Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020
Guðni Einarsson
Freyr Bjarnason
Skúli Halldórsson
Fjögur andlát hér á landi má rekja
til sjúkdómsins af völdum kórónu-
veirunnar. Tilkynnt var um tvö
þeirra á blaðamannafundi almanna-
varna í gær. Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir kvaðst hafa frétt af
andlátunum tveimur eftir hádegi í
gær og hefði gjarnan viljað vita af
þeim fyrr. Annað andlátið varð í
fyrradag.
Annar hinna látnu var eiginmaður
konu sem lést af völdum sjúkdóms-
ins í síðustu viku. Þau hjónin bjuggu
í Hveragerði.
Báðum nálgunum er beitt
Þórólfur vakti athygli á því á
fundinum að stjórnvöld á Íslandi
hefðu ekki valið á milli annaðhvort
skaðaminnkandi eða bælandi leiða í
baráttunni við faraldur kórónuveir-
unnar hér á landi.
Hann benti á að leið bælingar
fælu í sér „að greina hratt, einangra
sjúka, setja útsetta í sóttkví, setja
ákveðin fjarlægðarmörk, svokallað
„social distancing“ milli fólks, sam-
komutakmarkanir, útgöngubann og
ferðatakmarkanir. Allt af þessu höf-
um við verið að gera frá byrjun,
nema útgöngubann og ferðatak-
markanir, sem við höfum áður farið
í gegnum að við teljum að muni ekki
skila miklum árangri, nema kannski
tefja faraldurinn eitthvað örlítið.“
Hann sagði að í skaðaminnkandi
aðgerð fælist að lágmarka skaðann
af faraldrinum, hægja á honum.
„Sem felst þá einkum í að vernda
viðkvæma hópa og undirbúa heil-
brigðiskerfið sem best og svo
ákveðnar samfélagsaðgerðir. En
það er einmitt það líka sem við höf-
um verið að gera. Þannig að ég get
sagt að við erum að nota báðar leið-
ir, ekki aðra hvora, við erum að nota
báðar leiðir í þessari baráttu. Og
allt tal um að við séum eingöngu að
beita skaðaminnkandi aðgerð og
stefna að því að 60 til 70% af sam-
félaginu muni sýkjast og eigi að
sýkjast – það er beinlínis rangt.“
Á fundinum lýsti Alma Möller
landlæknir áhyggjum sínum af
stöðu kjarasamninga hjúkrunar-
fræðinga. Hún biðlaði til samninga-
nefndanna að setjast að samninga-
borðinu. „Þessi óvissa er eitthvað
sem við gætum verið án,“ sagði
Alma. Hún sendi heilbrigðisráð-
herra minnisblað í gær um aukna
fjárþörf heilbrigðiskerfisins.
Samkomubann til 4. maí?
Fram kom í gær að lagt yrði til að
samkomubann gildi til 4. maí næst-
komandi. Ekki er talin þörf á að
loka skólum og styðja gögn frá Im-
perial College og OECD þá afstöðu.
Áfram verður gripið til harðra að-
gerða þar sem hópsmit kemur upp
eins og í Vestmannaeyjum, á
Hvammstanga og á Vestfjörðum.
Gripið hefur verið til hertra aðgerða
í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísa-
firði.
Gögn frá sýnum sem Íslensk
erfðagreining hefur safnað benda til
að ekki sé um mikið samfélagslegt
smit að ræða. Þá var brýnt fyrir
fólki sem finnur breytingar á bragð-
eða lyktarskyni að láta taka sýni.
Bakvarðasveitin eflist
Rúmlega eitt þúsund manns
höfðu skráð sig á lista bakvarða-
sveitar heilbrigðisþjónustunnar í
gær. Þá höfðu einstaklingar úr 13
löggiltum heilbrigðisstéttum boðið
fram aðstoð sína.
Búið var að ráða 116 bakverði til
starfa á heilbrigðisstofnunum hins
opinbera í gær. Þar af voru 72
hjúkrunarfræðingar, 34 sjúkraliðar,
fjórir lyfjatæknar, þrír læknar, tveir
hjúkrunarfræðinemar og einn
læknanemi.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 36 1.416
Útlönd 0 0
Austurland 6 145
Höfuðborgarsvæði 982 3.654
Suðurnes 62 333
Norðurland vestra 30 92
Norðurland eystra 35 325
Suðurland 126 730
Vestfirðir 17 248
Vesturland 25 223
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands Erlendis
Óþekktur
20.930 sýni hafa verið tekin
284 einstaklingar hafa náð bata
8.945 hafa lokið sóttkví
44 eru á sjúkrahúsi
4 einstaklingar eru látnir
12 á gjör-gæslu
1.031 maður er í einangrun
Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar
Upplýsingar eru fengnar af covid.is og landspitali.is
1.319 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
7.166 manns eru í sóttkví
1.319
28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1.
70%
7%
23%
1.200
1.000
800
600
400
200
Tveir sjúklingar til viðbótar látnir
Fjórir hafa látist af völdum kórónuveirunnar Áhyggjur af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga
Harðari aðgerðir ef hópsmit kemur upp Búið er að ráða 116 bakverði á heilbrigðisstofnanir
Ljósmynd/Lögreglan
Blaðamannafundur Þau Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma D. Möller og Páll Matthíasson gerðu grein fyrir stöðu mála í gær.
Skipulögð skimun fyrir kórónuveir-
unni á vegum Íslenskrar erfðagrein-
ingar hófst við Íþróttamiðstöðina í
Vestmannaeyjum í gærmorgun.
Rúmlega eitt þúsund manns bókuðu
sig í skimunina.
„Þetta fylltist bara strax. Þetta er
einn fjórði af Vestmannaeyingum,“
sagði Hjörtur Kristjánsson, um-
dæmislæknir sóttvarna á Suður-
landi, við mbl.is í gær.
Skimunin hófst á bílastæðinu við
íþróttahúsið klukkan 10 í gærmorg-
un þar sem settir voru upp gámar og
ók fólk í bílum sínum þangað. Að
sögn Hjartar voru 12 til 14 manns að
störfum frá Heilbrigðisstofnun Suð-
urlands í gær. Fyrst voru tekin sýni
úr þeim sem eru þegar í sóttkví og
höfðu pantað tíma en síðan voru tek-
in sýni úr hinum sem höfðu óskað
eftir því. Upphaflega var gert ráð
fyrir að skimunin stæði yfir í þrjá
daga en útlit er fyrir að henni ljúki í
dag. Hluti sýnanna sem voru tekin í
gær hefur þegar verið sendur frá
Eyjum til greiningar.
Hjörtur sagði samstarfið hafa ver-
ið gott við Íslenska erfðagreiningu,
sem útvegaði sýnatökupinna, hug-
búnað og fleira. Heilbrigðisstofnun
Suðurlands leggur til starfsfólk og
Vestmannaeyjabær aðstöðuna.
Í gær höfðu 66 smitast af veirunni
í Eyjum, þrír höfðu náð sér, 615 voru
í sóttkví og 254 höfðu lokið sóttkví.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Skimað Íbúar í Vestmannaeyjum komu á bílastæðið framan við Íþróttamiðstöðina til að láta skima fyrir veirunni.
Fjórðungur íbúa í skimun
Þúsund manns bókuðu sig í skimun í Vestmannaeyjum
Smitrakningarforritið Rakning
C-19 fyrir farsíma er nú aðgengi-
legt bæði á App Store fyrir síma
með iOS-stýrikerfi og Google Play
fyrir síma með Android-stýrikerfi.
Slóð til að sækja forritið er covid.is/
app/is og er það notendum að
kostnaðarlausu.
Forritið hjálpar við að greina
ferðir einstaklinga og rekja saman
við ferðir annarra ef upp kemur
smit. Appið vinnur í bakgrunni og
skráir staðsetningu símans nokkr-
um sinnum á klukkustund. Gögnin
eru einungis vistuð í símanum sjálf-
um og engum aðgengileg. Gögn frá
síðustu 14 dögum eru geymd hverju
sinni en eldri gögnum eytt.
Greinist notandi símans með
Covid-19-smit getur rakningateymi
Almannvarna sent honum beiðni í
gegnum forritið og óskað eftir að-
gangi að gögnunum. Notandi sím-
ans þarf að slá inn kennitölu sína og
veita samþykki með því að smella á
hnapp. Að fengnu samþykki verða
gögnin send í gagnagrunn rakning-
arteymisins. Teymið getur svo
stuðst við gögnin þegar rætt er við
þann smitaða til að finna mögulega
einstaklinga og staði sem hafa verið
útsettir fyrir smiti. gudni@mbl.is
Auðveldar rakn-
ingu veirusmitsins
Forritið skrái sjálfkrafa ferðir fólks
Skjáskot
Rakning C-19 Forritinu fylgja hag-
nýtar upplýsingar um Covid-19.