Morgunblaðið - 25.01.2020, Side 24

Morgunblaðið - 25.01.2020, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fáir staðirkalla framjafn mikinn hrylling og óhugnað og Auschwitz þar sem nasistar settu upp gereyðingar- brúðir og myrtu rúmlega milljón manns í. Á mánudag verða 75 ár liðin frá því að Rauði herinn frelsaði fanga í Auschwitz. Þessi dagsetning, 27. janúar, hefur verið gerð að minn- ingardegi um helför gyðinga og er nú minnst víða um heim. Ekki er vanþörf á. Þrátt fyrir óhugnað helfararinnar er andúð á gyðing- um síður en svo úr sögunni. Fjöldi leiðtoga víða að í heim- inum lagði í vikunni leið sína til Jerúsalem til að minnast hel- fararinnar og á mánudag verður sambærileg minningarathöfn í Auschwitz í Póllandi. Pólska sendiráðið á Íslandi efndi í samstarfi við hugvísinda- stofnun Háskóla Íslands til pallborðsumræðna um Auschwitz og helförina á miðvikudag þar sem mikilvægi þess að muna það sem gerðist og að varast að sagan endurtæki sig var rauði þráður- inn, ekki síst nú þegar fordómar og andúð gegn gyðingum færi vaxandi. Sex milljónir gyðinga létu lífið í helförinni. Grimmdin í Auschwitz var yfirgengileg. Af 1,3 milljónum manna, sem fluttar voru til Auschwitz lét 1,1 milljón lífið, flestir gyðingar en einnig fólk af ýmsum þjóðabrotum, samkyn- hneigðir og fatlaðir. Alls létu sex milljónir manna lífið í Póllandi í stríðinu, þar af helmingurinn gyð- ingar. Rauði herinn frelsaði fyrstu búðir nasista sumarið 1944. Þegar Sovétmenn nálguðust Auschwitz reyndu Þjóðverjar að fjarlægja ummerki um ódæðisverk sín og sendu 60 þúsund fanga í burtu. Þeir voru flestir máttvana og að- framkomnir og hefur för þeirra verið kölluð dauðagangan. Aðeins sex þúsund fangar voru eftir þeg- ar Rauði herinn kom að. Einnig sprengdu nasistar upp gasklefa og líkbrennsluofna í Birkenau. Læknirinn Josef Mengele, sem fékk viðurnefnið „engill dauðans“ fyrir hryllilega glæpi sína í nafni vísindanna í Auschwitz flúði til Berlínar með sín gögn og stórfyrirtækið IG Farben, sem rak verksmiðjur sín- ar með föngum úr þrælkunar- búðum, sem kölluðust Auschwitz III, eyðilagði gögn og skrár. Nægur vitnisburður var þó eftir, þar á meðal 368.820 karl- mannsjakkaföt, 836.255 kven- mannskápur og sjö tonn af mannshári. Í fyrstu var ekki sagt frá þeim hryllingi sem blasti við banda- mönnum í gereyðingar- og þrælk- unarbúðum nasista, meðal annars af tillitssemi við fólk sem saknaði ættingja. Það breyttist þegar bandaríski herinn kom til Ohrdruf, sem var hluti af búðunum í Buchenwald. Búðirnar stóðu í ljósum lögum og um allt voru lík fanga sem höfðu verið teknir af lífi með því að skjóta þá í höfuðið. Dwight D. Eisen- hower, yfirmaður herafla bandamanna í Evrópu og síðar forseti Banda- ríkjanna, talaði um „ólýsanlegan hryll- ing“. Allri ritskoðun var aflétt og gögn um glæpi nasista gerð opinber. Í Jerúsalem tóku ýmsir þjóð- arleiðtogar til máls og létu þung orð falla. Þar báru einnig vitni um 100 einstaklingar, sem lifðu hel- förina af. Fanny Ben Ami er 89 ára. Hún lifði helförina af en missti foreldra sína í útrýming- arbúðum nasista. Ben Ami gekk til liðs við frönsku andspyrnu- hreyfinguna 