Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 30

Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Á morgun, föstudaginn 7. febrúar, verður formleg vígsla innsiglingar- vitans við Sæbraut á vegum Reykja- víkurborgar. Er þessi atburður í tengslum við Vetrarhátíð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun vígja vitann klukkan 19 og karlakórar syngja. Opið hús verður í Höfða á milli kl. 19:30 og 21. Þetta er ekki fyrsta athöfnin sem tengist vitanum. Ljósin á honum voru kveikt við hátíðlega athöfn föstudaginn 21. júní í fyrra. Þennan dag voru sumarsólstöður og því var þetta bjartasti dagur árins. Það vakti athygli í athöfninni, að borg- arstjórinn notaði tækifærið og príl- aði upp í vitann við lukku viðstaddra. Faxaflóahafnir önnuðust gerð nýja innsiglingarvitans, Vegagerðin kom að gerð ljóskersins, uppsetn- ingu þess og stillingu á ljósgeisla. Yrki arkitektar önnuðust útlits- teikningar og hönnun umhverfis og undirstaðna. sisi@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkurborg Upp Borgarstjóri sýndi tilþrif þegar vitinn var tekinn í notkun í fyrra. Karlakórar syngja við vígslu vitans Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn janúar var óvenju ill- viðrasamur og miklar samgöngu- truflanir urðu vegna veðurs. Meðalvindhraði í byggðum lands- ins var óvenjumikill, hefur aðeins einu sinni verið álíka mikill síðan farið var að mæla með sjálfvirkum stöðv- um um land allt. Það var í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru venju frem- ur margir, með því mesta sem hefur verið. Þetta kemur fram í tíðarfars- yfirliti Veðurstofunnar fyrir mán- uðinn. Hvassast var á landinu þann 8. (suðvestanátt), þ. 14 (norðaustanátt), dagana 19. og 20. (suðvestanátt) og þ. 23. (suðvestanátt). Þessa daga var meðalvindhraði allra sjálfvirkra stöðva í byggð meiri en 10 metrar á sekúndu. Nokkrar samgöngu- truflanir urðu fleiri daga í mán- uðinum. Fram kemur í yfirliti Veðurstof- unnar að úrkomusamt var á landinu í janúar. Úrkoma langt yfir meðallagi Úrkoma í Reykjavík mældist 124,0 millimetrar sem er 64% umfram með- allag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 77,9 mm sem er 41% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkom- an 131,4 mm sem er nærri tvöfalt meiri úrkoma en að meðallagi. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 23, tíu fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 20 daga mánaðarins, níu fleiri en í með- alári. Meðalhiti í Reykjavík í janúar var 0,3 stig og er það 0,8 stigum yfir með- allagi áranna 1961 til 1990, en -0,8 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Raðast mánuðurinn í 58. sæti af 150 mánuðum frá upphafi mælinga. Á Akureyri var meðalhitinn -0,4 stig, 1,8 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,1 stigi yfir með- allagi síðustu tíu ára. Raðast mán- uðurinn í 37. sæti af 140 mældum mánuðum. Í Stykkishólmi var meðalhitinn -0,1 stig og raðast mánuðurinn í 55.-56. sæti af 175 mældum mánuðum þar. Meðalhitinn var 1,7 stig á Höfn. Að tiltölu var hlýjast á Austurlandi en kaldast á Vestfjörðum og inni á há- lendi í janúar. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,4 stig á Vattarnesi en neikvætt hitavik var mest í Þúfuveri, -1,6. stig. Hlýjast var á Dalatanga Þannig raðast janúarhitinn á Dala- tanga í 21. sæti af 82 mældum mán- uðum. Hæsti hiti mánaðarins mældist einmitt 15,3 stig á Dalatanga þ. 22. Mest frost í mánuðinum mældist -21,8 stig í Veiðivatnahrauni þ. 3. Mest frost í byggð mældist -20,5 í Víðidal þ. 3. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,9 stig, en lægstur, -6,8 stig, í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,1 stig í Svartárkoti. Morgunblaðið/Eggert Vindasamt Meðalvindur á landinu var óvenjumikill í janúar og marga daga þurftu foreldrar að sækja börnin í skólann. Myndin er tekin við Austurbæjarskóla. Vindur gnauðaði sem aldrei fyrr  Meðalvindhraði á landinu í janúar sá mesti síðan sjálfvirkar mælingar hófust Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.