Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020
Í Bandaríkjunum Ásta G. Eaton í Poulsbo í Washington-ríki er 100 ára í dag. Myndin var tekin um nýliðin áramót.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ásta Guðrún Eaton í Poulsbo í
Washington-ríki í Bandaríkjunum
er 100 ára í dag. Hún býr á hjúkr-
unarheimili og til stóð að halda upp
á tímamótin með ættingjum og vin-
um, meðal annars frá austurströnd
Bandaríkjanna, Íslandi og Frakk-
landi, en hætta varð við það vegna
kórónuveirunnar, að sögn Ericu
Greig Stanley, barnabarns hennar.
Foreldrar Ástu voru Þórður Ein-
arsson, bókhaldari í Hafnarfirði og
Reykjavík og Sólveig Bjarnadóttir.
Systkinin voru ellefu og eru tvær
systur á lífi, hún og Unnur, sem er
93 ára og býr á hjúkrunarheimili í
Port Orchard í Washington.
Í Morgunblaðinu 16. júní 1948 er
sagt að í bandarísku blaði hafi kom-
ið fram að systurnar Ásta, Hulda og
Unnur hafi „lagt undir sig Banda-
ríkin“. Ásta hafi verið fyrst þeirra
til að giftast bandarískum her-
manni, en hún og Harry Ernest
höfuðsmaður, sem lést 1983,voru
gefin saman í Illinois í Bandaríkj-
unum 20. júní 1945. Þau eiga þrjú
börn.
Erica Greig Stanley segir að
amma sín heyri illa. Hún tali ensku
með sterkum íslenskum hreim, geti
talað íslensku en hafi ekki tækifæri
til þess lengur, því engir séu við-
mælendurnir í fámenna, „skandin-
avíska“ bænum á vesturströnd
Bandaríkjanna.
Ásta bjó í Annapolis í Maryland
og í Seattle í Washington áður en
hún flutti til Poulsbo. Jónas Ragn-
arsson, sem heldur úti síðunni
Langlífi á Facebook, segir að nú
séu rúmlega fimmtíu Íslendingar
hundrað ára eða eldri og að Ásta sé
sú eina íslenska í hópnum, sem
hann viti um erlendis.
Ásta ein í 100 ára
afmæli sínu vestra
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Gerið verðsamanburð
Full búð
af nýjum og
fallegum vörum
Sendum frítt
um allt land
Pantanir í síma 588 4499
Tökum líka pantanir á FB
7.990 kr.
Úlpa
Veiðidagar á grásleppuvertíð verða
44, að því er fram kemur á heima-
síðu Landssambands smábátaeig-
enda. Þar segir einnig að sjáv-
arútvegsráðherra hafi ekki tekið
undir sjónarmið grásleppunefndar
LS, sem hafi lagt til að veiðidagar
yrðu 39 eða 40.
Hafrannsóknastofnun lagði í vik-
unni til að heildaraflamark hrogn-
kelsis á fiskveiðiárinu 2019/2020
yrði 4.646 tonn. Samkvæmt niður-
stöðu mælinga, sem byggjast á
stofnvísitölu úr stofnmælingu botn-
fiska í mars 2020, hafi vísitalan
hækkað frá fyrra ári. Vísitalan hafi
sveiflast mikið milli ára sem end-
urspegli að hluta til óvissu í mæl-
ingunum, segir í frétt á vef Hafró.
Góður afli í upphafi vertíðar
Í bréfi sem grásleppunefnd LS
sendi ráðherra í vikunni segir m.a.
að á vertíðinni í fyrra hafi veiði-
dagar verið 44. Heildarafli þeirra
240 báta sem stunduðu veiðarnar
hafi verið 4.952 tonn eða 147 tonn-
um (3%) umfram það sem Haf-
rannsóknastofnun lagði til. Upp-
hafsdagur vertíðar í fyrra hafi
verið 20. mars, en yfirstandandi
vertíð mátti hefjast 10. mars.
Afli hafi verið nokkru betri í ár
en við upphaf vertíðar í fyrra.
Mest hafi aukningin verið hjá bát-
um sem stunda veiðar sunnan við
Langanes og þá hafi veiði á Skjálf-
anda og í Eyjafirði einnig verið
betri.
„Í ljósi þessa telur grásleppu-
nefnd LS að fækka verði veiðidög-
um til að tryggt verði að afli fari
ekki umfram það sem Hafrann-
sóknastofnun hefur lagt til,“ segir í
bréfi grásleppunefndar LS. Þeim
tilmælum er beint til ráðuneytisins
að vel verði fylgst með gangi veið-
anna næstu daga. aij@mbl.is
Veiðidagar á grá-
sleppu verða 44
Útgerðarmenn vildu færri daga
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Vertíð Grásleppa skorin í fisk-
vinnslu GPG á Húsavík.
