Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 15
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Faraldur „Mikilvægast að vernda þá sem eru eldri en 60 ára eða með undirliggjandi sjúkdóma.“
Veröldin er að takast
á við alvarlegan heims-
faraldur sem sér ekki
fyrir endann á. Við á Ís-
landi erum að mörgu
leyti heppin, enda með
frábært heilbrigðis-
starfsfólk og gott
stjórnunarteymi sem
greip fljótt inn í ferlið.
En hvenær mun þetta
taka enda? Því miður
virðast teikn á lofti um að við munum
eiga í átökum við veiruna í marga
mánuði í viðbót.
Samkvæmt nýjustu skýrslu
Imperial College 30. mars sl. um
stöðu COVID-19 sýkinga í Evrópu er
áætlað að einungis 4,9% þýðisins hafi
sýkst af veirunni. Vitað er að veiran
er mjög smitandi og hún mun því
breiðast út þar til nægilega stór hóp-
ur hefur sýkst (hjarðónæmi) ef bólu-
efni er ekki til. Til að hjarðónæmi
myndist er áætlað að um 60% þýðis-
ins þurfi að sýkjast, en hægt er að
lækka þessa tölu með ráðstöfunum
eins og handþvotti, halda fjarlægð,
samkomubanni o.s.frv. Með þessum
aðgerðum þurfa í besta falli 97.000
(27%) og í versta falli 216.000 (60%)
Íslendingar að sýkjast til að hjarð-
ónæmi myndist. Á covid.is eru stað-
fest smit rúmlega 1.200 þegar þetta
er skrifað og á milli 40 og 100 manns
sýkjast daglega. Það er ljóst að þetta
er vanáætlað þar sem einhverjir sýkt-
ir greinast ekki. Ef við gerum ráð fyr-
ir því og gefum okkur að 300 sýkist á
hverjum degi (ágiskun) þá tekur tæp-
lega eitt ár að mynda hjarðónæmi á
Íslandi ef við miðum við að 100.000
sýkta þurfi til þess.
Það eru þrjár mögulegar leiðir til
að klára faraldurinn:
a) Allar þjóðir ná að bæla niður
veiruna á sama tíma eins og
gerðist í SARS-faraldrinum
2003. Mjög ólíklegt er að þetta
takist m.t.t. útbreiðslu og smit-
hættu.
b) Leyfa veirunni að
ganga í gegn óá-
reittri og mynda
þar með hjarð-
ónæmi á sem styst-
um tíma. Þetta er
ekki góð leið þar
sem heilbrigð-
iskerfi munu ekki
geta ráðið við
ástandið og fleiri
munu deyja en ella.
c) Reyna að hemja út-
breiðslu veirunnar
þannig að til-
tölulega fáir séu sýktir í einu, t.d.
með útgöngubanni, smitrakn-
ingu o.s.frv. Þetta er sennilega
besta leiðin. Hins vegar fylgja
þessari leið ókostir, t.d. getur
tíðni smita blossað upp aftur eins
og gerðist í spænsku veikinni
1918 sem gekk yfir í þremur
bylgjum.
Sóttvarnalæknir og teymi hans
feta leið c, sem miðast við að hægja á
nýjum smitum þannig að heilbrigð-
iskerfið bugist ekki eins og því miður
hefur gerst, t.d. á Ítalíu. Þessar að-
gerðir hafa verið árangursríkar og
tekist hefur að hindra veldisvöxt
smita og erum við í línulegum vexti.
Það er þó ljóst að þessar aðgerðir
hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir
samfélagið og efnahag þjóðarinnar og
miklir hagsmunir í húfi, sérstaklega
ef þetta varir lengi.
Ef við gerum ráð fyrir að COVID
verði á kreiki í marga mánuði er til-
efni til að skoða hnitmiðaðar þjóð-
félagslegar takmarkanir sem taka til-
lit til áhættuþátta. Ef litið er á þá
einstaklinga sem veikjast mest, leggj-
ast inn á gjörgæslu eða deyja, þá eru
þetta að langmestu leyti eldri ein-
staklingar eða fólk með undirliggj-
andi sjúkdóma. Tölur frá Svíþjóð,
Ítalíu og Kína sýna þetta mjög vel.
