Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 3. apríl 1975 „Ég hef leikið með mörgum góðum mönnum en sjaldan eins samstilltum hópi og í dag,“ segir Agnar Friðriksson við Morgunblaðið eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með ÍR í tíunda skipti og tekið við verð- launum eftir sigur á Val í loka- umferð deildarinnar. 3. apríl 1980 „Mig vantar orðið kraft í upp- stökkið eins og þú sérð. Sjáðu yngri strákana, þeir stökkva hærra upp en svifið vantar,“ segir Ólafsfirð- ingurinn Björn Þór Ólafsson við Morgunblaðið eftir að hafa orðið Íslands- meistari í skíðastökki í tíunda skipti á Skíðalandsmótinu á Akureyri. Hann vinnur jafn- framt norrænu tvíkeppnina á mótinu í tíunda skipti á ellefu árum. 3. apríl 1988 „Ég kom mjög vel undirbúinn í mótið en gerði mér litlar von- ir um sigur. Tómas hefur nær alltaf unnið einliðaleikinn og hefur mikla reynslu,“ segir hinn 17 ára gamli Kjartan Briem við Morgunblaðið eftir óvæntan sigur á Tómasi Guð- jónssyni í úrslitaleiknum í ein- liðaleik karla á Íslandsmótinu í borðtennis. 3. apríl 1997 Gústaf Bjarnason setur markamet með íslenska karla- landsliðinu í handknattleik sem enn stendur. Gústaf skorar 21 mark í heimabæ sínum, Selfossi, þegar Ísland sigrar Kína, 31:22, í vináttulandsleik. Hann slær 31 árs gamalt met Hermanns Gunnarssonar sem gerði 17 mörk í landsleik gegn Bandaríkjunum árið 1966. 3. apríl 2003 „Breiddin er okkar mesti kost- ur, að vera með marga frábæra leikmenn og það er ekki nóg að stöðva einhvern einn eða tvo. Kjartan Kárason aðstoðarþjálf- ari og Anna María hafa haldið okkur niðri á jörðinni í allan vetur,“ segir Kristín Blöndal, fyrirliði Keflvíkinga, við Morg- unblaðið eftir að liðið tryggir sér Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta með því að vinna KR 82:63 í þriðja úrslitaleik lið- anna. 3. apríl 2010 Hanna Guðrún Stefánsdóttir setur markamet með íslenska kvennalandslið- inu í handknatt- leik. Hún skorar 17 mörk í stór- sigri á Bretum, 40:20, í und- ankeppni Evr- ópumótsins í Laugardalshöllinni. Hanna skorar þrettán markanna í fyrri hálfleik. Hún hafði gert þrettán mörk í fyrri viðureign liðanna á útivelli í vikunni á undan. 3. apríl 2013 Ísland vinnur geysilega mik- ilvægan sigur á Slóvenum í Maribor, 29:28, í undankeppni Evrópumóts karla í hand- knattleik. Guðjón Valur Sig- urðsson skorar sigurmarkið og er markahæstur með níu mörk úr níu skotum. Á ÞESSUM DEGI KRAFTLYFTINGAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Júlían J.K. Jóhannsson, heims- methafi í réttstöðulyftu og íþrótta- maður árins 2019, reynir að sinna æfingum upp að því marki sem hægt er í samkomubanninu. Í ein- staklingsíþrótt eru ef til vill meiri möguleikar til að halda dampi en Júlían bendir á að þegar lyfta skal miklum þyngdum sé slíkt ekki fram- kvæmanlegt án aðstoðar. „Já ég get haldið mér við efnið að einhverju leyti en auðvitað ger- breytir samkomubannið öllu. Á æf- ingum er maður er auðvitað vanur að fá aðstoð og hvatningu frá æf- ingafélögum. Maður lyftir því ekki eins þungu á æfingum þegar maður er einn,“ sagði Júlían þegar Morg- unblaðið tók púlsinn á honum en Júl- ían æfir heima til að halda sér við. „Æfingaaðstaðan er langt frá því að vera kjöraðstaða en ég næ að láta þetta ganga. Ég var svo heppinn að fá lánaðan búnað og hef sett upp í geymslunni heima. En maður reynir að gera það besta úr stöðunni og eft- ir að ég fékk æfingatækin heim er staðan önnur. Ég hef náð að æfa með þokkalegar þyngdir eða eins og ég treysti mér til þegar ég er einn. Ég kom tækjunum fyrir niðri í kjall- ara heima. Um er að ræða kalda geymslu, þannig lagað. Blessunar- lega erum við fjölskyldan nýflutt því annars hefði ég ekki haft tækifæri til að vera með þessi tæki. Þetta er átta til níu fermetra geymsla og þar er frystikista ásamt einhverju dóti. Ég hef sirka sex fermetra fyrir æfinga- tækin og tveggja metra lofthæð,“ sagði Júlían og hló. Er orðinn jákvæður á ný Júlían viðurkennir að viðbrigðin fyrir mann sem vanur er miklu æf- ingaálagi hafi verið mikil til að byrja með eftir að kórónuveiran fór að setja mark sitt á daglegt líf. „Fyrst var byrjað að aflýsa og fresta mótum og þá vissi maður svo sem ekki neitt um hvernig þetta myndi þróast. Í framhaldinu kom samkomubannið og þar af leiðandi bann á æfingar. Lyftingarnar eru stór hluti af mínu lífi og þar af leið- andi var þetta mjög óþægilegt. Þetta er áskorun og í þessu felast einnig tækifæri til að breyta aðeins til varð- andi æfingarnar. Eins og staðan er núna er ég orðinn gríðarlega já- kvæður. Ég var það ekki fyrst og ég skal viðurkenna það. Maður var í óvissu eins og aðrir. Verður maður ekki bara að líta á þetta sem langt undirbúningstímabil? Ég hef sinnt sumum þáttum betur en vanalega. Til dæmis varðandi endurheimt og liðleika.