12 ára og hjálpaði börnum að flýja til Sviss. Hún flutti til Ísraels árið 1957. „Ég held að leiðtogar alls staðar að í heiminum hafi komið hingað fyrst og fremst til að staðfesta að and- úð á gyðingum sé plága, en … ekkert breytist,“ sagði hún við fréttaveitu AFP. Nahum Rottenberg er 92 ára. Hann lifði af Auschwitz og talaði við AFP með tár í augum um fjöl- skyldu sína sem hann missti í ger- eyðingarbúðunum. „Ég berst gegn andúð á gyðingum í hvert skipti sem ég segi sögu mína,“ sagði hann. „Í dag drepum við í Sýrlandi og víðar. Heimurinn þegir. Ég held ekki að neitt muni breytast í raun.“ Það var annað hljóð í Yonu Amit, sem nú er 81 árs. Hún slapp naumlega frá Ítalíu yfir Alpana til Sviss ásamt fjölskyldu sinni þeg- ar hún var fimm ára gömul. Hún sagði að nú væri líka tækifæri til að minnast þeirra sem tóku mikla áhættu við að bjarga gyðingum í Evrópu. „Ég held að það séu mikilvægustu skilaboðin úr þessu stríði. Ekki hinir hryllilegu verknaðir sem voru drýgðir – við vitum allt um þá – heldur venju- legt fólk sem hjálpaði,“ sagði hún. Andúð á gyðingum fer vaxandi í heiminum og birtist með ýmsum hætti. Það er meira en áhyggju- efni þegar gyðingar eiga á hættu að verða fyrir aðkasti og ofbeldi á götum úti, eru varaðir við því að bera ytri merki gyðingdóms og telja sér ekki vært að búa í lönd- um á borð við Þýskaland og Frakkland. Helförin á að vera víti til varn- aðar og hvatning til dáða hvar sem minnihlutahópar, þjóðabrot og þjóðir verða fyrir ofsóknum. Eftir á er auðvelt að segja að það hefði átt að spyrna við fótum við nasismanum og tækifærin til þess voru ugglaust mýmörg. Í samtím- anum er hins vegar erfitt að sjá hvert framhaldið verður, er auk- inn vandalismi og ofbeldisverk á hendur gyðingum vendipunktur, eða verður þessi alda kveðin niður? Bill Clinton Bandaríkja- forseti sagði að hann sæi mest eftir því frá forsetaferli sínum að hafa ekki brugðist við í tæka tíð þegar þjóðarmorðið í Rúanda var yfirvofandi. Þar voru 800 þúsund manns drepin á 100 dögum. Það er nauðsynlegt að bregðast við þegar hættumerkin birtast. 75 ár eru síðan Rauði herinn frels- aði fanga í gereyð- ingarbúðunum í Auschwitz og á ný fer andúð á gyð- ingum vaxandi} Hryllingur helfararinnar Ö ll erum við hugsi yfir hinu svokall- aða Samherjamáli. Ég hef verið að skoða Wikileaks-skjölin vegna þess. Þau eru öllum aðgengileg á netinu. Þar rakst ég m.a. á tölvu- póstssamskipti milli einhvers konar umboðs- manns eða útgerðaraðila í samstarfi við Sam- herja í Póllandi við yfirmenn Samherja, þar með talið lögfræðing fyrirtækisins. Þessi tölvu- póstssamskipti áttu sér stað í maí 2016. Þarna kemur fram að Samherji hafði þá und- ir höndum drög að viljayfirlýsingu eða samn- ingi um að efla viðskiptasamband Íslands og Póllands á sviði fiskveiða, fiskeldis og líftækni. Af hverju var Samherji með í sínum höndum drög að slíkum milliríkjasamningi í sjávar- útvegi milli Íslands og Póllands, þar sem fyrirtækið var þungt inni með útgerðarrekstur og sölu sjávarafurða? Fyrirtækið hafði þetta skjal í höndum tveimur mánuðum áður en það var svo undirritað formlega af Gunnari Braga Sveinssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, fyrir hönd Íslands í júlí 2016. Er þetta ekki alvarlegt? Hér eru íslensk stjórnvöld að gera milliríkjasamning og hann er í vinnslu í ráðuneytinu og Samherji er með pappírana undir höndum og veit hvað er í undirbúningi. Er þetta ekki spilling? Hvernig stendur á því að Samherji, hugsanlega eitt íslenskra fyrirtækja, var með þetta skjal meðan það var í vinnslu í ráðuneytinu? Eða tíðkast það bara í íslenskri stjórnsýslu að innherjar í atvinnulífinu hafi aðgang að skjölum sem eru í vinnslu vegna samnings sem er á undirbúningsstigi? Eru Samherji og sjávarútvegsráðuneytið eitt og hið sama? Er málið þannig vaxið að þetta eigi ekki ein- ungis við um mál sem verið er að vinna og varða milliríkjasamninga okkar, heldur kannski líka mál í meðferð er varða reglugerð- ir og lög? Er það svo að tiltekin fyrirtæki, sem eiga kannski mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta, geti haft beina innsýn í milliríkja- samninga sem stjórnvöld eru að gera við er- lend ríki á sama tíma og aðrir fá ekki slíkar upplýsingar, og sent þessi drög til hvers sem þeim hentar? Ég fæ ekki betur séð en að Samherji hafi á þessum tíma verið að nota þessi drög að sam- starfssamningi í sjávarútvegi milli Íslands og Póllands til að reyna að koma á hliðstæðum samningi milli Namibíu og Póllands varðandi fiskrannsóknir. Tilgangurinn með því hafi verið að skapa trúverðugleika og rétta ímynd kring- um veiðar á umtalsverðum aflaheimildum sem Pólland hafði í lögsögu Namibíu, og Samherji hefur augljóslega tekið þátt í og jafnvel séð um að nýta með veiðum. Háar greiðslur virðast hafa verið inntar af hendi í því samhengi. Ég hef vakið athygli á þessu tiltekna dæmi úr Sam- herjaskjölunum í þinginu með munnlegri fyrirspurn til forsætisráðherra en fengið vægast sagt rýr svör. Hér þurfa yfirvöld að skýra málið. Inga Sæland Pistill Er Samherji sjávarútvegsráðuneytið? Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Töluverðar breytingar voru gerðar á álagningu úrvinnslugjalds á suma vöruflokka 1. janúar 2020. Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úr- vinnslusjóðs, segir að við ákvörðun gjaldsins sé leitast við að finna jafn- vægi á milli tekna og kostnaðar við úrvinnslu í hverj- um vöruflokki. Gjaldið er al- mennt lagt á við innflutning eða innlenda fram- leiðslu en tvisvar á ári á ökutæki. Úrvinnslugjald á svartolíu hækk- aði úr 0,20 kr./kg í 0,70 kr./kg. Ólafur sagði að áður en svartolía væri notuð t.d. til að knýja vélar fiskiskipa þyrfti að hreinsa hana. Þá félli til úrgangur sem blandast við smurolíuúrgang frá vél- inni. Hann sagði að olíufélögin hefðu gert samning við Úrvinnslusjóð og safnað olíuúrgangi. Töluverður sjór eða vatn er oft í olíuúrgangi frá skip- um og þarf að skilja það frá olíunni áður en hún flutt út og brennd, t.d. í sementsverksmiðjum. Hluti úr- gangsins hefur farið til frekari vinnslu og búin til ákveðin tegund af svartolíu. Ástæða mikillar hækkunar á úr- vinnslugjaldi vegna svartolíu nú er að árið 2003 var 0,20 kr./kg gjaldið lagt á. Það var aldrei innheimt vegna þess að olíufélögin sömdu um að sjá sjálf um safna