Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2020 3. apríl 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 141.38 142.06 142.7 Sterlingspund 174.77 175.61 176.66 Kanadadalur 99.37 99.95 100.31 Dönsk króna 20.736 20.858 20.915 Norsk króna 13.517 13.597 13.73 Sænsk króna 13.972 14.054 14.271 Svissn. franki 146.4 147.22 147.75 Japanskt jen 1.3019 1.3095 1.3276 SDR 192.94 194.08 194.93 Evra 154.87 155.73 156.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.6599 Hrávöruverð Gull 1594.25 ($/únsa) Ál 1489.0 ($/tonn) LME Hráolía 23.0 ($/fatið) Brent Nýr formaður Samtaka iðnaðarins verður kynntur á rafrænum aðal- fundi hinn 30. apríl næstkomandi. Vikurnar tvær á undan fer fram kosning um embættið ásamt stjórn- arkjöri. Guðrún Hafsteinsdóttir, sem gegnt hefur embætti formanns síðustu ár, er ekki í framboði. Tvö hafa lýst yfir framboði en framboðsfrestur rann út um miðjan síðasta mánuð. Annars vegar er það Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marel, en hann er varaformaður SI og hefur setið í stjórn frá árinu 2016. Hins vegar er í framboði Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, stjórnar- formaður Límtrés Vírnets og Sec- uritas. Hún er framkvæmdastjóri Stekks fjárfestingarfélags sem er stærsti eigandi fyrrnefndra félaga. Þá eru sjö einstaklingar í fram- boði og etja kappi um fimm sæti í að- alstjórn samtakanna. Það eru Arna Arnardóttir, formaður Félags ís- lenskra gullsmiða, Birgir Örn Birg- isson, framkvæmdastjóri Dominos, Egill Jónsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Össurar, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, aðstoðarfor- stjóri Carbon Recycling Inter- national, Steinþór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Björnsbakarís, Valgerður Hrund Skúladóttir, fram- kvæmdastjóri Sensa, og Vignir Steinþór Halldórsson, stjórnar- formaður MótX. Nýr for- maður SI í lok apríl Árni Sigurjónsson Guðlaug K. Kristinsdóttir  Tvö í framboði STUTT VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Gera má ráð fyrir að hagnaður Landsvirkjunar á árinu 2020 verði talsvert minni en árið 2019 þegar hann reyndist 13,6 milljarðar króna. Þetta segir Hörður Arnarson, for- stjóri fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið. Bendir hann á að þverrandi eft- irspurn á mörk- uðum erlendis komi illa við marga viðskipta- vini fyrirtækisins og það valdi því að fæstir þeirra haldi uppi fullum afköstum um þessar mundir. „Það er sveigj- anleiki í flestum samningum sem gerir þeim kleift að draga úr fram- leiðslunni en við getum ekki selt raforkuna annað á meðan. Sumir þessara viðskiptavina eru birgjar fyrir verksmiðjur erlendis og í sum- um tilvikum hefur þeim hreinlega verið lokað tímabundið vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. Sam- dráttur í framleiðslu er þá eðlilegt viðbragð við þeirri þróun,“ segir Hörður. Veita lengri greiðslufresti Hann segir að Landsvirkjun vinni náið með viðskiptavinum sínum og vilji tryggja samkeppnishæfni sína til lengri tíma litið. Því leiti fyrir- tækið leiða til að koma til móts við viðskiptavini sína, m.a. með lengri greiðslufresti þar sem það á við. Fyrir skemmstu var greint frá því að Rio Tinto í Straumsvík hefði kallað eftir samtali um endurskoðun á raforkukaupasamningi við LV vegna breyttra markaðsaðstæðna. Hörður segir að það samtal standi enn yfir. „Í því samtali eins og öðrum horf- um við til langtímaþróunar og horf- urnar í þeim efnum hafa fremur versnað en hitt. Við munum áfram leita leiða til að styðja við okkar við- skiptavini.“ Hann vill þó ekki gefa neitt uppi um hvort til greina komi að lækka raforkuverð til stórnot- enda. Hins vegar er ljóst að það hefur í mörgum tilvikum lækkað enda stórir samningar fyrirtækisins annaðhvort tengdir þróun á heims- markaðsverði á áli eða þróun raf- orkuverðs í Nord Pool, norrænu kauphöllinni með raforku. Spurður út í hvort Landsvirkjun hafi ein- hvern tíma séð þá markaði taka aðra eins dýfu og nú í marsmánuði segir Hörður að fá dæmi séu um slíkt. „Álverðið er á svipuðum slóðum og það var 2016 en kannski ívið lægra. Hvað Nord Pool-markaðinn varðar þá hefur hann aldrei svo ég muni verið jafn lágur og nú.