Sumarstörfum fyrir ungt fólk verður
fjölgað í Kópavogi, þar sem áhersla
verður lögð á fjölbreytni og hvatt til
nýsköpunar og skapandi starfa.
Leitað verður eftir samstarfi við Ný-
sköpunarsjóð námsmanna um út-
færsluna og stofnað verður til vel-
ferðarvaktar og sumarúrræði fyrir
börn í 1.-5. bekk verða aukin. Þetta
er meðal aðgerða sem samþykktar
voru í bæjarstjórn Kópavogs í gær
til að koma til móts við íbúa og fyrir-
tæki vegna áhrifa kórónuveirunnar.
Flýta á viðhalds- og nýfram-
kvæmdum svo sem framkvæmdum
og viðhaldi íþróttamannvirkja og
framkvæmdum sem tengjast íbúa-
verkefninu Okkar Kópavogi. End-
urgerð Kópavogshælisins og gatna-
framkvæmdum, auk viðhalds-
framkvæmda við göngu- og hjól-
reiðastíga með bætta lýsingu og
aukið öryggi í huga, verður flýtt.
Áður hafði bæjarráð samþykkt að
veita afslátt af þjónustugjöldum leik-
og grunnskóla og frístundaheimila
þar sem þjónusta hefur ekki verið
nýtt vegna veirufaraldursins. Einnig
var samþykkt að veita greiðslufrest
fasteignagjalda í samræmi við það
sem önnur sveitarfélög í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins hafa ákveðið.
Hraða byggingu slökkvistöðvar
Í tilkynningu frá bænum kemur
fram að bæjarstjórnin leggur einnig
áherslu á að í samvinnu við ríkið
verði framkvæmdum innan Kópa-
vogs hrundið af stað, þar á meðal
lagningu Arnarnesvegar, byggingu
nýrra hjúkrunarrýma við Boðaþing
og framkvæmdum sem rúmast inn-
an samgöngusáttmálans sem hafa
verið í undirbúningi eins og göngu-
og hjólreiðastígum. Þá verði byggð-
ar stúdentaíbúðir á Kársnesi.
Byggingu nýrrar slökkvistöðvar
sem þjónar efri byggðum Kópavogs
verður hraðað og einnig á að hraða
framkvæmdum við byggingu á nýju
íbúðarsambýli við Fossvogsbrún sé
þess kostur.
Fjölga sumarstörfum
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir víðtækar aðgerðir vegna
veirufaraldursins Veita greiðslufrest fasteignagjalda
Morgunblaðið/Ómar
Kópavogsbær Einhugur er sagður
vera í bæjarstjórn um aðgerðirnar.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bæði Akureyri og Árborg hafa sam-
þykkt aðgerðir til að vinna gegn
áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Bæjarráð Akureyrarbæjar sam-
þykkti í gær fyrstu aðgerðaáætlun
bæjarins til að bregðast við sam-
félagslegum og efnahagslegum
áhrifum faraldursins. Markmiðið er
að stuðla að velferð bæjarbúa og
verja afkomu þeirra, styðja við fyrir-
tæki og liðka fyrir viðspyrnu efna-
hagslífs og samfélags. Áhersla verð-
ur lögð á að verja viðkvæma hópa og
tryggja að grunnstoðir samfélagsins
standi af sér faraldurinn. Á meðal
aðgerða eru:
Leiðrétting á gjöldum vegna leik-
og grunnskóla. Þeir sem verða fyrir
tekjufalli geta sótt um greiðslufrest
eða fjölgun gjalddaga. Almennum
viðhaldsaðgerðum verður flýtt og
ráðist í aðgerðir til að sporna við at-
vinnuleysi. Deiliskipulagsbreyting-
um verður flýtt og fjárfestingaverk-
efni í samvinnu við ríkið undirbúin.
Bæjarráð Árborgar hefur m.a.
samþykkt að eigendur húsnæðis geti
sótt um frest á allt að þremur gjald-
dögum fasteignagjalda frá apríl til
nóvember 2020. Frístundastyrkur
2020 fyrir 5-17 ára börn verður
hækkaður úr 35.000 kr. í 45.000 kr.
Þá verða dráttarvextir ekki reikn-
aðir á fyrstu sex mánuði vanskila
vegna krafna sem sveitarfélagið gef-
ur út í apríl og maí 2020. Áhersla
verður lögð á sveigjanleika í inn-
heimtu á meðan áhrifa faraldursins
gætir. Sjái íbúar fram á erfiðleika við
að standa í skilum eru þeir hvattir til
að hafa samband við sveitarfélagið.
Sveitarfélög koma
til móts við íbúa
Akureyri og Árborg gera ráðstafanir