Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-350 Lariat Sport
Litur: Magnetic/ Svartur að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque
Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up-
phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart
og trappa í hlera, Driver alert og distronic,
Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél.
VERÐ
11.390.000 m.vsk
2019 Ram Limited 3500 35”
Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal
Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö,
togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi-
tanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology
pakki. 35” dekk.
VERÐ
11.395.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat Sport
Litur: Svartur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn-
davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í
öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl.
3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl
470 lb-ft of torque
VERÐ
12.770.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat
Litur: Platinumhvítur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang &
Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum,
hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6),
10-gíra, 375 hestöfl
470 lb-ft of torque
VERÐ
12.770.000 m.vsk
eiginkonu Pitts, Angelinu Jolie, hafa
gefist upp á hegðun hans, hver svo
sem hún var. Hefur Pitt viðurkennt
að hafa verið drykkfelldur og fór
hann í opinskátt viðtal í GQ þar sem
hann sagðist hafa farið í meðferð og
leitað aðstoðar sálfræðings. Batnandi
mönnum er best að lifa og allt það.
„Zen“-yfirhalning
Pitt og Jolie sóttu um skilnað árið
2016 og hefur leikarinn leikið á als
oddi undanfarið ár eða svo, nokkurn
veginn eftir að gengið var endanlega
frá pappírunum. Þessi hressleiki virð-
ist hafa náð hámarki í kvikmynda-
verðlaunatíðinni sem nær hámarki á
sunnudaginn með afhendingu Ósk-
arsverðlauna sem Pitt mun líklega
hljóta.
Í Guardian er talað um að Pitt hafi
farið í einhvers konar „zen“-yfirhaln-
ingu, fundið innri ró og slái nú í gegn
hvert sem hann fer með elskulegu
viðmóti og glensi. Hafi hann m.a. tek-
ið upp á því að bera nafnspjald í mat-
arboði Óskarsins fyrir tilnefnda og
gert ítrekað góðlátlegt grín að sam-
starfsmönnum sínum.
Síðast en ekki síst hefur hann verið
duglegur að gera grín að sjálfum sér
og eigin orðspori í slúðurmiðlum.
Kvennamál koma þar auðvitað við
sögu og sagðist Pitt ekki geta staðið
við hlið konu án þess að sá orðrómur
kæmist á kreik að þau væru byrjuð
saman. Þess vegna geti hann ekki
boðið mömmu sinni með á verðlauna-
afhendingu! Sem er auðvitað leið-
inlegt fyrir þau bæði.
Nú síðast hitti hann sína fyrrver-
andi, Jennifer Aniston, og fór vel á
með þeim. Fór um leið sú saga á
kreik að þau væru að stinga saman
nefjum og sjálft Smartlandið hjólaði í
ofanritaðan skömmu síðar og spurði
hvað honum þætti um þetta mál,
möguleikann á því að Pitt og Aniston
tækju saman á ný. Stóð miðaldra
manni nokkurn veginn á sama um
það mál en forvitnin var þó vakin um
hagi Pitts. Við nánari eftirgrennslan
virtust margir menningarblaðamenn
vera í sömu hugleiðingum.
Vel smurð vél
Steven Gaydos, ritstjóri Variety,
segir í samtali við Guardian að bak
við hverja einustu tilnefndu kvik-
mynd í verðlaunakapphlaupinu mikla
sé vandlega smurð kynningarvél sem
stýri m.a. hegðun stjarnanna. Gam-
ansöm ræða Pitts á verðlaunahátíð
SAG hafi því líklega verið samin af
grínistum og þess gætt að einnig
kvæði við alvarlegri tón. „Við þekkj-
um öll sársaukann og einmanaleik-
ann,“ sagði Pitt í ræðu sinni um leik-
arastéttina og vísaði um leið til eigin
rauna sem svo mjög hefur verið
fjallað um. Kynningarmaskínan vel-
smurða var líklega með þessu að
reyna að vekja samúð slúðraranna
með Pitt og um leið allra þeirra sem
fylgjast með slúðrinu.
