Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020
✝ Sigurður Páls-son var fæddur
á Húsavík 20. októ-
ber 1939. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Seltjörn
16. mars 2020.
Foreldrar hans
voru Páll Krist-
jánsson bæjarbók-
ari á Húsavík f.
1904, d. 1969, og
Huld Sigurðardótt-
ir húsmóðir, f. 1913, d. 2002.
Systkini Sigurðar eru: Málm-
fríður, f.1936, Kristján, f. 1945,
Sveinn, f. 1947, Ásmundur
Sverrir, f. 1950, Þuríður Anna,
f. 1955.
Eiginkona Sigurðar var Sól-
veig Karvelsdóttir lektor við
Menntasvið Háskóla Íslands f.
1940, d. 2011. Foreldrar hennar
voru Karvel Ögmundsson út-
gerðarmaður og Anna Margrét
Olgeirsdóttir húsmóðir.
Börn þeirra eru Páll Daníel,
f. 1961, maki Linda Sjöfn Þór-
isdóttir, Edda Huld, f. 1965,
Eggert f. 1966, maki Ásta
Björk Lundbergsdóttir. Börn
Páls Daníels eru Sólveig Anna
og Sindri. Börn Eddu Huldar
eru Flóki og Líneik. Dætur
Eggerts eru Ylfa Kristín,
sem háseti og síðar sem kokk-
ur.
Sigurður giftist Sólveigu
Karvelsdóttur í Innri-Njarðvík
29. desember 1960. Þau bjuggu
sín fyrstu ár á Bjargi í
Ytri-Njarðvík og svo nokkur ár
á Húsavík. Árið 1968 fluttu þau
til Njarðvíkur og síðan til
Reykjavíkur 1971. Sigurður
lærði málaraiðn og vann lung-
ann úr starfsævi sinni sem
húsamálari, þar af hjá HÍ í ára-
tugi. Hann málaði Íslands-
líkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Sigurður var mikill áhuga-
maður um náttúruvernd, flugu-
hnýtingar og veiði í ám og
vötnum. Kenndi hann um árabil
fluguhnýtingar hjá Stangaveiði-
félagi Reykjavíkur og fór einn-
ig um allt land að kenna og
ræða við fólk um landið og
verndun villtra fiskistofna í ám
og vötnum.
Hann var meðlimur í Stanga-
veiðifélagi Keflavíkur í mörg ár
og sat í stjórn Landssambands
Stangaveiðifélaga fyrir þeirra
hönd. Var hann einn upphafs-
manna Veiðidags fjölskyld-
unnar.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju í dag, 3. apríl
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
Streymt verður frá athöfn-
inni. Jarðsett verður í Garða-
kirkjugarði.
Embla og Ástrós
Yrja. Dóttir Ylfu
Kristínar er Hera
Guðríður, f. 2013.
Sonur Ástu er Al-
exander.
Sonur Sigurðar
og Rannveigar Ís-
fjörð er Hallur
Ægir, f. 1959.
Hans börn eru
Ólafur, f. 1978,
Davíð, f. 1984,
Halldór Ernir, f. 1992 og Frey-
dís Eva, f. 1996. Dætur Ólafs
eru Bergþóra, f. 2005, og
Kristbjörg Katla, f. 2008. Börn
Davíðs eru Marley Rose, f.
2011, og Saxon, f. 2013. Dóttir
Freydísar Evu er Amalía Eik,
f. 2017.
Sigurður ólst upp hjá for-
eldrum sínum og systkinum á
Húsavík og dvaldi langdvölum
hjá ömmu sinni og afa og
frændfólki á Arnarvatni í Mý-
vatnssveit.
