Morgunblaðið - 25.01.2020, Síða 43

Morgunblaðið - 25.01.2020, Síða 43
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þegar öfgarokksplata bernafnið Dissolution Of VirileChauvinism (lausleg þýðing: Upplausn ofstopafullrar karl- rembu) þá sperrir þú eyru og glennir upp augu. Svona yrkisefni finnur þú sjaldn- ast í öfgarokki, sem er sögulega séð undirlagt af testósteróni (breytingar að e-u leyti eru í gangi, en þær eru löturhægar). Titillinn vakti at- hygli en ekki síð- ur tónlistin. HUSH uppgötv- aðist seint á síð- asta ári, er dóm- nefnd Kraums sat sveitt við yfir- ferð ársins. Í dag er það svo að fólk gefur út efnislega sem stafrænt á hinum og þessum veitum, og sumt hverfur í haf óminnisins, en líklega hefur aldrei verið erfiðara en nú að ná í gegnum útgáfukraðakið (sem er bæði gott og slæmt). Á Bandcamp lúra t.d. ýmis neðan- jarðarverkefni og þar fannst HUSH, illa merkt, en heimili var engu að síður Akureyri, Ísland. Formanni dómnefndar, Árna Matt- híassyni, tókst svo að hafa uppi á Öfgar eru alltaf góðar listamanninum, sem reyndist ung- ur Húsvíkingur að nafni Eysteinn Orri. Kauði hafði þá, frá október 2019, dælt út efni undir þessu nafni. Einni breiðskífu (Pandemon- ial Winds), stuttskífu (Dissolution Of Virile Chauvinism) og nokkrum smáskífum. Tónlistin er allsvaka- leg, svo ekki sé fastar að orði kom- ist. Nokkurs konar hljóðlistar- dauðarokk, sem er hvað tærast á Pandemonial Winds. Lögin hljóma eins og þú sért fastur í stormi eða það sé „hvítt hljóð“ í sjónvarpinu þínu. Afbyggð, brjáluð keyrsla, strúktúrlaus hávaði á köflum. Geðveikislegt. Minnir á Impetuous Ritual, Mitochondrion og álíka sveitir. Allt mjög dularfullt, öll um- slög svört og grá með heiðnum táknum og hringjum. Lög kafla- skipt (oft með I, II og IV merk- ingum). Lögin skæld og skrítin, löng, tilraunakennd og í gruggugri keyrslunni má skynja bæði sveim og örgustu hávaðalist. Einhvers staðar þarna er HUSH. Pistilritari sló á þráðinn til Eysteins og spjallaði lítið eitt við hann. Sagðist hann hafa langað til að gera dauðarokk með femínísku þema, margar slíkar sveitir væru syndandi um í kvenhatri og hann hafi langað til að snúa þessari kjör- mynd á rönguna. Eysteinn er með mörg önnur verkefni í gangi, sem heita nöfnum eins og Places of Torment, Black Memorial og Moon Bearer, öll með ólíkum áherslum (plata með Moon Bearer datt inn á Bandcamp í janúarbyrjun). HUSH fæddist vegna ritstíflu sem tengdist Places Of Torment. „Mig langaði bara að gera eitthvað einfalt og þungt,“ segir Eysteinn. „Það var mjög lítill undirbúningur, ég settist bara niður og skrifaði eitt lag sem varð svo að fimm lög- um og ég ákvað svo bara að gefa það út.“ HUSH er einslags svefn- herbergisverkefni, en Eysteinn gerir allt sjálfur við skrifborðið heima hjá sér í gegnum Logic Pro með hljóðkorti. Það er ljúft að spjalla við Eystein, sem kemur fyrir sem ró- lyndis pælari. Engar stórkostlegar áætlanir eru uppi um framhaldið þrátt fyrir athyglina en HUSH komst á langlista Kraums- verðlaunanna. Eysteinn er með puttana í alls kyns stílum, og þegar ég spyr hann um hvort hann ætli lengra með HUSH, er svarið dæmi- gert: Það er allt opið. „Ég held að ég muni halda áfram með HUSH í einhvern tíma en veit ekki hvort ég myndi spila á tónleikum með efnið, nema þá að ég myndi stækka HUSH í hljóm- sveit. Eins er með hin verkefnin mín, ef ég fæ einhverja geggjaða hugmynd sem hentar þeim frekar, þá fer ég í þá áttina.“ » Afbyggð, brjáluðkeyrsla, strúktúr- laus hávaði á köflum. Geðveikislegt. Íslenskt öfgarokk er við góða heilsu nú sem endranær. Ein af at- hyglisverðari útgáf- unum úr þeim ranni var á vegum HUSH, dularfullt verkefni sem Húsvíkingurinn Ey- steinn Orri stendur að. Femínískur Eysteinn Orri fer vandrataða stíga í rokkinu. MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2020 Söngkeppnin Vox Domini fer fram í fjórða sinn í dag og á morg- un og er loka- keppnin opin öll- um og haldin í Salnum í Kópa- vogi á morgun kl. 19. Keppnin var haldin í fyrsta sinn í jan- úar 2017 af Félagi íslenskra söng- kennara og er fyrst og fremst hugs- uð fyrir söngvara og nemendur í klassískum söng sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum. „Við sem söngkennarar höfum leitast við að kynna íslenska tónlist og tónskáld fyrir nemendum okkar, og í ár er keppnin með því sniði að við völdum eitt íslenskt tónskáld til að taka þátt með okkur,“ segir í til- kynningu og að tónskáldið sé Gunn- steinn Ólafsson. Þurfa keppendur að velja lög eftir hann og syngja. Söngkeppnin Vox Domini í Salnum Gunnsteinn Ólafsson Tónleikar í röð- inni Sígildir sunnudagar verða haldnir á morgun kl. 16 í Norðurljósasal Hörpu. Yfirskrift þeirra er Vinsæl- ir sígildir ljóða- söngvar og verða flytjendur þær Kristín Ragn- hildur Sigurðardóttir sópran og Arnhildur Valgarðsdóttir píanó- leikari. Þær munu flytja þekkt, rómantísk „lieder“-ljóð eftir Schu- bert, Richard Strauss og Gabriel Fauré. Miðasala fer fram á vef Hörpu, tix.is og við innganginn. Vinsælir, sígildir ljóðasöngvar Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARS TILNEFNINGAR11  Rás 2  FBL LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.