Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020
✝ Ásdís Sveins-dóttir fæddist
29. júní 1936 í
Bakkagerði Borg-
arfirði eystra. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnu-
hlíð 26. mars 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Sveinn
Guðmundsson,
bóndi, f. 18.5. 1899,
d. 1.10. 1978, og
Ragnhildur Jónsdóttir, hús-
freyja, f. 5.9. 1903, d. 26.10.
1972.
Sveinn og Ragnhildur eign-
uðust átta börn, en sjö þeirra
komust á legg. Þau eru Þór-
halla, f. 1931, d. 2019, Bjarni, f.
1932, Jón, f. 1933, d. 2009, Árni
Björgvin, f. 1934, d. 2012, Svein-
hildur, f. 1940, og Guðmundur,
f. 1943.
Ásdís giftist Guðmundi
Ágústi Kristjánssyni frá Ísafirði
30.11. 1958. Börn þeirra eru: 1)
Sveinn, f. 26.2. 1958. Börn hans
og Arnbjargar Sveinsdóttur
eru: a) Hjördís Lilja, f. 1993, í
sambúð með Arinbirni Rögn-
valdssyni og eiga þau Adrían
Brynjar, f. 2015; og b) Lena
Dröfn, f. 1999. Í sambandi með
Árna B. Þorvarðarsyni. 2)
Hrönn, f. 6.12. 1959, gift Hirti B.
Jónssyni. Börn þeirra eru: a)
Guðmundur Ágúst, f. 1989, í
sambandi með Hannah Camille.
Börn hans frá fyrri samböndum
eru Gullveig Katrín, f. 2009, og
Böðvar, f. 2012. c) Ester Ýr, f.
1993, í sambúð með Sigurði Þór
Friðþórsson
Árið 1993 bættist í hóp Ásdís-
ar og Guðmundar fjölskylda frá
Bosníu sem hóf búsetu hér á
landi. Þeim var tekið opnum
örmum og bættust sjálfkrafa í
systkinahópinn. Nöfn þeirra eru
a) Katica Munetic. Börn hennar
og Zvjezdan Jovisic eru a) Mo-
nika, f. 1996, gift Neand Srdic.
Barn þeirra er Tara, f. 2018, og
b) Sara, f. 2001. b) Zvjezdan
Jovisic, giftur Ragnhildi Jóns-
dóttur og saman eiga þau Maríu
Rós, f. 2013, og fyrir á Ragnhild-
ur Söndru Björt, f. 1997, og Ísak
Mána, f. 2001 c) Srdjan Jovisic,
giftur Dragana Jovisic. Börn
þeirra eru Íva, f. 2008, og Adrí-
an, f. 2011.
Ásdís hlaut hefðbundna
menntun og var í húsmæðra-
skólanum á Löngumýri veturinn
1953-1954. Í gegnum tíðina vann
hún ýmis störf, síðast sem ritari
á Blóðrannsókn Landspítalans
þar til hún hætti störfum sökum
aldurs. Eftir að Ásdís missti
heilsuna dvaldist hún í Roðasöl-
um og síðast á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þar
sem hún lést.
Útför Ásdísar fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 3. apríl
2020, klukkan 13.
Hákon, f. 1978, gift-
ur Eyrúnu Hafþórs-
dóttur og eiga þau
Emmu Hrönn, f.
2005, og Jóel Kára,
f. 2013. b) Hrafn-
hildur Hlín, f. 1984,
gift Árna Má Har-
aldssyni og eiga
þau Emblu Guð-
laugu, f. 2012, og
Kolfinnu Láru, f.
2017. c) Sigurhanna
Björg, f. 1993, í sambandi með
Óskari Loga Sigurðssyni. Sonur
hennar frá fyrra sambandi er
Hjörtur Gauti Geirsson, f. 2016.
3) Þórhalla Guðmundsdóttir, f.
2.3. 1961, gift Þórhalli Tryggva-
syni. Börn þeirra eru a)
Tryggvi, f. 1982. Börn hans og
Ellenar Sigurjónsdóttur eru
Þórhallur, f. 2005, og Heiða
Mjöll, f. 2007. b) Ásdís, f. 1984,
sonur hennar og Stefáns Ragn-
arssonar er Stefán Sölvi, f. 2005.
c) Ísak, f. 1990, í sambúð með
Hrafnhildi Snæbjörnsdóttur og
eiga þau Jökul Hrafn, f. 2019. 4)
Böðvar, f. 28.4. 1965, giftur
Nönnu Sif Gísladóttur. Börn
þeirra eru a) Gísli Rúnar, f.