Hann byrjaði ungur að
vinna, fyrst 13 ára á síldar-
plani á Húsavík, 14 ára var
hann sumarlangt að vinna í
Flatey á Skjálfanda og byrjaði
til sjós á síldarbátum 15 ára og
stundaði sjómennsku með
hléum til ársins 1968. Fyrst
Nú er Siggi Páls vinur minn
og tengdafaðir í rúma tvo ára-
tugi genginn. Líklega er mín
fyrsta minning af Sigurði dæmi-
gerð fyrir það sem svo síðar var
dagljóst. Dyrabjallan hringdi á
Hörgslandi og ég fór til dyra, á
flestu átti ég von á, en ekki því
sem við blasti, dáldið digur karl,
í vöðlum, veiðivesti o.fl., með
eitthvað líklega dautt kvikindi í
annarri hendinni, hálfétið og
nagað. Sá það fljótlega að þetta
var áll, þeir bjuggu þá í flóð-
unum á Síðunni. Þetta voru mín
fyrstu kynni af Sigga og myndin
er kristalskýr í minningunni
núna um 40 árum síðar. Það sem
varð svo dagljóst er matarlist
Sigurðar, listin að borða næstum
hvað sem er, listin að borða mik-
ið og listin að búa til og elda al-
veg afbragðsmat, nefni ég sér-
staklega einstaka réttinn
„linkind“ og svo steikta fiskinn.
Það verður að segjast eins og er
að það hentaði mér prýðilega að
eiga svona tengdaföður. Siggi
var frábær húmoristi og alltaf
hægt að fíflast, t.d. var vel tekið
undir það þegar maður þakkaði
fyrir matinn með „ekki var þetta
nú gott“ eða „átti þetta að vera
svona vont?“
Allir sem kynntust Sigga
kannast við glettnina og sögurn-
ar, endalaust af vísum, ljóðum
og skemmtisögum. Þó ég hafi í
gegnum tíðina heyrt sumar að-
eins oftar en einu sinni þá sitja
þær ekki eftir. Siggi hafði ein-
stakt minni á nánast allt nema
það sem flokkast undir daglegt
vafstur. Ég naut þess að hlusta á
sögurnar og fróðleik Sigga um
náttúruna, land og þjóð. Það er
eiginlega mikið tjón fyrir fram-
tíðina að ekki skuli vera til al-
mennilegt afrit af því sem var í
hausnum á Sigurði.
Dálæti Sigga á lestri allskon-
ar bóka og því að kunna vel að
meta listamenn á sviði klassískr-
ar tónlistar, málverka og leik-
húsa var aðdáunarvert og auð-
vitað hæfileiki hans að koma frá
sér rituðu máli algjörlega
skammlaust. Það er minnisstætt
bréfið sem ég á einhvers staðar
sem lýsti skilyrðunum fyrir því
að ég mætti giftast dóttur hans.
Ekki margir hefðu fengið hana
miðað við skilyrðin. Þau fjölluðu
að sjálfsögðu um landkosti, ála,
lax- og silungsveiðar, sauði,
sauðfé og annað álíka matar-
kyns. Það eina sem ég gat ekki
uppfyllt þá, var að ekkert arn-
arpar verpti í klettunum fyrir of-
an bæinn, ég slapp með það.
Sigurður átti mjög gott með
að kynnast fólki og umgangast
flesta, þó alveg sérstaklega
börn. Við nutum þess oftar en
ekki að alltaf var hægt að stóla á
Sigga að koma og líta eftir
krökkunum þegar þau voru lasin
eða annað hindraði foreldrana að
standa sína plikt. Börnin, flest
uppkomin núna, nutu þess að
umgangast afa sinn. Þau hafa
kannski ekki enn fattað það, en
þau eru betur máli farin fyrir
vikið. Takk Siggi fyrir alla um-
hyggjuna fyrir barnabörnunum.
Það var vitað að Siggi hefur
verið tilbúinn að halda áfram yf-
ir á næsta stig. Að hitta aftur
dásamlega eiginkonu sína Sól-
veigu, hitta gömlu veiðifélagana,
gengna vini og ættingja ásamt
því að tékka á nýjum veiðihylj-
um.
Sigurður Pálsson, takk fyrir
þig í mínu lífi.
Innilegar samúðarkveðjur frá
Hörgslandshyskinu,
Páll, Edda Huld,
Eggert, Hallur, systkini
og fjölskyldur.
