Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 2
að baráttudagur verkalýðsins eigi
afar vel við í dag nú þegar launafólk
stendur frammi fyrir mikilli óvissu.
Nefndin var undirbúin banni
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segist
reikna með að öll félög aflýsi nú há-
tíðarhöldum sínum. „Það er alltaf
ábyrgðahluti að stefna saman fólki
og nú reikna ég með að þau félög
sem ekki þegar hafa blásið af sína
hefðbundnu baráttufundi geri það. Á
sama tíma munum við finna aðrar
leiðir til að tryggja að fólk geti notað
daginn til að brýna sig og leggja sitt
af mörkum,“ segir Drífa.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir 1. maí-nefnd verkalýðs-
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Þessi dagur skiptir margt fólk al-
veg ofboðslega miklu máli, en ég hef
fulla trú á því að við getum haldið
honum á lofti í ár og innan ASÍ er
þegar hafin vinna við að finna leiðir
til þess,“ segir Sólveig Anna Jóns-
dóttir, formaður Eflingar, í samtali
við Morgunblaðið.
Greint var frá því á mbl.is í gær-
morgun að sóttvarnalæknir hefði
lagt það til við heilbrigðisráðherra
að samkomubanni vegna útbreiðslu
kórónuveiru hér á landi yrði aflétt
mánudaginn 4. maí næstkomandi.
Gera má ráð fyrir að banninu verði
aflétt í skrefum. Vegna samkomu-
bannsins verða hátíðarhöld í
tengslum við alþjóðlegan baráttudag
verkalýðsins, sem haldinn er 1. maí
ár hvert, með afar breyttu sniði, en
fjöldasamkomur og kröfugöngur eru
ekki leyfðar á
meðan samkomu-
bann ríkir. Mun
dagurinn að lík-
indum færast yfir
í netheima og
sjónvarp.
„Við innan Efl-
ingar erum orðin
ansi flink í því að
nota samfélags-
miðla til að koma
okkar skilaboðum á framfæri. Eins
höfum við unnið mikla vinnu með fé-
lagsmönnum og ættum að geta feng-
ið þá með okkur í lið til að koma
saman með einhverjum hætti á net-
inu,“ segir Sólveig Anna og bætir við
félaganna hafa verið búna undir
samkomubann.
„Nefndin er nú að skoða hvaða
möguleika við höfum til að halda upp
á daginn með hátíðardagskrá. Það
verður brugðist við þessu með öllum
tiltækum leiðum, enda er þessi dag-
ur mikilvægur okkur öllum,“ segir
Ragnar Þór.
Verkalýðsdagurinn færist yfir á netið
Samkomubann vegna útbreiðslu kórónuveiru kemur í veg fyrir kröfugöngur og fjöldasamkomur
1. maí Verkalýðshreyfingin lætur það ekki skemma daginn Net og sjónvarp kemur til hjálpar
Drífa
Snædal
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Ragnar Þór
Ingólfsson
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Talsvert borið á kvörtunum
Hlutastarfaleiðin er afturvirk frá 15. mars sl. Kvartanir berast frá starfsfólki
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við höfum fengið um þrjátíu ábendingar um
hugsanleg brot símleiðis. Við höfum hins vegar
ekki fengið nema tvær ábendingar í gegnum
ábendingarhnappinn á síðunni okkar,“ segir
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofn-
unar. Vísar hún í máli sínu til hlutastarfaleiðar
ríkisstjórnarinnar sem kynnt var nýverið. Þar
stendur atvinnurekendum til boða að færa nið-
ur starfshlutfall og atvinnuleysistryggingasjóð-
ur greiðir hluta launa á móti fyrirtækinu.
Að sögn Unnar má rekja flestar kvartanir til
starfsmanna fyrirtækjanna sem um ræðir. Í
framangreindum tilvikum hafa atvinnurekend-
ur farið þess á leit við starfsmenn að þeir nýti
hlutastarfaleiðina, en lækki þó ekki starfshlut-
fall á móti.
Ætla að leyfa rykinu að setjast
„Mynstrið er að fólk er að ganga að minnk-
uðu starfshlutfalli en vinnan er ekki í samræmi
við það. Mikill meirihluti þeirra sem hringja er
að kanna hvar hann stendur,“ segir Unnur og
bætir við að hún viti til þess að ASÍ hafi einnig
borist kvartanir. Þá muni Vinnumálastofnun
kanna málin frekar á næstu vikum. „Þegar við
höfum greitt fyrstu greiðslu og rykið hefur sest
ætlum við að skoða þetta betur,“ segir Unnur.
