Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 Enginn veit hvaða áhrif COVID-19- faraldurinn mun hafa hér á landi, en líklegt er að skaði veirunnar muni snerta allt mannlegt líf meira eða minna. Fyrirtæki berjast í bökkum með ófyrirséðum afleið- ingum og líf fólks er ekki samt. Margir námsmenn í bóklegu námi framhaldsskóla og háskóla stunda þó fjarnám af miklum móð og reyna að láta ástandið og ein- veruna ekki hafa áhrif á líðan og námsframvindu. Þökk sé einnig metnaði kennara og stjórn- enda skóla. Þeir sem eru í iðn- og verk- námi hafa ekki eins góð tök á að sinna námi, sem einnig gæti haft mikla þýð- ingu við uppbyggingu eftir farald- urinn. Þar má búast við brottfalli úr námi og sér í lagi ef ekkert verður að gert. Samtök iðnaðarins hafa hvatt fólk til að kaupa íslenskt; íslenskt – gjörið svo vel! Áhersla á ís- lenskar vörur, íslenska verslun og þjónustu ætti að vera forgangs- mál okkar allra. Við ættum öll að kappkosta að skipta við litlu fisk- búðina og kjötbúðina, litla bak- aríið, litla veitingamanninn, litlu blómabúðina með íslensku blómin og svo mætti lengi áfram telja. Við getum það, en hvað svo? Hvernig hafa stjórnvöld byggt upp menntun í landinu og hvernig er ætlunin að uppbygging mennt- unar verði að ástandi loknu? Ég vil hér gera að umtalsefni uppbygg- ingu menntunar og starfa á sviði iðn- og verkþekkingar. Í allt of mörg ár hafa ráð- herrar menntamála, úr röðum núverandi stjórnarflokka, ein- blínt á bóklegt nám á kostnað verklegs náms og þar með sett verk- og iðngreinar skör neðar. Það hefur haft þau áhrif að ungt fólk hefur fremur val- ið bóklegt nám og viðhorf almennings til iðn- og verknáms hef- ur verið neikvæðara en til bóklegs náms. Misbrestur hefur orð- ið á því að aðal- námskrá grunnskóla hafi verið virt, en aðalnámskráin mælir fyrir um kennslu í verk-, tækni- og list- greinum. Þessi stefna hefur haft mikil neikvæð áhrif á uppbygg- ingu atvinnulífsins. Sú var t.d. tíðin að stórar smíðadeildir voru starfræktar við hina gömlu héraðsskóla landsins. Heima á Laugum í Suður-Þing- eyjarsýslu smíðuðu menn á einum vetri heilu hjónarúmin, með áföst- um náttborðum, skrifborð og margvíslega innanstokksmuni úr fallegu tekki. Á undanförnum áratug eða tveimur hafa fylgjendur iðn- og starfsnáms hamrað á nauðsyn breytinga og fjöldi skýrslna verið skrifaður. Á síðasta ári sendu Samtök iðnaðarins frá sér metn- aðarfulla atvinnustefnu: Mótum framtíðina saman, sem tekur á fyrrgreindum vanda. Í framhald- inu var svo skrifað undir sam- komulag SÍ við ríkið og sveitar- félög um að auka áhuga ungmenna á starfs- og tækni- menntun. Það má fagna frum- kvæði Samtaka iðnaðarins, en hætt er við að fagur vilji rík- isvaldsins verði nú sem orðin tóm. Enginn tímarammi virðist settur, aðgerðir ekki kostnaðarmetnar, engin nánari útfærsla aðgerða, ekki tiltekið hver beri ábyrgð á hverri aðgerð og ekki er getið um mat og eftirlit. Ríkisstjórnin hefur nú birt að- gerðir sínar til að mæta áhrifum kórónuveirunnar en ekki er þar stafur um uppbyggingu verk- og iðnnáms. Það er mikið áhyggju- efni. Skólahald er nú með ákveðnu sniði vegna veirunnar og alveg ljóst að verklegt nám situr meira og minna á hakanum, enda erfitt viðfangs vegna sóttvarna- reglna. Það veldur því miklum vonbrigðum að ríkisstjórnin skuli ekki hafa séð ástæðu til að und- irbúa sérstakar aðgerðir til þess að efla þessa mikilvægu menntun, sem er undirstaða þess að Íslend- ingar geti byggt á eigin fram- leiðslu og verslun í þeim fjöl- mörgu iðn- og verkgreinum sem landið þarfnast. Eflum íslenskt! Ekki stafur um áherslu á iðn- og verknám að ástandi loknu Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur » Í