Sigurður frændi minn Pálsson
hefur kvatt þessa jarðvist eftir
erfið veikindi. Sigurður var
fæddur á Húsavík og ólst þar
upp. Foreldrar hans höfðu þrem
árum áður flutt þangað úr Mý-
vatnssveit. Páll faðir hans hafði
verið þar kennari en hann var að
hluta til alinn upp á Hofsstöðum
en Huld móðir Sigurðar var frá
Arnarvatni dóttir Sigurðar Jóns-
sonar bónda og skálds. Tengsl
Sigurðar voru því mikil við Mý-
vatnssveit. Eftir að foreldar Sig-
urðar fluttu til Húsavíkur, en
Páll var þaðan, var Sigurður
flest sumur hjá frændfólki sínu á
Arnarvatni. Á Húsavík átti hann
stóran frændgarð því fjórir
bræður Páls bjuggu þar með
sínar fjölskyldur. Þau settust að
í útbænum en 1947 flutti föl-
skyldan að Brávöllum 11 sem
var verkamannabústaður. Páll
var formaður Byggingarfélags
verkamanna á Húsavík. Húsvík-
ingar fóru þá leið að í staðinn
fyrir að byggja sambýlishús eins
og margir verkmannabústaðir
voru á þeim árum byggðu þeir
mörg lítil einbýlishús. Þar var
einnig stórt opið svæði kallað
Græni völlur. En byggingar-
svæðið var kallað Rauðatorgið
vegna allra þessara verka-
mannabústaða en í dagleigu tali
kallað Torgið og Torgarar sem
þar áttu heima. Tveir bræður
Páls bjuggu þar við sömu göt-
una, Arnór og Þráinn. Þetta var
leikvöllur Sigurðar þó hann væri
þar lítið á sumrin. Eins og marg-
ir ungir menn á þessum tíma þá
fór Sigurður til sjós og í Njarð-
víkum þar sem hann var á vertíð
kynntist hann konu sinni Sól-
veigu Karvelsdóttur. Þá hóf
hann nám í húsamálun hjá svila
sínum Áka Granz málarameist-
ara. Þau flytja svo til Húsavíkur
þar sem Sólveig réðist sem
kennari við Gagnfræðaskólann.
Árið 1968 flytja þau svo til
Reykjavíkur þar sem Sólveig fór
í framhaldsnám. Þar stundaði
Sigurður sína iðn og sá meðal
annars um viðhaldsmálningu á
byggingum Háskólans. Til gam-
an má geta þess að Sigurður
málaði stóra Íslandskortið sem
lengi var til sýnis í Ráðhúskjall-
aranum. En Sigurður var mikið
náttúrubarn, veiðimaður og nátt-
úruunnandi. Ekki er ólíklegt að
dvöl hans í Mývatnssveit hafi
vakið þann áhuga. Hann varð
þekktur meðal veiðimanna fyrir
þær veiðiflugur er hann hnýtti.
Þær þóttu vel heppnaðar og
voru eftirsóttar. Sigurður kenndi
fluguhnýtingar og hélt mörg
námskeið fyrir hin einstöku
veiðifélög. Þessi iðja hentaði Sig-
urði vel sem var vandvirkur og
nákvæmur. Sigurður var einnig
mikill ljóðaunnandi. Hann kunni
mikið af ljóðum hinna eldri
skálda, enda ekki langt að sækja
þar sem var afi hans Sigurður á
Arnarvatni (Blessuð sért sveitin
mín). Sigurður á Arnarvatni var
sonur Jóns Hinrikssonar á
Helluvaði en út af honum er
kominn mikill fjöldi rithöfunda,
ljóðskálda og tónlistarmanna.
Það fækkar í frændahópnum.
Þannig er gangur lífsins. Við
vorum 17 bræðrungarnirsem ól-
umst upp á Húsavík, en þeir
kveðja nú hver af öðrum. Bless-
uð sé minning þeirra. Með Sig-
urði er genginn myndarlegur
farsæll maður sem skilur eftir
sig góðan ættboga. Minningar
orðum þessum fylgja samúðar-
kveðjur til allra aðstandenda.
Kári Arnórsson.