Sem dæmi má nefna að 93,9% þeirra
sem hafa látist í Svíþjóð voru 60 ára
og eldri og aðeins einn einstaklingur
var yngri en 50 ára. Í fyrstu tölum frá
Kína var enginn sem lést yngri en 40
ára og langflestir eldri en 60 ára.
Þannig er mikilvægast að vernda þá
sem eru eldri en 60 ára eða með und-
irliggjandi sjúkdóma. Þetta er þegar
gert nokkuð vel hér á landi, en gera
mætti enn betur, til dæmis með því að
nota ávallt maska í návist þessara
einstaklinga og gæta ýtrustu sótt-
varna. Við erum þegar með aldurs-
tengdar aðgerðir að hluta hjá yngri
hópum þar sem grunnskólar eru opn-
ir, en e.t.v. mætti á réttum tíma-
punkti minnka takmarkanir hjá ungu
og hraustu fólki fyrst, til að halda
samfélaginu enn frekar gangandi,
enda er þetta ekki hópurinn (sér-
staklega fólk yngra en 40 ára) sem er
að lenda inni á gjörgæslu nema í und-
antekningartilfellum. Að sjálfsögðu
ætti að halda áfram lágmarks-
aðgerðum hjá öllum eins og hand-
þvotti o.s.frv. Þannig væri hægt að
vernda áhættuhópa, lágmarka sam-
félagslegan skaða og jafnframt
tryggja að heilbrigðiskerfið haldi
velli. Þetta þarf að gera varlega m.t.t.
stöðu sjúkrastofnana og hafa í huga
að um tvær vikur líða frá aðgerðum
þar til árangur sést.
Vissulega eru margir óvissuþættir
til staðar. Vonir standa til þess að
veiran veikist að kröftum um sum-
armánuðina, en þar sem um er að
ræða nýja veirutegund þá er það alls
óljóst. Bóluefni eru þegar í þróun, en
þau verða í besta falli tilbúin til notk-
unar í lok þessa árs. Það er óvíst
hversu margir hafa smitast og því
verður áhugavert að sjá niðurstöður
úr mótefnamælingum sem verða fá-
anlegar innan skamms. Vonandi hef-
ur stærri hluti af þýðinu sýkst en talið
er og ef svo er, þá klárast þessi vandi
fyrr en ella. Loks eiga Kári Stefáns-
son og hans fólk hjá íslenskri erfða-
greiningu hrós skilið fyrir sitt fram-
lag og verður spennandi að sjá
niðurstöður þeirra varðandi mismun-
andi genasamsetningu veirunnar.
E.t.v. er þar að finna svar við hvers
vegna sumir veikjast svo hastarlega
og aðrir ekki og jafnvel verður hægt
að nota þær niðurstöður til að þróa
bóluefni út frá stofnum sem valda
vægari einkennum.
Hvenær endar COVID-krísan?
Eftir Jón Ívar
Einarsson
» Teikn eru á lofti um
að COVID-19 muni
ekki hverfa sjónum í
bráð. Nauðsynlegt er að
skoða næstu skref m.t.t.
þess og aldurstengdra
áhættuþátta.
Jón Ívar Einarsson
Höfundur er læknir og prófessor við
læknadeild Harvard-háskóla.
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020
Viðbrögð vegna kór-
ónuveirunnar reyna
verulega á stjórnkerfi
einstakra ríkja og al-
þjóðakerfið. Samfélög
hafa á undraskömmum
tíma tekið á sig nýja
mynd. Hvaða breyt-
ingar verða varanlegar
kemur í ljós. Sagan mót-
ast mjög af áhrifum ein-
stakra stórviðburða. Við
lifum nú viðburð sem er stærri en
flestir aðrir.
Einstök atvik skilja eftir sig var-
anleg spor. Til dæmis var ákveðið árið
2006 að banna meiri vökva en 100 ml í
handfarangri í flugvélum eftir að
Bretar komu upp um hryðjuverkahóp
sem ætlaði að granda níu flugvélum
frá Heathrow á leið yfir Atlantshaf
með því að smygla fljótandi sprengi-
vökva um borð í þær.
Þá getur tekið langan tíma að vinda
ofan af ákvörðunum sem teknar eru í
neyð og eiga aðeins að gilda í nokkra
mánuði. Gjaldeyrishöft voru sett hér
til nokkurra mánaða haustið 2008 en
giltu í allt að 10 ár.
