Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020
Andrés Magnússon, hinn snjallifjölmiðlarýnir Viðskipta-
blaðsins, „kom auga á frétt Blo-
omberg um það hvernig konur
yrðu sérstaklega
fyrir barðinu á
kórónuveirunni.
Ekki þó þannig að
þær veiktust frek-
ar eða dæju frek-
ar af hennar völd-
um, sjúkdómurinn
virðist þvert á
móti vera körlum
erfiðari, heldur
hitt að þær væru meirihluti heil-
brigðisstarfsfólks og bæru auk
þess oftar og í meiri mæli ábyrgð
á heimilum.
Ekki skal dregið í efa að þvísé þannig farið, en þetta er
samt furðuleg frétt þegar hún er
sett í sérstakt samhengi við plág-
una, eins og dauðu karlarnir séu
sjálfsagt dauðfegnir að vera laus-
ir við þetta streð.
Minnir á gömlu fréttina aðhelstu fórnarlömb stríðsins
séu ekkjur og munaðarleysingjar.
Uppáhaldsfréttin af þessu tagihlýtur samt að vera löng og
alvörugefin umfjöllun The Gu-
ardian um kynlífssamkvæmi og
orgíur, sem blaðið upplýsti les-
endur sína um að væru ekki
hættulaus með tilliti til kór-
ónuveirusmits. Fremur þó vegna
kossa og ámóta atlota en kyn-
maka. Niðurstaðan var sú að
orgíur væru sennilega ekki vel til
fundin afþreying á dögum
sóttkvía og félagslegrar einangr-
unar.
Virkir í athugasemdum létusitt þó ekki eftir liggja og
bentu á ýmsar leiðir til þess að
sinna þessu áhugamáli eftir sem
áður, þar sem latexbúningar
komu einkum við sögu.“
Andrés
Magnússon
Margar eru hliðar
STAKSTEINAR
Einhverjir refir voru í tilhugalífi er
farið var í vettvangsferð í friðlandið á
Hornströndum 15.-25. mars. Ef allt
gengur að óskum má eiga von á að
nokkur pör verði með got í vor, ólíkt
því sem gerðist sumarið 2019 þegar
yrðlingar voru aðeins á um 25% óðala
í Hornbjargi, segir á vef Náttúru-
fræðistofnunar.
Vetrarlegt var um að litast, rok-
hvasst og kalt fyrstu tvo sólarhring-
ana og heilmikið brim. Við það fylltist
fjaran af nýdauðum steinbít af öllum
stærðum, sem voru hinn vænsti feng-
ur fyrir refi og fugla.
Refir eru harðgerð dýr og virtist
lífið ganga með besta móti hjá þeim
flestum. Snjókoma var flesta daga og
því kafdjúpt fyrir lágfótur að vaða
lausamjöllina. Þær létu það þó ekki
trufla sig, gengu í fjörur og tíndu upp
ferskan fiskinn, báru hann upp á sjáv-
arkamb og grófu hér og hvar í snjón-
um.
„Ein læða hafði fyrir því að draga
um 40 sentímetra langan steinbít upp
á bjarg og sást til hennar efst í Miðdal
þar sem hún svaf á fengnum. Eftir
góðan lúr vaknaði hún, hristi af sér
snjóinn og fékk sér vænan bita af
fiskinum áður en hún hélt áfram
lengra upp, nær bjargbrúninni,“ segir
á vefnum.
Að Horni voru nokkrir hrafnar og
sáust þeir við sömu iðju og refirnir, að
tína í sig nýmeti í fjörunni. aij@mbl.is
Refir í tilhugalífi á Hornströndum
Náðu sér í nýdauðan steinbít í fjörunni
Ljósmynd/Ester Rut Unnsteinsdóttir
Björg í bú Lágfóta með góðan feng
úr fjörunni í Hornvík í marsmánuði.
Guðmundur Magnússson
gudmundur@mbl.is
Þjóðskjalsafnið telur að fullgilding
Íslands á Haag-samningnum frá
1954 um vernd menningarverð-
mæta í vopnuðum átökum muni
hafa jákvæð áhrif á og renna
styrkari stoðum undir varðveislu
menningarverðmæta hér á landi.
Þetta kemur fram í umsögn
Hrefnu Rótbertsdóttur þjóðskjala-
varðar við þingsályktunartillögu
þingmanna Samfylkingarinnar um
efnið. Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar er Njörður Sigurðsson,
varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Samkvæmt Haag-samningum
skuldbinda aðildarríki sig til að
undirbúa varðveislu á friðartímum,
svo sem með skráningu þeirra,
gerð viðbragðsáætlana, gerð áætl-
ana um brottflutning hreyfanlegra
menningarverðmæta, tryggja
vernd menningarverðmæta sem
ekki er hægt að flytja og að til-
nefna lögbær yfirvöld sem bera
ábyrgð á varðveislu og vernd
menningarverðmæta.
Í umsögninni segir að af þessu
leiði að samfélagið verði betur
viðbúið að takast á við vá sem
steðjar að menningarverðmætum
þegar áföll ríða yfir. Hér á landi
myndi það einkum eiga við um
náttúruhamfarir, svo sem jarð-
skjálfta, eldgos og flóð. En einnig
myndu viðbragðsáætlanir og und-
irbúningur vegna áfalla stuðla að
samhæfðari viðbrögðum vegna t.d.
eldsvoða og vatnstjóns sem geta
orðið þar sem menningarverðmæti
eru varðveitt.
Þjóðskjalavörður segir að Þjóð-
skjalasafnið, sem aðili að Alþjóða-
skjalaráðinu (International Council
on Archives), hafi tekið þátt í
starfi landsnefndar Bláa skjald-
arins á Íslandi, en hún var stofnuð
árið 2014. Markmið Bláa skjald-
arins sé að vinna að verndum
menningarverðmæta með því að
samhæfa viðbragðsáætlanir þar
sem hættuástand verður. Nafnið
Blái skjöldurinn vísar til bláa lit-
arins í merki því sem menning-
arverðmæti, sem njóta sérstakrar
verndar samkvæmt Haag-
samningum, eru auðkennd með.
Ljóst sé að fullgilding samningsins
myndi styrkja starf Bláa skjald-
arins á Íslandi og þar af leiðandi
stuðla að betri vernd menningar-
verðmæta.
Vilja fullgilda
Haag-samninginn
Þjóðskjalasafnið skilar inn umsögn
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/