Sigurði lá á að komast til
manns eins og mörgum ungum
mönnum og leiðin að því á þess-
um árum var að hleypa heim-
draganum nógu snemma og
komast á sjó. Engan tíma mátti
missa og varð skyldunámið því
að duga að sinni. Fimmtán ára
gamall réð hann sig á Hagbarð á
Húsavík en síðan tóku við nokk-
ur vertíðarár fyrir sunnan og
norðan á stærri bátum. Löngum
var hann kokkur á aflaháum
skipum og fórst eldamennskan
vel. Þessi reynsla kom svo að
góðu gagni á heimilinu þar sem
hann var iðinn við matargerðina
meðan fátítt var að karlar létu
standa sig að slíku verki.
Sigurður var að þessu leyti
sigldur maður og hlóðst upp
veruleg eftirvænting hjá okkur
systkinum þegar hann kom heim
á milli vertíða og fylgdi honum
viss framandleiki hins siglda
manns. Þarna hlaut að fara
marktækur maður enda létum
við okkur hafa það að hlusta með
honum á Elísabethu Schwarz-
kopf og fleiri ágæta söngvara
sem heimurinn skartaði á þess-
um árum. Þá nutum við þess að
nokkru að kokkurinn á aflabát-
unum átti peninga í vösum.
Eftir nokkur ár á sjó festu
þau Sólveig Karvelsdóttir ráð
sitt og settust að í Ytri-Njarðvík.
Þar í bæ lærði Sigurður mál-
araiðn sem varð ævistarf hans.
Hann var ekki málari uppmæl-
inga eða hinna stóru flata heldur
nákvæmur penslari fínni og
vandasamari verka. Við gerð lík-
ansins af Íslandi í Ráðhúsi
Reykjavíkur fór saman nostur-
semin og handmenntin sem hann
hafði lært og ástundað.
Sigurður varð aldrei uppi-
skroppa með áhugamál og með
þeim ósköpum gerður að þau
urðu nær undantekningarlaust
að ástríðu meðan á þeim stóð.
Áhugi á landafræði átti um tíma
hug hans og eftir ótal ferðir um
landið og lestur bóka var vart til
sá landskapur sem hann kunni
ekki skil á. Hið sama einkenndi
áhuga hans á tónlist sem hann
hafði ákveðnar skoðanir á: klass-
ísk skyldi hún vera og flytjendur
hennar helst engir meðalmenn.
Spánverjarnir Aragall og Fleta
urðu smám saman hans menn.
Lestur bóka af ýmsu tagi stund-
aði hann sér til mikillar ánægju
og allt virtist festast honum í
minni, hafði eins konar límheila.
Ótalin er veiðimennskan sem
án vafa var það áhugamál sem
tók hann mestum heljartökum.
Hann veiddi á flugu víða um
land en sennilega átti hann
mestu ánægjustundirnar á bökk-
um skaftfellsku ánna. Sigurður
skrifaði bók um straumflugur og
var sjálfur skapandi og laginn
við fluguhnýtingar, kenndi
áhugasömum veiðimönnum þá
list á námskeiðum og skemmti
þeim í leiðinni með góðum sög-
um. Hans þekktasta höfundar-
verk í fluguhnýtingum er Flæð-
armúsin sem kunnugir segja að
sé öflugasta flugan enn sem
komið er til nota í skolugum ám
eins og mörgum þeim skaft-
fellsku.
Á heimili Sigurðar og Sólveig-
ar var mikill gestagangur af
frændfólki og vinum. Það virtust
engin takmörk fyrir því hvað
heimilið gat veitt mörgum skjól
og munaði þá engu hvort talið
var í dögum eða mánuðum enda
smámunasemi þeirra hjóna í
þessu tilliti engin.
Sól er gengin undir og ekki
þurfti Sigurður að grafa sitt gull
fyrir brottförina úr þessum
heimi, hann fór eins og hann
kom.
Afkomendur eiga samúð okk-
ar.
Kristján, Ásm.
Sverrir og systkin.
Sigurður Pálsson, málari,
náttúrubarn, fluguhnýtari og
einn skemmtilegasti maður sem
ég hef kynnst, er allur. „Sig-
urður Pálsson heiti ég, kallaður
helvítis málarinn meðal vina.“
Þannig kynnti Siggi Páls sig fyr-
ir mér þegar við hittumst fyrst.
