Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 1
F I M M T U D A G U R 6. F E B R Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 31. tölublað 108. árgangur
Blómkál og spergilkál
Saman í pakka eða
í sitthvoru lagi
349KR/PK
ÁÐUR: 499 KR/PK
Ungnautahamborgarar
4x90 gr með brauði
788KR/PK
ÁÐUR: 1.459 KR/PK
FRÁBÆR TILBOÐ Í VERSLUNUM NETTÓ UM HELGINA!
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 6. - 9. febrúar
40%
-30%KalkúnasneiðarÍsfugl
1.733KR/KG
ÁÐUR: 2.889 KR/KG
46%
FÆR PITT
ÓSKARINN
AÐ LOKUM? FAGNA TVÍTUGSAFMÆLI
PÉTUR BORGAR-
STJÓRI MEÐ
FORYSTUNA
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESS 18 PETE BUTTIGIEG 38AUGNAKONFEKT 60
Kerlingardalsáin í Mýrdal var mjög bólgin og
breiddi úr sér eftir hádegi í gær þegar Jónas
Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins, tók
myndina. Hann sagði það gerast ef til vill einu
sinni á ári að áin breiði svona mikið úr sér.
Á myndinni er horft frá jörðinni Fagradal
og yfir að bænum Höfðabrekku. Þar er Hótel
Katla í nýlegum húsum. Höfðinn á bak við
Höfðabrekku heitir Höfðabrekkuháls. Þétt
upp við hann er Kerlingardalsvegur sem ligg-
ur inn í Kerlingardal og svo áfram inn í Þakgil.
Næst á myndinni er annar vegur sem tilheyrir
Fagradal og liggur að fiskeldisstöð þar sem
ræktuð er bleikja.
Venjulega standa áraurarnir upp úr og áin
velur sér farveg um þá. Tíkin Donna fylgdi
húsbónda sínum í leiðangurinn og virti fyrir
sér vatnavextina eflaust fegin því að vera ekki
á leið í smölun.
Miklar leysingar og úrkoma voru á landinu í
gær og er svipuð spá fyrir daginn í dag. Sér-
fræðingur Veðurstofu Íslands skrifaði í gær að
þetta myndi valda töluverðum vatnavöxtum í
ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu land-
inu, á Tröllaskaga og á sunnanverðum Vest-
fjörðum. Heldur virtist vera farið að draga úr
vatnavöxtunum á Suðurlandi þegar leið á gær-
daginn. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kerlingardalsáin flæmdist yfir áraurana
„Eigendurnir telja sig hugsanlega
geta bjargað bátnum og eru að leita
leiða til þess. Við gefum þeim frest til
að koma með framkvæmdaáætlun
um það,“ segir Guðmundur Krist-
jánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæj-
ar.
Tekist hefur að ná til allra bátanna
sem urðu fyrir snjóflóðinu á Flateyri
í síðasta mánuði nema netabátsins
Orra. Hann er sá eini sem var
ótryggður. „Það er þannig lagað séð
ekki mikil mengunarhætta af honum
en við leggjum samt áherslu á að
hann verði fjarlægður sem fyrst,“
sagði Guðmundur eftir fund með eig-
endunum í gær. »22
Munu reyna að bjarga Orra
Eigendur fá frest frá bænum Lítil mengunarhætta
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Strand Orri hefur verið í höfninni á Flateyri frá því snjóflóðið féll.
Réttarhaldinu yfir Donald Trump
Bandaríkjaforseta lauk í gær, þegar
þingmenn öldungadeildar Banda-
ríkjaþings sýknuðu hann af báðum
ákærum fulltrúadeildarinnar. Trump
er þriðji forsetinn sem ákærður er til
embættismissis, en allir þrír hafa ver-
ið sýknaðir í öldungadeildinni.
Atkvæði um fyrri ákæruliðinn féllu
þannig að 52 töldu rétt að sýkna
Trump en 48 vildu svipta hann emb-
ætti sínu. Mitt Romney, þingmaður
Utah, var eini repúblikaninn sem vildi
svipta Trump embætti en hann taldi
forsetann hafa gerst sekan um að hafa
misbeitt valdi sínu með því að reyna
að fá erlent ríki til þess að rannsaka
mögulega andstæðinga sína í komandi
forsetakosningum. Romney varð þar
með fyrsti öldungadeildarþingmaður-
inn til þess að greiða atkvæði með sekt
forseta úr sínum eigin flokki. Hann
taldi Trump hins vegar ekki sekan um
að hafa staðið í vegi þingsins.
Lengi hafði stefnt í þessa niður-
stöðu en samþykki tveggja þriðju
hluta öldungadeildarinnar, eða 67
þingmanna af 100, þarf til þess að
svipta forsetann embætti sínu. Flest-
ar atkvæðagreiðslur í deildinni meðan
á málinu stóð hafa hins vegar fallið
eftir flokkslínum, þar sem repúblik-
anar hafa 53 þingmenn en demó-
kratar 47. sgs@mbl.is
Trump sýknaður
í öldungadeildinni