Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020
um prestastefnu: „Biskup Íslands
boðar til almennrar prestastefnu og
er forseti hennar. Á prestastefnu
eiga setu og atkvæðisrétt vígslu-
biskupar og allir starfandi þjóð-
kirkjuprestar skv. 33. gr., svo og
fastir kennarar guðfræðideildar Há-
skóla Íslands með guðfræði-
menntun og guðfræðingar sem
gegna föstum störfum á vegum
þjóðkirkjunnar. Aðrir prestar og
guðfræðingar eiga rétt til fundar-
setu með málfrelsi og tillögurétti
enda séu þeir innan safnaða er
starfa á játningargrundvelli evang-
elísk-lúterskrar kirkju.
Á prestastefnu skal fjalla um mál-
efni prestastéttarinnar svo og önnur
kirkjuleg málefni. Prestastefna hef-
ur tillögu- og umsagnarrétt um mál
er varða kenningu kirkjunnar og
helgisiði og annars heyra undir
biskup og kirkjuþing.
Venjulega sitja um eitt hundrað
manns prestastefnuna ár hvert. Oft-
ast er hún haldin í Reykjavík en
inni á milli eru fundirnir haldnir á
landsbyggðinni.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig-
urðardóttir, hefur tilkynnt að fyrir-
huguð prestastefna 2020, sem halda
átti í Reykjavík dagana 28.-30. apríl,
verði felld niður í ljósi kórónu-
faraldursins sem nú geisar og hugs-
anlegrar framlengingar á samkomu-
banninu. Því verður engin
prestastefna haldin í ár og sú næsta
verður að óbreyttu haldin 2021.
Prestastefnan er ævagömul í sög-
unni, hefur verið haldin allt frá 12.
öld, eða í meira en 800 ár. Er því
um að ræða eitt elsta samkomuhald
Íslandssögunnar. Um þetta má lesa
í Biskupasögum fornsagnanna, seg-
ir sr. Hreinn Hákonarson, sérfræð-
ingur á Biskupsstofu. Voru stefn-
urnar haldnar meðfram Alþingi
hinu forna á Þingvöllum. Fá eða
engin dæmi eru um að prestar hafi
þurft að fresta árlegum fundum sín-
um eins og nú hefur gerst.
Í lögum um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar segir svo
Morgunblaðið/Eggert
Prestastefna Það verður ekki fyrr en á næsta ári sem prestar og annað kirkjunnar fólk koma saman á prestastefnu.
Prestastefnan fellur niður í lok apríl vegna kórónuveirunnar Hefur verið haldin frá því á 12. öld
Enginn „hittingur“ hjá prestum í ár
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Í dag eru 100 ár liðin frá því að bak-
aríið Sandholt við Laugaveg í
Reykjavík tók til starfa. „Við ætlum
að gefa eitt hundrað brauð í tilefni
dagsins,“ segir Ásgeir Sandholt bak-
arameistari sem nú rekur bakaríið.
Ekki eru mörg fyrirtæki á Íslandi
sem náð hafa jafnháum aldri og
Sandholt, hvað þá að þau hafi alla tíð
verið í eigu og rekstri sömu fjölskyld-
unnar. Það var Stefán Sandholt
(1886-1953) sem hóf starfsemina árið
1920 í félagi við Guðmund Ólafsson
(1892-1950) í húsnæði við Laugaveg
42. Hét bakaríið þá og lengi síðar G.
Ólafsson & Sandholt.
Í hjarta bæjarins
Árið 1922 var bakaríið flutt yfir
götuna í nýbyggt steinhús, Laugaveg
36, glæsilegt stórhýsi þar sem starf-
semin er enn. Bjuggu fjölskyldur eig-
endanna hvor á sinni hæðinni fyrir of-
an bakaríið. Eftir lát Guðmundar tók
Sandholts-fjölskyldan ein við rekstr-
inum. Nú er það rekið undir nafninu
Sandholt.