allt of mörg ár hafa ráð- herrar mennta- mála, úr röðum núverandi stjórnarflokka, einblínt á bók- legt nám á kostnað verk- legs náms Una María Óskarsdóttir Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Parkinsonsamtökin hafa meðal annars boðið upp á hópþjálfun á veg- um iðjuþjálfa síðustu ár- in. Samstarf iðjuþjálf- unar HeimaStyrks við samtökin hófst árið 2017 með handaþjálfun fyrir félagsmenn og ráðgjöf tengdri hjálpartækjum og iðjuvanda. Í byrjun mars breyttust að- stæður í kjölfar COVID-19 og allir viðburðir á vegum samtakanna féllu niður, þar á meðal hópþjálfun iðju- þjálfa vegna þeirrar smithættu sem fylgir því að vera í nánd við aðra. Margir félagsmenn leggja stund á hreyfingu af miklum krafti eins og útigöngu, sund, dans, líkamsrækt og sjúkraþjálfun. Fáir sinna aftur á móti reglulegri þjálfun fyrir hendur og fingur til að viðhalda þeim styrk, hreyfigetu og fínhreyfingum sem við þörfnumst til að framkvæma flestar athafnir daglegs lífs. Í samstarfi við Parkinsonsamtökin var kannað hvort áhugi væri fyrir því að bjóða upp á netiðjuþjálfun þar sem Heima- Styrkur hefur boðið upp á iðjuþjálf- un gegnum netið frá 2017, til dæmis með KaraConnect, sem fleiri sjálf- stætt starfandi iðjuþjálfar veita þjónustu gegnum í dag. Nokkrum dögum síðar var boðið upp á fyrsta hóptímann í handaþjálfun á netinu sem ég stýrði úr stofunni heima hjá mér. Félagsmönnum víða af landinu gafst þannig tækifæri á að taka þátt í gegnum netið sem hafði ekki verið í boði áður þegar tím- arnir fóru fram í Há- túni 10 í Reykjavík. Það er virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir hafa ákveðið að taka skref- ið og kynnast tækninni á þessum krefjandi tímum til að geta tekið þátt í hóp- tíma hjá iðjuþjálfa. Þarna leynast margir félagsmenn á öllum aldri alls staðar á landinu sem eru að feta sín fyrstu skref í notkun fjarfundabúnaðar. Það er mikilvægt að fagna því sem vel gengur, þeim tækifærum og þró- un á þjónustu og þjálfun sem getur skapast við breytingar. Heima- tilbúnar lausnir á ýmsum þjálfunar- búnaði eins og handlóð búin til úr ílátum, teygjubúnaður og fingra- þjálfar eru í vinnslu og hver veit nema þetta verði framtíð hópþjálf- unar á vegum Parkinsonsamtak- anna. Hugsað í lausnum, tækifæri leynast í breyttum aðstæðum Eftir Guðrúnu Jóhönnu Hallgrímsdóttur Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir » Það er mikilvægt að fagna því sem vel gengur, þeim tækifær- um og þróun á þjónustu og þjálfun sem getur skapast við breytingar. Höfundur er iðjuþjálfi. gudrun@heimastyrkur.is Ljósmynd/Guðrún Jóhanna Netiðjuþjálfun Hluti þátttakenda við iðjuþjálfun á netinu. Eftir hrunið 2008 pakkaði margur land- inn í vörn og fór að velja íslenskt og prjóna lopapeysur. Núna, þegar við er- um að upplifa hrun vegna COVID-19, vilja sumir nýta tæki- færið og kalla eftir stórkostlegum fjár- útgjöldum almenn- ings í þágu landbúnaðar svo sem ylræktar. Rökin eru matvæla- öryggi, að við verðum að framleiða nóg fyrir okkur. Það má margt gott um landbún- aðinn segja og reyndar fram- leiðslu fallegra lopapeysa ef út í það er farið, en við lifum ekki lengur á landbúnaðinum, hann styðst í dag við úrelta hug- myndafræði og er alfarið háður stuðningi almennings. Við lifum á frjálsum viðskiptum og góðum samgöngum. Þannig seljum við til útlanda um 99% af fiskafurðum, ferðaþjónustan, stærsta atvinnugreinin, lifir nán- ast eingöngu á góðum samgöngum og svipað má segja um orkufrekan iðnað. Það er ekkert að því og reyndar bæði sanngjarnt og fagurt að vinna saman yfir landamæri og kaupa frá öðrum löndum það sem við höfum þörf á, svo sem græn- meti og blóm, sem ódýrara er að framleiða í sól og yl sunnar