Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
Hringferðin 2020
hefst í Reykjavík
áfimmtudag
— opinn fundur á Restaurant Reykjavík kl. 18.00
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer í árlega hringferð um landið
á næstu vikum, þar sem allir þingmenn flokksins fara saman til
funda vítt og breitt um öll kjördæmi landsins.
Fundirnir eru með óformlegu sniði ogmiðast við að sem flestir
geti náð tali af þingmönnunum á sínum heimavelli og rætt það
semmestumáli skiptir á hverjum stað.
Hringferðin í ár hefst með opnum fundi í hjarta höfuðborgar-
innar, áRestaurant Reykjavík viðVesturgötu 2. Fundurinn
stendur yfir frá kl. 18.00 til 19.00
Allir velkomnir!
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
i 020
í Reykjavík
í dag
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer í árlega hringferð um landið
á næstu vikum, þar sem allir þingmenn flokksins fara saman til
funda vítt og breitt um öll kjördæmi landsins.
Fundirnir eru með óformlegu sniði og miðast við að sem flestir
geti náð tali af þing önnunu á sínu hei avelli og r tt það
s li i tir á hv rj .
ri f r i í i í hjart f r
innar, á Kaffi Reykjavík við Vesturgötu 2. Fundurinn stendur
yfir frá kl. 18.00 til 19.00.
– opinn fundur á Kaffi Reykjavík kl. 18.00
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Öll aðildarlönd FEIF, alþjóða-
samtaka um íslenska hestinn og fé-
lagsmenn þeirra, líta til Íslands um
forystu í ræktunarstarfi íslenska
hestsins og alþjóðasamtakanna. Ekki
er sjálfgefið að svo verði. Mér finnst
að stjórnvöld þurfi að huga að því
hvernig hægt er að halda betur utan
um þessa samvinnu og sérstaklega
upprunaættbók íslenska hestsins,“
segir Jón Baldur Lorange, verkefn-
isstjóri rafrænnar upprunaættbókar
íslenska hestsins, WorldFengs.
Hættir eftir 30 ára starf
Jón Baldur hefur unnið að raf-
rænni ættbók íslenska hestsins í
bráðum 30 ár og verið verkefnisstjóri
frá því farið var að skrá hross í öllum
heiminum undir nafni WorldFengs.
FEIF heiðraði Jón Baldur fyrir þetta
starf sitt á ársþingi sambandsins sem
haldið var í Hveragerði um síðustu
helgi. Sömu viðurkenningu fékk
Bandaríkjamaðurinn Doug Smith
sem hefur starfað mikið fyrir FEIF,
meðal annars sem leiðtogi keppn-
ismála. Er þetta æðsta heiðursvið-
urkenning sem samtökin veita. Í til-
viki Jóns Baldurs er hún rökstudd
með því að hann sé heilinn á bak hið
einstaka og magnaða gagnasafn
WorldFeng sem sé ómissandi hverj-
um þeim sem ræktar íslenska hesta.
Jón Baldur kveðst þakklátur fyrir
þessa viðurkenningu. Hann tekur um
leið fram að hann vonist til þess að
geta komið verkefninu í hendur ann-
arra á næstu árum. Mun hann láta af
verkefnisstjórn í ár en hefur fallist á
að sitja í stjórn WorldFengs fram á
næsta ár. „Vonandi getum við kynnt
nýja útgáfu fyrir þann tíma, snjall-
útgáfu, straumlínulagaðri og með enn
meiri möguleikum fyrir þá sem vinna
að ræktun íslenska hestsins,“ segir
Jón Baldur.
Spurður um ástæðu þess að hann
vill hætta segir hann einfaldlega að
það sé orðið tímabært. WorldFengur
sé að komast á fullorðinsár og kominn
tími til að hann fari að flytja að heim-
an. Þá sé hann sjálfur orðinn starfs-
maður atvinnuvegaráðuneytisins eft-
ir að búnaðarstofa var flutt þangað.
