Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 ✝ ArnfinnurBertelsson fæddist 11. sept- ember 1937 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu 26. mars 2020. Foreldrar hans voru Bertel Andr- ésson skipstjóri, f. 29. maí 1890, d. 24. júní 1987, og Sæunn Ingibjörg Jónsdótt- ir gjaldkeri, f. 18. febrúar 1903, d. 27. janúar 1980. Bræður Arnfinns eru: 1) Ólaf- ur Magnús, f. 21. maí 1936, 2) Andrés Eyjólfur, f 5. nóvember 1938, 3) Guðmundur, f. 23. júlí 1942. Arnfinnur giftist hinn 17. maí 1969 Valdísi Kjartansdóttur tækniteiknara, f. 17. júlí 1938. Foreldrar hennar voru Kjartan Ólafsson brunavörður, f. 6. mars 1895, d. 22. september 1971, og Jóna Sigríður Gísladóttir sauma- götu í Reykjavík og í Sveinskoti á Álftanesi. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og fór síðan utan til náms í ETH Zürich í Sviss og útskrif- aðist þaðan sem byggingarverk- fræðingur 1962. Hann starfaði í eitt ár eftir útskrift í Sviss og snéri svo aftur til Íslands og vann hér á landi við ýmsar byggingar- framkvæmdir m.a. við Búrfells- virkjun. Hann starfaði í Dan- mörku á árunum 1969-72 hjá Pihl og Søn m.a. við lagningu hraðbrautarinnar yfir til flug- hafnarinnar í Kastrup og síðan við byggingu hafnarinnar í Hirtshals á Jótlandi. Vann eftir að heim var komið m.a. við upp- byggingu í Vestmannaeyjum eft- ir gos og við vegaframkvæmdir í Hvalfirði. Starfaði eftir það lengst af hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrst í al- mennu verkfræðideildinni og síðan við samningagerð við verk- taka, hann lét af störfum 2006. Hann átti ýmis áhugamál, lax- veiði, skíði og golf og var hann meðlimur í Golfklúbbi Ness. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fer útförin fram í kyrrþey frá Seltjarnarneskirkju 3. apríl 2020. kona, f. 8. janúar 1909, d. 6. ágúst 1999. Börn Arnfinns og Valdísar eru: 1) Arndís Vala kven- sjúkdómalæknir, f. 13. febrúar 1971. Dóttir hennar er Kristín Diljá Karls- dóttir, f. 25. júní 1999. 2) Kjartan, löggiltur endur- skoðandi, f. 21. apríl 1973, giftur Sigríði M. Sigurðardóttur, f. 13. mars 1971. Dóttir þeirra er Ísa- bella Eldey, f. 30. apríl 2011. 3) Bertel Ingi, tölvunarfræðingur, f. 29. nóvember 1976. Valdís átti dóttur fyrir. 4) Sigrún Þormar, hagfræðingur, f. 10. nóvember 1959, gift Gunnari Rögnvalds- syni, f. 25. október 1956. Börn þeirra eru Valdís, f. 15. apríl 1982, og Gunnar Freyr, f. 26. desember 1986. Arnfinnur ólst upp á Njáls- Látinn er á Seltjarnarnesi Arnfinnur Bertelsson bygg- ingaverkfræðingur á 83. aldurs- ári. Við Arnfinnur áttum fyrst samleið í menntaskóla. Hann var einu ári eldri en við hinir flestir, hafði farið í gagnfræða- deildina, sem hann taldi víxl- spor og hefði tafið hann um heilt ár. Að sama skapi var hann þá lífsreyndari og víð- sýnni en við hinir. Heldur var hann seintekinn í skóla og fór yfirleitt lítið fyrir honum. Ærslaðist þó eins og aðrir en allt var það græskulaust. Hann var farsæll námsmaður og vitn- isburður hans góður. Hann var hár vexti og samsvaraði sér all- vel en nokkuð krangalegur í laginu svo að hann var kallaður Skelli af skólafélögum sínum, dregið af orðinu skeleton. Hann tók því með