Morgunblaðið - 10.03.2020, Page 4
KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2020
BROTINN
SKJÁR?
Við gerum v
allar tegun
síma, spjaldtö
og Apple t
ið
dir
lva,
ölva
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Ten Points Pandora
Ullarfóðraðir – Stærð 37-42
26.990 kr.
Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
Skíðasvæði í Ölpunum voru í gær
skilgreind sem áhættusvæði vegna
veirunnar sem veldur COVID-19-
sjúkdómi. Þetta var ákveðið af sótt-
varnalækni að viðhöfðu samráði við
ríkislögreglustjóra. Sóttvarnalækn-
ir telur aukna áhættu á smiti á þess-
um svæðum. Það er vegna fjölg-
ungar tilvika COVID-19 hjá fólki
hér á landi og erlendis sem hefur
verið á skíðasvæðum í Ölpunum.
Íslendingar sem hafa dvalið á
þessum svæðum frá 29. febrúar
eiga að fara í 14 daga sóttkví frá
því þeir yfirgáfu viðkomandi svæði.
Fjöldi Íslendinga er á þessum svæð-
um nú um stundir. Þeir eru hvattir
til að skrá sig í gagnagrunn borg-
araþjónustu utanríkisráðuneytisins
vegna COVID-19, sem má nálgast á
heimasíðu ráðuneytisins. Nýju
áhættusvæðin eru t.d. Val Thorens,
Chamonix, Zermatt, St. Anton,
Ischgl, Serfaus, Sölden, Garmisch,
Hintertux, Kitzbuhel, Saalbach,
Wagrein o.fl. Öll skíðasvæði í Aust-
urríki, Slóveníu og Sviss eru skil-
greind sem áhættusvæði. Einnig
skíðasvæði í Suður- Bæjaralandi í
Þýskalandi og Provence-Alpes-
Côte d’Azur og Auvergne-Rhône-
Alpes í Frakklandi. Þau bætast við
áðurnefnd áhættusvæði (Kína, Suð-
ur-Kórea, Íran og Ítalía auk Ischgl í
Austurríki).
Þeir sem hafa verið á þessum
svæðum og finna til einkenna eru
hvattir til að hafa samband í síma
1700, tilgreina að þeir hafi verið á
hættusvæði og fá ráðgjöf.
Skilgreind áhættusvæði vegna kórónuveiru
Þeir sem hafa verið á þessum svæðum og
finna til einkenna skulu hafa samband við
síma 1700 og fá ráðgjöf um næstu skref.
Ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.
Skíðasvæði í Ölpunum eru nú skilgreind áhættusvæði vegna kórónuveiru
Íslendingar sem hafa dvalið á þessum
svæðum frá 29. febrúar eiga að
fara í 14 daga sóttkví frá því að þeir
yfirgáfu viðkomandi svæði.
Heimild: Embætti
landlæknis
ÍTALÍA
ÍRAN
AUSTURRÍKI
Öll skíðasvæði
SVISS
Öll skíðasvæði
SLÓVENÍA
Öll skíðasvæði
KÍNA
SUÐUR-KÓREA
ÞÝSKALAND
Skíðasvæði í
Suður Bæjaralandi
FRAKKLAND
Provence-Alpes-Côte d‘Azur
og Auvergne-Rhône-Alpes
Umrædd svæði eru í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Þessi svæði
bætast við áður skilgreind áhættusvæði, sem eru Kína, Suður-Kórea, Íran og Ítalía.
Mörg skíðasvæði
lýst áhættusvæði
Guðni Einarsson
Hallur Már Hallsson
Jóhann Ólafsson
Ragnhildur Þrastardóttir
Þessi vika er mikilvæg við að meta
hversu markvissar aðgerðir stjórn-
valda hafa verið frá því fyrstu smit
nýju kórónuveirunnar greindust hér
á landi. Þetta kom fram í máli Þórólfs
Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaða-
mannafundi í gær. Fundurinn var
haldinn í sérstökum fjölmiðlagámi
sem settur hefur verið við stjórnstöð
almannavarna í Skógarhlíð í Reykja-
vík.
„Hversu margir eru að veikjast al-
varlega, það er mælikvarðinn sem við
erum að horfa á fyrst og fremst,“ seg-
ir hann. Sérstaklega sé fylgst með því
hversu margir viðkvæmir einstak-
lingar eru að veikjast.
„Það er kannski meiri og betri
mælikvarði á hversu margir eru að
taka þessa veiru,“ útskýrir Þórólfur
en hingað til hafa þeir sem greinst
hafa með veiruna einungis sýnt væg
einkenni.
Fjöldi nýrra smita er að sjálfsögðu
líka það sem helst er horft í en hvern-
ig þau berast er ekki síður mikilvægt.
Fjöldi smita sem verða innanlands
þ.a. hversu margir hafa smitast af
fólki sem hefur verið að snúa heim frá
skíðasvæðum í Ölpunum er mikil-
vægur mælikvarði.
Þá hefur það mikið að segja hvort
svokölluð þriðja stigs smit hafi orðið.
Þau eiga við um þá sem hafa mögu-
lega smitast af fólki sem fékk veiruna
frá einhverjum sem hafði dvalist í er-
lendis. Þessi atriði gefa mynd af því
hversu mikil dreifingin sé í samfélag-
inu.