Viðurnefnið fékk hann þegar
hann, ásamt fleiri góðum mönn-
um, barðist gegn innflutningi á
norskum laxahrognum sem nota
átti í laxeldi í sjókvíum og haf-
beit. Oft var heitt í kolunum
vegna þessa máls og margt látið
flakka í hita leiksins í ræðu og
riti. Kvöldið góða þegar við hitt-
umst fyrst sat ég í andakt og
hlustaði á þennan magnaða
sögumann. Hvert einasta orð
þrungið merkingu. Þessi eftir-
minnilega kvöldstund lagði
grunninn að langri vináttu okkar
Sigga Páls. Ég gæti skrifað svo
margt um vin minn, um allar
veiðiferðirnar, matarboðin,
kvöldin löngu þar sem setið var
og hlustað á klassík á milli
óborganlegra sögustunda, en ég
læt það bíða betri tíma. Í dag
kveð ég með söknuði kæran vin
sem gerði mig að betri manni.
Fjölskyldu Sigga Páls færi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Pálmi Gunnarsson
tónlistarmaður.
Þá ertu horfinn, dáinn, kæri
æskuvinur og félagi. Þeir voru
frekar stuttir okkar síðustu
fundir, enda heilsa þín með þeim
hætti að hún þoldi ekki nema
stuttar kveðjur og síðan komu
almennar hömlur á allar heim-
sóknir. Það er margs að minnast
allt frá barnæsku, að vísu
hvarfst þú þá oft í sumarbyrjun
að finna móðurföður þinn og
frændur á Arnarvatni í Mý-
vatnssveit. Það kom þá í ljós,
sem oftar, þegar fundum bar
saman aftur, afburða eftirtekt
þín og minni ásamt einstökum
frásagnarhæfileikum. Þá komu
sögur af frændum þínum og
ýmsum Mývetningum. Þar fór
ekki á milli mála að þetta voru
snjallir menn og göfugir. Frá-
sagnir þínar gerðu trúverðugar
ljóðlínur afa þíns, Sigurðar Jóns-
sonar, um sveitina blessuðu. Ég
skynjaði það í síðustu samtölum
okkar að þú varst sáttur við það
sem augljóslega leið að. Sann-
færður um að þú myndir hitta
vini í varpa. Ekki síst væntir þú
nýrra samfunda við þína glæsi-
legu konu, Sólveigu, og aðra vini
og ættingja. Ég er þess viss, að
ef þar er einhvers að vænta, átt
þú góðrar heimkomu von. Mér
koma í hug ljóðlínur úr einu
kvæði afa þíns, „Djúpt nú hegg-
ur dauðinn skörð/dimmir yfir
landi“.
Það fylgir því vissulega mikill
söknuður þá þú ert horfinn á
braut eftir svo langa og gjöfula
vináttu og samleið þar sem aldr-
ei bar skugga á. Margs er að
minnast úr ferðalögum með ykk-
ur Sólveigu og samfundum af
ýmsum tilefnum. Þar voruð þið
veitendur margs konar fróðleiks
og skemmtunar. Sannarlega fá-
gæt bæði og í ykkur sannaðist
margoft að þar sem hjartarými
er fyrir er ekki skortur á öðru
rými. Um það væri hægt að rita
langt mál og nutu margir góðs
af. Mér er að sönnu tregt tungu
að hræra nú þegar örlög hafa
skipað málum. Mér er ekki ann-
að eftir skilið en að þakka langa
og djúpa vináttu og gefandi sam-
leið.
Börnum Sigurðar, systkinum
og ættingjum vottum við Guð-
munda okkar innilegustu samúð.
Snær Karlsson.
Vinur minn Sigurður Pálsson
verður borinn til grafar í dag.
Ég hef verið það heppinn að
vera samferða Sigga alla mína
hunds- og kattartíð eins og sagt
er og hefur það alla tíð verið
mjög ánægjuleg og fræðandi
vegferð.