jafnaðargeði eins og öðru en rólyndi og yfirvegun var hans aðalsmerki og ein- kenni alla tíð. Eftir stúdentspróf úr stærð- fræðideild 1958 fór Arnfinnur til náms við hinn virta skóla ETH (Eidgenössische Tec- hnische Hochschule) eða hinn eiðsvarna tækniháskóla í Zü- rich og lauk þaðan prófi í bygg- ingaverkfræði 1963. Á námsár- unum erlendis eignaðist hann fjölmarga vini, sem hann hélt tengslum við alla tíð. Hann var bóngóður og greiðvikinn og gott dæmi um þessa ágætu kosti er að hann gerði sér lítið fyrir og sótti Fíatinn hennar Guðrúnar Láru allar götur til Hannover eins og kemur fram í endurminningum hennar, er hún heimsótti þá félagana í Zü- rich, en Fíi litli hafði orðið eftir í Hannover vegna bilunar. Eftir nám starfaði Arnfinnur við ráðgjafarfyrirtæki í Zürich og í Kaupmannahöfn en fluttist til Íslands á árinu 1966 og hóf störf hjá verktakafyrirtækinu Efrafalli við hafnargerð í Þor- lákshöfn. Í Danmörku hafði hann áunnið sér reynslu og þekkingu á hafnargerð á sendnum ströndum þessa fyrr- verandi sambandsríkis okkar. Síðan starfaði hann við Búr- fellsvirkjun um hríð hjá verk- takafyrirtækinu Phil & Sön og hjá því sama fyrirtæki í Kaup- mannahöfn. Þá starfaði hann hjá íslenzkum verktakafyrir- ækjum á Keflavíkurflugvelli og við stækkun hafnarinnar í Þor- lákshöfn. Hjá verkfræðideild sjóhers Bandaríkjanna á Kefla- víkurflugvelli starfaði hann á árunum 1977-1985 og sem stað- arverkfræðingur við gerð Helguvíkurhafnar eftir það unz hann lét af störfum. Yfirleitt var lokið miklu lofs- orði á störf Arnfinns á hans starfsferli. Hann þótti útsjón- arsamur og ráðhollur. Hann hélt vel utan um hlutina og er það mál margra, sem til þekkja, að ráð hans hafi oft sparað mikið fé og marga fyr- irhöfn. Sem fagmaður þótti hann til fyrirmyndar og voru um það margir samdóma. Arnfinnur var víðlesinn, fróðleiksbrunnur um menn og málefni og sögumaður góður. Þessara mannkosta er gott að minnast. Ævikvöld þessa góða drengs var dapurlegt og í nokkurri andstöðu við glæstan starfsfer- il. Hann átti við að stríða áfengissjúkdóm, sem ekki varð við ráðið, og kann að hafa átt þátt í snöggum aldurtila hans. Við tólf samstúdentar hans, sem höfum haldið hópinn og hitzt reglulega um áratugina, söknum hins glaðværa hláturs góðs félaga sem nú hefur hljóðnað. Í nafni þeirra allra sendi ég aðstandendum innileg- ar samúðarkveðjur. Sverrir Ólafsson. Mér var brugðið á fimmtu- daginn fyrir viku þegar mér bárust þær fréttir að Arnfinn- ur, vinur minn frá í bernsku, hefði látist nokkrum klukku- stundum fyrr. Vinátta okkar Arnfinns spannaði nær alla ævi eða síðan við hittumst fyrst á fimmta ára- tug síðustu aldar á Njálsgöt- unni. Ekki nóg með að við vær- um jafnaldrar, heldur áttum við afmæli með minna en mánaðar millibili og með tímanum kom- umst við að því að áhugamálin voru svipuð. Arnfinnur var næstelstur í hópi fjögurra bræðra og reyndar kynntist ég þeim elsta, Óla, fyrstum þeirra. Síðar gengum við Arnfinnur saman í skóla og urðum við fljótt mjög nánir og góðir vinir. Þrátt fyrir að ganga í sama skóla vorum við þó aldrei bekkjarfélagar. Þegar gagnfræðaskóla lauk mátti litlu muna að leiðir skildi þegar Arnfinnur