Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 32

Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Við brimsorfna kletta bárurnar skvetta hvítfextum öldum á húmdökkum kvöldum, sjómanninn laða og seiða. Þannig orti Loftur Guðmundsson ljóð við vinsæla sjómannavalsinn Vertu sæl mey eftir Ása í Bæ. Textinn átti ágætlega við brimið sem lék við brimsorfnu klettana ut- ast á Reykjanesskaganum fyrr í þessum mánuði. Ragnar Axelsson ljósmyndari fór að leita að brimi og fann það. Efsta myndin og sú í miðið voru teknar skammt frá Reykjanes- vita. Sú neðsta var tekin nálægt Höfnum. Flestir fyllast lotningu þegar brimskaflarnir æða að landi og skella svo á klöppum og klettum sem hafa staðið af sér ágang Ægis öldum saman. Sjófuglarnir svífa yfir og láta vökul augun leika um brimrótið því það er ekki útilokað að eitthvað æti- legt komi úr hafdjúpunum við þessar aðstæður. Sumir fuglanna, eins og t.d. fýllinn, eru snillingar í að nýta sér sterkan vindinn og láta berast með honum. Brimið við ströndina er ekki bara mikið sjónarspil heldur getur það verið mjög háskalegt. Sjóslysasaga Íslendinga geymir margar sögur af bátum og mönnum sem brimið tók. gudni@mbl.is Morgunblaðið/RAX Brimið barði á Reykjanesskaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.