Hann vann lengst af að málefnum
WorldFengs sem yfirmaður tölvu-
deildar Bændasamtakanna og en nú
er búið að færa þá deild inn í Ráðgjaf-
armiðstöð landbúnaðarins.
Upphafið að WorldFeng má rekja
til ársins 1991, þegar Jón Baldur var
ráðinn til Búnaðarfélags Íslands sem
umsjónarmaður töluvumála, nýút-
skrifaður kerfisfræðingur frá
Tölvuháskóla Íslands. Hann er ekki
hestamaður en Kristinn Hugason
hrossaræktarráðunautur óskaði eftir
því að gerður yrði gagnagrunnur fyr-
ir skýrsluhald í hrossarækt og það
yrði gert fyrir einkatölvuumhverfi
sem ekki var algengt á þeim tíma.
Mál þróuðust þannig að hann tók
þetta sem lokaverkefni sitt í náminu
og fyrsti Fengur varð til. „Þetta varð
grunnurinn að því að bændur gætu
stundað sína hrossarækt með skipu-
lagðari hætti á grunni skýrsluhalds-
ins,“ segir hann.
Málin þróuðust áfram með Íslands-
Feng og VeraldarFeng sem settur
var upp á internetinu í samvinnu við
Skýrr.
Mikið magn upplýsinga
Á árinu 2000 var síðan gerður
samningur á milli stjórnvalda hér,
Bændasamtaka Íslands og FEIF um
skráningu allra hrossa af íslenskum
ættum, hvar sem þau eru í heiminum,
í einn alþjóðlegan gagnabanka sem
fékk nafnið WorldFengur. Til þess að
það væri hægt þurfti að setja alþjóð-
legar reglur um skráningu hesta og
staðla alþjóðlegar kynbótasýningar.
Mikið vatn hefur síðan runnið til
sjávar. Ótrúlegt magn upplýsinga um
hestana er komið inn í gagnabank-
ann, ekki aðeins ættir þeirra og kyn-
bótamat heldur einnig um ræktendur
og kynbótasýningar. Þar má finna
myndir og myndbönd og hægt er að
segja fyrir um hæfileika og lit af-
kvæma þegar tiltekin hryssa er leidd
undir valinn stóðhest. Gerðar eru
DNA-erfðagreiningar og gagna-
grunnurinn staðfestir ætterni.
Jón Baldur segir að öll upphafleg
markmið starfsins hafi náðst og
kveðst þess vegna geta gengið sáttur
frá borði. Áfram þurfi að þróa gagna-
bankann til þess að hann nýtist
áskrifendunum sem best.
Íslendingar haldi forystu í ræktuninni
Jón Baldur Lorange, verkefnastjóri WorldFengs, segir að forysta Íslendinga í ræktunarstarfi og fé-
lagsmálum sé ekki sjálfgefin Hann var sæmdur viðurkenningu FEIF fyrir uppbyggingu gagnabankans
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Verkefnisstjóri Jón Baldur Lorange segir að WorldFengur sé orðinn full-
orðinn og tími til kominn að hann flytji að heiman.
WorldFengur
» Í upphafi voru 9.000 hross
skráð í Feng, öll á Íslandi. Nú
eru skráð yfir 500 þúsund
hross, fædd í 30 löndum en
eru haldin í 40 löndum.
» Yfir 26 þúsund hesta-
áhugamenn eru áskrifendur að
WorldFeng, í 22 aðildarlöndum
FEIF. Flestir eru í Þýskalandi,
8.400 talsins og 6.300 eru á
Íslandi.
» Áskrifendur fletta upp
hrossum vegna eigin ræktunar,
vegna kaupa á hesti eða bara
til þess að vera viðræðuhæfur
á kaffistofu hesthússins.
» Fluttir voru út frá Íslandi
1.509 hestar á síðasta ári, mun
fleiri en undanfarinn áratug.
Flestir fóru til Þýskalands,
640, eða 42% útfluttra hesta.