hugðist leggja fyrir sig iðnnám en ég stefndi á akademískra nám. Ég hafði nokkuð fyrir því að sannfæra Arnfinn um að skipta um skoð- un og á endanum fór það svo að hann gekk í Menntaskólann í Reykjavík með mér sem varð svo til þess að við fórum í há- skólanám að stúdentsprófi loknu. Eins og í barnaskóla vorum við aldrei bekkjarfélagar í Menntaskólanum en að honum loknum sammæltumst við um að halda utan til Sviss þó svo að enn væru framtíðarplönin ekki þau sömu. Arnfinnur lagði fyrir sig byggingarverkfræði en ég skráði mig í rafmagns- verkfræði. Svo fór, þegar náminu í Sviss lauk og við fengum útskrift- arskírteinin frá Tækniháskól- anum í Zürich, að við héldum sína leiðina hvor. Arnfinnur réði sig í vinnu hjá verkfræði- fyrirtæki í grennd við Zürich en ég hélt áfram námi í stærð- fræði og stjarneðlisfræði. Okk- ar nána vinátta hélst þennan tíma uns Arnfinnur ákvað að taka starfi sem honum bauðst í Danmörku. Eftir nokkur ár þar flutti Arnfinnur, sem hafði í millitíðinni kvænst Valdísi, aft- ur til Íslands þar sem hann starfaði lengst af við sérsvið sitt á Keflavíkurflugvelli. Eftir að Arnfinnur settist aftur að á Íslandi urðu sam- skiptin að sjálfsögðu stopulli, þó svo að við héldum alltaf sambandi. Við hittumst öðru hverju í Sviss og á Íslandi. Reyndar fóru Valdís og Arnfinnur í brúðkaupsferð til Zürich og okkur er minnisstætt að við Deidre eyddum þá einum degi með þeim. Okkur varð ljóst að eitthvað vantaði upp á leiðsögu- mannshæfileika Arnfinns þegar við spurðum hvort þau væru búin að fara að sjá vatnið, en þá svaraði Valdís steinhissa: „Hvaða vatn?“ Arnfinnur var kær vinur alla ævi og við deildum mörgum yndislegum atburðum. Reyndar heimsóttum við Valdísi, Arn- finn og Völu dóttur þeirra, á heimili þeirra síðast núna í september 2019. Við höfum misst kæran vin en yndislegar samverustundir gleymast ekki. Við óskum Valdísi og fjöl- skyldu styrks og huggunar við þennan missi. Baldur Elíasson, Sviss. Arnfinnur Bertelsson Það er kvöld. Það blikar á vatnið. Lómurinn kyrjar sinn kvöldsöng. Dagsins önn á enda. Það á eftir að mjólka kúna, hana Hörpu. Birgir er tilbúinn með fötuna, hvíta emel- eraða fötu með tréhólki um haldið. Það er heitt vatn í föt- unni og undir hendinni er hann með skammelið sem hann situr á við mjaltirnar. Harpa tekur okkur fagnandi, við vinnumenn- irnir röltum flest kvöld með Bigga til mjalta þótt við höfum verið með honum allan daginn. Birgir þvær júgrið og svo streymir mjólkin í gljáfægða fötuna, Birgir lítur til okkar Nonna sínu hreina og fallega Birgir Bjarnason ✝ Birgir Bjarna-son fæddist 13. júlí 1931. Hann lést 12. mars 2020. Útför Birgis fór fram 21. mars 2020. brosi, svo fer hann að segja okkur sögur. Hann segir frá öndunum og geitunum, frá af- burðahrossinu Pílu og Leira, hestum foreldra hans. Á hverju kvöldi segir Birgir okkur nýjar sög- ur, skemmtilegar og fræðandi. Birg- ir átti gott bókasafn og var stál- minnugur á það sem hann las og óþreytandi að segja okkur strákunum frá því. Gamall kennari Bigga kom í heimsókn og hitti hann í fjár- húsinu. Eftir að hafa skoðað sig þar um segir kennarinn: „Þetta verður í góðu lagi hjá þér, Birg- ir minn.