Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 22
Blossi Eigendur segja málefni útgerðarinnar vera í biðstöðu.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við vonumst til að koma fram með
raunhæfar lausnir – það græðir
enginn á því að fá einhvern óraun-
hæfan vonarneista,“ segir Þórdís
Sif Sigurðardóttir, starfandi bæj-
arstjóri í Ísafjarðarbæ. Þórdís er
fulltrúi í starfshópi sem stjórnvöld
skipuðu til að móta tillögur um að-
gerðir til að treysta atvinnulíf og
búsetu á Flateyri við Önundarfjörð
í kjölfar snjóflóðsins hinn 14. jan-
úar síðastliðinn.
Flateyrarhópurinn fundaði í
Reykjavík í gær og segir Þórdís að
vinna hópsins gangi ágætlega. „Við
erum að viða að okkur upplýs-
ingum frá ýmsum viðbragðs- og
hagaðilum,“ segir hún. Þar á meðal
er Ofanflóðasjóður, Veðurstofan,
Vinnumálastofnun, Almannavarnir
og bæjaryfirvöld.
Koma atvinnulífinu í gang
Þórdís segir að vinna Flateyr-
arhópsins hafi hafist í síðustu viku
og stefnt sé að því að skila af sér
föstudaginn 28. febrúar. „Við erum
ekki með neinn töfrasprota sem við
sveiflum og finnum lausnir fyrir
Flateyringa. Við byrjum bara á því
sem fyrir er og hægt er að liðka
fyrir. Mest áhersla er lögð á örygg-
ismálin, að íbúar séu öruggir. Svo
viljum við tryggja öryggi helsta at-
vinnuvegar bæjarins, hafnarinnar.
Þá eru það atvinnumálin, bætur og
tryggingar til þeirra sem lentu í
tjóni og sálgæsla.“
Þórdís kveðst telja að unnt verði
að koma atvinnulífinu á Flateyri í
samt lag. „Það á að laga allt sem
við kemur hafnarmannvirkjunum
strax. Þau eru öll tryggð nema flot-
bryggjan. Uppbygging getur hafist
strax. Tryggingarfélög eru að
vinna með eigendum bátanna og
vonandi finnst lausn á því.“
Hún segir að miklar skemmdir
hafi orðið á þeim bátum sem sukku
og leitað verði leiða til að flytja þá
burt úr bænum. Það væri lýti ef þá
myndi daga þar uppi. „Þetta er
mikið tjón fyrir útgerðarfólkið og
við ætlum að sjá hvort við getum
hjálpað því aftur af stað. Það er
ekkert í hendi en kannski er hægt
að vinna einhverjar sérútfærslur.“
Hún segir að allir bátarnir sem
sukku nema einn hafi verið tryggð-
ir. Fyrir vikið ætti að vera hægt að
kaupa nýja báta fyrir tryggingaféð.
„Ef þeir verða metnir út frá raun-
verulegu verðmæti. Svo hefur verið
hér kvóti og vinnsla. Það eru
kannski einhverjar leiðir sem hægt
er að fara, til að mynda úthlutun
byggðakvóta.“
„Ég á enn vonina“
Guðrún Pálsdóttir, útgerðar-
maður í Hlunnum ehf. sem gera út
Blossa, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að málefni útgerðarinnar
væru í biðstöðu. „Það er ekkert
byrjað að meta og við vitum ekki
neitt. Það er ekki hægt að taka
neinar ákvarðanir enda engar for-
sendur fyrri hendi. Bryggjan er
farin, báturinn farinn. Hvað verður
um okkur á Flateyri? Það er millj-
ón spurningum ósvarað. Ég treysti
því og trúi að stjórnvöld séu að
vinna í okkar málum. Þetta kemur
sjálfsagt í ljós með vorinu. Ég á
enn vonina.“
Samkvæmt upplýsingum frá
Guðmundi Kristjánssyni, hafn-
arstjóra Ísafjarðarbæjar, hefur
köfunarþjónustan Sjótækni náð
upp öllum bátum í höfninni á Flat-
eyri nema einum. Það er báturinn
Orri sem er sá eini sem var
ótryggður. Fundað var með eig-
endum bátsins í gær og fá þeir
frest til að leggja fram áætlun um
björgun bátarins.
„Við erum ekki með neinn töfrasprota“
Starfshópur stjórnvalda vinnur að tillögum fyrir Flateyri í kjölfar snjóflóða Útgerðin í biðstöðu
en uppbygging boðuð „Ég á enn vonina,“ segir útgerðarmaður Einn bátur enn strand í höfninni
Guðjón Arnar Var á dragnót í fyrra en siglir ekki í bráð.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Á hvolfi Sjávarperlan ÍS 313 náðist úr höfninni á dögunum.
Við bryggju Brói KE í höfninni á Flateyri í byrjun vikunnar. Strand Reynt verður að bjarga Orra af strandstað á næstunni.
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Hönnuður Gino Sarfatti
Verð frá 199.000,-
2097/30 loftljós
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU
UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?