1988, í sambúð með Kristrúnu
Kristmundsdóttur, barn þeirra
er Karen Lea, f. 2018. Dóttir
Gísla Rúnars og Söndru Sigurð-
ardóttur er Eva Sif, f. 2008. b)
Í miðjum kórónuveirufaraldri
kvaddi mamma. Hún lést í svefni
snemma morguns 26. mars á
Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
friðsæl og sátt.
Hún er komin á vit annarra æv-
intýra og sé ég fyrir mér að þau
séu á þessa leið: Mamma og pabbi
að hittast eftir 14 ára aðskilnað.
Pabbi: „Loksins ertu komin, elsku
Didda mín.“ Mamma: „Já, Gummi
minn, nú er ég komin til þín.“
Mjög líklega hefur hún einnig
spurt „hvar er systir sæl?“
Nokkrum dögum áður hringdi
ég til að athuga með líðan hennar
þar sem heimsóknabann ríkti.
Mamma hreint ljómaði við að
heyra röddina í mér og brosti að
sögn starfsmanns. Þegar ég
kvaddi sagði ég eitthvað á þessa
leið. „Mamma mín, bráðum kem
ég í heimsókn og þá getum við
faðmað hvor aðra og knúsast og
fengið okkur kaffi í litlu stofunni.“
Hún svaraði með stóru brosi á vör
„já, Þórhalla mín“ og faðmaði svo
starfsmanninn sem hélt á síman-
um. Þetta lýsir svo hennar kar-
akter.
Mamma hét Ásdís og var kölluð
Didda af sínum nánustu ættingj-
um og vinum. Hún fæddist á bæn-
um Hól á Borgarfirði eystra 29.
júní 1936. Í uppvexti sínum drakk
hún í sig fegurð fjallanna og kraft-
inn sem þar býr. Hún var dugleg
til vinnu og lífsglöð. Það sýndi hún
og sannaði með lífshlaupi sínu.
Hún var vinamörg og vel liðin á
öllum vígstöðvum.
Eftir barnaskólagöngu tóku við
hefðbundin störf til sjávar og
sveita og þegar mamma fór í Hús-
mæðraskólann á Löngumýri ung
að aldri fór lífið í lit. Þar kynntist
hún sínum nánustu vinkonum og
hafa þær fylgst að alla tíð. Í
Reykjavík kynntist mamma
pabba og tel ég að það hafi verið
ást við fyrstu sýn. Pabbi var fljót-
ur að gera hosur sínar grænar
fyrir mömmu sem féll kylliflöt fyr-
ir sætasta stráknum á svæðinu.
Fljótlega hófu þau búskap, börnin
komu eitt af öðru inni í líf þeirra
og við systkinin áttum góða og
ástríka æsku. Samstaða þeirra og
vinátta fylgdi þeim alla tíð í þeirra
hjúskap og þegar Júkkarnir okk-
ar bættust í fjölskylduna sáum við
hvað þau voru samstiga í kærleik-
anum til þeirra. Þegar pabbi dó
2006 eftir stutt en erfið veikindi
var aðdáunarvert hvað mamma
var sterk þó að oft mætti sjá tár í
augum og mikla eftirsjá. Styrk-
leiki mömmu kom vel fram þar og
hún ákvað að horfa á björtu hlið-
arnar og lifa lífinu fallega.
Mamma var óhrædd við að
segja skoðun sína á líflegan hátt.
Ást og umhyggju átti hún nóg af
og stór hópur átti sæti í hennar
hjarta. Hún var afskaplega stolt
af fólkinu sínu sem telur um 50
manns í dag. Hún var alltaf reiðu-
búin og til taks ef ske kynni að
hún gæti hjálpað til á einhvern
hátt hvort sem það var hjá okkur
börnunum sínum eða barnabörn-
unum.