“ „Nú, þú segir það,“ segir Birgir af sinni alkunnu hógværð. „Já,“ segir kennarinn, „ég sé að þú ert með Njálu hjá þér í húsunum, það er góðs viti.“ Snyrtimennska var Birgi í blóð borin. Birgir var óhemju- hraustur og áræðinn gangna- maður, gekk á yngri árum alltaf efstur, þar sem verst var að ganga. Ég var vinnumaður á Miðdal í tvö sumur, erfið vor, köld og voraði seint, ég varð aldrei var við að Birgir svæfi í sauðburð- inum. Hey var borið í pokum í jötur út um hagann, ég man hvað ég dáðist að Birgi, þegar hann bar tvo stærstu pokana í einu út á tún, þetta voru pok- arnir Longintes og Fúsintes, stórir strigapokar. Sólskinsdagur, heyið á Hvamminum að verða þurrt, það þarf að raka saman, setja í galta. Eftir hádegi hefst vinnan, fyrst er garðað með Deutzinum, síðan er saxað í föng og borið í lanir, þetta er mikið verk. Mikið hvað við Nonni glöddumst þegar Jón Guðna og Ninna, foreldrar Kaju, birtust á Willys og skömmu síðar Dóri, bróðir Birg- is, og Gunna kona hans á gamla, fallega Chevrolet-vörubílnum. Svo gengu allir í verkið að raka saman. Heyið fór svo laglega, Birgir hlóð upp og nú var Kaja komin og sú kunni nú að taka til hendinni með hrífuna. Um miðj- an dag var kaffi drukkið undir nýreistri lön, ilmur af heyi og kaffið hennar Kaju, unaðsstund með góðu fólki. Ég hef alltaf sótt í að hitta Bigga, á unglingsárum fórum við nokkrir félagar oft fram á Miðdal að sitja við fótskör Birg- is. Birgir talaði við okkur strák- ana á jafnréttisgrundvelli. Birgir var heimakær, en naut þess að fá fólk í heimsókn. Ég á eftir að sakna Birgis, geta ekki framar hitt þennan góða og fræðandi vin, rætt um hvað það er merkilegt að endur sem verpa grænum eggjum verpa styttri tíma en þær brúnu, sem verpa mest. Svona var Birgir, með ótrúlegustu hluti á hreinu. Á Miðdal lærðum við munn- lega hestamennsku og höfum fyrir satt að hross úr Hornafirði séu bestu hross sem hafi verið til á Íslandi. Með Birgi er góður maður genginn. Agnar á Miklabæ. Látinn er föður- bróðir minn, Bjarni Júlíusson. Hann var yngstur sex systkina sem upp komust og lifði þeirra lengst. Á þeim pabba, Júlíusi S. Júlíussyni, var fimm ára aldursmunur. Mikill samgangur var milli fjölskyldna þeirra. Eitt ár bjuggum við í sama húsi, á Foss- vogsbletti 22. Húsið stóð hátt í suðurhlíðum Fossvogsdalsins á þeim slóðum þar sem Bústaða- kirkja stendur. Þar voru þrjú her- bergi, við bjuggum í einu, Bjarni og fjölskylda í öðru og þriðja her- bergið var stássstofa þeirra. Í jan- úar 1950 fæddust í húsinu Hörður bróðir minn og Jóhanna Bjarna- dóttir. Þá bjuggu þar níu manns, fjórir fullorðnir og fimm börn. Um vorið fluttum við í okkar hús á Kópavogsbraut 25 (nú 49). Það er bjart yfir minningum þessa árs. Bjarni og Helga kona hans voru mjög góð við mig. Eftir að við fluttum keypti Bjarni plötuspilara. Þá var hægt að velja það sem maður vildi hlusta á. Þegar við komum í heim- sókn hlustuðum við á tónlist, sem Bjarni kynnti fyrir okkur. Mér er sérstaklega minnisstætt dálæti hans á Paul Robeson og Jussi Björling. Mestallan starfsaldur sinn vann Bjarni við fatagerð, á blóma- tíma íslensks fataiðnaðar. Ég kom með pabba til Bjarna í fataverk- smiðjuna á Bræðraborgarstíg. Við hjónin fórum líka til hans í Sokka- verksmiðjuna Papey að kaupa góða sokka og spjalla. Þegar ég sagði Evu dóttur okkar frá láti hans mundi hún vel eftir ferðun- um í Papey, hvað sokkarnir voru góðir og gaman að koma til Bjarna því hann talaði líka við hana. Bjarni var mikið fyrir sætar kökur og allt bakkelsi með kók- osmjöli þótti honum gott. Þegar ég heimsótti hann í Seljahlíð fyrir um tveimur árum brást ekki að í Bjarni Júlíusson ✝ Bjarni Júl-íusson fæddist 15. nóvember 1925. Hann lést 1. mars 2020. Útför Bjarna fór fram 16. mars 2020. kaffinu var snarað fram tertu sem hann gerði góð skil. Bræðurnir og fjölskyldur ferðuð- ust saman innan- lands og utan. Eftir tveimur ferðum man ég sérstaklega. Ann- arri var heitið í Tálknafjörð á æsku- slóðir afa og var hann með í för. Við vorum á tveimur bílum, Bjarni og fjölskylda á Ford-fornbíl með far- angurskistu aftan á. Við vorum á Ford ’55. Mikið var um það rætt hvort gamli Fordinn kæmist alla leið. Eftir því sem nær dró Vest- fjarðakjálkanum lifnaði æ meir yf- ir afa. Því miður komumst við að- eins í Þorskafjörð, þar bilaði gírkassinn í nýrri Fordinum og við urðum að snúa við. Afi komst ekki aftur á æskuslóðirnar. Önnur ferð var að Gullfossi og Geysi. Afi var með og gekk við staf. Við röðuðum okkur upp á hverbarminn, Geysissvæðið var ekki afgirt, og horfðum á hvernig kraumaði í hvernum. Bjarni sagði: „Sjáið þið krakkar, það sýður í honum eins og í stórum grýlu- potti!“ Við horfðum hugfangin á. Svo sauð meir og meir, í hvernum risu vatnssúlur hærra og hærra. Allt í einu sagði Bjarni: „Það er að byrja gos, hlaupið þið!“ Við hlup- um öll, líka afi með stafinn á lofti og rétt sluppum undan myndar- legu gosi. Samband bræðranna var gott. Þegar þeir gátu ekki lengur kom- ist um eins og í gamla daga töl- uðust þeir við í síma. Það var at- hyglisvert hve sammála þeir voru alla tíð um menn og málefni. Ég fylgdist með Bjarna og fjölskyldu hans í gegnum frásagnir pabba úr þessum símtölum. Takk kæri Bjarni fyrir ljúfar bernskuminningar og Papeyjar- sokkana góðu sem við gengum í fram á þessa öld. Enda voru þeir ekki aðeins slitsterkir heldur líka mjúkir og notalegir við hörundið. Með þessu leiftri úr fortíðinni votta ég börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúð. Stefanía Júlíusdóttir. Meira: mbl.is/andlat Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR KRISTINSSON, eðlisfræðingur og kennari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 23. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Sophia Osvaldsdóttir Magnús Orri Einarsson Kristín Sigríður Harðardóttir Steindís Elín Magnúsdóttir Theodór Einar Magnússon Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓNÍNA GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd, lést fimmtudaginn 12. mars. Í ljósi hinna óvenjulegu aðstæðna í þjóðfélaginu mun útför hennar fara fram í kyrrþey. Kristín R. Sigurðardóttir Kári S. Lárusson Sigurbjörn J. Kristjánsson Líney Óladóttir Bryndís Á. Svavarsdóttir Gestur Hallgrímsson Sigurður B. Svavarsson Þorbjörg Skúladóttir langömmu- og langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.