Ekki er að ástæðulausu varað við
að valdfrekir stjórnmálamenn, eins og
Viktor Orbán í Ungverjalandi, verði
tregir til að afsala sér veiruvöldum.
Með nýrri tækni er unnt að þrengja
að friðhelgi einkalífsins. Fylgjast má
með ferðum okkar og hverja við hitt-
um en einnig líkamlegri og andlegri
líðan. Upplýsingarnar má skrá í
gagnagrunn í varúðarskyni en einnig
til að hafa áhrif á hegðun okkar til
frambúðar.
Skilningur eða stuðningur við fjar-
kennslu hefur verið mismikill. Hvað
gerist nú þegar úrtölu-
menn ráða ekki lengur?
Breytist miðlun þekk-
ingar og skólastarf til
frambúðar?
Koma hnitmiðaðir
fjarfundir í stað spjall-
funda yfir kaffibolla?
Skila menn vinnu sinni
að heiman undir eftirliti
algríma?
Náin norræn
samvinna
Á Norðurlöndunum
hafa ríkisstjórnir valið mismunandi
leiðir til að hemja útbreiðslu veir-
unnar innan eigin landamæra. Inn-
byrðis hafa stjórnirnar hins vegar ná-
ið samband. Varnarmálaráðherrar
ríkjanna virkjuðu til dæmis „örugg-
an“ fjarfundabúnað sinn nú í mars.
Honum var komið á fót undir lok árs
2019 til að styrkja norræna varn-
arsamstarfið, NORDEFCO.
Þá efna norrænir utanríkisráð-
herrar til reglulegra samráðsfunda.
Utanríkisráðuneytin tóku upp náið
samstarf um borgaraþjónustu til að
auðvelda norrænum ríkisborgurum
að snúa til heimalands síns. Í fjar-
lægum löndum þjónar sendiráð eins
norræns ríkis öllum norrænum borg-
urum.
Sameiginleg reynsla af átökum við
veiruna hefur til þessa orðið til að
treysta samstarfsbönd Norður-
landanna. Þetta er ekki af því að sam-
starfið sé reist á hátimbruðu stjórn-
kerfi heldur vegna þess að það er
sveigjanlegt og hvílir á sameigin-
legum gildum réttar og lýðræðis.
Innan þess ríkir gagnkvæm virðing
og traust án tillits til þess hvort
stjórnir landanna séu til hægri eða
vinstri.
ESB í vanda
Það hriktir í stoðum Evrópusam-
bandsins. ESB er ósveigjanlegt,
reglufast og að hluta yfirþjóðlegt þótt
sá þáttur í skipulagi þess verði mátt-
lausari eftir því sem ríkisstjórnir nýta
fullveldisréttinn, hann er að sjálf-
sögðu ekki úr sögunni.
Opin landamæri og frjáls för fólks
hafa sett svip á Evrópusamstarfið
undanfarna áratugi. Til að sporna við
veirunni voru evrópskar ríkisstjórnir
hins vegar fljótar að loka landamær-
um og skella í lás. Þetta er í samræmi
við dagskipunina um að vera heima og
ekki fara út fyrir hússins dyr nema í
brýnum erindagjörðum.
Regluverk fjárlagastjórnar ESB
hefur vikið fyrir ákvörðunum stjórna
aðildarlandanna. Þær verða ekki
beittar refsingum fyrir að fjár-
lagahalli fari yfir 3% af vergri lands-
framleiðslu. Þá hefur Seðlabanki evr-
unnar ákveðið að dæla allt að 1.000
milljörðum evra inn í hagkerfi evru-
landanna.
Þjóðverjar, Finnar, Hollendingar
og Austurríkismenn standa gegn
kröfu Ítala, Frakka, Spánverja og sex
annarra evruríkja um „kórónuskulda-
bréf“, það er evru-skuldabréf, í reynd
ábyrgð Norður-Evrópuríkja á skuld-
um Suður-Evrópuríkja. Svipaðar
kröfur voru uppi fyrir um áratug
vegna skuldakreppunnar og stóðu
Þjóðverjar þá fast og einarðlega gegn
þeim og gera enn. Þykir þeim nóg um
að róið sé á þessi mið aftur núna. Nær
sé að huga að öðrum lausnum.
