Morgunblaðið - 25.01.2020, Side 41

Morgunblaðið - 25.01.2020, Side 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Það vekur jafnan furðu mína af hverju stærsta og fjölmenn- asta íþróttahreyfing landsins getur ekki verið með einföld mál á hreinu eins og að skila inn leik- skýrslum eftir leiki á vegum sambandsins. Fyrir þá sem eru ennþá í vafa um hvaða íþrótta- hreyfingu ég er að tala um þá er ég að tala um knattspyrnuhreyf- inguna sem er jafnframt sú tekjuhæsta af þeim öllum. Mér blöskraði meira að segja það illa yfir vinnubrögð- unum um daginn að ég sá mig tilneyddan til þess að senda póst á yfirmann dómaramála hjá sambandinu og hafði mótastjóra KSÍ með í þeim skilaboðum. Póstinn sendi ég á sunnudegi eftir að markaskorarar úr föstu- dagsleik í Reykjavíkurmótinu höfðu ekki verið uppfærðir en ég þurfti á endanum að senda þjálf- urum liðanna skilaboð til þess að fá markaskorarana staðfesta. Það væri svo sem hægt að af- saka þetta ef árið væri 874 og Ingólfur Arnarson að hefja land- nám við strendur Íslands. Ing- ólfur bjó ekki svo vel, mér vit- anlega, að vera með snjallsíma af gerðinni iPhone eða Samsung Galaxy eins og 99% þjóðarinnar hafa aðgang að í dag. Sem betur fer fyrir íslenskan fótbolta fara ekki margir knattspyrnuleikir fram á Hornströndum. Því ættu dómarar KSÍ ekki að vera í mikl- um vandræðum með að koma sér í netsamband til þess að fylla út sínar skýrslur. Bæði KKÍ og HSÍ uppfæra leiki innan sinna sambanda í rauntíma ef svo má segja með lifandi textalýsingu, þrátt fyrir að vera mun minni sambönd en KSÍ. Ég er ekki að biðja um neitt slíkt hjá KSÍ; bara að það sé rétt staðið að skýrslugerð og þær séu uppfærðar í leikslok, eins og á að teljast eðlilegt á þeim bæn- um. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðni Valur Guðnason, kringlukast- ari úr ÍR, er að jafna sig eftir veik- indi og meiðsli sem settu svip sinn á síðasta keppnistímabil. Eins og fram kom í viðtali við Guðna í Morgunblaðinu 19. október var árið 2019 honum erfitt. Eftir að hafa far- ið í aðgerð þar sem botnlanginn var fjarlægður fékk hann lífhimnubólgu og gat lítið gert í einn og hálfan mánuð og lá lengi á sjúkrahúsi. „Þegar ég fór að gera eitthvað og kasta aðeins rifnaði liðband í nár- anum sem var líklega út frá veik- indunum enda var mikil sýking í kviðarholinu. Fram yfir heims- meistaramótið síðasta haust var ég að glíma við þetta en ég fékk grænt ljós á að hefja æfingar á fullu um miðjan desember. Ég hef verið að lyfta á fullu og reyna að styrkja mig. Smám saman þarf ég að geta hreyft mig eins hratt og ég get,“ sagði Guðni þegar Morgunblaðið spjallaði við hann eftir setningu Reykjavíkurleikanna. Alþjóðlegu mótin telja Guðni horfir nú fram á veginn. „Ég er aðeins farinn að skoða mótin sem eru í boði á árinu. Hefðbundin vetrarkastmót eru í mars og æfingabúðir eins og vanalega í apr- íl. Líklega þyrfti ég að fara í aðrar æfingabúðir í maí eða júní. Þá myndi ég reyna að fara á nokkur mót í kringum æfingabúðirnar til að safna stigum fyrir Ólympíuleikana. Svo geta plönin breyst ef maður nær ólympíulágmarki snemma sum- ars. Ef maður nær ekki lágmarkinu er hægt að komast inn á stigum á heimslista. Til að ná í góð stig þarf maður að kasta langt á mótum með sterkum erlendum keppendum,“ sagði Guðni. Hera má ráð fyrir að fresturinn til að ná lágmarki sé fram í byrjun júlí, en Ólympíu- leikarnir í Tókýó hefjast 24. júlí og lýkur 9. ágúst. Guðni keppti á leikunum í Ríó 2016 og var eini Íslendingurinn á HM í frjálsum í Doha á síðasta ári. Ólympíulágmarkið er 66 metrar en besti árangur Guðna er 65,53 frá árinu 2018. Guðni ætlar að keppa í kúluvarpi á Reykjavíkurleikunum, en frjáls- íþróttakeppni leikanna fer fram eft- ir viku. Kringlukast er ekki innan- hússgrein eins og íþróttaunnendur þekkja. „Ég verð með í kúlunni á RIG. Það er alltaf gott á þessum árstíma að lífga aðeins upp á tilveruna. Gera eitthvað annað en að kasta í net og sjá einhverja vegalengd. Við búum ekki eins vel og kylfingarnir að vera með herma til að kasta í þótt þeir séu til enda eru þeir dýrir. Reykja- víkurleikarnir eru alþjóðlegt mót og erlendir keppendur mæta á svæðið. Maður þekkir einhverja þeirra og þetta er skemmtileg keppni,“ sagði Guðni Valur enn fremur. Horfir fram á veginn á ný  Guðni Valur Guðnason að komast í gang eftir erfitt ár 2019  Ólympíuleik- arnir í sigtinu og alþjóðleg mót í sumar  Kastar kúlu á Reykjavíkurleikunum Ljósmynd/ÍSÍ Annar Guðni Valur Guðnason hefur náð næstbestum árangri íslenskra kringlukastara frá upphafi og er hér á palli á Smáþjóðaleikunum 2019. Viðar Örn Kjartansson, landsliðs- maður í knattspyrnu, gæti verið að ganga til liðs við tyrkneska úrvals- deildarfélagið Yeni Malatyaspor en það var vefmiðillinn 433.is sem greindi frá þessu í gær. Viðar hélt til Tyrklands í gærmorgun til þess að skoða aðstæður hjá ónefndu tyrknesku félagi en samkvæmt 433.is er það Yeni Malatyaspor sem situr í níunda sæti deildarinnar með 24 stig. Viðar Örn er samn- ingsbundinn Rostov í Rússlandi en ætlar sér að yfirgefa félagið í þess- um mánuði. bjarnih@mbl.is Viðar að skrifa undir í Tyrklandi? AFP Framherji Viðar Örn Kjartansson er líklegast á leið til Tyrklands. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í harðri baráttu um sæti á Evrópu- mótaröð kvenna í golfi 2020 eftir að hafa leikið þriðja hring úrtökumóts- ins á La Manga á Spáni í gær á þrem- ur höggum yfir pari, 74 höggum. Hún er nú í 14.-19. sæti þegar tveim- ur hringjum er ólokið á samtals einu höggi yfir pari en fimmtán efstu keppendur af þeim 120 sem taka þátt komast á Evrópumótaröðina. Keppnin er mjög jöfn og Guðrún er aðeins fjórum höggum á eftir Alice Hewson frá Englandi sem er með forystuna. vs@mbl.is Tvísýn barátta hjá Guðrúnu Brá Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Spánn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lýkur keppni á morgun. HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – HK............................ L14 Vestmannaeyjar: ÍBV – KA/Þór........... L16 Origo-höllin: Valur – Stjarnan .............. L18 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Framhús: Fram U – Stjarnan U ........... S14 Vestmannaeyjar: ÍBV U – Fjölnir ........ S14 Origo-höllin: Valur U – Grótta............... S18 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hveragerði: Hamar – ÍR ....................... L16 Mustad-höll: Grindavík b – Tindastóll.. L16 Mustad-höll: Grindavík b – Tindastóll .. S16 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – Fjölnir .. S16 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: ÍR – KR............................. L15.15 Egilshöll: Þróttur R. – Fylkir ........... S17.15 Reykjavíkurmót kvenna: Egilshöll: Valur – Víkingur R........... L17.15 Egilshöll: Fylkir – Þróttur R ............ S15.15 Fótbolti.net-mót karla: Skessan: FH – Breiðablik................. L10.45 Akraneshöll: ÍA – Grótta .................. L11.30 Kópavogsvöllur: HK – ÍBV ................... L12 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Fjölnir ...................... L16.45 Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Akureyri: SA – Reykjavík ................. S16.45 REYKJAVÍKURLEIKAR  Badminton: Iceland International í TBR- húsum í dag og á morgun.  Borðtennis í TBR-húsum í dag 15-18.  Hjólreiðar í Öskjuhlíð 16-19 í dag.  Júdó í Laugardalshöll 13-16 í dag.  Kraftlyftingar í Laugardalshöll 10-14 á morgun.  Ólympískar lyftingar í Laugardalshöll 14-18 á morgun.  Sund í Laugardalslaug, úrslit 15.30 til 17 í dag og 15 til 16.30 á morgun.  Annað, sjá dagskrá á rig.is. UM HELGINA! Badmintonspilarinn Kári Gunn- arsson er á meðal fyrstu Íslending- anna sem keppa á Reykjavíkurleik- unum þetta árið. Badmintonið var ein þeirra greina sem fóru af stað fyrir helgina en fyrri hluti leikanna verður í fullum gangi í dag og á morgun. „RIG er mjög flott framtak. Mótið gefur stig á heimslista en er eitt þeirra sem gefa fá stig á heimslista miðað við sterkari alþjóðleg mót. Fyrir mig er rosalega skemmtilegt að keppa á heimavelli og hafa vini, fjölskyldu og fólk sem maður hefur þekkt alla ævi í kringum sig. Það getur verið einmanalegt fyrir Ís- lending að fara um heiminn og keppa í badminton. Ekki er sjálf- gefið að fá stuðning á mótum erlend- is,“ sagði Kári þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Seinni partinn í gær mætti Kári Spánverjanum Tomas Toledano í fyrstu umferð á RIG í TBR-húsinu og tapaði eftir þrjár lotur: 11:21, 21:12 og 11:21. Kári var fyrir fram metinn næststerkastur keppenda í mótinu samkvæmt styrleikalistum (ranking). Spánverjinn hafði áður náð að hafa betur gegn Kára og úr- slitin því ekki endilega mjög óvænt. En vonbrigði fyrir Kára sem setti stefnuna á sigur á heimavelli. „Aldr- ei er auðvelt að vinna mót. Vinna þarf fimm leiki og hér eru sterkir keppendur.“ Kári tjáði Morgunblaðinu í gær, áður en leikurinn fór fram, að hann væri nú að hefja keppnistörn eftir undirbúningstímabil. „Ég hef byggt mig upp undanfarið fyrir síðustu mánuði tímabilsins. Líkaminn er svolítið þungur og þreyttur núna. Framundan er því að vinna í sprengikrafti og snerpu. Keppt verður í tólf íþróttagrein- um í dag og á morgun en síðari hluti RIG hefst eftir tæpa viku. Þessa helgina er keppt í badminton, borð- tennis, dansi, hjólreiðum, hermi- akstri, júdó, ólympískum lyftingum, karate, kraftlyftingum, listskautum, pílukasti og sundi. kris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Á lofti Kári Gunnarsson náði sér ekki á strik á Reykjavíkurleikunum í gær. Tilbreyting að vera á heimavelli  Keppt í tólf greinum um helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.