Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.02.2020, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Úrval af þorramat, frábærar nauta- og lambasteikur Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 7.30-16.30 Sími 557 8866 pantanir@kjotsmidjan.is Komdu við eða sérpantaðu Gæða kjötvörur Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Að fanga kjarnann er heitið á sýn- ingu sænska myndlistarmannsins Mats Gustafsons sem verður opnuð í Listasafni Íslands annað kvöld, föstudagskvöld, klukkan 18. Gust- afson hefur sérhæft sig í því að fanga hverfulleik vatnslitarins og þykir gera það af miklu næmi og list- fengi. Hann hefur verið búsettur í New York áratugum saman og getið sér orð bæði sem myndskreytir fyrir tískuheiminn og sjálfstæður mynd- listarmaður en hann segir að allt snúist það um að fanga fegurðina í sinni víðustu mynd. Á sýningunni, sem unnin er í náinni samvinnu við Norræna vatnslitasafnið í Svíþjóð sem Bera Nordal stýrir, eru öll þekktustu verk Gustafsons frá síð- ustu fjórum áratugum. Í öðrum hluta sýningarinnar eru einkum verk sem hann hefur unnið fyrir og í samvinnu við tískuhús á borð við Christian Dior, Comme des garçons, Yohji Yamamoto, Romeo Gigli og Yves Saint Laurent, og fyrir tímarit eins og Vogue, Harper’s Bazaar og Interview. Þá eru í hinum hluta sýn- ingarinnar náttúrumyndir, portrett og nektarmyndir – þekkt, áhrifamik- il og myrk myndröð sem Gustafson vann á tímum alnæmisfaraldursins í New York á níunda áratugnum. „Hér eru þrjú þemu áberandi, myndir sem tengjast tísku, svo portrtett og nektarmyndir, og loks náttúran,“ segir Gustafson. „Þetta eru allt klassísk viðfangsefni en ég hafði aldrei blandað tískunni og sjálfstæðu myndunum mínum sam- an fyrr en þessi sýning var fyrst sett upp í Norræna vatnslitasafninu.“ Hann segist áður hafa verið feiminn við að blanda þessum viðfangsefnum sínum en Bera hafi sýnt sér fram á hvernig mætti gera það með áhuga- verðum hætti. En hvers vegna valdi Gustafson vatnslitina sem sinn aðalmiðil? Bros- andi svarar hann að þeir eigi vel við sína skapgerð. „Maður þarf að vinna hratt, líta lítið til baka, og svo fer ég í hálfgerðan trans þegar ég mála og skapa iðulega margar myndir. Síðan skoða ég útkomuna eftir á og held þeim myndum sem ganga upp.“ Hann bætir við að það sé lítið hægt að lagfæra í vatnslitamyndum, ólíkt til að mynda þegar unnið sé með olíuliti, og hann kunni því vel. „Ég hef þróað mína eigin tækni við að vatnslita og læt augnablikið ráða; ef mynd virkar ekki þá geri ég frekar nýja en að reyna að laga hina,“ segir hann. Myndir um eyðnifaraldurinn Gustafson segir uppsprettur verk- anna á sýningunni ólíkar, því tísku- og tímaritamyndirnar séu pantaðar af honum. Hinar geri hann fyrir sjálfan sig og á því sé stór munur. „Vinnuferli mitt er nánast altaf það sama en pöntuðu verkin eru alltaf unnin í samstarfi við aðra, stundum út frá nákvæmum óskum, önnur frjálslegri, og ætlunin er ætíð að prenta þau eða birta með einum eða öðrum hætti. Þau eru ekki sköpuð fyrir sýningar eins og þessa.“ En vissulega séu pöntuðu verkin jafn- framt afar persónuleg og hann feng- inn til að gera þau út frá sínum stíl og sinni einstöku nálgun, bæði myndir sem tengjast tísku og port- rettmyndir eins og þær sem hann hefur gert fyrir þekkt tímarit. En hvað með persónulegu port- rettin á sýningunni, eru þau af fólki sem hann þekkir? „Já, vissulega, en ekki bara,“ svarar Gustafson. „Ég hef líka gert talsvert af portretttum af fólki eftir pöntun, myndir af fólki sem ég hef stundum hitt en stundum ekki. Það má sjá dæmi um hvort tveggja hér, svo sem myndir af fjölskyldu- meðlimum og kærum vinum, en svo er önnur röð verka hér, nektar- myndir sem ég gerði á tíunda ára- tugnum. Það er mjög myrk sería en á þeim tíma geisaði eyðnifaraldurinn allt í kringum mig og ég varð að tak- ast á við það á minn hátt. Ég er sam- kynhneigður og allt í kringum mig í tísku- og myndlistarheimunum var mikið af samkynhneigðum mönnum og margir veiktust og létust. Þetta eru líka vatnslitamyndir en þær eru mjög myrkar … í þeim fjalla ég um þetta hræðilega ástand.“ Gustafson bætir við að þessi verk hafi verið sýnd á sinni fyrstu gall- erísýningu í Stokkhólmi árið 1994. „Ég hef haldið áfram að gera portrett og þar á meðal verk þar sem ég tekst á við það að eldast, en eins og þú veist þá eldist enginn í tískuheiminum,“ segir hann og hlær. „En þetta eru allt klassísk viðfangs- efni og mig langaði fyrir ekki löngu síðan að byrja að takast á við enn eina klassíkina sem er náttúran. Grunnástæðan var líklega sú að ég ólst upp í sveit í Svíþjóð en hafði bú- ið svo lengi í New York, starfandi í gerviheimi tískunnar, að ég var far- inn að þrá meiri tengingu við náttúr- una. Ég saknaði hennar og áttaði mig á því hvað hún var mér mikil- væg – svo ég fór að mála náttúru- myndir. Við sjáum úrval þeirra hér í safninu,“ segir Gustafson. Morgunblaðið/Einar Falur Frjálsleg Mats Gustafson við verk sem endurspegla tískuhönnun og þekkt andlit úr heimi dægurlífs og tísku. Hann hefur á löngum ferli sérhæft sig í vatnslitum og á sýningunni eru einnig raðir persónulegra myndverka hans. Var farinn að sakna náttúrunnar  Mats Gustafson hefur áratugum saman málað vatnslitamyndir fyrir tískuhúsin  Viðamikið úrval verka hans úr tískuheiminum, auk portretta og náttúrumynda, er á sýningu í Listasafni Íslands Annað kvöld verður opnuð í Lista- safni Íslands innsetningin High Plane VI eftir Katrínu Sigurðar- dóttur en verkið er í eigu safnsins. Katrín, sem var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2013, hefur um árabil kannað áhrif skynj- unar í margháttuðum innsetn- ingum sínum og verkum. High Plane VI (2001) kallar fram tengsl manna sín á milli og við náttúruna sjálfa. Afstæði stærða og umhverfis er ríkur þáttur í verkum Katrínar og í þessari innsetningu tekst hún á við gamalt og þekkt efni íslenskrar málaralistar, fjöllin og blámann og fjarlægðina – sem og stöðuga nánd listamannsins við íslenska náttúru þó að hann sé jafnvel staddur fjarri föðurlandinu. Verkið vísar einnig til hreinleikans og þess óflekkaða en skírskotar að auki til mismun- andi viðmiða og sjónarhorna okkar mannanna. Listasafn Íslands eignaðist High Plane VI árið 2005 og var verkið sérstaklega lagað að sýningarrými í safninu. Gestir þurfa að ganga upp stiga til að skoða verkið. Sýn- ingin er liður í því að kynna viða- mikil verk og innsetningar sam- tímalistamanna úr safneigninni. Listasafn Íslands Landslag Sýningargestir skoða verk Katrínar Sigurðardóttur. Innsetning Katrínar sýnd í Listasafninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.