Það var einstakur þráður á
milli okkar mæðgna og var hún
stór partur hjá okkur Þórhalli
mínum og börnum. Alltaf með
hjartað á réttum stað hún mútta
mín eins og ég iðulega kallaði
hana.
Ást, tryggð, gleði, dugnaður,
jákvæðni, hjálpsemi og orka eru
þau orð sem mér finnst lýsa
mömmu best. Því mamma var
ekki bara mamma. Hún var bara
svo miklu miklu meira.
Elsku mútta mín, hvíldu í friði
og takk ástsamlega fyrir allt. Þú
átt svo stóran stað í hjarta mínu.
Þín
Þórhalla.
Elsku mamma mín, nú ertu far-
in, búin að kveðja þessa jarðvist.
Þegar ég sit hér og hugsa til þín er
mér efst í huga þakklæti. Þakk-
læti fyrir allt sem þú gerðir fyrir
mig og mína í gegnum tíðina.
Þakklæti fyrir þann kærleika og
hlýju sem þú sýndir okkur öllum.
Þakklæti fyrir gleðina og húmor-
inn sem þú bjóst yfir. Þakklæti
fyrir það að sjá þann kærleika og
virðingu sem þið pabbi báruð allt-
af hvort til annars.
Systrasambandið ykkar Höllu
frænku og ekki síður ykkar Eyju
frænku, alltaf var svo mikil gleði
og fjör þegar þið voruð saman.
Einnig það skemmtilega samband
sem þið Bjarni bróðir þinn áttuð
alla tíð. Ég er ótrúlega þakklát
fyrir þá tryggð og væntumþykju
sem systkini þín sýndu þér, sér-
staklega eftir að pabbi dó. Það var
alveg ómetanlegt.
Margs er að minnast á langri
ævi en ekki ætla ég að rekja það
hér heldur eiga þær minningar í
hjarta mínu. Þó langar mig að
nefna nokkur atriði. Þótt þú hafir
verið mjög félagslynd og haft
gaman af því að bjóða til veislu og
vera innan um fólk vildirðu ekki
vera miðpunkturinn. Þú vildir
ekkert tilstand fyrir þig þótt þú
ættir afmæli. Samt gastu alveg
staðið fyrir stórum afmælis-
veislum fyrir hann pabba.
Ég man þegar þú varðst átt-
ræð, þá baðstu mig fyrir alla muni
að koma í veg fyrir að hún Þór-
halla (systir mín) væri með eitt-
hvert vesen, þú ætlaðir ekki að
hafa neitt afmæli. Það tókst að
vísu ekki en dagurinn þinn var
yndislegur og þú naust hans með
þínu allra besta fólki, fjölskyldu
og vinum.
Og nú getum við yljað okkur
við þær minningar og skoðað allar
skemmtilegu myndirnar sem
teknar voru á þessum degi.
Ekki var síðri sú samvera sem
við systkinin áttum með þér er við
dvöldum eina helgi uppi í Gríms-
borgum í tengslum við afmælið
þitt. Þar var mikið talað og marg-
ar sögur sagðar, hlegið, borðað og
skálað fyrir þér. Þá vorum við viss
um að þú yrðir 100 ára, en þú
baðst eiginlega guð að forða þér
og okkur frá því.
Ég man að þú sagðir oft við mig
að þú óskaðir þess innilega að þú
þyrftir ekki að veslast upp í mörg
ár heldur fengir að deyja í svefni.
Það er ekki hægt að segja ann-
að en að þú hafir fengið ósk þína
uppfyllta, því morguninn 26. mars
vaknaðir þú ekki, en varst lögð af
stað í ferðalagið mikla þegar að
var komið og laus við þann sjúk-
dóm sem var búinn að hrjá þig síð-
ustu þrjú árin rúmlega.
Ég trúi því að það hafi orðið
fagnaðarfundir þegar þú komst í
Sumarlandið því himinninn varð
heiðskír og bjartur þennan morg-
un þegar ég kom í bæinn. Ég er
viss um að þið pabbi hafið tekið
dansspor þegar þú mættir. Ég vil
trúa því.
Hvíldu í friði elsku mamma mín
og takk fyrir allt og allt.
Þú genginn ert hugglöð á frelsarans fund
og fagnar með útvaldra skara
Þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himninum á
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún).