“ Horfir til HM í Noregi Júlían afþakkaði boð á hið kunna mót í Bandaríkjunum, Arnold Clas- sic, þetta árið og er feginn því úr því að kórónuveiran skall á heimsbyggð- inni. Næsta stóra verkefni hjá hon- um átti að vera EM. „EM átti að vera í byrjun maí í Danmörku. Það var flautað af í byrj- un mars. Ég sé ekki fyrir mér að það verði haldið í ár. Um leið og ástandið fer að færast í eðlilegra horf sér maður betur hvaða mót verður það næsta sem ég keppi á. Eins og stað- an er núna horfi ég bara til HM í nóvember í Noregi. Læt það duga í bili,“ sagði Júlían sem glímdi við meiðsli í upphafi árs sem komu í veg fyrir þátttöku á Reykjavíkurleik- unum. Þau reyndust ekki alvarleg. „Ég náði að vinna mig ágætlega út úr því og var að nálgast gott form fyrir Evrópumótið. Ýmis meiðsli koma reyndar reglulega upp. Ég hef reglulega glímt við brjóstvöðvatogn- un sem dæmi. Þess háttar álags- meiðsli fylgja því þegar maður juð- ast svona á líkamanum.“ Júlían hefur í mörg horn að líta um þessar mundir því hann og unn- ustan eignuðust son í síðasta mán- uði. „Það er svolítið sérstakt að eign- ast barn við þær aðstæður sem nú eru en við erum mjög þakklát því góða fólki sem hefur hjálpað okkur, ljósmæðrum og öðrum.“ Heljarmenni í litlu rými heima fyrir  Íþróttamaður ársins deyr ekki ráðalaus  Reynir að halda sér við á sex fermetrum í geymslunni Ljósmynd/Aðsend Geymslan Júlían J.K. Jóhannsson í æfingamiðstöðinni sem hann hefur kom- ið sér upp á heimilinu og þar býr hann sig undir næsta heimsmeistaramót. Körfuknattleikskappinn Elvar Már Friðriksson sem leikur með Borås í sænsku úrvalsdeildinni var í gær valinn besti bakvörður deildar- innar. Elvar gekk til liðs við Borås fyrir tímabilið frá Njarðvík og átti frábært tímabil en lið hans Borås var krýnt meistari eftir að keppni var hætt í Svíþjóð vegna kórónu- veirunnar. Elvar spilaði alla 33 leiki Borås, skoraði 17 stig að meðaltali í leik og gaf átta stoðsendingar. Hann var stoðsendingahæsti leik- maður deildarinnar og stigahæsti leikmaður liðsins. Besti bakvörð- urinn í Svíþjóð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góður Elvar Már Friðriksson átti frábært tímabil í Svíþjóð. Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur tekið þá ákvörðun að ekki verið keppt frekar á Íslandsmótinu 2019-2020. Úrslitakeppninni í meistaraflokki karla var aflýst en þar átti Skautafélag Akureyrar að mæta Fjölni. Engir Íslandsmeist- arar verða krýndir en SA hafnaði í efsta sæti deildarinnar og fær keppnisrétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. SA hafði þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki áður en kórónuveiran fór að láta á sér kræla hérlendis eða í byrjun febrúar. Engir meistarar í karlaflokki Ljósmynd/Þórir Tryggvason Hættir Ekkert verður af úr- slitaeinvígi milli SA og Fjölnis. Forráðamenn Euroleague, vinsæl- ustu Evrópukeppni félagsliða í körfuboltanum, vilja að svo stöddu ekki aflýsa keppninni í ár. Hug- myndir eru uppi um að ljúka tíma- bilinu svo framarlega sem tími gefst til áður en næsta tímabil skellur á. Samkvæmt frétt í El Pais telur Euroleague ekki útilokað að hægt verði að taka upp þráðinn í tæka tíð og ljúka tímabilinu með hefðbundnu fyrirkomulagi. Annar möguleiki sem einn af hæstsettu starfsmönnum Euro- league nefndi við El Pais er að ljúka keppninni í einni borg. Væri þá valin borg þar sem hægt væri að notast við fleira en eitt mannvirki. Engin borg hefur verði valin en líklegast er talið að Moskva, Istanbúl eða Aþena komi helst til greina. Allt kemur þetta til með að skýr- ast eftir því hvernig þjóðum Evrópu gengur í glímunni við kórónuveir- una. Að svo stöddu er alla vega stefnt að því að Euroleague muni taka upp þráðinn í sumar. Martin Hermannsson hefur leikið með Alba Berlín í Euroleague í vet- ur en lið hans er í 16. sæti af 18 lið- um. Leiknar hafa verið 28 umferðir af 34 í deildinni en síðan er eftir átta liða úrslitakeppni um meistaratit- ilinn. Þrjú lið hafa tryggt sér sæti þar, Anadolu Efes frá Tyrklandi og spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona en CSKA Moskva og Maccabi Tel Aviv standa vel að vígi. Stefnt að sumartitli í körfuboltanum Ljósmynd/Euroleague Euroleague Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin gegn Zalgiris Kaunas í deildinni í vetur en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.