“ Raforkuverð í frjálsu falli Til marks um stöðuna á þeim markaði má nefna að um miðjan febrúar var sagt frá því í frétta- skýringu í Morgunblaðinu að verðið í kauphöllinni væri í sögulegu lág- marki. Þá stóð megavattsstundin í 14 evrum. Í gær var verðið fyrir raforku sem afhent verður í dag, komið í 4,17 evrur. Álverð er í kringum 1.500 dollara á tonnið en um nýliðin áramót stóð það í rúm- um 1.800 dollurum. Eftir hrunið á fjármálamörkuðum fór það lægst niður fyrir 1.300 dollara í febrúar 2009. Í opinberri umfjöllun hefur komið fram að Rio Tinto skoði þann mögu- leika að loka verksmiðju sinni í Straumsvík. Þær erfiðu aðstæður sem nú eru á mörkuðum vekja því spurningar um hvort Landsvirkjun telji hættu á að stórir viðskiptavinir fyrirtækisins muni hreinlega hætta starfsemi. Rykið þarf að fá að setjast „Ég tel ekki rétt að reyna að leggja mat á það núna þegar við stöndum í storminum miðjum. Það verður betra að leggja mat á það þegar rykið er aðeins sest. Þá bend- ir hann á að gagnaverin, sem hafa komið inn á markaðinn sem stórir kaupendur að raforku á síðustu ár- um, skipti miklu máli nú þegar gagnamagnsnotkun eykst hröðum skrefum. „Þar er eftirspurnin mikil þótt mikið bakslag hafi komið í bitcoin- starfsemina. Við gerðum reyndar alltaf ráð fyrir að þar væri um tíma- bundinn markað að ræða og þróun- in þar kemur ekki endilega á óvart en í heild er mikill kraftur í starf- semi þessara vera.“ Þrátt fyrir þá miklu óvissu sem nú er uppi segir Hörður að Lands- virkjun sé vel í stakk búin til að tak- ast á við krefjandi aðstæður. Þar ráði miklu að fyrirtækið hefur greitt upp skuldir fyrir nærri 130 millj- arða síðasta áratuginn. Mun hafa áhrif á afkomu Landsvirkjunar á árinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Vatnsafl Viðskiptavinir eru í mörgum tilvikum ekki að kaupa alla þá orku sem þeir hafa heimild til sökum minni eftirspurnar á mörkuðum.  Stærstu viðskiptavinir Landsvirkjunar í kröggum á alþjóðlegum mörkuðum Hörður Arnarson Birna segir að viðskiptavinir geti að sjálfsögðu einnig óskað eftir endurgreiðslu á ferðum sem hefur verið aflýst, en þá þurfi fólk kannski að bíða lengi. „Já, það er viðbúið að endurgreiðslur geti tekið mun lengri tíma en undir eðlilegum kringum- stæðum.“ Í stað þess að horfa 48 klukku- stundir fram í tímann verður nú horft eina viku fram í tímann hvað varðar aflýsingu á ferðum. „Svo Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Icelandair Group er að ljúka við gerð nýrrar tæknilausnar sem gerir fyrir- tækinu kleift að aflýsa ferðum lengra fram í tímann en verið hefur hingað til. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á dögun- um hefur félagið aðeins horft 48 klukkustundir fram í tímann þegar flug er fellt niður eftir að kór- ónuveiran fór að raska flugstarf- semi. Það hefur skapað mikla óvissu hjá þeim viðskiptavinum sem hafa átt pantað flug hjá félaginu. Með nýju lausninni er dregið úr þeirri óvissu, en lausnin snýr að ein- staklingsmarkaðnum. Einfalt kerfi Birna Ósk Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair Group, segir í samtali við Morgunblaðið að nýja lausnin sendi viðskiptavinum upplýsingar um að flugi hafi verið aflýst og boð um inn- eign. „Inneignina getur fólk notað þegar möguleikar til að ferðast verða komnir í eðlilegt horf á ný. Þetta er einfalt og sjálfvirkt kerfi, sem mikið er búið að kalla eftir. Viðskiptavin- urinn fær kóða, sem hann slær inn næst þegar hann bókar hjá Iceland- air, og fær þá inneignina greidda upp í ferðina. Með þessu getum við veitt viðskiptavinum okkar lausn á sínum málum hratt og örugglega.“ höldum við áfram að horfa enn lengra fram í tímann.“ Líka fyrir ferðaskrifstofur Spurð hvort sama lausn verði í boði fyrir ferðaskrifstofur segir Birna að þær hafi aðgang að svipaðri tæknilausn og geti í gegnum hana búið til inneignir, geymt og fært ferðir. „Við byrjuðum að bjóða ferða- skrifstofunum þessa leið fyrir síð- ustu helgi,“ útskýrir Birna og bætir við að flugfélagið sé í daglegum og góðum samskiptum við ferðaskrif- stofur. Spurð um gagnrýni Þórunnar Reynisdóttur, framkvæmdastjóra einnar stærstu ferðaskrifstofu landsins, Úrvals-Útsýnar, í Morgun- blaðinu í gær, á að Icelandair gæfi engin svör varðandi hvenær félagið hygðist endurgreiða ferðaskrifstof- unni fé sem það hafði greitt Iceland- air vegna pakkaferða sem Úrval-Út- sýn selur en hefur þurft að aflýsa, segir Birna að því miður sé enn ekki hægt að svara því nákvæmlega. „Við vinnum náið með öllum okkar við- skiptavinum og reynum að leysa úr málum og svara fyrirspurnum eftir fremsta megni um leið og ákvarðanir liggja fyrir.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tækni Lausnin er einfalt og sjálfvirkt kerfi, sem mikið er búið að kalla eftir. Icelandair býður inneign  Ný tæknilausn fyrir viðskiptavini  Horfa viku fram í tímann  Ferðaskrif- stofur fá líka aðgang  Boðið upp á endurgreiðslur á miðum, en tekur lengri tíma Birna Ósk Einarsdóttir ● Þrátt fyrir töluverða fækkun ferða- manna á síðasta ári var afkoma Isavia-samstæðunnar jákvæð um 1,2 milljarða króna eftir skatta, sem er lækkun um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári. Ef tekið er tillit til niður- færslu á viðskiptakröfum vegna falls Wow air nemur lækkunin milli ára um 1,2 milljörðum króna. Tekjur ársins lækkuðu um 3,3 milljarða, sem er um 8% samdráttur á milli ára. Handbært fé nam um 9,2 milljörðum króna í árs- lok 2019. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 26% á milli ára. Isavia hagnaðist um 1,2 milljarða króna í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.