Spurð hvort hafa þurfi áhyggjur af minni
fjölskyldufyrirtækjum kveður Unnur nei við.
Stofnunin muni þar fyrir utan ekki eltast sér-
staklega við slík mál. „Ég held að við þurfum
ekki að hafa áhyggjur af minni fjölskyldu-
fyrirtækjum. Við munum frekar kanna síðar
hvort það séu einhverjar ákveðnar atvinnu-
greinar sem stinga í augun,“ segir Unnur.
Hlutastarfaleiðin er afturvirk
Athygli vekur að hlutastarfaleiðin er aftur-
virk frá 15. mars sl. Ekki hefur enn verið
ákveðið hversu lengi afturvirknin muni vara.
„Ef samningur milli starfsmanns og atvinnu-
rekanda er dagsettur á þeim degi þurfum við
að treysta því,“ segir Unnur, sem kveðst ekki
muna til þess að bætur hafi áður verið greiddar
afturvirkt.
Ölgerðin hefur
lækkað verð á 330
ml dósum af
Carlsberg-bjór
um 37% í apríl.
Dósirnar, sem
kostuðu áður 289
krónur, kosta nú
188 krónur.
Guðmundur
Pétur Ólafsson,
sölu- og markaðsstjóri Ölgerðar-
innar, segir í samtali við Morgun-
blaðið að lækkunin sé gerð í ljósi
hinna sérstöku tíma nú um stundir.
Krónutala útsöluverðsins hafi hins
vegar skírskotun í árið 1880 þegar
vísindamaðurinn Emil C. Hansen
umbylti bruggaðferðum lagerbjórs á
rannsóknarstofu Carlsberg og deildi
henni með öðrum bruggmeisturum
um allan heim.
Guðmundur á von á góðum við-
brögðum við tilboðinu. Hann segir
að framleiðsla á Carlsberg hafi verið
aukin verulega frá því sem var á
sama tíma í fyrra, til að bregðast við
aukinni eftirspurn. „Þetta er heims-
frægur bjór og hefur verið brugg-
aður á Íslandi í 30 ár með hléum, úr
íslensku vatni.“
Aðspurður segir Guðmundur að
hlutdeild Carlsberg hér á landi sé
um 1,5%, og hann sé á meðal 20 sölu-
hæstu bjórtegunda.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Carlsberg fer á útsölu. „Við lækk-
uðum verðið niður í 170 krónur þeg-
ar Carlsberg átti 170 ára afmæli.“
Carlsberg-
bjór á 37%
afslætti
Bjór Carlsberg er
ljósgullinn á lit.
188 krónur
vísa í árið 1880
„Við höldum áfram að keyra öll kerfi
en lækkum hitastig og klórmagn,“
segir Steinþór Einarsson, skrif-
stofustjóri ÍTR, um rekstur sund-
lauga í Reykjavík. Sökum samkomu-
banns hefur öllum sundlaugum hér á
landi verið lokað. Að sögn Steinþórs
verður tíminn nýttur til viðhaldsverk-
efna. „Það hefur verið mikið um við-
haldsverkefni og við erum að vinna
okkur í haginn,“ segir Steinþór.
Spurður hvers vegna laugarnar
séu ekki tæmdar segir Steinþór það
ekki borga sig. „Það getur tekið lang-
an tíma að koma henni í gang aftur.
Starfsfólk okkar sinnir áfram vöktum
og við reynum að vinna í haginn.“
Sundlaugar
ekki tæmdar
Þar sem venjulega eru fjölmennir vinnustaðir og
erfitt að fá stæði eru nú fáir á ferli, enda tak-
mörk á því hvað margir mega hittast í einu. Fólk
vinnur þess í stað heima og fer ekki á gamla
vinnustaðinn. Þessa sáust glögglega merki í
Borgartúninu þar sem mörg bílastæði voru auð á
bak við stórhýsi Arion banka og húsið sem m.a.
hýsir embætti ríkissáttasemjara, Barnaverndar-
stofu, fjölmiðlanefnd og LÍN.
Bílastæðin standa auð í samkomubanninu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skannaðu kóðann
til að lesa lengri
útgáfu á mbl.is
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR