Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar „einfrétt“ tekurhvarvetna yfir drýgstan hluta allrar um- ræðu er það óbrigðult lögmál að ekki standast allir þá freistingu að slá pólitískar keilur. Það er þó vandmeðfarin tvöfeldni. Því að „fólkið“ skynjar að það hrærist í einstöku ástandi. Nánast alla aðra tíma takast hagsmunir á og réttlæti eins er ögrun við náunga hans. Kórónuveiran hefur enga kosti, en hún magnar upp sameiningarmátt gegn sér. Það fer ekki fram hjá fólkinu í landinu, hvaða land sem það er. Það krefst samstöðu. Öll- um kröftum skal beina gegn vágestinum. Nú er ekki óskil- greint réttlæti á flögri sem fipar fólkið. Það fordæmir hvern þann sem hleypur út undan sér til að reyna póli- tískt brask með veiruna sem angistinni veldur. Þessi veira er svo ill að hún er beinlínis falleg sé horft á hana í raf- eindasmásjá. Fjöldamorðingi og fegurðardís í einu og sömu veirunni. Það verður ekki verri blanda. Undantekningin er ef kosningar eru á allra næsta leiti. Okkur hér á kalda landinu þykir að kosningar sem verða eftir átta mánuði séu einhvern tíma í framtíð- inni. Bandaríkjamenn telja að slíkar kosningar séu að bresta á. Kosningabarátta þeirra um forsetann, alheimskeisarann, sem fer ekki á milli herbergja án þess að spilaður sé helgi- söngur af því tilefni. Í tvö ár hefur fyrsta frétt í öllum fréttatímum vestra frá morgni til kvölds verið um þessar kosningar. Þar ráða menn því ekki við sig, hvorum megin víglínu sem þeir standa. Allt verður að gera til að koma ábyrgð á dauðaveir- unni yfir á andstæðinginn. Í hliðarumræðunni annars staðar, t.d. í Evrópu, eru vangaveltur um mál sem eru lauslega tengd þessum hern- aði kórónuveirunnar gegn mannkyninu. Þar ræða frétta- skýrendur um það hvernig „Evrópusamstarfið“ muni standa eftir þennan mikla skell. Minnt er á að ESB kom höktandi og illa til reika út úr bankakreppunni miklu. Á meginlandinu tautaði enginn í síbylju „það varð hér hrun“. Sá kækur kom einungis upp úr koki á Íslandi. Þó er það staðreynd að ESB hefur ekki enn náð sér eftir sína aðkomu að því máli. Það er enn, tólf árum síðar, með vexti undir 0% og búið að prenta svo mik- ið af seðlum að það er búið að prenta yfir sig og getur ekki meir. En forystumenn ESB eru full- komlega utan- gátta í þessum nýja vanda. Sumir þeirra þar telja að það verði að blanda honum saman við loftslagsvandann og þess vegna verði hugsanlega að bíða þar til sænska stúlkan, hvað hún nú heitir, hefur lagt línur í þessu máli líka. Sumir reyna að afsaka sambandið með því að skömmu áður en kórónuveiran bærði á sér var skipt um alla forystusveit þess. En hver svo sem skýringin er á því að ESB tókst að verða fótaskortur í hverju skrefi sínu á upphafsvikum kórónu- veirunnar er óumdeilt að ESB var og hefur verið algjörlega utangátta í viðbrögðum við veirunni. Þess vegna sáust engin sameiginleg viðbrögð önnur en þau að tilkynna með derringi að einstökum löndum væri óheimilt að loka landa- mærum og Schengen-leið- sögukerfið væri ósnertan- legur helgidómur. Þegar valdamenn í útibúun- um í gömlu höfuðborgunum sáu framan í það sem verða vildi og að pólitískt líf þeirra sjálfra myndi fjara jafnhratt út og sumt annað sem þessi krýnda veira snerti var gripið til örþrifaráða. Ekkert sam- ræmi var í ákvörðunum ein- stakra landa, en það var jú helsta forsenda þess að hrifsa fullveldið af þjóðunum. Þeir sem misst hafa fótanna fundu það út að þessir örþrifagern- ingar þjóða í óefnum sýni að ríki ESB séu sennilega enn fullvalda, hvað sem texta Lissabonstjórnarskrárinnar líður! Hefðu Ítalir og Spánverjar ekki, alltof seint og hægt, í ör- væntingu gripið til sinna að- gerða, þegar dánartilkynn- ingar veirunnar brutu alla múra, hefði „valdhöfunum“ í gömlu borgunum verið ýtt út úr skrifstofum útibúanna með handafli. Í ítalskri umræðu er rætt um að ESB hafi svikið ítölsku þjóðina og túlka sumir fréttaskýrendur það svo, að grundvöllur þessa samstarfs hafi stórlega laskast, ef ekki brostið. Það eykur alvöruna að þessi framganga bætist við ógöngur ESB í fjármála- kreppunni. Aðrir telja að yfirvöld í Róm og Madrid séu svo veik og trúnaði rúin að þau hafi ekki afl til að rífa sig laus úr viðjunum. Nýlegt fordæmi um hvernig reynt var að berja Breta til hlýðni hræðir líka. Kannski tími upp- risu verði enn tákn- gervingur þess að stærstu málum lýkur ekki með krossfestingu} Veira breytir forsendum E ruð þið nokkuð búin að gleyma Landsrétti? Þið vitið, nýja milli- dómstiginu okkar sem var mörg ár í undirbúningi og fyrrverandi dómsmálaráðherra klúðraði á lokametrunum með því að skipa ekki hæfustu dómarana. Landsréttur tók til starfa 2018 með fimmtán dómurum sem höfðu verið valdir af dóms- málaráðherra og staðfestir með naumum meiri- hluta í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Ástæða mót- stöðunnar á Alþingi var að dómsmálaráðherra hafði hunsað ráðleggingar hæfnisnefndar og handvalið fjóra dómara til setu í réttinum sem þó voru ekki hæfastir til þess. Enn fremur faldi ráðherra upplýsingar fyrir Alþingi þar sem fram komu álit sérfræðinga í dómsmálaráðu- neytinu þar sem ráðherra var ráðlagt gegn þeirri vegferð sem hún valdi. Hinn 31. mars sl. var svo nýr dómari skipaður við Landsrétt. Eða, réttara sagt þá var Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, skipaður í annað dómarasæti við Landsrétt. Hann sagði upp sínu dómarasæti sem hann fékk þegar Landsréttur var stofnaður og fékk skipun í nýtt dómarasæti í staðinn. Hlaut hann þetta nýja sæti sitt umfram þrjá aðra umsækjendur, þar af var einn umsækj- andi sem áður var meðal þeirra hæfustu en mátti þola að vera tekinn út í staðinn fyrir aðra sem voru neðar á lista. Ég vil taka það alveg sérstaklega fram að ég hef enga ástæðu til þess að véfengja niðurstöðu hæfnisnefndar, líkt og fyrrverandi dómsmálaráðherra gerði. En það er nauð- synlegt að skoða málið vel út af þeim aðstæðum sem fyrr- verandi ráðherra skapaði. Sem fyrr leggur hæfnisnefnd mat á menntun umsækjenda, reynslu af dómarastörfum o.s.frv. Þar er ákveðið samræmi á milli álits hæfnisnefndar þegar Landsréttur var upphaflega skipaður og niðurstöðu hæfnisnefndar nú. Þó eru nokkur atriði sem standa út úr. Helstu breytingar eru að störf Ásmundar sem landsréttardómari gefa honum reynslu sem færa hann upp fyrir einn af hinum um- sækjendunum. Í matsflokkum stjórnsýslu- störf, kennsla, og reynsla af störfum sem nýt- ast og útgefnar greinar eru hinir umsækjend- urnir nú jafnir þar sem þau voru áður metin mishæf. Annar umsækjandi er sagður jafn hæfur í reglum réttarfars en var áður hæfari en sá sem var skipaður. Helsti munurinn sem nú má sjá á hæfni um- sækjenda felst í ritun dóma, en þar var áður ekki gerður greinarmunur á umsækjendum. Nú er sá skipaði hæfastur í því matsatriði en sá sem gengið var fram hjá síðast minnst hæfur. Það verður auðvitað ekki tekið af endur- skipuðum dómara að reynsla hans af dómarastörfum jókst við að vera skipaður sem dómari, sem er kannski helsta ástæða þess að hæfnimat hans virðist hækka frá því síðast. Það hljómar hins vegar ekkert rosalega sanngjarnt þar sem reynslan fékkst vegna ólöglegrar skipunar. Niðurstaðan er kannski rétt en hún er langt frá því að vera sanngjörn. Björn Leví Gunnarsson Pistill Rétt en ósanngjarnt? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@gmail.com STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Heilbrigðisyfirvöldin á Ís-landi eru ekki að finnaupp hjólið þegar þau fyr-irskipa þessa dagana einangrun sjúklinga sem smitast hafa af kórónuveirunni, ráðleggja reglulegan handþvott með sápu og vatni eða hvetja fólk til að forðast faðmlög og handaband þegar það hittist. Allt er þetta sótt í reynslubankann og hefur áður komið að góðum notum í viðureign við smitsjúkdóma hér á landi. Erla Dóris Halldórsdóttir, sem er bæði hjúkrunarfræð- ingur og doktor í sagnfræði, er sérfróð um íslenska heilbrigðissögu. Fjallaði doktors- ritgerð hennar árið árið 2016 um fæðingarhjálp á Íslandi á 18. og 19. öld. „Hliðstæða við sóttkví og ein- angrun vegna kórónuveirunnar þessa dagana eru lög um aðgrein- ingu holdsveikra frá öðrum mönnum sem sett voru hér á landi 1898,“ seg- ir Erla. Í lögunum var að finna fyrir- mæli sem áttu að tryggja að sjúk- lingar sem haldnir voru þessum skelfilega sjúkdómi smituðu ekki aðra. Þá voru í þeim ákvæði um flutning holdsveikra sem nutu sveit- arstyrks á sérstakan spítala. Erla segir að fram komi í þess- um lögum að það varði allt að 200 króna sekt ef ekki er farið eftir þeim. „Peningasektin var nýnæmi. Þessi lög gengu ekki úr gildi fyrr en 1990,“ segir Erla. Í lögunum segir m.a.: „Holds- veikir menn skulu hafa sjer hráka- dalla og mega ekki hrækja á gólf í húsum manna.“ og í annarri grein sagði: „Holdsveikir mega ekki sofa hjá öðrum í rúmi; þó eru hjón und- anþegin þessu banni.“ Handþvottur gegn smiti „Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sek- úndur í hvert skipti,“ segir á ráð- leggingarsíðu heilbrigðisyfirvalda á netinu, covid.is, vegna kórónuveir- unnar. Nær 150 ár eru síðan hand- þvottur, þ.e. að þvo hendur með sápu og volgu vatni, var fyrst nefndur hér á landi sem vörn gegn smitsjúkdómi. Erla segir að ekki hafi verið um lagafyrirmæli að ræða heldur ábendingu til ljósmæðra í Levys kennslubók handa yfirsetukonum frá 1871. Sá smitsjúkdómur sem um var að ræða var bakteríusýking sem var lífshættuleg, þá sérstaklega sængurkonum, og mjög smitandi. Hvorki handabönd né faðmlög Þá segir á vefnum covid.is: „Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðm- lög:“ Árni Jónsson, héraðslæknir í Glæsibæ í Skagafirði, hafði þegar 1882 áttað sig á mikilvægi þess að takmarka náin samskipti fólks til að fyrirbyggja mislingasmit, en misl- ingar voru þá mikil plága á Íslandi og engar varnir til við þeim. Erla bendir á að í bréfi sem Árni sendi hreppstjórum í Skagafjarðarsýslu um sumarið þetta ár hafi verið að finna ýmsar varúðarreglur til að forðast smit. Þannig ættu menn frá mislingafríum sveitabæjum ekki að láta nokkurn frá smituðum bæ eða bæ grunuðum um smit koma inn fyr- ir sínar dyr. „Menn verða að heilsast með því að kastast á kveðjum, en eigi með kossi eða handabandi,“ seg- ir í bréfi læknisins. Læknirinn glöggi í Skagafirði gefur einnig fyr- irmæli um að þvo híbýli, húsgögn og borðbúnað „til þess að gjöra bæina ómóttækilegri fyrir smitefnið“. „Eigi heilsast með kossi eða handabandi“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Handþvottur Nú er brýnt fyrir fólki að þvo hendur sínar með vatni og sápu til að forðast smit. Læknar mæltu líka með handþvotti fyrr á tíð gegn smiti. Líklega er elsta dæmi um það í handbók fyrir yfirsetukonur frá 1871. Erla Dóris Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.