Hrönn Guðmundsdóttir.
Elsku amma mín. Þótt ég viti
að þú sért komin á betri stað þá er
samt rosalega erfitt að kveðja.
Söknuður og sorg skjótast upp
í hugann en maður reynir að bæla
þær tilfinningar niður með góðum
og fallegum minningum. Minning-
arnar eru endalausar og skemmti-
legar en mig langar frekar að nota
þennan stutta texta til að þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig.
Takk fyrir alla ástina, takk fyr-
ir hlýjuna, takk fyrir umburðar-
lyndið og þolinmæðina, takk fyrir
ævintýrin, takk fyrir að vera alltaf
til staðar þegar ég þurfti þess og
takk fyrir að vera hin fullkomna
amma fyrir mig.
Ég elska þig amma mín. Hvíldu
í friði og kysstu afa frá mér, þið
bæði munuð lifa í hjarta mínu allt-
af.
Ísak.
Elsku amma. Þakklæti er mér
efst í huga þegar ég sest niður og
rifja upp allt það sem lífið gaf okk-
ur saman. Ég er þakklát fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum sam-
an, ég er þakklát fyrir skötu-
veislurnar, ég er þakklát fyrir
stuðninginn, knúsin og hlýjuna en
ég er líka þakklát fyrir hvernig þú
fékkst að yfirgefa þessa veröld.
Þú fórst að sofa í nýstraujuðum
náttkjól og fórst til afa þá nótt.
Áður en þú veiktist og mundir
enn eftir öllu sátum við saman í
stofunni í Blásölum að ræða um
lífið.
Ég var að segja þér hvernig allt
gengi fyrir sig í nútímasamfélagi
og þú fræddir mig um hvernig líf-
ið var þegar þú varst ung og varst
að koma undir þig fótunum. Svo
fórstu að hlæja og sagðir: „Að
hugsa sér Habba, þú átt þetta allt
eftir.
Ég væri til í að gera þetta allt
aftur.“ Ég man að ég hugsaði: vá,
ef þetta er ekki vottur um gott líf
þá veit ég ekki hvað það er.
Þú áttir nefnilega gott líf. Og á
sama tíma skapaðir þú gott líf fyr-
ir alla í kring um þig. Það er
stærsta gjöf sem hægt er að gefa,
að gefa einhverjum gott líf. Þú
áttir góðan eiginmann, elsku
besta afa minn, fjögur heilbrigð
og samheldin börn og ansi mörg
barnabörn og barnabarnabörn.
Þú stoppaðir ekki þar, alls ekki.
Heldur opnaðir þú arma þína fyr-
ir fleiri börnum sem við erum svo
heppin að fá að kalla frænkur og
frændur í dag.
Fyrir þér var þetta að vera rík-
ur, og það er það fyrir mér líka.
Þú kenndir okkur nefnilega að
fjölskyldan er það mikilvægasta í
lífi okkar og henni verður að sinna
af ást og alúð.
Takk amma, takk fyrir að hafa
alltaf verið til staðar fyrir okkur
öll. Þín verður sárt saknað alla
daga alltaf en minningu þinni
verður haldið á lofti enn lengur.
Þitt barnabarn,
Hrafnhildur Hlín.
Elsku amma mín. Það er alltaf
svo sárt að kveðja en nú er afi bú-
inn að fá þig til sín.
Undanfarna daga hafa hellst
yfir mig allar fallegu minningarn-
ar okkar og þakklæti fyrir að hafa
fengið að hafa þig í lífi mínu svona
lengi. Frá því ég var nokkurra
klukkustunda gömul hefur þú um-
vafið mig væntumþykju þinni,
visku og faðmlögum. Við vorum
svo miklar vinkonur og mun ég
ávallt minnast þín sem bestu
ömmu og bestu vinkonu í heim-
inum.
Þú áttir svo mikinn þátt í að
móta mig að þeirri manneskju
sem ég er í dag. Kenndir mér að
láta rödd mína heyrast og standa
með sjálfri mér.
Þú kenndir mér líka vinnusemi
því alltaf vorum við eitthvað að
bardúsa saman, gróðursetja fræ
og blóm, vefja körfur eða hvað
sem okkur datt í hug. Þú varst nú
samt fljót að gefast upp á að
kenna mér að prjóna og sagðir
mér í guðanna bænum að halda
mig bara við baksturinn í staðinn.