Þunginn að baki kröfu Ítala er mik-
ill. Ítalskir stjórnmálamenn birtu í
vikunni heilsíðu auglýsingu í þýska
blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeit-
ung þar sem sagði að sannaði ESB nú
ekki tilveru sína, hyrfi sambandið úr
sögunni. Voru Þjóðverjar hvattir til að
taka „rétta ákvörðun“ um „útgáfu
evruskuldabréfa“.
Kröfunum svara Þjóðverjar og
stuðningsþjóðir þeirra með því að
benda á Evrópska stöðugleikasjóðinn
(ESM). Þar geta aðþrengd evruríki
fengið fé að láni en yfirleitt með
ströngum skilyrðum um umbætur í
efnahagsstjórn sinni.
Kínverjar sækja fram
Lesendur Morgunblaðsins voru
þriðjudaginn 31. mars minntir á að
framkoma kínverskra stjórnvalda er
nú önnur en áður. Þau lögðu löngum
áherslu á hógværð í stað oflætis. Nú
stunda þau fjölþátta árásir.
Kínverska sendiráðið sendi rit-
stjórn Morgunblaðsins athugasemd
vegna skoðana í leiðara blaðsins um
ábyrgð kínverskra yfirvalda á út-
breiðslu kórónuveirunnar. Löng at-
hugasemd sendiráðsins hefst á orð-
unum: „Kína er ósátt við þessi
ummæli og andæfir þeim kröftug-
lega.“
Þetta þóttafulla kínverska viðhorf
birtist víðar en hér á landi. Í 2019 árs-
skýrslu sænsku öryggislögreglunnar
Säpo sem birt var fyrir viku segir til
dæmis að á árinu hafi orðið skýrara en
áður að Kínverjar hlutist til um
stjórnarskrárbundin grundvallarrétt-
indi í Svíþjóð. Dæmi séu um aðgerðir
erlendra ríkja til að grafa undan stöð-
ugleika í Svíþjóð. Þar standi fremstir
Rússar og Kínverjar. Svíar glími við
nýja og djúpstæða öryggisógn.
Að sendiráði sé beitt til að hafa
áhrif á efni leiðara dagblaðs í landi þar
sem prent- og skoðanafrelsi er stjórn-
arskrárvarið sýnir að ekki þarf að
leita til Svíþjóðar að dæmum um vax-
andi kínverskan þrýsting.
Rannsókn á vegum Southampton-
háskóla í Bretlandi leiðir í ljós að
hefðu Kínverjar gripið til aðgerða
gegn Covid-19 þremur vikum fyrr en
þeir gerðu hefði mátt fækka veiru-
tilvikum um 95%. Þótt kínversk yfir-
völd beri ekki ábyrgð á tilkomu veir-
unnar bera þau höfuðábyrgð á
útbreiðslu hennar og þar með heims-
faraldrinum.
Óvissa um Bandaríkin
Á alþjóðavettvangi sækja Kínverjar
fram sem risaveldi án þess að hafa átt
aðild að mótun og þróun alþjóðastofn-
ana sem urðu til að frumkvæði Banda-
ríkjamanna í lok síðari heimsstyrjald-
arinnar. Samþykktir þessara stofnana
vilja Kínverjar laga að eigin hags-
munum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
leggur ekki rækt við þessar stofnanir.
Hann talar þær frekar niður ef svo
ber undir. Skilgreining hans á hags-
munum Bandaríkjanna er persónu-
legri en forvera hans.
Þetta er óvenjuleg staða í heimi þar
sem jafnan hefur verið litið til forystu
Bandaríkjastjórnar þegar hættu ber
að höndum. Hafa má ólíkar skoðanir á
hvort þetta sé réttmætt viðhorf en það
hefur engu að síður verið viðmiðun. Sé
hún úr sögunni er um gífurlega breyt-
ingu að ræða með óljósum afleiðing-
um til langframa.
Eftir Björn
Bjarnason » Sagan mótast mjög
af áhrifum einstakra
stórviðburða. Við lifum
nú viðburð sem er
stærri en flestir aðrir.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra.
Áhrif veirunnar verða mikil og langvinn