Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 40
gert í gegnum tíðina. Í umræðum um
losun frá meltingarvegi ber þó að
hafa í huga hina náttúrulega hringrás
kolefnis, þ.e. að kolefnið sem frá þeim
kemur í formi metans kemur úr
plöntum sem þær hafa étið og hverf-
ur svo til baka í hringrás vaxtarferils
gróðurs á jörðinni. Þá er vert að
minna á að metan er gróðurhúsa-
lofttegund með stuttan líftíma og
eyðist úr andrúmsloftinu á um áratug
en aðrar eru virkar í andrúmslofti
okkar í margar kynslóðir. Því safnast
metanið ekki upp í andrúmsloftinu á
sama hátt og koldíoxíð og glaðloft.
Það má því segja að losun metans frá
100 kúa hjörð í dag kemur einfaldlega
í staðinn fyrir losun jafnstórrar
hjarðar hjá fyrri kynslóðum, en er
ekki viðbót.
Íblöndun þangs í fóður gæti
dregið úr losun
Verkefnið SeaCH4NGE hefur ver-
ið í gangi hjá MATÍS þar sem skoðað
er hvort hægt sé að draga úr losun
metans frá nautgripum með þangi og
hvaða áhrif það hefur á velferð dýra
og gæði afurða. Rannsóknir frá Ástr-
alíu hafa sýnt að hægt er að draga
verulega úr loftmengun í landbúnaði,
ekki síst á metangasi frá nautgripum
og öðrum jórturdýrum, með því einu
að gefa þeim þang. Það verður því af-
ar áhugavert að sjá hvort samskonar
aðferðum sé hægt að beita hér á
landi.
Framræst land minna
en áður var talið
Í skýrslunni var ekki tekin fyrir
losun frá landi sem áður var votlendi
en hefur verið framræst og er nú not-
að undir nautgriparækt, þar sem
gögn um slíkt liggja ekki fyrir. Í dag
kolefnislosun en það er
stefna samtakanna að
íslensk nautgriparækt
verði kolefnisjöfnuð að
fullu árið 2028 eða ekki
síðar en 2040, líkt og rit-
að var í samkomulag
milli ríkis og bænda í
endurskoðuðum bú-
vörusamningi. Skýrslan
sýnir ekki eiginlegt kol-
efnisspor greinarinnar í
þeim skilningi, þar sem
bindingin er ekki tekin
inn á móti, en nú höfum
við mikilvægar upplýs-
ingar um hvar áherslan þarf að liggja.
» Losun metans frá
100 kúa hjörð í dag
kemur einfaldlega í
staðinn fyrir losun jafn-
stórrar hjarðar hjá fyrri
kynslóðum, en er ekki
viðbót.
Kolefnislosun ís-
lenskrar naut-
griparæktar er á pari
við það sem þekkist er-
lendis og er heldur í
lægri kantinum en ann-
að. Í nýlegri skýrslu
sem Landssamband
kúabænda lét vinna er
gerð grein fyrir kolefn-
islosun íslenskrar naut-
griparæktar. Þetta er
fyrsti fasinn hjá LK í
þeirri vinnu að draga markvisst úr
Margslungin metanumræða
Mesti losunarvaldurinn, sem er
50% af losuninni, er iðragerjun kúnna
sjálfra, þ.e. þær ropa og prumpa eins
og aðrar dýrategundir og hafa alltaf
er vinna í gangi hjá Landbúnaðarhá-
skóla Íslands við að endurkortleggja
skurðaþekju landsins. Gert er ráð
fyrir að þeirri vinnu ljúki í haust og
þá verður hægt að sjá hluta naut-
griparæktarinnar í þeirri losun. Um
mitt ár 2019 var sagt frá því að um-
fang framræsts votlendis á Íslandi er
töluvert minna en áður var talið. Með
nákvæmari gögnum fengu vís-
indamenn gleggri mynd af umfangi
svæðanna og þá kom í ljós að flat-
armál framræsts lands var 70.000
hekturum, eða 15-20%, minna en gert
var ráð fyrir í eldra mati.