Þú hafðir líka rétt fyrir þér;
prjónarnir voru ekki mín sterk-
asta hlið en ég hef náð tökum á að
gera pönnsurnar þínar.
Við vorum alltaf svo montnar
með að ég hafi verið skírð í höf-
uðið á þér og notuðum hvert tæki-
færi til að botna eða byrja setn-
ingar á „við nöfnur“. Þú trúðir
heldur aldrei neinu slæmu upp á
nöfnu þína mig og er mér svo
minnisstætt að heyra „hún nafna
mín myndi sko aldrei …“ því ég
var litli engillinn þinn. En núna
ert þú minn engill, elsku amma.
Hvíldu í friði yndislega amma
mín og knúsaðu afa. Þú átt alltaf
ömmustaðinn þinn í hjarta mínu.
Ásdís Þórhallsdóttir.
Kær vinkona er fallin frá, elsku
Didda okkar. Við viljum kveðja
þig og þakka þér fyrir öll árin og
allar góðar samverustundir. Oft
var glatt á hjalla hjá okkur skóla-
systrum.
Guð gefi þér góða heimkomu í
sumarlandið. Börnum þínum og
öðrum ættingjum sendum við
samúðarkveðjur.
Ég bið guð að gæta mín,
góða anda að hugga mig.
Sama ósk er eins til þín,
Almættið það sjái um þig.
(Leifur Eiríksson)
Rannveig Leifsdóttir,
Sigríður Steingrímsdóttir.
Ásdís Sveinsdóttir
Þeir voru kallaðir
Bibbi og Gági. Svo
sjálfsögð þótti mér
þessi viðurnefni
Birgis föðurbróður míns og Stef-
áns pabba míns að ég vissi ekki
fyrr en seint og um síðir hvernig
þau voru tilkomin, vegna þess
hvernig Bibbi sagði nafnið sitt
sem barn og pabbi sagðist vera
„strákur“. Þeir voru eins og ólík
tilbrigði við sama manninn.
Pabbi var hrjúfari en Bibbi,
meira „túff“ - það var orð sem
hann notaði sjálfur. Aldrei heyrði
ég þá rífast, né heldur heyrði ég
styggðaryrði ganga á milli for-
eldra þeirra. Bibbi hafði gaman af
að segja frá. Ég sé hann fyrir mér
á Hrafnagilsstræti 6 á Akureyri í
miðri sögu og hann hlær dátt. Ég
man hljómblæ í rödd hans í sam-
tali sem við áttum á skrifstofu
hans við Grensásveg þegar hann
var að fylla út skattaskýrsluna
fyrir mig. Skrifstofa Bibba var
ævintýraleg, börnin mín léku sér
á ritvél á meðan Bibbi réði í heim
talna og svo gat hann lengi vel
fundið skíði á börnin í draslinu.
Samræðurnar leiddust eitthvað
Birgir Steingrímur
Hermannsson
✝ Birgir Stein-grímur Her-
mannsson fæddist
8. desember 1940.
Hann lést 21. mars
2020.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
af leið, það var alltaf
gaman að tala við
Bibba. Ein setning
með ákveðnu tón-
falli getur sagt svo
mikið um eina
manneskju. Tónfall-
ið sem festist í minni
mínu segir sögu um
mann sem ætíð trúir
því besta upp á alla
og verður fyrir ein-
lægum vonbrigðum
ef annað kemur upp. Mann sem
fellur ekki í gryfju neinnar vand-
lætingar eða harðra dóma og veit
hið betra í manneskjunni vera al-
menna reglu.
Ég man þögnina í símann þeg-
ar ég hringdi í Bibba til að segja
honum að pabbi væri dáinn.