Hressi Pitt, sá sem er vinur allra
og hinn mesti ljúflingur, stelur nú
senunni af þeim Pitt sem slúður-
miðlar fjölluðu svo grimmilega um
fyrir nokkrum misserum. Pitt-inum
sem drakk of mikið, reykti gras og of-
bauð fjölskyldu sinni. Hann var vond-
AF STJÖRNU
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bandaríski mannleikarinn (hugtak
fengið að láni frá fyrrverandi blaða-
manni viðskiptablaðs Morgunblaðs-
ins) Brad Pitt hefur heldur betur ver-
ið í kastljósinu nú í ársbyrjun og
sankað að sér verðlaunum fyrir að
leika miðaldra áhættuleikara sem
dettur hvorki af né drýpur. Cliff
Booth heitir sá nagli og kemur mjög
við sögu í nýjustu ræmu Quentins
Tarantinos, Once upon a Time in
Hollywood, eða Einu sinni var í
Hollywood. Pitt er svellkaldur í meira
lagi í þessu hlutverki, súkkulaðibrúnn
og búkurinn að vanda tálgaður og
stæltur, með sítt að aftan og í havaí-
skyrtu. Pollrólegur þvælist hann um
Hollywood í innihaldslitlum erinda-
gjörðum fyrir vinnuveitanda sinn,
kvikmyndastjörnu sem Leonardo Di
Caprio leikur, á milli þess sem hann
gefur hundinum sínum, horfir á sjón-
varpið og lúskrar á mönnum sem
ybba gogg.
Fyrir þetta að því er virðist
áreynslulitla hlutverk hlýtur Pitt nú
hverja verðlaunastyttuna á eftir ann-
arri og skákar gömlum brýnum á
borð við Al Pacino og Anthony Hop-
kins. Og til að bæta gráu ofan á svart
gerir hann grín að frammistöðu sinni
og um leið sjálfum sér og einkalífi
sínu. Þegar Pitt tók við verðlaunum
bandarískra samtaka kvikmynda- og
sjónvarpsleikara á dögunum, SAG,
reytti hann af sér brandarana og
sagði m.a. um hlutverkið að það hefði
reynt töluvert á sig að leika mann
sem reykir gras, fer úr að ofan og
semur ekki við eiginkonu sína. Sem
er einmitt það sem Pitt hefur öðlast
frægð fyrir og auðvitað líka fyrir að
leika í kvikmyndum.
Slúðurmiðlar hafa verið iðnir við að
færa fréttir af meintum kannabis-
reykingum Pitts, áfengisneyslu og
kæruleysislegri hegðun. Hefur slúðr-
ið m.a. gengið svo langt að halda því
fram að Pitt hafi beitt börn sín of-
beldi. Slúðrarar segja fyrrverandi
Plakatapjakkurinn Pitt
Kyntákn Pitt ber að ofan með 28 ára millibili, árið 1991 í Thelmu og Louise og 2019 í Once Upon a Time in Hollywood, hárþurrku skipt út fyrir hamar.
ur pabbi og vondur eiginmaður, sam-
kvæmt þeim.
Leikur leikinn vel
Kynningarmaskínan á bak við
Once Upon a Time in Hollywood er
öflug enda ræman eftir meistara Tar-
antino. Maskínan hefur þó ekki land-
að myndinni mörgum verðlaunastytt-
um þó svo tilnefningarnar hafi sann-
arlega verið margar. Nema þegar
kemur að Brad Pitt. Hann tekur
skælbrosandi og sultuslakur við
hverjum verðlaunagripnum af öðrum.
Gaydos fyrrnefndur bendir á að
Pitt hafi það með sér að „leika leik-
inn“, taki með glöðu geði þátt í öllu
hátíðahavaríinu með sínum rauðu
dreglum og stöðugu myndatökum,
ólíkt keppinaut sínum, fýlupokanum
Joe Pesci, sem forðist slíkt havarí
eins og heitan eldinn. Hollywood hafi
því endurnýjað ástarsamband sitt við
gamla kyntáknið á tímum hnignunar
gömlu, góðu kvikmyndastjörnunnar.
Hún á víst undir högg að sækja, ég
sel það ekki dýrar en ég keypti og
Pitt er sagður hinn fullkomni „poster
boy“ eða plakatapjakkur eins og koll-
egi minn þýddi það skemmtilega.
