Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Í samkomubanni getum við ekki tek- ið á móti gestum hingað í hús, en leit- um allra leiða til að halda vinnunni áfram við að undirbúa nýjar sýningar og einnig að færa þjóðinni lifandi efni þangað til við get- um aftur tekið á móti þeim í leik- húsinu,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóð- leikhússtjóri og nefnir í því sam- hengi Einleik- arann og Ljóð fyr- ir þjóð sem birt er alla virka daga á vef Þjóðleikhússins við góðar undir- tektir. Ásamt því sem sjónvarpsþætt- irnir Leiksýning verður til hafa fallið í kramið á KrakkaRúv. „Þessu til viðbótar langaði okkur að færa þjóðinni upplifanir sem eru nær leikhústöfrunum sem við upplifum í leikhúsinu sjálfu og fórum þá að skoða hvað væri til af uppteknum leiksýn- ingum sem áður hefur verið sent út. Niðurstaðan er sú að Þjóðleikhúsið býður, í samstarfi við RÚV, lands- mönnum til sannkallaðrar leikhús- veislu meðan samkomubannið stend- ur,“ segir Magnús Geir og vísar til að á laugardags- og sunnudagskvöldum í apríl kl. 19.30, þegar sýningar hefjast að jafnaði á sviðum Þjóðleikhússins, verða tjöldin dregin frá heima í stofu ef svo má segja. Mikilvægar sýningar „Á næstu vikum verða sýndar mik- ilvægar sýningar úr sögu leikhússins sem jafnframt eru margar af ástsæl- ustu leiksýningum síðustu ára,“ segir Magnús Geir. Leikhúsveislan hefst annað kvöld með sýningu á Í hjarta Hróa hattar frá árinu 2015. Í fram- haldinu verða sýndar upptökur af sýn- ingunum Hart í bak (2008), Granda- vegur 7 (1997), Þrek og tár (1995), Með fulla vasa af grjóti, (2000), Græna landið (2004), Englar alheimsins (2013) og Íslandsklukkan (2010) auk barnasýninganna Kuggur og leik- húsvélin (2015) og Litla skrímslið og stóra skrímslið (2011) sem sendar eru út kl. 14 um páskana. „Hápunktur þessarar miklu leikhúsveislu verður svo sumardaginn fyrsta, daginn sem við fögnum 70 ára afmæli Þjóðleik- hússins, þegar boðið verður upp á sýn- ingu á einni af rómuðustu sýningum Þjóðleikhússins, Sjálfstæðu fólki frá 2000 sem sýnd er í tveimur hlutum er nefnast Bjartur, Landnámsmaður Íslands og Ásta Sóllilja, Lífsblómið. Þéttara samstarf lykilstofnana Ýmsir rétthafar sem eiga rétt vegna endurflutnings verkanna ásamt RÚV og Þjóðleikhúsinu hafa gefið góðfúslegt leyfi sitt fyrir flutningi nú í samkomubanni,“ segir Magnús Geir og bendir á að sýningarnar fara fram á RÚV2 frá og með morgundeginum og verða svo endursýndar í dag- dagskrá RÚV og aðgengilegar áfram í spilara RÚV. Aðspurður segir Magnús Geir ekk- ert launungarmál að það sé mikill fengur að því að til séu upptökur hjá RÚV af sýningum Þjóðleikhússins mörg ár aftur í tímann. „Þetta er ótrú- legur fjársjóður sem þjóðin á saman. Ég mun gera mitt besta til að stuðla að því að þær sýningar Þjóðleikhúss- ins sem henta til upptöku verði skráð- ar með þessum hætti á komandi ár- um,“ segir Magnús Geir og ítrekar að Þjóðleikhúsið hafi alltaf átt í góðu samstarfi við RÚV. „Samstarf þess- ara öflugu kjölfestumenningarstofn- ana er orðið enn þéttara í yfirstand- andi samkomubanni og við erum með fleiri spennandi verkefni á teikniborð- inu sem gaman verður að kynna,“ seg- ir Magnús Geir. Listamannaspjall um sýningar Þess má að lokum geta að í tengslum við útsendingu leiksýning- anna tólf í apríl mun Þjóðleikhúsið birta á vef sínum og samfélagsmiðli listamannaspjall við einn eða fleiri að- standendur úr hverri uppfærslu á næstu dögum. Samtal við Gísla Örn Garðarsson og Láru Jóhönnu Jóns- dóttur um Í hjarta Hróa hattar ratar inn á vef leikhússins í dag. Í framhald- inu ræða Þórhallur Sigurðsson og Elva Ósk Ólafsdóttir um Hart í bak; Sigríður Margrét Guðmundsdóttir um Grandaveg 7; Ólafur Haukur Símonarson um Þrek og tár; Hilmir Snær Guðnason um Með fulla vasa af grjóti, Björn Thors um Græna landið, Ingvar E. Sigurðsson og Margrét Vil- hjálmsdóttir um Sjálfstætt fólk – Bjart og Kjartan Ragnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir um Sjálfstætt fólk – Ástu Sóllilju, Atli Rafn Sigurðarson, Þorleifur Örn Arn- arsson og Sólveig Arnarsdóttir um Engla alheimsins og Benedikt Erlingsson og Ilmur Kristjánsdóttir um Íslandsklukkuna. Leikhús heim í stofu Bjartur í Sumarhúsum Arnar Jónsson, Herdís Þorvaldsdóttir og Margrét Vilhjálmsdóttir í uppfærslu Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki frá 2000.  