Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 59
MENNING 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 AF SVIÐSLISTUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Sviðslistahópurinn Marmarabörnfrumsýndi í seinasta mánuðimyndræna sviðsverkið Eyður á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Í kynn- ingu á verkinu kemur fram að fimm strandaglópar ranka við sér á eyði- eyju einhvers staðar milli raunheima og skáldskapar. Í framandlegu vist- kerfi reyna þeir að endurskapa heim- inn eftir minni. Þegar tjöldin voru dregin frá í upphafi kvölds ríkti myrk- ur á sviðinu en fljótlega mátti sjá ljós- tíru sem reyndist koma af höfuðljósi sem notað var til að rannsaka kringumstæður. Þegar manneskj- urnar fimm urðu sýnilegar í góðri lýs- ingu Halldórs Arnar Óskarssonar voru þær í rennandi blautum fötum. Óneitanlega flögraði sú hugsun að rýni hvort hér væri um að ræða mann- eskjur sem lifað hefðu nýtt syndaflóð af og óhætt að segja að titill verksins ýti undir slík hugrenningatengsl. Höfundar og flytjendur verksins, þau Katrín Gunnarsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Sigurður Arent Jónsson og Védís Kjartansdóttir, tóku til við að skoða heiminn sem við þeim blasti sem reyndist að mestu vera úr plasti. Þarna úði og grúði af fiskinetum, sem minntu helst á sand í fjöru, risastórar plastflöskur, ýmiss konar plastílát, plaststóll, plaststrangar í ólíkum litum og plastpokar sem nýttir eru til að skýla skófatnaði á ýmsum stofnunum samtímans. Á tímum óhóflegrar plast- neyslu var áhrifamikið að sjá sviðs- heim sem var bókstaflega að drukkna í plasti. Kristinn og Védís fóru markvisst í það að vinda rennblaut föt sín til að safna saman dýrmætum vatns- dropum, sem minnti áhorfendur óþyrmilega á að án vatns þrífst ekkert líf. Á meðan voru Katrín, Saga og Sig- urður að skoða umhverfi sitt og bjuggu til ýmsar óvæntar myndir úr fundnu efni sem forvitnilegt var að sjá. Á meðan sat Gunnar Karel Más- son við píanóið og skapaði áheyrilegan hljóðheim. Í þessum langa og mjög hæga inn- gangskafla sýningarinnar virtust ver- urnar stundum vera að safna hlutum og inni á milli einvörðungu að skoða þá. Nær algjört afstöðuleysi ríkti hvort heldur er gagnvart umhverfinu eða öðrum verum sviðsins sem dró verulega úr dramatískum áhrifa- mætti sýningarinnar fyrir hlé. Afstöðuleysið var örlítið brotið upp þegar verurnar stigu franskan menú- ett og leituðu í framhaldinu útrásar með kröftugum hlaupum og bar- smíðum. Rólegt matarspjallið undir lok fyrri hlutans undirstrikaði ákveð- inn skort á hlustun í samtímanum sem margir áhorfendur geta vafalítið tengt við. Autt svið beið áhorfenda eftir hlé fyrir utan risastóran hvítan hnött sem á var varpað vídeóverki úr smiðju Guðmundar Úlfarssonar. Þeg- ar verur verksins birtust á ný voru þær klæddar tilkomumiklum bún- ingum sem minntu á búninga hefð- arfólks og keisara fyrri alda. Þegar betur var að gáð reyndist efniviður búninganna vera plast af ýmsu tagi sem Guðný Hrund Sigurðardóttir hafði útfært með þessum afar hug- vitssamlega hætti. Áhugavert var að fylgjast með persónum verksins spila míkadó með risavöxnum trépinnum þar sem græðgin tók iðulega völdin við litla hrifningu annarra leikmanna, en nokkra kátínu áhorfenda – enda var ágætt að láta minna sig á hversu kjánaleg græðgin er í reynd. Leik- reglurnar virtust þó almennt vera á nokkru reiki og ekki alltaf ljóst hvers vegna komið var að næsta leikmanni að spreyta sig. Trépinnarnir reynd- ust fyrirtaks byggingarefni fyrir ver- urnar til að afmarka sér rými á svið- inu þar sem þær fengu frið til að ganga í gegnum nokkurs konar púpu- stig með tilheyrandi hreyfimynstri. Út úr púpum sínum skriðu ber- skjaldaðar sundfataklæddar og lífs- glaðar verur sem tóku til við að leika sér með vatn. Einn af hápunktum sýningarinnar var þegar verurnar minntu í leik sínum á styttum skreytta gosbrunna við mikinn fögn- uð áhorfenda. Áður en yfir lauk var þó kominn mun dýpri undirtónn í senuna, því gleðin breyttist fljótt í ör- væntingu yfir vatnsskorti sem kallast með áþreifanlegum hætti á við áhyggjur samtímans. Lokamyndin þar sem ein veran lá hreyfingarlaus eftir meðan tvær aðrar líktu, með ör- þunnu plastefni, eftir dáleiðandi öldu- gangi með tilheyrandi ölduhljóðum, minnti á örlög hins barnunga Alans Kurdi sem á flótta undan stríðs- átökum í Sýrlandi drukknaði í Mið- jarðarhafinu undan strönd Tyrk- lands. Þannig er óhætt að segja að sýningin hafi iðulega verið mjög póli- tísk og vafalítið fengið áhorfendur til að velta fyrir sér hlutum á borð við græðgi og misskiptingu auðs, átök- um, skorti á náttúruauðlindum, sóun og mengun í heiminum. Eyður í uppfærslu Marmarabarna býður upp á margar áhrifamiklar myndir, sérstaklega eftir hlé, sem skapar sterk hugrenningartengsl. Umgjörðin er tilkomumikil í einfald- leika sínum og hugvitssamlegir bún- ingar frábærlega útfærðir. Afstöðu- og tengslaleysi flytjenda, sérstaklega fyrir hlé, gerir framvinduna hins veg- ar vélræna og fjarlæga sem hjálpar áhorfendum illa að tengjast efniviðn- um sem er synd því hópnum liggur greinilega mikið á hjarta. Sýningin kemst ekki á flug fyrr en samband veranna á sviðinu styrkist og farið er að nota húmor með markvissari hætti. Heimur að drukkna í plasti »Umgjörðin er til-komumikil í einfald- leika sínum og hugvits- samlegir búningar frábærlega útfærðir. Morgunblaðið/Eggert Myndir „Eyður í uppfærslu Marmarabarna býður upp á margar áhrifamiklar myndir, sérstaklega eftir hlé, sem skapar sterk hugrenningatengsl.“ ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARSTILNEFNINGAR11  Rás 2  FBL LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.