Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 14

Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 TJARNARBÍÓ|LAUGARDAG 8. FEB.|12-16 Fulltrúar frá eftirtöldum skólum verða til viðtals: ARTS UNIVERSITY BOURNEMOUTH • CAMBERWELL COLLEGE OF ARTS • CENTRAL SAINT MARTINS • CHELSEA COLLEGE OF ARTS • LONDON COLLEGE OF FASHION • LONDON COLLEGE OF COMMUNICATIONS • WIMBLEDON COLLEGE OF ARTS • EU BUSINESS SCHOOL • ISTITUTO EUROPEO DI DESIGN • NABA - NUOVA ACCADEMIA DI BELLE ARTI. Einnig verður kynnt nám hjá; THE LIVERPOOL INSTITUTE FOR PERFORMING ARTS • LEEDS ARTS UNIVERSITY • ATELIER CHARDON SAVARD - BERLIN • MACROMEDIA UNIVERSITY - BERLIN & HAMBURG. 12:00-13:00 Örnámskeið “Portfolio Preparation”. 13:00-15:00 Reynslusögur; Fyrrverandi nemar segja frá. 13:00-16:00 „Maður á mann”. Viðtöl við fulltrúa skóla. Aðgangur ÓKEYPIS Á Safnanótt á Vetrarhátíð, nú á föstudagskvöld, er opið í Þjóðminja- safni Íslands við Suðurgötu í Reykja- vík frá kl. 18-23. Margt áhugavert er á dagskrá og má þar nefna að kl. 18.15 verður Linda Ásdísardóttir með leið- sögn um sýninguna Í ljósmálinu, þar sem uppi eru framúrstefnulegar ab- straktmyndir eftir Gunnar Pétursson myndasmið. Kl. 19 verður önnur leiðsagnaferð á Þjóðminjasafni þar sem beint er sjón- um að stjórnarfari á Íslandi frá land- námi og fram á miðja síðustu öld, þegar Íslendingar urðu sjálfstæð þjóð. Leitast er við að tengja söguna við gripi sem eru á grunnsýningu safnsins og nýta þá til að varpa ljósi á breytingar í stjórnarfari, dóms- málum og refsingum. Þriðja leiðsögn- in er svo kl. 20 og ber yfirskriftina Sól tér sortna – Hungursneyð, drep- sóttir og náttúruhamfarir. Þar verður fjallað um uppruna Íslendinga og þau áhrif sem verslun og fólksflutningar höfðu á heilsufar og samfélag. Sjónarhorn í Safnahúsi Á Safnanótt verður sömuleiðis op- ið í Safnahúsinu við Hverfisgötu, en þar eru Náttúruminja-, Þjóðminja-, Þjóðskjala-, Landsbóka- og Listasafn Íslands, ásamt Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum með dýrgripi til sýnis. Verða sérfræðingar frá fyrrgreindum söfnum til frásagn- ar á sýningunni Sjónarhorn – ferða- lag um íslenskan myndheim milli kl. 20 og 21 og spjalla við gesti. Frá Þjóð- minjasafni Íslands kemur Lilja Árna- dóttir með fróðleik um aldagamla textíla með kristilegu myndefni. Rak- el Pétursdóttir ræðir túlkun lista- manna á íslenskri náttúru út frá völd- um verkum. Þá spáir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Nátt- úruminjasafns Íslands, í tengsl list- sköpunar, náttúru og vísinda. Kl. 22 verður boðið upp á leiðsögn á ís- lensku um sýninguna Sjónarhorn, en í sjö álmum Safnahússins eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. Fjölbreytt dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands á Safnanótt Sjónarhorn, abstraktmyndir, hungursneyð og réttarfar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðminjasafn Fræðandi og gaman á Vetrarhátíð í höfuðborginni. Almenn vitneskja er um góðáhrif hreyfingar og hollsmataræðis á andlega sem líkamlega líðan. Fjöldamargar rannsóknir styðja það. Mikil um- ræða hefur verið í samfélaginu um ýmiss konar mataræði á undan- förnum árum. Þar hefur borið hæst ketó, lágkolvetnamataræði, vegan- eða grænmetisfæði og föstur. Hver finni sína leið Þrátt fyrir að þetta allt hafi sína kosti er þó ekki svo að eitt henti öll- um. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að almennt gengur fólki illa að koma sér af stað og halda sig við strangt mataræði til lengdar. Ekki má heldur gleyma því hvaða áhrif það hefur á andlega líðan að hefja strangt mataræði og gefast upp. Öll þessi boð og bönn sem gjarnan fylgja ströngu mataræði geta haft neikvæð áhrif á líðan og við hvert feilspor upplifir fólk að því hafi mis- tekist. Í því samhengi er mikilvægt að hver og einn finni sér sína leið í mataræði, leið sem hefur bæði já- kvæð áhrif á heilsuna en ekki síður jákvæð áhrif á andlega líðan. Hið sama má segja um hreyfingu. Eins og fram kom í grein Harðar Björnssonar heimilislæknis í síð- ustu viku hefur hreyfing óumdeil- anlega jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. En hvaða hreyfing er best? Svarið er það sama: Það er einstaklingsbundið. Rannsóknir sýna að hlaup, styrktaræfingar og jóga hafa marktæk áhrif á einkenni þunglyndis en mestu máli skiptir að hreyfa sig reglulega út lífið. Það er ólíklegra að maður haldi sig við hreyfingu sem manni finnst ekki skemmtileg. Raunhæfar áætlanir Ef þú fyllist óhug í hvert sinn sem þú stígur inn fyrir þröskuldinn á líkamsræktarstöð er hætt við að árskortið þitt verði lítið nýtt. Þá er best að finna sér eitthvað ánægju- legra. Þegar kemur að lífsstílsbreyt- ingum er mikilvægt að gera raun- hæf plön. Höfuðmáli skiptir hvar maður er staddur þann daginn. Ef maður hefur ekki stundað reglulega hreyfingu í fimm ár er raunhæfara að fara í 15 mínútna göngutúr þrisvar í viku en hlaupa 10 kíló- metra þrisvar viku. En við eigum það öll til að detta í samanburð við næsta mann eða stöðuuppfærslur og myndbirtingar einstaklinga úti í bæ sem við þekkjum ekki neitt. Þessi samanburður og birtingar- mynd reglulegrar hreyfingar getur verið varasöm. Þeir sem hreyfa sig meira en hinn almenni borgari eru gjarnan í þeim hópi sem er mest áberandi í myndum og máli á net- inu. Sá hópur verður gjarnan við- miðið og getur því skekkt viðmið meðalmannsins. Samanburður get- ur rænt okkur gleðinni, ánægjan yf- ir eigin afrekum minnkar og því ólíklegra að við endurtökum þessi jákvæðu litlu skref í átt að bættri heilsu. Gott er að hafa í huga að oft þarf lítið til að hafa mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing í eina klukkustund á viku getur haft marktæk áhrif á geðheilsu. Eflir trú á eigin getu Reynum að horfa inn á við, byrj- um þar sem við erum stödd og setj- um okkur lægri en raunhæf mark- mið varðandi hreyfingu og næringu. Byrjum að ganga áður en við ákveðum að hlaupa, einblínum á að auka markvisst grænmetisneyslu í stað þess að hætta að borða kol- vetni. Þessi mörgu litlu skref safn- ast saman og fara að skipta veru- legu máli í heilsu okkar til lengri tíma litið. Á sama tíma bætir það líðan og eflir trú á eigin getu að ná þessum raunhæfu markmiðum og hvetur okkur enn frekar til dáða. Litlu og raunhæfu skrefin Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaup Regluleg hreyfing er öllum mikilvæg en þar verður hver að finna sína fjöl og mikilvægt er að gleðin sé með í för, öðruvísi næst ekki árangur. Unnið í samstarfi við Heilugæslu höfuðborgarsvæðisins Heilsuráð Erik Brynjar Eriksson geðlæknir Ljósmynd/Colourbox Hamborgari Engar dýraafurðir og allt stútfullt af hollustunni hér. Ljósmynd/Thinkstock Vegan Grænt er gott og úr mörgu virkilega góðu er að velja. Íris Björk Ásgeirsdóttir íþrótta- og lýð- heilsufræðingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.