjárfest- ingastjóra Gamma, hefur ekki verið gengið frá kaupsamningi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er Róbert Wessmann meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga. Ásgeir kvaðst ekki geta staðfest það. Hann væri bundinn trúnaði. Blaðið hefur heimildir fyrir því að 2-3 aðilar hafi verið mjög áhugasamir á síðustu dögum. Gæti salan því geng- ið eftir innan tíðar. Trygging gagnvart bankanum Gefið var út tryggingabréf á hús- eignina 2. maí í fyrra. Gerði Gamma Capital Management þá kunnugt um að til tryggingar skilvísri og skað- lausri greiðslu á öllum skuldum og fjárskuldbindingum við Kviku banka væri gefið út 500 milljóna bréf. Sam- kvæmt heimildum blaðsins þarf upp- hæðin ekki að endurspegla nákvæm- lega verðmæti eignarinnar. Á hinn bóginn hljóti fjárhæðin á trygginga- bréfinu að fara nærri áætluðu verð- mæti eignarinnar, svo tryggingin haldi. Samkvæmt afsali sem gefið var út í október 2013 keypti GAM Manage- ment hf., sem þá var til húsa að Klapparstíg 19, eignina af Dalsnesi ehf. Umsamið kaupverð kom ekki fram á afsalinu, né heldur virðist kaupsamningur hafa verið birtur. Hins vegar voru gefin út tvö veð- skuldabréf á eignina í október 2013 að fjárhæð 80 og 120 milljónir króna en kröfuhafi var Arion banki. Byggt á fjórða áratugnum Á vefsíðu Gamma er fjallað um sögu Garðastrætis 37. Húsið sé byggt árið 1939 í fúnkísstílnum og sé eitt fyrsta slíka húsið á Íslandi. Arkitekt var Gunnlaugur Halldórsson en húsið var reist fyrir Magnús Víglundsson athafnamann sem keypti lóðina árið 1936. Fyrstu árin hafi húsið varið heimili Magnúsar en jafnframt hafi hann stýrt rekstri sínum þaðan. Magnús hafi síðar boðið húsið til sölu 1965. Ríkissjóður hafi þá keypt húsið. Meðal annars hafi þar haft aðsetur Tunnuverksmiðja ríkisins og hin sögufræga Síldarútvegsnefnd sem húsið hafi síðar verið kennt við. Húsið var selt í annað sinn og fluttu auglýsingastofan Fíton og margmiðlunarfyrirtækið Atómstöðin þangað um aldamótin. Gamma tók því næst við húseigninni. Margir sýna húsi Gamma áhuga  Gefið var út tryggingabréf á húsið í fyrra að fjárhæð 500 milljónir króna Morgunblaðið/RAX Í Garðastræti Myndin var tekin 2016. Húsið hefur síðan verið málað. Um 700 fermetrar » Samkvæmt fasteignaskrá er húsið samtals 679,7 fermetrar en lóðin 977,5 fermetrar. » Húsið hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. » Þar er meðal annars sér- hannaður vínkjallari og koníaksstofa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.