Leiksýningar heima í stofu á tímum samkomubanns  70 ára afmæli Þjóðleikhússins fagnað sumardaginn fyrsta Magnús Geir Þórðarson Forlagið hefur kynnt til sögunnar Leikinn, samfélagsmiðlasögu sem rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir skrifar, og verður einn kafli birtur á dag í 14 daga á facebookvef Forlags- ins. Leiknum er lýst sem hörku- spennandi samfélagsmiðlasögu og verða kaflarnir stundum birtir í heild sinni og stundum í tveim- ur færslum. Á facebooksíðu Lilju, „Lilja Sigurðardóttir Page“, verður hægt að lesa sög- una á ensku. Fyrsti hluti sögunnar var birtur í fyrradag og er á þennan veg: „Það var á þriðja degi í sóttkví sem Evu datt „Leikurinn“ í hug. Hún reis upp úr sófanum, þar sem við höfðum meira og minna legið í hálfgerðum doða yfir Netflix, og augu hennar lýstu á þennan skringi- lega máta sem ég óttaðist alltaf dá- lítið. „Ég er með hugmynd,“ sagði hún. Ég var fyrst með varann á mér því að innilokunin undanfarna daga hafði gert það að verkum að það var hálfgerður doði yfir hugsuninni og ég veit hvernig Eva getur farið með mig í hringi þegar ég er ekki í topp- formi til að eiga við stríðnina í henni. En þegar hún var búin að útskýra þetta var ég til. Þetta hljómaði bara skemmtilega. Leikurinn er þannig að Eva færir til eða felur einn hlut í húsinu á dag og þegar ég hef fundið hann útskýrir hún hvers vegna. Þetta hljómaði sem góð dægra- dvöl í innilokuninni. Eitthvað sem drægi mig allavega upp úr sófanum. Saklaust gaman. Eða það hélt ég.“ Lilja birtir kafla á dag á Facebook Leikurinn Kynningarmynd fyrir samfélagsmiðlasögu Lilju. Lilja Sigurðardóttir  Samfélagsmiðlasagan Leikurinn Bandaríski djasspíanistinn, kenn- arinn og tónskáldið Ellis Marsalis Jr. er látinn, 85 ára að aldri. Kórónu- veiran COVID-19 varð honum að aldurtila. Marsalis var faðir fjögurra bræðra sem hafa orðið þekktir í bandarísku djasslífi, ekki síst þeir Winston og Branford. Ellis Marsalis var lykilmaður í endurreisnarbylgju bandarískrar djasstónlistar á síð- ustu áratugum tuttugustu aldar, en auk þess að kenna sonum sínum sem einnig hafa orðið mikilvægir boð- berar tónlistarinnar, má meðal nem- enda hans telja Terence Blanchard, Donald Harrison Jr., og Harry Con- nick Jr. Þessir nemendur Marsalis hafa verið kall- aðir „Ungu ljón- in“. Ellis Marsalis kom áratugum saman reglulega fram í heimaborg sinni, New Or- leans, og var, eins og borgarstjórinn segir í minningarorðum: fyrirmynd þess sem átt er í dag við með orðunum „New Orleans jazz“. Margar plötur hafa komið út með leik hans og árið 2011 útnefndi Menningarstofnun Bandaríkjana þá Marsalis-feðga opinbera „djassmeistara“. Djassmeistarinn Ellis Marsalis allur Ellis Marsalis Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Myndabókin Egill spámaður eftir Lani Yamamoto og skáldsagan Villu- eyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirs- dóttur hafa verið tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir Íslands hönd. Upplýst var í gær að landsbundnar dómnefndir hefðu tilnefnt samtals 14 verk til verðlaunanna í ár, en sameig- inleg norræn dómnefnd velur vinn- ingshafa ársins og verða verðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Reykja- vík 27. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós og 350 þúsund danskar krónur, sem samsvarar um 7,3 milljónum ísl. kr. Frá Álandseyjum er tilnefnd skáldsagan Segraren eftir Karin Erlandsson. Frá Danmörku eru til- nefndar myndabækurnar Ud af det blå eftir Rebeccu Bach-Lauritsen sem Anna Margrethe Kjærgaard myndlýsir og Min øjesten eftir Merete Pryds Helle sem Helle Vibeke Jensen myndlýsir. Frá Finn- landi eru tilnefndar myndabækurnar Vi är Lajon! eftir Jens Mattsson sem Jenny Lucander myndlýsir og Sorsa Aaltonen ja lentämisen oireet eftir Veeru Salmi sem Matti Pikkujämsä myndlýsir. Frá Færeyjum er tilnefnd myndabókin Loftar tú mær? eftir Rakel Helmsdal. Frá Grænlandi er tilnefnd myndabókin Orpilissat nunarsuarmi kusanarnersaat eftir Juaaka Lyberth sem Maja-Lisa Kehlet myndlýsir. Frá Noregi eru til- nefndar skáldsagan Draumar betyr ingenting eftir Ane Barmen og ljóða- bókin Når er jeg gammel nok til å skyte faren min? eftir Åse Ombust- vedt sem Marianne Gretteberg Engedal myndlýsir. Frá samíska málsvæðinu er tilnefnd myndabókin Guovssu guovssahasat eftir Karen Anne Buljo sem Inga-Wiktoria Påve myndlýsir. Frá Svíþjóð eru til- nefndar skáldsögurnar Hästpojkarna eftir Johan Ehn og Trettonde somm- aren eftir Gabriellu Sköldenberg. Í umsögn íslensku dómnefndar- innar, sem í sitja Anna Þorbjörg Ing- ólfsdóttir, Gísli Skúlason og Dagný Kristjánsdóttir, segir að Egill spá- maður sé „einstaklega falleg og vel Egill spámaður og Villueyjar tilnefnd  14 verk tilnefnd  Verðlaunin afhent í Reykavík 27. október 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.