Morgunblaðið - 06.02.2020, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.02.2020, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Á morgun, föstudaginn 7. febrúar, verður formleg vígsla innsiglingar- vitans við Sæbraut á vegum Reykja- víkurborgar. Er þessi atburður í tengslum við Vetrarhátíð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun vígja vitann klukkan 19 og karlakórar syngja. Opið hús verður í Höfða á milli kl. 19:30 og 21. Þetta er ekki fyrsta athöfnin sem tengist vitanum. Ljósin á honum voru kveikt við hátíðlega athöfn föstudaginn 21. júní í fyrra. Þennan dag voru sumarsólstöður og því var þetta bjartasti dagur árins. Það vakti athygli í athöfninni, að borg- arstjórinn notaði tækifærið og príl- aði upp í vitann við lukku viðstaddra. Faxaflóahafnir önnuðust gerð nýja innsiglingarvitans, Vegagerðin kom að gerð ljóskersins, uppsetn- ingu þess og stillingu á ljósgeisla. Yrki arkitektar önnuðust útlits- teikningar og hönnun umhverfis og undirstaðna. sisi@mbl.is Ljósmynd/Reykjavíkurborg Upp Borgarstjóri sýndi tilþrif þegar vitinn var tekinn í notkun í fyrra. Karlakórar syngja við vígslu vitans Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn janúar var óvenju ill- viðrasamur og miklar samgöngu- truflanir urðu vegna veðurs. Meðalvindhraði í byggðum lands- ins var óvenjumikill, hefur aðeins einu sinni verið álíka mikill síðan farið var að mæla með sjálfvirkum stöðv- um um land allt. Það var í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru venju frem- ur margir, með því mesta sem hefur verið. Þetta kemur fram í tíðarfars- yfirliti Veðurstofunnar fyrir mán- uðinn. Hvassast var á landinu þann 8. (suðvestanátt), þ. 14 (norðaustanátt), dagana 19. og 20. (suðvestanátt) og þ. 23. (suðvestanátt). Þessa daga var meðalvindhraði allra sjálfvirkra stöðva í byggð meiri en 10 metrar á sekúndu. Nokkrar samgöngu- truflanir urðu fleiri daga í mán- uðinum. Fram kemur í yfirliti Veðurstof- unnar að úrkomusamt var á landinu í janúar. Úrkoma langt yfir meðallagi Úrkoma í Reykjavík mældist 124,0 millimetrar sem er 64% umfram með- allag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 77,9 mm sem er 41% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkom- an 131,4 mm sem er nærri tvöfalt meiri úrkoma en að meðallagi. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 23, tíu fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 20 daga mánaðarins, níu fleiri en í með- alári. Meðalhiti í Reykjavík í janúar var 0,3 stig og er það 0,8 stigum yfir með- allagi áranna 1961 til 1990, en -0,8 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Raðast mánuðurinn í 58. sæti af 150 mánuðum frá upphafi mælinga. Á Akureyri var meðalhitinn -0,4 stig, 1,8 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,1 stigi yfir með- allagi síðustu tíu ára. Raðast mán- uðurinn í 37. sæti af 140 mældum mánuðum. Í Stykkishólmi var meðalhitinn -0,1 stig og raðast mánuðurinn í 55.-56. sæti af 175 mældum mánuðum þar. Meðalhitinn var 1,7 stig á Höfn. Að tiltölu var hlýjast á Austurlandi en kaldast á Vestfjörðum og inni á há- lendi í janúar. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,4 stig á Vattarnesi en neikvætt hitavik var mest í Þúfuveri, -1,6. stig. Hlýjast var á Dalatanga Þannig raðast janúarhitinn á Dala- tanga í 21. sæti af 82 mældum mán- uðum. Hæsti hiti mánaðarins mældist einmitt 15,3 stig á Dalatanga þ. 22. Mest frost í mánuðinum mældist -21,8 stig í Veiðivatnahrauni þ. 3. Mest frost í byggð mældist -20,5 í Víðidal þ. 3. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,9 stig, en lægstur, -6,8 stig, í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,1 stig í Svartárkoti. Morgunblaðið/Eggert Vindasamt Meðalvindur á landinu var óvenjumikill í janúar og marga daga þurftu foreldrar að sækja börnin í skólann. Myndin er tekin við Austurbæjarskóla. Vindur gnauðaði sem aldrei fyrr  Meðalvindhraði á landinu í janúar sá mesti síðan sjálfvirkar mælingar hófust Allt um sjávarútveg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.