á hnettinum. Þannig ættum við að hjálpa fólki í þróunarlöndum að framleiða meira og kaupa af því hluta framleiðslunnar eins og mörg Evrópulönd gera. Ef við viljum byggja upp aukið matvælaöryggi í ljósi hugsanlegra stórhamfara, stríðs og tregðu í flutningum ættum við að skipu- leggja það mál af yfirvegun og víðsýni. Þannig gætum við komið okkur upp nokkurra mánaða birgðum af þurrmat, lyfjum og fleiru sem myndi þurfa ef til þessa kæmi. Þá ætt- um við að auka veg- an-fæði sem er um- hverfisvænt og stuðlar að velferð dýra. Mikið af núverandi landbúnaði myndi stoppa í flutningastoppi vegna aðfangaleysis. Þannig þurf- um við að flytja inn um tvö kíló af korni fyrir hvert kg sem við fram- leiðum af kjúklinga- og svínakjöti. Auk þess þarf íhluti í allan þann tæknibúnað sem nú er eðlilega notaður í sveitum landsins. Þegar COVID-19-faraldrinum slotar þurfum við á allri okkar út- sjónarsemi og fjármunum að halda til að ná okkur fjárhagslega. Það er þörf á að fara vel með fé og auka hagkvæma framleiðslu í stað þess að ausa fé í óhagkvæma og úrelta starfsemi. Í dag erum við að styrkja land- búnaðinn beint með sköttum um 15 ma.kr. og óbeint með tollvernd um nálægt 25 ma.kr. Það teljast um 3.000 bændur í landinu og um 7.000 vinna við matvælavinnslu landbúnaðarafurða og auðvitað fleiri við veiðar og vinnslu sjáv- arafurða. Ef við í staðinn styðjum hvern bónda um 400.000 kr. á mánuði kostar það skattgreiðendur um 15 milljarða króna á ári. Við ættum að breyta styrkjakerfinu þannig að evrópskri fyrirmynd að greiða virkum bændum einhverja slíka upphæð og fella niður tollvernd. Þá ættum við að veita bændum frelsi til að stunda þá grein land- búnaðar sem þeir kjósa. Einnig ættum við að gefa bændum færi á að ná sér í aukatekjur með til dæmis aðgerðum í þágu umhverf- isins, dýra- og plöntuverndar, að fegra landið, skógrækt og fleira. Með þessu móti virkjum við markaðsöflin til að þróa landbún- aðinn að þörfum landsins. Þetta væri raunverulega land- inu, almenningi og neytendum í hag. Matarútgjöld neytenda myndu lækka um að minnsta kosti 10.000 kr. á mann. Það munar um það fyrir fátæka, sérstaklega barnafjölskyldur, því það þarf um 20.000 kr. tekjur til að greiða 10.000 kr. útgjöld. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu myndi niðurfell- ing matartolla því jafngilda um 80.000 kr. launahækkun. Ekki hlusta á þjóðernispopúlista sem nú reyna að nýta sér óörygg- istilfinningu vegna hrunsins til að skara eld að köku sérhagsmuna landbúnaðarins á kostnað almenn- ings. Við lifum í frjálsum opnum heimi í dag og þannig viljum við hafa það. Landbúnaður og lopapeysur Eftir Guðjón Sigurbjartsson » Sumir nýta sér óöryggistilfinningu almennings vegna faraldursins í þágu sér- hagsmuna landbúnaðar- ins á kostnað almennings Guðjón Sigurbjartsson Höfundur er viðskiptafræðingur úr sveit. https://gudjonsigurbjarts.com/ Hversu lengi er veir- an virk í loftrými? Teljið þið að 2-3 metra fjar- lægð sé nægjanleg til að forðast smit frá sýktum einstaklingi? Einnig hversu lengi telið þið að veiran sé virk, t.d. á hurðarhúni eða öðrum snertiflötum sem algengast er að margir snerti? Í fréttum frá stöðum þar sem veiran er í algeymingi ganga allir með andlitsgrímur. Því er þess sama ekki krafist? Þið fyrirgefið þessar spurningar, þær eru alls ekki vantraust á vinnu ykkar, aðeins fróðleiks- fýsn um þennan skaðvald. Virðingarfyllst. Fyrirspurn til landlæknis og sóttvarnalæknis Eftir Hafstein Sigurbjörnsson Hafsteinn Sigurbjörnsson »Er 2-3 metra fjar- lægð nægjanleg til að forðast smit frá sýktum einstaklingi? Höfundur er eldri borgari. hafsteinnsig@internet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.