Sama ár og Stefán og Guðmundur
stofnuðu bakaríið voru þeir aðal-
hvatamenn að stofnun Bakarameist-
arafélags Reykjavíkur og voru í fylk-
ingarbrjósti þess félags um langt
árabil, en Stefán var lengi formaður
félagsins. Guðmundur var formaður
Sambands bakarameistara, sem var
innkaupafélag þeirra.
Stefán Sandholt hafði lært bakara-
iðn á Ísafirði. Kökugerð lærði hann
svo í Túnsberg í Noregi. Til Noregs
sótti hann einnig konu sína, Jenny
Christiensen. Þau fluttu til Íslands,
stofnuðu heimili og eignuðust sjö
börn og er mikill ættbogi frá þeim
kominn. Áður en Stefán stofnaði bak-
aríið vann hann m.a. í Björnsbakaríi
og hjá Alþýðubrauðgerðinni í
Reykjavík. Sonur hans Ásgeir J.
Sandholt (1913-2003) tók við bak-
aríinu eftir lát föður síns, þá sonar-
sonurinn Stefán Harald Sandholt (f.
1945) og loks fjórði ættliðurinn, son-
arsonarsonurinn Ásgeir Sandholt (f.
1976).
Gríðarlegar breytingar hafa orðið á
tækni og búnaði í bakaríum á þeirri
öld sem liðin er frá opnun Sandholts-
bakarís. Upphaflega var allt hnoðað í
höndunum. Deigið var pumpað með
handafli og var haft á orði að varla
gætu aðrir en hraustustu menn og fíl-
efldir gert þetta að atvinnu sinni.
Bakarinn þurfti að taka á móti og
lyfta 100 kg rúgmjölspokum og var
enginn búnaður til að létta verkið.
Fram að seinna stríði notaði bakaríið
kolaofn en þá var skipt yfir í rafmagn.
Með krónum og tíeyringum
Skemmtileg saga er um byggingu
hússins við Laugaveg. Þeir Sefán
Sandholt og Guðmundur Ólafsson
greiddu alla reikninga byggingar-
meistarans í reiðufé, krónum og
tíeyringum. Þeir voru ekkert að því
að láta reikningana fara í gegnum
banka heldur borguðu bara með pen-
ingum sem inn komu fyrir brauð og
kökur.
Voru á 14 stöðum í borginni
„Fyrr á árum var bakaríið með
útibú um allan bæ,“ segir Ásgeir.
Þegar umsvifin voru sem mest var
það með útsölustaði á fjórtán stöðum
í Reykjavík. Var ekið með brauðin og
kökurnar frá bakaríinu á Laugavegi á
staðina. Notaður var bíll í eigu bak-
arísins og einnig fór sendisveinn á
reiðhjóli á milli útibúanna. Ásgeir
segist hafa tekið ákvörðun um það að
halda sig við Laugaveginn einan þeg-
ar hann tók við fyrirtækinu, enda
varla hægt að hugsa sér betri stað-
setningu í hjarta bæjarsins. Við-
skiptavinir kaupa sér þar ekki aðeins
brauð og bakkelsi til að taka með
heim heldur er þar einnig kaffistofa
sem nýtur vinsælda. Þá sinnir Sand-
holt veisluþjónustu fyrir fjölskyldur
og fyrirtæki. Einnig rekur bakaríið
netverslun.
Sandholtsbakarí hundrað ára í dag
Gefa viðskiptavinum eitt hundrað brauð í tilefni dagsins Fjölskyldufyrirtæki alla tíð Fjórar
kynslóðir bakara hafa rekið starfsemina Brauð, kökur, kaffihús, veisluþjónusta og netverslun
Ljósmynd/Sandholtsbakarí/Karl Petersson
Kynslóðir Stefán Sandholt (t.h.), Ásgeir og Emil Sandholt sem kannski tekur við seinna.
Ljósmynd/Sandholtsbakarí
Sandholt Margir leggja leið sína í bakaríð sem lengi hefur sett sterkan svip á Laugaveginn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölskyldufyrirtæki Ásgeir Sandholt bakarameistari rekur nú Sandholtsbakarí. Langafi hans stofnaði það 1920.