Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 casa.is Tilboðsdagar í netverslun 15-20% afsláttur af völdum vörum Gildir út sunnudaginn 5. apríl Engin sendingarkostnaður „SVERÐU AÐ SEGJA ALLAN SANNLEIKANN – ÁN ÞESS AÐ KJAFTA FRÁ ENDINUM OG EYÐILEGGJA ÞETTA ALLT FYRIR OKKUR?” „ERTU VISS UM AÐ ÉG EIGI ÞENNAN?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... sannur vinur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann FINNST ÞÉR AÐ ÉG EYÐI OF MIKLUM TÍMA Í SÍMANUM MÍNUM? MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ AÐ ÞAÐ ER SLÖKKT Á HONUM, JÁ HELGA, ÉG FÆRI ÞÉR REFASKINN UM HÁLSINN! ÞAÐ ER MJÖG FALLEGT EN ÉG ER Á MÓTI ILLRI MEÐFERÐ Á DÝRUM! ENGAR ÁHYGGJUR! VIÐ HÖLDUM HANN EINS OG GÆLUDÝR! FÆÐINGADEILD dóma. Glerverk hennar, Bæn, prýðir Garðakirkju. „Í verkinu er unnið með tilvitnun í sálm eftir langafa minn, Helga Hálfdanarson. Textinn er: „Komum Guðs á fótskör föllum/fram með bæn og þakkargjörð.“ Marta María hefur ekki alveg sagt skilið við heimaföndrið, sem er jólakort og þema-tækifæriskort. Fjölskylda Eiginmaður Mörtu Maríu er Poul Erling Pedersen verzlunarmaður, f. í Reykjavík 24.10. 1939. Foreldrar hans voru Matthea Jónsdóttir Ped- ersen, f. á Auðkúlu í Arnarfirði 25.5. 1904, d. 27.7. 2006 og Herbert M. Pedersen, frá Kaupmannahöfn, yfir- matreiðslumaður á Hótel Borg, f. 21.4. 1913, d. 25.12. 1972. Marta María og Poul byggðu sér heimili á Markarflöt í Garðabæ árið 1966 og hafa búið þar síðan. Börn Mörtu Maríu og Poul Erling eru 1) Herbert Erling viðskiptafræð- ingur, f. 5.5. 1969. Börn Herberts og fyrrverandi eiginkonu, Ernu Reyn- isdóttur, eru Lára Kristín og Andrea Rut; 2) Hálfdán Lárus hönnuður, f. 19.7. 1972. Börn Hálfdáns og sam- býliskonu hans, Söru Jónsdóttur, eru Benjamín Nói og Ari Emil Pedersen. Frá fyrra hjónabandi átti Poul Guðjón Pedersen, f. 10.11. 1957. Sambýlis- kona hans er Katrín Hall. Börn þeirra eru Frank Fannar og Matthea Lára. Bræður Mörtu Maríu voru Árni Reynir Hálfdanarson, f. 11.1. 1931, d. 13.5. 2018, og Jón Helgi Hálfdán- arson, f. 21.12. 1922, d. 1.5. 2017. Foreldrar Mörtu Maríu voru hjónin Hálfdan Helgason, f. í Reykjavík 26.9. 1896, d. 25.3. 1954, prófastur á Mos- felli, og Lára Skúladóttir Norðdahl, f. á Úlfarsfelli í Mosfellssveit 26.7. 1899, d. 14.10. 1970, húsfreyja á Mosfelli. Marta María Hálfdanardóttir Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja í Miðdal í Mosfellssveit Guðmundur Einarsson bóndi og hreppstjóri í Miðdal í Mosfellssveit Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Úlfarsfelli Skúli Guðmundsson Nordahl bóndi og brúarsmiður á Úlfarsfelli í Mosfellssveit Lára Skúladóttir Nordahl húsfreyja á Mosfelli Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Elliðakoti, Guðmundur Magnússon Norðdahl bóndi og trésmiður í Elliðakoti, í Mosfellssveit Annanie E.V. Licht húsfreyja í Danmörku Hans Henrik Licht prestur og þjóðþingsmaður í Danmörku Marta María Licht húsfreyja í Reykjavík Jón Helgason biskup og prófastur í Rvík Þórhildur Tómasdóttir húsfreyja í Görðum, dóttir Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns Helgi Halfdánarsson prestur og sálmaskáld í Görðum á Álftanesi Úr frændgarði Mörtu Maríu Hálfdanardóttur Hálfdan Helgason prófastur á Mosfelli í Mosfellssveit Hinn 1. apríl skrifaði Jón Ingvarleirlögregla í Leirinn: Amma fékk æxli og krabba og andaðist heima hjá Dabba. But first of April með frumlegum stíl er gaman að fíflast og gabba. Og bætti við neðanmáls: „Nú þeg- ar hafa afkomendurnir hópast að heimili Dabba.“ Þessi færsla kveikti í Skírni Garðarssyni og hann svaraði: „Fló- uð mjólk með köggli af gamalli hrossafeiti þótti óbrigðult meðal í gamla daga. Allra meina bót, þótt ógeðslegt þætti: Reyna ber að forðast fólk, fundi, hóf og teiti, dasaður má drekka mjólk, með dropa af hrossafeiti. Annað sem menn reyndu var að drekka sopa af steinolíu. Þetta var dýrt spaug, en samt: Gjarnan eftir disk og dúk, dugðu ráðin cirka. Olía til alls var brúk- uð, og þótti virka. Þá er ótalið það sem í Hrepp- unum var kallað að „súpa keytu“, en það var ekki við hæfi við- kvæmra: Ef þú kvalinn engist smá aumingi á fróni, af súrri keytu súptu þá, sopa þrjá að nóni.“ Til skýringar bætti Skírnir við neðanmáls: „N.B. Ein vísnanna er aprílgabb, hinar aðferðirnar tvær hef ég sjálfur prófað. - Hver er upp- spuni? Tja það er nú það …“ Pétur Stefánsson skrifaði í Leir- inn: „Ypsilon tekið burt“: Harðger vetur hörfar frá þó hnefann ennþá steyti. Vekur í mér væna þrá vor á næsta leiti. Friðrik Steingrímsson bætti við „bara til gamans“: Lamar veiran þrek og þor á þessum harða vetri, loks er komið leiðrétt vor langþráð stef frá Pétri. Jónas Frímannsson sendi mér þennan póst, - „Veirufrið“: Áður þeyttumst alltaf við út um heima og geima. Núna veiran veitir frið vel ég uni heima. Minningarljóð Þorsteins Erlings- sonar um Sigurð Vigfússon endar með þessari stöku: Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er löngum endir á Íslendingasögum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort í tilefni dagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.