Ekki bara pjakkur
En Pitt er ekki bara plakatapjakk-
ur heldur er hann líka ágætur leikari.
Ekki bara sætur strákur, eins og sagt
er, líka listamaður með töluverða
hæfileika. Það kann að gleymast þeg-
ar Pitt rífur sig úr að ofan og sýnir
glansandi þvottabrettið, nú síðast í
kvikmynd Tarantinos, svo karlar og
konur taka andköf í bíósölum vestan
hafs sem austan. Töffarahlutverkin
eru auðvitað orðin mörg en önnur
meira krefjandi og val Pitts á hlut-
verkum er oft áhugavert. Mætti þar
nefna hlutverk Benjamíns Buttons
sem fæddist gamall og varð sífellt
yngri, hlutverk fjöldamorðingja í
Kalifornia, hlutverk drottnandi föður
í The Tree of Life og syrgjandi föður í
Babel. Að mínu mati er Pitt þó einna
bestur þegar hann slær á létta
strengi. Hann var bráðfyndinn sem
heimskur einkaþjálfari í Burn After
Reading og hlutverk hans í Once
Upon a Time in Hollywood er í
grunninn spaugilegt. Tarantino gerir
grín að þöglu hörðu týpunni, erkitýpu
Hollywood-hasarmynda og vestra og
um leið töffaraímynd Pitts. Kannski
er þar komin skýringin á öllum verð-
laununum sem Pitt hefur hlotið á síð-
ustu vikum. Hann er að leika sjálfan
sig og gerir það auðvitað frábærlega.
Aftur til upphafsins
Tarantino nýtur þess að leika sér
með kvikmyndasöguna og prakkar-
inn í honum fær útrás þegar hann
lætur Pitt stökkva upp á þak einbýlis-
húss og rífa sig úr að ofan til þess eins
að laga sjónvarpsloftnet. Pitt fer sér
hægt, kveikir í sígarettu, opnar bjór,
og myndavélin daðrar við hann. Sjáið
þennan töffara, sjáið þennan líkama!
segir Tarantino og bak við sólgler-
augun glittir í brosandi augu Pitts.
Já, ég er ennþá kyntröll, segir hann
með látbragði sínu og glottir við tönn.
Með þessu atriði minnir Tarantino
áhorfandann á hvernig Pitt skaust
upp á stjörnuhimininn, þegar hann
fór úr að ofan í Thelmu og Louise og
hoppaði uppi í rúmi með kúrekahatt á
höfði, vopnaður hárþurrku. Eftir það
vildu karlar Pitt vera og þá væntan-
lega líka þeir sem hampa honum nú
með alls konar verðlaunastyttum.
Dagblaðið New York Times bendir
í pistli á að plakatapjakkar eins og
Pitt, sætir og kynþokkafullir leikarar,
hafi oftar en ekki átt erfitt uppdráttar
þegar kemur að verðlaunum í Holly-
wood. Nefndir eru hinir fögru Paul
Newman og Robert Redford sem
eru, líkt og Pitt, skapaðir fyrir hvíta
tjaldið. Hrein unun á þá að líta. Í
pistlinum er talað um fegurðargildr-
una, þ.e. að fagrir leikarar á borð við
Pitt, Newman og Redford hafi þurft
að bíða lengur en ella eftir Óskars-
verðlaunum. Newman var tilnefndur
sjö sinnum áður en hann loksins hlaut
styttuna. Redford var bara tilnefndur
einu sinni og fór tómhentur heim. Pitt
hefur að vísu hlotið Óskarinn sem
framleiðandi en aldrei sem leikari.
Hann er nú tilnefndur í fjórða sinn
fyrir leik og ég tel álíka öruggt að
hann hljóti verðlaunin og að Hildur
Guðna hljóti þau fyrir Joker.
Toj, toj, Hildur og Brad!
»… það hafi reynttöluvert á hann að
leika mann sem reykir
gras, fer úr að ofan og
semur ekki við eigin-
konu sína.
AFP
Braniston? Brad Pitt og eiginkona hans fyrrverandi, Jennifer Aniston,
hittust á SAG-verðlaunahátíðinni og slúðurmiðlar fóru á límingunum.