Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 68
go
crazy
hefst á morgun!
föstudag - mánudags
aföllumvörum*
25%
Sparadu-
*20% afsláttur af sérpöntunum.
Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Ný sýning á verkum Errós, Sæborg,
verður opnuð í kvöld kl. 20 í Lista-
safni Reykjavíkur í Hafnarhúsi.
Tækni- og vísindaframfarir urðu
Erró snemma innblástur í verk þar
sem mætast hið mennska og hið vél-
ræna, segir á vef safnsins og hafi
hann skoðað inngrip tækninnar í
mannslíkamann og aðlögun manns-
líkamans að vélinni. Verkin veki
spurningar um mörk og á sýning-
unni megi sjá verk sem endurspegli
þessar hugleiðingar en sæborg er
hljóðþýðing á enska orðinu cyborg.
Spurningar um mörk
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 37. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Morgunblaðið birtir í dag yfirlit yfir
launakjör dómara sem dæma á Ís-
landsmótunum og bikarkeppnunum
í knattspyrnu, handknattleik og
körfuknattleik. Greiddar eru hátt í
40 þúsund fyrir leiki sem metnir
eru mikilvægastir en um nokkra
launaflokka er að ræða í öllum
þessum greinum. Einnig geta aðrar
greiðslur verið inni í myndinni. »57
Dómgæsla á Íslandi
getur verið búbót
ÍÞRÓTTIR MENNING
Boðið verður upp á djass í hádeginu
í dag, á morgun og hinn í þremur
söfnum Borgarbókasafnsins. Í dag
kl. 12.15 verður djassað í Grófinni, á
morgun á sama tíma í Gerðubergi
og á laugardag í Spönginni kl.
13.15. Bræðurnir Óskar og Ómar
Guðjónssynir munu velja, hvor um
sig, nokkra af sínum uppáhalds-
djassstandördum til flutnings. Leif-
ur Gunnarsson leikur með þeim á
kontrabassa.
Bræður í bókasöfnum
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Á meðan íslenska landsliðið í hand-
bolta spilaði í Evrópukeppninni í
Malmö í nýliðnum mánuði sat Ólaf-
ur Andrés Guðmundsson, renni-
smiður og handverksmaður, stífur
framan við sjónvarpið og horfði á
leiki liðsins, en afabarn hans og al-
nafni hefur lengi verið með bestu
handboltamönnum þjóðarinnar.
„Hann hefði mátt byrja leiki og
spila meira,“ segir afinn, sem held-
ur sér í formi með því að ganga
nokkra hringi í íþróttahúsi FH ann-
an hvern morgun.
Í tilefni 90 ára afmælis Ólafs í
fyrrasumar héldu börn hans yfir-
litssýningu á verkum hans. „Ég átti
ekkert af verkunum, hafði gefið þau
öll,“ segir hann og bætir við að
hann sé enn við sama heygarðs-
hornið. „Ég er reyndar farinn að
taka það rólega, en er eitthvað að
dunda mér.“
Sitt lítið af hverju
Í æsku bjó Ólafur á Bræðraborg-
arstíg 4 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í
sama húsi bjuggu kunnir knatt-
spyrnukappar, bræðurnir Hörður,
Bjarni og Gunnar Felixsynir. „Ég
bjó í gini ljónsins, eins og ég sagði
alltaf, því þeir reyndu stöðugt að fá
mig í KR án árangurs. En ég fór
upp á fæðingardeild eftir að Bjarni
fæddist.“ Bætir við að hann hafi
ekki verið íþróttamaður, þó að hann
hafi stundum rennt sér á skíðum
hjá ÍR. En hann hefur rennt ótelj-
andi hluti síðan hann byrjaði að
vinna í Vélsmiðjunni Hamri, sem þá
var við Tryggvagötu, skammt frá
heimilinu. Þar vann hann í áratug
og lærði rennismíði. „Við fengum
leyfi til þess að vera í smiðjunni
fyrir jól og smíða muni til að gefa í
jólagjafir,“ segir hann um byrj-
unina á handverkinu.
Hjónin Ólafur og Borghildur
Sölvey Magnúsdóttir fluttu í Hafn-
arfjörðinn 1957 og vann hann í Vél-
smiðjunni Kletti næsta áratuginn
auk þess sem hann var á sjónum á
veturna. Þaðan fór hann í Véla-
verkstæði Jóhanns Ólafs og byggði
síðan upp málmiðnaðardeild við
Iðnskólann í Hafnarfirði, en hætti
þar vegna aldurs 1996 og hefur síð-
an „dundað sér“ í bílskúrnum
heima. Þar er hann þessa dagana
að renna vita. „Ég gerði þann
fyrsta fyrir um 30 árum,“ rifjar
hann upp. Hann hefur ráð undir rifi
hverju og hugsar fyrir hverju smá-
atriði. Sýnir í því sambandi hvernig
hann kom fyrir lýsingunni og botn-
inum. Á borðinu er meðal annars
kleinuskurðarjárn. „Það sker tvær
kleinur í einu,“ segir hann hróð-
ugur.
Þegar málmur eða tré er annars
vegar vefst ekkert fyrir Ólafi. Hann
hefur búið til fíngerða skartgripi og
stór listaverk og allt þar á milli.
Meðal annars heiðursmerki hafn-
firskra sjómanna, sem hann gerði
fyrir Sjómannafélag Hafnarfjarðar
eftir verkinu „Siglingu“ eftir Þor-
kel Gunnar Guðmundsson. „Ég
held einna mest upp á þetta, en
annars smíða ég bara það sem mér
dettur í hug,“ segir hann. „Ég vinn
fínu hlutina inni í húsi, á göngu-
deildinni, en hina hérna, á geðdeild-
inni, sem ég kalla svo því ég sé
sjálfur um geðhjálpina.“
Ólafur heldur úrklippum úr
sænsku blöðunum til haga síðan al-
nafninn og barnabarnið byrjaði að
spila fyrir Kristianstad í Svíþjóð.
„Fyrrverandi nágranni okkar send-
ir mér þær í umslagi mánaðarlega
og Óli fær þær þegar ég hrekk upp
af, því hann segist ekki fylgjast
með umfjöllun um sig.“
Flutti úr gini ljónsins
og fór í handverkið
Morgunblaðið/RAX
Í bílskúrnum Ólafi Andrési Guðmundssyni er margt til lista lagt.
Ólafur Andrés Guðmundsson rennismiður situr ekki auðum höndum
Viti Einn með öllu að hætti Ólafs.