Það þarf að nefna mjög margt
þegar minnast á Sigga, hann var
meðal annars mikill náttúruunn-
andi, ferðaðist mikið um landið
með Sollu móðursystur minni og
börnum þeirra þremur, Páli
Daníel, Eddu Huld og Eggerti.
Veiðimaður var hann afburða
góður og þekkti mjög vel til
stangveiða og hegðan fiska og
lífríkis þeirra. Fluguhnýtingar
voru ein af tómstundum hans og
var hann landsþekktur fyrir
mjög góðar og fisknar flugur
sem hann var höfundur að, þar
má t.d. nefna flæðarmúsina.
Hann hafði sterkar og góðar
skoðanir á því hvernig stang-
veiðin átti að vera og lá ekki á
skoðun sinni þar, „veiðiokrið er
dónalegt og það er della að
sleppa“, sagði hann.
Hann fræddi mig mikið um
lífríki fiska í ánum og þá sér-
staklega hvað fiskeldi getur og
hefur mengað árnar þegar eld-
isfiskar sleppa úr kvíum.
Ein af hans uppáhaldstöðum
var Geirlandsá á Síðu sem er í
Vestur-Skaftafellssýslu, þangað
fór hann oft til að renna fyrir
sjóbirting.
Margar skemmtilegar sögur
fékk maður að heyra af þeim
ferðum hans þegar litið var inn
til hans og Sollu frænku. Heimili
þeirra var alla tíð opið fyrir
gestum og gangandi og var
gestagangur þar mikill, öllum
var vel tekið og gestrisni þeirra
svo og barna þeirra var mjög
ljúf.
Hins síðari ár hef ég oft hugs-
að til þess hvað fjölskyldan var
öll samstillt í því að láta öllum
gestum sínum líða vel hjá sér,
fyrir þær ljúfu stundir hef ég
alla tíð verið mjög þakklátur.
Mikill íslenskufræðingur var
hann og voru það ófáar stundir
sem hann renndi í gegnum bækl-
inga og kynningarefni sem ég
bað hann að líta á fyrir mig og
var það alltaf auðsótt.
Þegar ég horfi til baka á þessi
rúmlegu sextíu ár sem ég hef átt
með Sigga og fjölskyldu hans þá
er mikið þakklægt efst í huga
mér fyrir að hafa fengið að um-
gangast þau, ég er mun ríkari
sem einstaklingur fyrir að hafa
kynnst honum og þeim öllum.
Hví í friði, kæri vinur.
Ég vil votta börnum og öðrum
afkomendum hans samúð mína.
Hermann Valsson.
Sigurður Pálsson
Ég kveð þig með
söknuði, elsku
amma, um leið
fagna ég lífi þínu og
gildum sem munu
ávallt fylgja mér. Ég mun búa að
því alla ævi að hafa hlotið uppeldi
þitt og fengið ráðleggingar hjá
þér um svo margt. Viska þín mun
ávallt hljóma innra með mér, það
er dýrmætt hvert atriði sem eldri
kennir hinum yngri. Ég þakka
þér fyrir að vera alltaf til staðar
fyrir okkur.
Ég þakka þér einnig fyrir að
vera alltaf í góðu sambandi við
Þórey Inga
Jónsdóttir
✝ Þórey IngaJónsdóttir
fæddist 13. júní
1931. Hún lést 5.
mars 2020.
Útför hefur farið
fram í kyrrþey.
mig hvar sem ég hef
verið um heiminn,
eins þegar fjarlægð-
in var mikil.
Ég á með þér
ógrynni af góðum
minningum. Við
ferðuðumst stund-
um saman og var
ferðalagið til Flór-
ída 2014 okkur fjöl-
skyldunni dýrmætt.
Við áttum frábæra
ferð með þér og fjölskyldu. Sárt
að þurfa eftir þetta að syrgja þrjú
ykkar sem voruð með okkur á
ferð þarna í hlýindunum, en um
leið eru þetta ljúfar minningar
sem lifa með okkur áfram.
Megi ferðalag þitt áfram til
ljóssins verða án hindrana og
megi minningin um þig áfram lifa
hjá okkur. Bless elsku amma.
Þórey Gísladóttir.