Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
bbr
ey
s
60+ÁBENIDORM
– fáðumeira út úr fríinu
Verð frá kr.
168.995
Birgitte Bengtssonðgeturbb
re
ys með
19. APRÍL Í 16 EÐA 19NÆTUR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íslendingar sem koma frá Kína
verða beðnir um að fara í sóttkví í 14
daga frá því að þeir koma til lands-
ins. Þetta er gert til öryggis og er
liður í því að verja landið fyrir
kórónuveirunni (2019-nCoV).
„Íslendingar sem koma til lands-
ins eru hvattir til að láta vita hafi
þeir verið í Kína. Þá viljum við setja
þá í sóttkví,“ sagði Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir. Sóttkvíin mun
felast í því að fólk taki það rólega
heima í tvær vikur, í stað þess að
fara í vinnu og út í bæ. Það þarf að
láta vita strax fari það að veikjast.
Þórólfur segir að rætt hafi verið
hvort hægt væri að beita sömu að-
ferð við erlenda ferðamenn. Niður-
staðan var sú að það yrði óáreiðan-
legt og erfitt í framkvæmd að spyrja
ferðamenn sem ætluðu að vera hér
t.d. í fimm daga hvort þeir hefðu
verið í Kína, vitandi að þeir yrðu
settir í 14 daga sóttkví. Reynt hefur
verið að ná til ferðamanna frá Kína
með margvíslegum hætti. Leiti þeir
til heilsugæslunnar eru þeir beðnir
um að vera í sóttkví í 14 daga. Talið
er að smit byrji ekki fyrr en fólk fer
að veikjast en fyrstu einkenni geta
verið væg. „Þetta er sama nálgun og
aðrar þjóðir hafa beitt. Við sjáum að
árangur er að nást t.d. í Evrópu. Það
er ekki mikið um útbreiðslu frá
þessum tilfellum sem hafa greinst,“
sagði Þórólfur.
Fyrirtæki geri áætlanir
Í stöðuskýrslu almannavarna-
deildar ríkislögreglustjóra í gær
segir m.a. að yfirleitt komi einkenni
fram 4-8 dögum eftir smit. Á stöðu-
fundi sóttvarnalæknis með starfs-
fólki samhæfingarstöðvarinnar í
gær var rætt um frekari aðgerðir og
leiðir til að koma í veg fyrir að veir-
an berist hingað. Heilbrigðisstofn-
anir eru viðbúnar ef tilfelli koma
upp og hafa uppfært áætlanir og
farið yfir birgðastöðu sína.
Áhersla er lögð á að stofnanir og
atvinnulífið uppfæri viðbragðsáætl-
anir varðandi órofinn rekstur. Þar
er m.a. gert ráð fyrir samstarfi fyr-
irtækja í sömu atvinnugrein. Fyrir-
tæki og stofnanir verða að gera ráð
fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum,
þ. á m. 25-50% fjarvistum starfs-
fólks. Lokaákvörðun um verstu
sviðsmynd verður tekin síðar í vik-
unni.
Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki
að sleppa ónauðsynlegum ferðalög-
um til Kína. Vakni grunur um tilfelli
á fólk að hringja fyrst í Læknavakt-
ina í síma 1700 í stað þess að fara á
bráðamóttöku eða á heilsugæslu-
stöð nema að fengnum ráðlegging-
um.
Landhelgisgæslan sendir nú upp-
lýsingar til skipa sem eru á leið til
hafnar hér. Þar er sérstaklega beðið
um að gert sé viðvart ef upp koma
veikindi hjá farþegum eða áhöfn.
Sýking af völdum umræddrar
veiru hafði verið staðfest hjá um
24.530 einstaklingum í gær og voru
um 493 látnir eða um 2%. Langflest
tilfellin voru í Kína eða 24.329.
Ferðalangar frá Kína fari í sóttkví
Íslendingar komnir heim frá Kína haldi sig heima í tvær vikur Erfiðara að gera sömu kröfu til
útlendra ferðamanna Sé grunur um smit er fólk beðið að hringja fyrst í stað þess að fara til læknis
AFP
Varnir Ýmislegt er gert til varna vegna hættu á smiti af völdum kórónuveiru.
Vetrarhátíð verður sett við Hall-
grímskirkju í Reykjavík í kvöld en
hátíðin er nú haldin í 19. sinn og fer
fram í öllum sex sveitarfélögum
höfuðborgarsvæðisins.
Við setninguna verður sýnt verk-
ið Sálumessa jöklanna eða Introit
eftir Heimi Frey Hlöðversson lista-
mann. Verður verkinu varpað á
Hallgrímskirkju í formi jökuls sem
er að bráðna. Verkið er þrískipt og
er önnur útgáfa sýnd í Ásmundar-
sal og þriðja útgáfan verður á
Hafnartorgi.
Meðal atriða á hátíðinni er gagn-
virk innsetning á Austurvelli í
Reykjavík eftir bresku listakonuna
Abby Portner þar sem blandað er
saman skúlptúr, ljósum og mynd-
bandi. Myndunum verður varpað á
heimskautarefi sem Steingrímur
Þorvaldsson hjá Verkstæðinu ehf. í
Mosfellsbæ vann í gær við skera út
úr krossvið og mála.
Nánar má lesa um dagskrána á
vefnum vetrarhatid.is.
Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu sett í 19. skipti í kvöld
Útskornir
refir á
Austurvelli
Morgunblaðið/Eggert
Samningafundi Eflingar og
Reykjavíkurborgar lauk án niður-
stöðu hjá ríkissáttasemjara síð-
degis í gær. Því var ljóst að sólar-
hringslangt verkfall félagsmanna
Eflingar sem starfa hjá borginni
myndi byrja á miðnætti og standa
til miðnættis í kvöld.
„Það gerðist ekkert á þessum
fundi,“ sagði Sólveig Anna Jóns-
dóttir, formaður Eflingar, en hún
vildi ekki tjá sig nánar um hvað
þar fór fram eða hvort viðhorfs-
breytingar hjá viðsemjendum hefði
gætt.
„Við erum enn í viðræðum og á
meðan viðræður eru í gangi þá
miðar hlutum áfram,“ sagði Harpa
Ólafsdóttir, formaður samninga-
nefndar Reykjavíkurborgar, um
samningaviðræðurnar við Eflingu.
„Við erum að funda um vakta-
vinnuna, styttingu vinnuvikunnar
hjá vaktavinnufólki. Þetta var einn
af útgangspunktum Eflingar að
það yrði að klára umræðu um
vaktavinnu áður en þau myndu
skrifa undir“. gudni@mbl.is
Verkfall Eflingar hjá borg-
inni stendur til miðnættis
Viðræðufundi
slitið síðdegis í gær
án niðurstöðu
Morgunblaðið/Eggert
Samningafundur Efling og borgin ræðast við hjá ríkissáttasemjara.