Taugin á milli þeirra hefur verið
sterk, enginn er skyldari manni
en systkini manns. Menningin í
þeim var sterk, óbrotin og heil-
steypt, norðanmenning eins og
hún gerist best. Ég átti samtal við
Bibba ekki alls fyrir löngu um
skíðaskálann í Hlíðarfjalli. Hann
hafði sem barn að aldri átt þátt í
að taka í sundur spýtu fyrir spýtu
hús sem Guðmundur Hannesson,
langafi minn í hina ættina, hafði
reist sem sjúkrahús, flytja það
upp í fjall á opnum vörubíl og
endurbyggja sem skíðaskála. Í
frásögn Bibba hljómaði þetta
ótrúlega skemmtilegt. Í framhjá-
hlaupi nefndi hann að mál manna
væri að reimt væri í skálanum og
böndin beindust að afa mínum og
alnafna. Bibbi sagði frá þessu án
þess að uppveðrast en þó án þess
að gera lítið úr. Velviljað af-
skiptaleysi í trúmálum var að ég
held kúltúrinn sem hann ólst upp
við. Ég hef heyrt svipaðar sögur
af Hrafnagilsstræti 6, húsi afa og
ömmu. Aldrei hef ég orðið var við
neitt á undanförnum árum þegar
ég hef dvalist þar. Þau voru sátt
fólk og jafnvel þótt þau líti til með
húsum er á ferð sami andi og ein-
kenndi Bibba. Þó tók ég að bræða
með mér í síðasta mánuði hvort til
væru göt í tímann og að í gegnum
þau bærust hljóð. Tilefnið var að
ég sat í stofu þessa húss þegar ég
heyrði afa minn snýta sér hraust-
lega inni á litla baðherbergi. Ég
hafði ekki heyrt þetta hljóð í
marga áratugi. En hví skyldu hús
ekki hafa minni eins og mann-
eskjur? Minnið geymir smáatriði
eins og hljómblæ raddar og hlát-
ur og það heldur áfram að miðla
því sem er mest um vert: Ljúfri
lund og manngæsku. Þannig man
ég Bibba.
Ég votta fjölskyldunni samúð
mína.
Hermann Stefánsson.
Kynni okkar Birgis hófust þeg-
ar við urðum sambekkingar í 4.
bekk stærðfræðideildar MA
haustið 1957.
Hann átti heima rétt hjá
heimavistinni og við sem bjugg-
um þar nutum þess að hann kom
þangað tíðum til skrafs og ráða-
gerða, bæði um námið og einnig
allt mögulegt annað sem mótaði
og þroskaði okkur ekki síður en
það sem við lærðum í skólanum.
Þá var oft stutt í þann hlátur
sem fylgir græskulausu gamni.
Hann skaraði fram úr í íþróttum
og var m.a. fremstur í sigursælu
blakliði bekkjarins.
Þar áttum við reyndar ekki
samleið en ég dáðist að því hvern-
ig hann nýtti færin og kom bolt-
anum á réttan stað fyrirhafnarlít-
ið og jafnvel með hógværð að því
er virtist.
Ljúft er að minnast foreldra
Birgis, Hermanns og Þórhildar,
sem voru íþróttakennarar við
skólann og komu fram við nem-
endur af hlýju og elskusemi.
Eftir að við fögnuðum 10 ára
stúdentsafmæli vorum við skip-
aðir, ásamt fleira góðu fólki, í
nefnd sem skyldi annast undir-
búning að næstu bekkjarhátíð.
Birgir tók að sér formennsku í
þeirri nefnd sem hefur síðan und-
irbúið alla þá samfundi og hátíðir
sem árgangurinn hefur staðið að.
„Eilífðarnefnd“ var nafnið sem
festist við þennan hóp og þar nut-
um við þeirra eðliskosta Birgis
sem birtust í leikstíl hans í blak-
inu forðum.
Á fundum nefndarinnar voru
öll mál leyst með útsjónarsemi,
lipurð og gleði og þar spíruðu þau
fræ sem sáð var með fyrstu kynn-
um og urðu að ævilangri vináttu.
Ég þáði ráð hans um bókhalds-
og skattamál sem veitt voru af
miklu örlæti og oftar en ekki
fylgdi skemmtisaga af þeim vett-
vangi þegar mál höfðu verið leyst.
Nú er Birgir kominn á lendur
eilífðarinnar eftir nokkurra ára
glímu við erfið veikindi og fyrir
hönd árgangsins og maka bið ég
Elvu og fjölskyldunni allri bless-
unar guðs og kveð þennan góða
dreng með þakklæti og söknuði.
Helgi Hafliðason.