Samkomubann flókið mál
Samkomubann bar einnig á góma á
fundinum. Víðir Reynisson, yfirlög-
regluþjónn hjá almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra, sagði að reynsla
annarra af slíku hafi verið skoðuð.
Þórólfur sóttvarnalæknir sagði slíkt
bann vera flókið í framkvæmd ef ætti
að gera það vel.
Víðir sagði að gripið yrði til slíks
banns þegar sérfræðingar teldu það
virka best. Því yrði beitt á þeim svæð-
um þar sem þörf væri á slíku og því
myndi það ekki endilega eiga við um
allt landið. Hann bætti því við að
reynsla frá fyrri faröldrum væri
skoðuð í þessu samhengi.
Þórólfur sagði að miklu máli skipti
að gera þetta ekki of snemma í far-
aldrinum og heldur ekki of seint.
„Það sem skiptir mestu máli eru
þessar samfélagslegu aðgerðir sem
einstaklingar og fyrirtæki grípa til
þar sem fólk er meðvitað um hvað á
að gera í daglegu lífi. Það skiptir
meira máli en boð og bönn frá yfir-
völdum,“ sagði Þórólfur.
Í sóttkví í Víetnam
Fjórir Íslendingar sem eru á ferða-
lagi um Víetnam sæta nú sóttkví við
heldur óspennandi aðstæður.
Sóttkvíin er inni á gömlum herspítala
þar sem rimlar eru fyrir gluggum,
hermenn á hverju strái og hreinlæt-
isaðstaðan svo bágborin að Íslending-
arnir þurftu að krefjast þess ítrekað
að fá sápu á baðherbergi spítalans.
Um er að ræða tvö pör, þau Þóru
Valnýju Yngvadóttur og Júlíus Ing-
ólfsson annars vegar og Benedikt
Sigurjónsson og Sigrúnu Vikar hins
vegar. Þau höfðu ferðast saman um
Víetnam í um tíu daga þegar þessar
óvenjulegu aðstæður komu upp og
var þeim skipað að fara í sóttkví í gær
sem mun að öllum líkindum ná yfir
fjórtán daga. Ekkert þeirra finnur
fyrir einkennum kórónuveirunnar og
hefur enginn tekið úr þeim sýni.
Tæplega 1.300 í gagnagrunni
Tæplega 1.300 Íslendingar, staddir
erlendis og sem áttu heimferð í gær
eða síðar, voru í gærmorgun skráðir í
gagnagrunn utanríkisráðuneytisins
vegna COVID-19. Þar af voru 18
staddir á Ítalíu.
Gagnagrunnurinn var settur upp
til að veita Íslendingum á ferðalagi
ferðaráð og aðrar upplýsingar vegna
nýju kórónuveirunnar. Hægt er að
skrá sig á heimasíðu ráðuneytisins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Upplýsingagjöf Víðir Reynisson (t.v.) og Þórólfur Guðnason gáfu nýjustu upplýsingar á blaðamannafundi í gær.
Mælikvarði á
árangur aðgerða
Aðallega er horft til þess hversu margir veikjast alvarlega
Í gær var búið að greina samtals 65
kórónuveirusmit hér á landi. Fimm
ný tilfelli greindust í gær og komu
tvö frá Verona á Ítalíu á laugardag
og þrjú má rekja til smita hér innan-
lands. Alls höfðu 560 sýni verið tek-
in, þar af 59 í gær. Eftir hádegið
bættust fimm smit við, þar af urðu
þrjú þeirra innanlands en hin tvö
voru rakin beint til Alpanna.
Um 500 manns voru í sóttkví í
gær. Búið var að aflétta sóttkví hjá
50 manns, samkvæmt upplýsingum
frá embætti landlæknis. Við nánari
athugun reyndist afar lítil hætta á
að viðkomandi
væru smitaðir.
„Smitrakn-
ingateymið vinnur
ekki samkvæmt
einfaldri já/nei-
formúlu þegar
beiting sóttkvíar
er annars vegar.
Það þarf að horfa
til margvíslegra
þátta þegar meta á þörf á sóttkví. Í
tilfelli þessa hóps var sóttkví aflétt
vegna þess að líkur á smiti voru tald-
ar afar litlar,“ sagði í skriflegu svari
frá embættinu. Margt fleira hefur
áhrif á fjölda þeirra sem eru í
sóttkví. Mikill meirihluti þeirra sem
hafa greinst með staðfest smit komu
til landsins flugleiðina. Það fólk fór
margt í sóttkví áður en smit var
staðfest. Þess vegna þurfti ekki að
senda marga úr þeim hópi í sóttkví
þegar smit var staðfest.
Embættið segir að líklega sé ein-
hver skekkja í tölunum því talið er
að ekki tilkynni allir heimilislækni,
heilsugæslu eða í síma 1700 að við-
komandi sé í sóttkví.
bjb@mbl.is, gudni@mbl.is
Sóttkví aflétt hjá 50 manns
Kórónuveirusmit orðin 65 59 ný sýni voru tekin í gær
Handþvottur er
mikilvægur.