Bændur mikilvægir í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum
Bændur geta lagt mikið af mörkum
í loftslagsmálum. Í nýsamþykktum
breytingum á samningi um starfsskil-
yrði nautgriparæktarinnar er mark-
miðið að greinin verði kolefnisjöfnuð
fyrir árið 2040. Þá þarf að byggja upp
þekkingu á losun og bindingu kol-
efnis, bættri fóðrun, meðhöndlun og
nýtingu búfjáráburðar, markvissri
jarðrækt o.fl. Sameiginlegur starfs-
hópur ríkis og bænda skal skila út-
færslum á þessum atriðum nú í vor og
þar sem tíminn líður hratt og örugg-
lega er mikilvægt að allir aðilar vinni
þétt saman, fái yfirsýn yfir þá þekk-
ingu sem nú þegar er fyrir hendi og
byggi tillögur sínar á öruggum
grunni.
Það eru því ærin verkefni fram
undan hjá kúabændum sem og öðrum
þegar loftslagsmálin eru annars veg-
ar. Tækifærin er mikil og okkur ber
að grípa þau þegar þau gefast.
Kolefnislosun íslensku kýrinnar
Eftir Margréti
Gísladóttur
Margrét
Gísladóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda.
margret@naut.is
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
Nú í febrúar fagnar
Félag heyrnarlausra
60 ára afmæli. Félagið
er baráttu- og hags-
munafélag sem veitir
hvers konar ráðgjöf og
álit er snúa að mál-
efnum heyrnarlausra.
Menning og saga
heyrnarlausra er stór-
brotin og saga mikillar
baráttu fyrir til-
verurétti sínum. En
heyrnarlausir eru málminni-
hlutahópur með merkilega sögu og
ríka menningu en þurfa því miður að
reiða sig mikið á túlka í sínum sam-
skiptum í samfélaginu þar sem
þeirra tungumál er lítt þekkt í ís-
lensku samfélagi.
Baráttusaga þeirra er merkileg og
hreint ótrúleg og baráttan fyrir
tungumáli þeirra hefur ekki verið
áfallalaus í gegnum tíðina. Í áratugi
var táknmálið bannað og það var
ekki fyrr en árið 1980 að það var
leyft aftur. Árið 2011 var táknmálið
lögleitt sem fyrsta mál heyrn-
arlausra, heyrnarskertra og dauf-
blindra og aðstandenda þeirra sem
þurfa að reiða sig á það til tjáningar
og samskipta. Þar með skuldbundu
stjórnvöld sig til að hlúa að því og
styðja. Þarna var mikilvægum
áfanga náð.
Mörg baráttumál
Þó þessum áfangi sé náð eru bar-
áttumálin mörg. Þrátt fyrir að tákn-
málið sé opinbert mál hér á landi er
lítil sem engin fræðsla eða kennsla í
skólum landsins. Lítið sem ekkert er
gert til að kynna og kenna íslenskt
táknmál sem og menningu og sögu
heyrnarlausra fyrir nemendum en
það er með þetta eins og svo margt
annað að með því að auka fræðslu í
samfélaginu myndu fordómar
minnka og aukinn skilningur yrði á
þörfum náungans. Textun og túlkun
á sjónvarpsefni er gríð-
arlega ábótavant í ís-
lensku samfélagi. En
það myndi koma mjög
mörgum til góða ef
þessi einfalda þjónusta
stæði til boða bæði
heyrnarlausum og
heyrnarskertum börn-
um sem og öðrum (svo
sem innflytjendum,
börnum sem eru að
læra stafsetningu og
fleirum). Þeir sem lifa
ekki og hrærast í ná-
lægð við döff samfélagið þekkja
sjaldnast þetta stórkostlega íslenska
mál sem á erindi við alla, vegna þess
hversu skemmtilegt og opið það er.
Þess vegna eru heyrnarlausir háðir
túlkaþjónustu í sínu hversdagslega
lífi.
Táknmál er ekki einkamál
Táknmál er ekki einkamál heyrn-
arlausra, heldur er það tungumál
stórs hóps og opinbert mál hér á
landi og ætti auðvitað að vera gert
hærra undir höfði heldur en nú er
gert. Öll opinber þjónusta ætti að
huga betur að þessu.
Ég vil nota tækifærið og færa Fé-
lagi heyrnarlausra árnaðaróskir í til-
efni þessara tímamóta og þakka
þeim þeirra baráttu fyrir réttindum
þessa málminnihlutahóps.
Táknmál er
opinbert mál
Eftir Höllu Signýju
Kristjánsdóttur
Halla Signý
Kristjánsdóttir
» Táknmál er ekki
einkamál heyrn-
arlausra, heldur er það
tungumál stórs hóps og
opinbert mál hér á landi
og ætti auðvitað að vera
gert hærra undir höfði
en nú er gert.
Höfundur er þingmaður
Framsóknarflokksins.