svartolíuúrgangi og koma í endurnýtingu á eigin kostn- að. Á þessum tíma var svartolía tals- vert mikið notuð til að knýja fiski- mjölsverksmiðjur og þurfti ekki að hreinsa hana eins og þegar hún var notuð á vélar. Olíufélögin sögðu samningnum upp 1. maí 2019. Þar með hófst álagning úrvinnslugjalds á svartolíu. Ólafur sagði að það hefði ekki staðið undir kostnaði og þurft að hækka það. Gjaldinu var breytt með lögum sem voru samþykkt á haustþinginu. Úrvinnslugjald á ísósýanöt var einnig hækkað. Þau eru m.a. notuð í frauð sem notað er í byggingariðnaði og við hitaveituframkvæmdir. Varn- arefni eru ýmiss konar eiturefni sem m.a. eru notuð til að drepa myglu og fúa í timbri, skordýraeitur o.fl. Áhrif endurnýjunar bílaflotans Evrópusambandið flokkar raftæki í sex flokka. Einn þeirra er „lítil tæki“ sem nú ber hærra úrvinnslu- gjald en áður. Ólafur sagði að undir hann féllu ýmis lítil raftæki eins og smærri eldhúsáhöld. Perur eru ann- ar flokkur raftækja þar sem úr- vinnslugjald var hækkað. Ólafur sagði það m.a. tengjast tæknibreyt- ingum. Nú eru margir að skipta úr eldri perum í LED-ljós og þá berst talsvert mikið af gömlum perum í endurvinnslu. Skjáir heyra einnig undir raftæki. Ólafur sagði að lækk- un úrvinnslugjalds á þá tengist einn- ig tæknibreytingum úr túbuskjám í flatskjái. Túbuskjáirnir voru mjög þungir en flatskjáirnir léttir. Úr- vinnslugjaldið var hækkað meðan umskiptin úr túbutækjum í flatskjái stóð sem hæst til að standa undir úr- vinnslu. Nú þykir tímabært að lækka það aftur enda túbutæki nær horfin úr innflutningi. Úrvinnslugjald á plast hækkar vegna þess að söfnun plasts er að aukast og tilkostnaður við að koma því í endurvinnslu hefur líka hækk- að. Erfiðleikar hafa verið á endur- vinnslumörkuðum fyrir plastúrgang. Þegar Úrvinnslusjóður hóf göngu sína 2003 var úrvinnslugjald á öku- tæki yfir 1.100 kr./ári. Það reyndist vera of hátt og var lækkað í 700 kr./ ári. Innflutningur á bílum minnkaði mikið fyrstu árin eftir hrunið. Bíla- flotinn eltist því ár frá ári og fáir bílar komu í úrvinnslu. Síðustu ár hafa skil á ökutækjum aukist mjög hratt í takti við endurnýjun bílaflot- ans. Úrvinnslugjald er lagt á hvern bíl í 15 ár. Undanfarin ár hefur með- alaldur ökutækja sem skilað er til úrvinnslu hækkað og er nú um 17 ár. Úrvinnslugjaldið stóð ekki lengur undir kostnaðinum. Þrátt fyrir öfl- uga sjóði frá þeim árum þegar færri bílum var skilað í úrvinnslu þurfti að hækka úrvinnslugjaldið nú til að ná jafnvægi. Breytingar á úrvinnslugjaldi frá 1. janúar 2020 Hlutfallsleg breyting og gjald fyrir og eftir 1. janúar -46% 11% 14% 60% 60% 75% 75% 88% 120% 157% 167% 250% 130 kr./kg 70 kr./kg 38 kr./kg 42 kr./kg 35 kr./kg 40 kr./kg 25 kr./kg 40 kr./kg 5 kr./kg 8 kr./kg 16 kr./kg 28 kr./kg 16 kr./kg 28 kr./kg 16 kr./kg 30 kr./kg 25 kr./kg 55 kr./kg 700 kr./ári 1.800 kr./ári 3 kr./kg 8 kr./kg 0,2 kr./kg 0,7 kr./kg Skjáir Olíu- málning Smurolía Prentlitir Ísósýanöt Plast- umbúðir Heyrúllu- plast Lítil tæki Perur Ökutæki Varnarefni Svartolía Heimild: Úrvinnslusjóður Úrvinnslugjald fylgir tækniþróuninni eftir Ólafur Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.